Þjóðviljinn - 16.03.1980, Blaðsíða 9
Sunnudagur 16. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Hér með
Jón Hlöðver Askelsson skólastjóri
Tónlistarskólans á Akureyri:
Akureyri:
Tónlistarskólínn á Akur-
eyri hélt mikla tónlistar-
hátíðsunnudaginn i síðustu
viku. Hátíð þessi var bæði
kynning og skemmtun og
haldin í fjáröflunarskyni
vegna nýbyggingar Tón-
listarskólans. Blaðamaður
Þjóðviljans sótti Tónlistar-
skólann heim á þessum
hátíðisdegi og átti stutt
spjall við skólastjóra hans,
Jón Hlöðver Áskelsson.
— Húsnæöi skólans var áöur 243
fermetrar, segir Jón, en nú bæt-
ast viö 280 fermetrar. Þetta hús-
næöi nær yfir sal sem er ófrá-
genginn, sex fullgeröar kennslu-
stofur og tvær snyrtingar.
Húsnæöiö var keypt af Húsa-
gagnaverluninni Eini 17. júli
1979. Kaupverö og heildar-
kostnaöur er nú um 74 milljónir.
Þar af hafa fengist lán fyrir kr.
22.500.00f 10 miljónir kr. i styrk
frá Akureyrarbæ. Sérstakt bygg-
ingargjald er nam kr. 2.500.000.
Þvi til viöbótar hafa fengist
bráöabirgöalán aö upphæö kr.
10.000.000 frá Akureyrarbæ.
Reiknaö er meö aö Akureyrarbær
taki verulegt lán, sem bærinn
greiöir siöan niöur i formi bygg-
ingarstyrkja á næstu árum. Einn-
ig er vonast til aö styrkur komi
frá rikinu. Hluti af kostnaöi
veröur síöan borinn uppi af sér-
stöku byggingargjaldi sem lagt
veröur á nemendur, hliöstætt
þeim 5.000 kr., sem hver nemandi
greiddi á s.l. hausti. Þaö er rétt-
lætt sem eins konar húsaleiga.
300 tertur sem
dögg fyrir sólu
— Þaö hefur veriö mikill glæsi-
bragur á þessari Tónlistarhátfö
og margt til skoöunar og
skemmtunar?
— Já, dagskráin hófst klukkan
tvö siödegis og húsinu er lokaö nú
klukkan sjö. Hátíöin hófst meö
þvi aö blásarar komu sér fyrir á
þaki hússins og blésu mikinn til
merkis um þaö aö nú væri hátiöin
sett. Þá leyföi skólastjóri sér að
ávarpa Akureyringa frá sama
þaki i gegnum hátalarahorn.
Síöan var boöiö upp á veitinga-
sölu, kökubasar, tónleika, happa-
drætti, sjónvarpsauglýsingar og
barnagæslu. Þaö hefur gifurleg
virina legið aö baki þessari hátið
en árangurinn mikili: Viö reikn-
uðum meö 250 manns sem kaupa
mundu smurbrauö, en allt var
uppselt fyrir kaffi. Þá hafa 400
manns keypt veitingar, 300 tertur
seldust á basarnum á tæp-
um þrem timum og ekki fráleitt
að álita að tæplega 800 manns hafi
heimsótt húsiö á þessum fimm
timum sem opiö var. Þá má geta
þess að tvennir tónleikar voru
haldnir fyrir fullu húsi.
Úrvinda eftir
undirbúningin
— Hve margir nemendur eru I
skólanum?
Þyrftum
að halda
25 tónlistar-
hátíðir
í viðbót
til aðgreiða
skuldirnar
— Þeir eru 470, og ég verö aö
segja að þaö er mjög sjalfgæft og
ánægjulegt aö ná utan um alla
nemendur og aðstandendur
þeirra á einum degi eins og gerst
hefur i dag. Og þrátt fyrir gleöi-
legar hliöar á sliku fyrirbæri sem
Tónlistarhátið þá held ég aö bæöi
kennarar og nemendur séu svo
úrvinda eftir undirbúninginn aö
þeir séu fegnir þvi aö bið veröi á
svona uppátæki aftur. Tónlistar-
prógrömmin hafa t.d. verið fjög-
ur, og þremur og hálfum tima
variö i samfleyttan tónlistarflutn-
ing. Bæöi nemendur og kennarar
hafa tekiö þátt i tónleikunum og
miklar æfingar liggja aö baki
flutningsins. Eitt verk var hér
frumflutt eftir Oliver Kentish en
hann er cello-kennari viö skólann.
24 kennarar
— Hvenær tók Tónlistarskóli
Akureyrar til starfa?
