Þjóðviljinn - 16.03.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 16.03.1980, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. mars 1980 % unglingasíðan • Umsjón: Olga Guðrún Árnadóttir Umsagnir um bókina: 55 Við erum saman” Höfundar: Bergem, Erdal-Aase, Fudingrud, Hodnhvam, Holter, Prescott og Sharsten. Iöunn 1979 Þýöandi: Guösteinn Þengiisson Verö: 3.904 kr. Þórdis Gísladóttir, 14 ára: Ekki löng líffrœðileg heiti sem engin skilur Akápu bókarinnar segir: Um kynllf ungs fólks. Um kynhlut- verk og tvöfalt siögæöi. Um ábyrgö og getnaöarvarnir. Um þaöaökynnast likama sinum og um rétt þinn til fræöslu um kyn- feröismál. Bókin er vel skrifuö aö flestu ieyti, máliö er auöskiljanlegt en ekki löng lifæfærafræöileg heiti sem enginn skilur. Auövitaö getur maöur alltaf fundiö eitt- hvaöaösvona bókum,t.d. mætti hafa nokkur viötöl viö unglinga i bókinni. Mikil áhersla er lögö á jafn- rétti kynjanna i öllu samlifi. Mér finnt gott viö bókina aö þar eru gefnar upplýsingar um fræöslu og möguieika til að kynna sér þessi efni á Islandi, en þaö vill oft vanta i bókum, sem eru þýddar. Myndirnar eru mjög góðar og auöskiljanlegár, t.d. er myndin af stráknum á bls. 5. sérstaklega sniðug. Ég held aö m jög æskilegt sé aö nota bókina viö kennslu i 8.9. bekk grunnskóla, hún er vönduö, for- dómalaus og allir heföu gott af aö lesa hana. I bókinni er góöur kafli um rétt fólks til fræöslu um kynferöismál og þaö held ég aö flestir þyrftu aö kynna sér. Lög- um um fræöslu um þessi efni er hvergi nærri framfylgt. I bókinni er geröur stór greinarmunur á kyniifi og æxl- un, og talaö um aö fólk hafi langsjaldnast kynmök meö æxl- un i huga. Þetta held ég aö flest- ir ættu aö vera sammála um. Bókin er ódýr og ég held aö flestir ættu aö hafa tök á aö eignast hana. Ég ráölegg fólki eindregiö aö lesa bókina „Viö erum saman”, allir ættu aö hafa gagn og gaman af þvi. Veggspj öld a gangana! Grétar Kristjánsson Grétar Kristjánsson, 14 ára: Mætti orða efnið betur Bókinni,,Viöerum saman” er ætlaöaö upplýsa fólk um kynlif- iö og ýmsa fordóma kringum þaö. Aöalkosturinn viö bókina er aö sýnt er fram á hvaö hlut- verkaskipting kynjanna er yfir- leitt fiflaieg. öllu efni eru gerö góö skil, nema hvaö þaö mætti oröa þaö betur. Bókin „Viö er- um saman” er mjög lik bókinni „Æska og kynlif ”, og þaö væri æskilegt aö nota aöra hvora þeirra sem kennslubók í gagn- fræöaskólum hér. Viö erum hér fjögur bekkjar- systkini úr áttunda bekk, sem komum okkur saman um aö skrifa hinni ágætu unglingasiöu. Fyrst viljum viö þakka fyrir mjög gott efni á sfðunni, sér- staklega þaö sem skrifaö hefur veriöum skólamál (mætti alveg vera meira) og svo greinar og viötöl um kynlffiö. Þaö veitti sko sannarlega ekki af aö brjóta is- inn I þeim efnum, þaö er komiö nóg af hræsni og lygum inn i okkur, þó viö séum ekki nema fjórtán ára, og hvernig verðum viö þá þegar viö erum oröin full- oröin?Svo höldum viö aö margir fullorönir h.afi bara haft gott af aö lesa þetta sem hefur verið skrifaö á siöuna. Þau fengu vist enga kynferöisfræöslu heldur, greyin. Okkur langaöi til aö segja frá hugmynd sem viö höfum fengið og erum ákveöin I aö fram- kvæma. Viö ætlum aö setja upp veggspjald, sem er hægt aö festa á alls konar upplýsingar, orösendingar o.fl. frammi á ganginum viö dyrnar á stofunni okkar, þar sem allir geta lesiö þaö sem stendur á upplýsinga- töflunni. Þarna væri hægt aö koma á framfæri tillögum um ýmsilegt sem mætti bæta i sjálfum skól- anum til dæmis aðstööu nem- enda i friminútum, kennsluaö- ferðir, og hegöun ákveöinna kennara og nemenda i timum. Einnig myndum viö hafa þarna upplýsingar um Kynfræsölu- deildina, hvenær hún er opin og svoleiöis. Þarna væri lika hægt aö vekja athygli á allskyns félagsstarfi fyrir unglinga, góöum bókum, skemmtilegum leikritum, böllum og fl..Og svo veröur Unglingaslöan auðvitaö hengd upp I hverri viku