Þjóðviljinn - 16.03.1980, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 16.03.1980, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. mars 1980 Hjördls Bergsdóttir Tökum lagið Sæl nú! I dag tökum viö fyrir pólskt lag sem heitir „Warszawjanka”. Ljóöiö orti Waclaw Swiecicki áriö 1883 i fangelsi i Póllandi, en þaö mun vera á upphafsárum pólskrar verkalýöshreyfingar. Islensku þýöinguna geröi Asgeir Ingvarsson, en lagiö er eftir K. Kurpinski. „ Warszawjanka ” d Uppreisnin breiðist svo ótt yfir landið A7 d A7 upp, upp til vopna þú kúgaða stétt. d Skyldan hún kallar til orrustu alla, A7 d A7 d C7 afl móti valdi, þá sigrum við létt. F C Við eigum frelsis ólgandi elda, C7 F A7 upp hefjum blóðrauða fánann með dáð. d g Verkamenn! Fylkist nú féndunum móti, A7 d A7 C7 Fram! Nú skal síðasta orrustan háð. F c Allslausi múgur, engu áttu að tapa C7 F A7 öðru en hlekkjum, þín lausn er þitt starf! d g Bráðum skal alræði öreigans drottna, - A7 d A7 d þá er okkar tími að bæta vorn arf. Sultur og neyö hefur nagaö oss alla. Nlöingsins þjóöfélag bráöum er nár. Brjótum þvi nú hina bölvuöu hlekki, blóöhefndin ein getur læknaö vor sár. Meö lifinu höfum viö hugsjónir goldiö, sem hefja til frelsis hinn kúgaöa lýö. Fram þvi f vlgiö, þvi fánanum blæöir, fram rauöi herinn er búinn I striö. Allslausi múgur,.... o.s.frv. d-hljómur C7-hljómur tt > g-h ljó mu r 01 IL A7-hljómur T+T oóo C -hljó mur T A A sL Austurbæjarbíó: Veiðiferðin tslensk 1980 Handrit og leikstjórn: Andrés Indriöason. Veiöiferöin er mynd sem fyrst og fremst höföar til barna og unglinga. Þó er ekki aö efa aö margir full- orönir koma til meö aö skemmta sér ágætlega. Gæti jafnvel hugsast aö sumir þeirra þekktu sjálfa sig I persónum myndarinnar. Efni myndarinnar er ekki ýkja flókiö eöa marg- brotiö. Lýst er fögrum sumardegi viö Þingvalla- vatn og ýmsum uppákomum, sem þar veröa. Þaö eina sem hægt er aö fetta fingur út í frá tæknilegu sjónarmiöi er hljóöupptakan. Þaö er eins og einhver álög hvlli á Islenskum kvikmynda- geröarmönnum hvaö hljóöiö snertir. Þeim hefur ekki enn tekist aö ná valdi yfir þessu tækniatriöi. En æfingin skapar meistarann, eins og þar stendur, og vonandi fer þetta aö komast i lag. Stjörnubíó: Ævintýri í orlofsbúðunum Bresk 1978 Leikstjóri Norman Cohen Þaö er eins konar kynllfsútgáfa af „Afram”- myndunum þar sem aöal brandarinn er aö detta hálfnakinn ofan I sundlaug eöa falla út úr klæöaskáp á miöur óheppilegum tlma. Mikiö er lagt upp úr I auglýsingum btósins aö myndin sé „djörf”, en vitaskuld er þetta náttfatahúmor á lágu stigi. Ailar gömlu klisjurnar iplastumbúöum. Nei, þaö er varla hægt aö mæla meö slikri framleiöslu. Nýja Bíó: Butch og Sundance: Yngri árin Bandarisk 1979 Leikstjóri: Richard Lester Þaö er reyndar furöulegt hvaö hetjur vestursins ganga aftur á hvita tjaldinu. Fyrri myndin um þá B. og S. var eftirminnileg kvikmynd sökum ágætis leiks, hugljúfrar tónlistar BB og mjúkrar kvik- myndatöku. Engu