— Tónlistarskólinn tók til starfa
20. janúar 1946, nemendur voru
þá 27, allir i pianóleik. Fyrsti
skólastjóri og kennari var
Margrét Eiriksdóttir, sem var i
þvi starfi til 1950. Skólinn var rek-
inn af: Tónlistarfélagi Akur-
eyrar, Karlakórnum „Geysi”,
Karlakor Akureyrar, og Lúöra-
sveit Akureyrar, sem stofnuöu
Tónlistarbandalag Akureyrar i
þvi augnamiöi, en hvert félag átti
einn fulltrúa i skólastjórn. Sú
breyting varð siöar á, að
Kantötukórinn lagöist niður og þá
fækkaöi um einn fulltrua i stjórn-
Jón Hlööver: — Viö erum mjög
ánægö meö aösóknina. Um 800
manns sóttu hátlöina sem stóö I
fimm tima.
inni. Arið 1971 bættist inn i stjórn-
ina fulltrúi og formaður frá
Bæjarstjórn Akureyrar, og siöan
1977 hefur Tónlistarfélagið ekki
átt stjórnaraðild.
— Hve margir kennarar starfa
viö skólann?
— Siöastliöinn vetur hafa 24
kennarar starfað við skólann, en
nemendur eru eins og ég nefndi
áðan 470.
Þrir af starfandi kennurum
skólans hafa starfaö aö mestu
leyti frá upphafi, en þaö eru þau
Þórgunnur Ingimundardóttir,
pianókennari frá 1946, Þyri
Evdal, pianókennari frá 1947,og
Jakob Tryggvason, orgelkennari
frá 1948, en hann tók við starfi
skólastjóra árið 1950, og gegndi
þvi allt til ársins 1974, ef frá er
taliðorlofsáriö 1972-1973, er Soffia
Guömundsdóttir gegndi skðla-
stjórastarfi.
Siöan áriö 1974 hef ég gegnt
skólastjðrastarfi, en formaöur
skólastjórnar er Siguröur
Jóhannesson, fulltrúi Bæjar-
stjórnar. Nemendafjölgun hefur
orðið mikil á siöasta áratug, en
helmingsfjölgun hefur oröiö á
siöustu 8 árum. Fastar stööur
jafngilda 16.5 stööugildum, en um
30% kennslunnar^ fara fram i
stundakennslu lausráöinna og
yfirvinnu fastráöinna kennara.
Hver nemandi við skólann fær um
1.03 klst.. Kennt er á 17 mis-
munandi hljóðfæri til viöbótar
söngkennslu og er aldur nemenda
allt frá 4 ára til 70 ára.
Vinsœl
„ÖldungadeUd,,
— Hverjar eru helstu dcildir
skólans?
— Þar má nefna forskóladeild,
strokhljóðfæra-deild, blásara-
deild, en einnig má telja aðra
hljóöfærakennslu og söng. Þá
er einnig kennsla i tónfræöi
og einn tónheyrnartimi á
viku. Frá fimmta stigi verður
nemandi að leggja stund á
hljómfræði og kontrapunkt
og einnig veröur nemandi aö
leggja stund á tónlistarsögu
sem er tveggja vetra nám. Þá er
einnig hægt að leggja stund á val-
greinar og kjörsvið viö skólann.
Ég get einnig bætt þvi viö, aö eins
konar „öldungadeild” hefur bæst
viö skólann, þótt ekki sé hún enn
fullmótuð, en vaxandi aösókn
fulloröins fólks er i tónlistarnám.
74 miljónir
— Hefur skólinn verið i miklum
húsnæðishrakningum?
— Já, hann hefur viða komiö
viö. Hann var fyrst i leiguhúsnæöi
i Lóni, félagsheimili karlakórsins
„Geysis”, en þar var skólinn frá
upphafi.Hús þetta er þó þekktara
i dag undir nafninu „Dynheim-
ar”. Ariö 1966 eignaöist svo Tón-
listarkólinn 3.* hæö i húsinu við
Hafnarstræti 81. Þremur árum
siðar fékk skólinn aðra hæð til
afnota en hún er i eigu Akur-
eyrarbæjar. Ariö 1975 þurfti skól-
inn svo aö taka viöbótarhúsnæöi á
leigu. Siöastliðið haust fór
kennsla fram viös vegar i bænum,
öllum til mikils óhagræðis. En nú
höfum við fengið nýja 280 fer-
metra til viðbótar húsnæði okkar
og bindum við þaö miklar vonir i
sambandi viö alla starfsemi.
— Hvað hefur þetta nýja hús-
næði steypt ykkur I miklar
skuldir?
— Um 74 miljónir með öllu.
Fjáröflun i dag gefur okkur
kannski á þriöju miljón ef allt
hefur blessast. Það þýöir aö viö
þurfum aö halda 25 Tónlistar-
hátiðir til viðbótar ef takast á að
greiða skuldir okkar. En ætli það
komi til greina, segir Jón Hlööver
Askelsson skólastjóri.
-im
Samtök
Psoriasis-
og Exemsjúklinga
Pósth. 851 — 121 Rvík.
1.
Aðalfundur SPOEX 1980 verður haldinn
laugardaginn 22. mars n.k. i Domus
Medica við Egilsgötu og hefst kl. 15.00.Auk
venjulegra aðalfundastarfa verður rætt
um Lanzarote og næstu ferð þangað. Fjöl-
mennið og takið með ykkur nýja félaga.
2.
Umsóknum vegna næstu Lanzaroteferðar
þarf að skila fyrir 22. mars nk. Nánar i
Fréttabréfi 5.
Fréttabréfin eru nú eingöngu send skuld-
lausum félögum (árgjald 79).
Stjórnin.