aö slöar var sú mynd sama þjóö- félagslega lygin og þessi sem nú er sýnd. Kabojar- nir eru ægilega sætir og sexi og lenda I voöalega unaöslegum ævintýrum. Fyrir þá sem gaman hafa af slikri umfjöllun og vilja gleyma streöinu meö þvl aö sökkva I bandariskan kvikmyndaiönaö er þessi mynd tilvalin. Háskólabíó: Særingameistarinn Bresk 1973 Leikstjóri: Robin Hardy Mynd þessifjallar um lögregluforingja sem leitar aö horfinni stúlku á eyju einni undan fjörum Skot- lands. Smám saman dregst lögreglumaöurinn inn I heiöinn heim, þar sem „viöurkennd” trúarbrögö eru látin fara forgöröum. Þetta er ágæt mynd fyrir Asatrúarsöfnuöinn, en óskaplega er oröiö þreyt- andi aöhorfa upp á hrollvekjur sem byggja á þvt aö magna upp afvik frá „réttum” og „sönnum” hugs- unarhætti. Slikar myndir byggja yfirleitt undir fordóma og „viöurkennda” menningarsýn. Þrátt fyrir klenan samsetning tekst handritahöf- undi vel upp viö lausnir I texta og framrás. í rósa örlæti Ragnar veitir tuttugu milj. meira en Tómas og Sighvatur. Fyrirsögn iDagblaöinu Það er geggjað að geta hneggjað 15 hestar á loft i gær Fyrirsögn i Morgunblaöinu Eyjamenn svalir Fjörefni fryst i Eyjum. Fyrirsögn i Morgunblaöinu Gamall sannleikur „Höfum ekki myndaö okkur skoöun” Fyrirsögn i Timanum Gagnrýni Undirritaöur skal fúslega viöur- kenna þaö, aö hann kann ekki aö skrifa um kvikmyndir á faglegan hátt. Þó er hverjum manni þaö ljóst, aö mynd eöa filma á lán sitt undir mörgum samvirkum hlut- um. Jónas Guömundsson I Timanum. Framtíðardraumar Páksalömbin dafna vel i Gunn- arsholti Fyrirsögn i Þjóöviljanum Fiskur undir steini Astin spriklar viö lóniö Fyrirsögn 1 Þjóöviljanum Litadýrð Annarlegur litur á hrognunum Fyrirsögn I Þjóöviljanum Brunalykt Hiti kringum sæti Pálma Jónssonar Fyrirsögn I Alþýöublaöinu Orkukreppa Um 5 miljaröa orkuskattur veröur lagöur á landslýö Fyrirsögn i Visi Vor fugla á milli Valur náöi betra flugi en Haukar Fyrirsögn I VIsi. Ráð við veröbólgunni A framhliö nýju myntarinnar eru myndir af sjávardýrum, skötu, smokkfiski, rækju, þorski og höfrung, en á bakhliöinni eru landvættirnir, gammur, griöung- ur, dreki, bergrisi og á fimm krónu myntinni eru allir land- vættirnir saman. 1950 - MÍR - 1980 Afmælissamkoma 30 ára afmælis MtR, Menningartengsla tslands og Ráö- stjórnarrlkjanna, veröur minnst á samkomu I ÞJóö- leikhúskjallaranum sunnudaginn 16. mars kl. 3 síödegis. Avörp flytja m.a. N. Kúdrjavtsév, aöstoöarflskimálaráö- herra Sovétrlkjanna og formaöur Félagsins Sovétrik- in-island, og M. Strelfsov, ambassador Sovétrlkjanna á islandi, Elin Sigurvinsdóttir óperusöngkona syngur viö planóundirleik Agnesar Löve, Geir Kristjánsson skáld les úr Ijóöaþýöingum slnum af rússnesku. Boöiö upp á kaffi- veitingar og happdrætti. Samkoman er opin öllum, en MÍR-félagar, eldri og yngri, eru sérstaklega velkomnir. Félagsstjórn MtR. Cl 81333 UOÐVIUINN Síðumúla 6 s. 81313 Vlsir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.