svo allir geti lesiö hana! Stórgóö hugmynd! Til ham- ingju. Vona aö ykkur gangi vel, og aö aörir flýti sér aö feta I fót- spor ykkar. Olga GuörUn. Drepa-tímann-þættir” í fjölmiðmm Olga Guörún! Það villbrenna viö þegar fólk er fengiö til aö sjá um efni fyrir „unglinga” t.d. i útvarpi, aö þættimir veröa lélegar eftirlik- ingar af samsvarandi þáttum fyrir fulloröna. T.d. var þáttur- inn „A tiunda timanum” mjög likur þættinum „I vikulokin”: Stuttir pistlar um eitthvaö sem engu máli skiptir meö diskótón- list i bland. Dæmigerö umfjöll- unarefni i slikum þáttum eru feguröardrottningar, sigurveg- arar i bilarallium eöa fólk sem safnar sigarettupökkum frá hinum ýmsulöndum heims eöa einhverju álika fáránlegu. Þeir sem tala viö td. fegurðardrottn ingari'slikum þáttum eru alltaf afar jákvæöir gagnvart feg- uröarsamkeppnum og dettur ekki i hug aö spyrja annarra spurninga en „hvernig leiö þér þegar þú fékkst aö vita úrslit- in?” o.s.frv.. Aftur á móti má alls ekki spyrja spuminga um fjárplógsstarfsemi, auglýsinga- skrum og þá hugmynd aö láta fólk keppa i fegurö. Þannig veröa slikir þættir staöfestandi, fólk er ekki hvatt til gagnrýni heldur látiö lita svo út sem allt sé þetta nú gott og blessaö. Yfirleitt er foröast eins og hægt er aö vekja athygli á Ég vona aö unglingasiöa Þjóöviljans veröi aöeins skárri. Ég vona aö unglingasiöan veröi til þess aö færra ungt fólk láti glepjast af afþreyingar iðnaöin- um, t.d. þessum hryllilega diskó iönaöi meö allri þeirri sölumennsku sem honum fylgir. Góö unglingasiöa á aö afhjúpa afþreyingarefni fjölmiöla, t.d. slúöurdálka, hún á aö taka skólakerfiö til meðferöar, hvernig fólk er sorteraö f gæöa- flokka meö einkunnum, hvernig skólinn elur upp „gott” og þjónslynt vinnuafl fyrir at- vinnuvegina og hvernig alls- kyns tiskukóngar græöa á ungu fólki meö vor-sumar-haust- og vetrartisku, „morgun-miöjan dags- og kvöldklæönaði...” vandamálum og ýmsu þvi sem afiaga fer i þjóöfélaginu. Þaö er i mesta Iagi viötal viö einstæöa móöur meö fimm börn og henni vorkennt mikiö. En þaö má alls ekki setja vandamál þessarar konu i samhengi viö rtkjandi þjóöfélagsskipan, t.d. spyrja aö þvi af hverju konunni eru ekki greidd hærri laun fyrir vinnu sina. Þessir þættir, hvort sem þeir heita „Á tiunda timanum” eöa „1 vikulokin” eru aöeins léleg afþreying, aöeins til aö hjálpa fólki aö drepa timann — ekki til aö nota hann. Meira aö segja tekst umsjónarfólki þessara drepa-timann-þátta aö fá fólk sem gjarnan vill kenna sig viö róttækni til aö koma fram og blaöra um eitthvaö sem engu máli skiptir. Þaö er einkenni svona vikulokaþátta aö umsjón- armennimir keppast viö aö halda uppi „léttara hjali”. jjjjjijjjSj: |1 (Ég ætla aö taka boöi þinu um dulnefni, svo maöur komist ein- hvern tima til Ameriku). S.Ó. ------ o------ Ég þakka S.Ó. fyrir bréfiö, og er honum/henni fyllilega sam- mála um meginatriði máls hans/hennar. Ég vil hins vegar geta þess, aö tilgangurinn meö dulnefnanotkun á þessari siöu er ekki sá aö menn geti frjálst og ábyrgöarlaust fengiö útrás fyrir andúö sina á einstökum persónum, einsog S.ó. virðist hafa haidiö, þareö ég neyddist til aö fella burt kafla úr bréfinu af áöumefndum sökum. Brottnám kaflans raskaöi þó ekki á neinn hátt boöskap bréfs- ins. Gaman væri - Gaman væri aö fá álit einhvers fulloröins á bókinni„Viöerum saman”, t.d. kennara, sem notaö hefur bók- ina viö kennslu. Hann gæti upp- lýst okkur um reynslu sina af bókinni sem kennslubók, — þaö væri forvitnilegt, þareö bæöi Þórdis og Grétar álita hana heppilega til notkunar viö kyn- fræöslu i skólum. Okkur finnst þetta þrælgóö hugmynd, þvi aö þetta gefur öllum möguleika á aö setja fram sinar hugmvndir, lika þeim sem þora ekki aö opna munninn. Þeir geta þá bara not- aö penna I staöinn. Og þaö gætu oröiö skemmtilegar umræöur um Jiitt og þetta. Viö erum ekki búin aö biöja um leyfi fyrir þessu, og viö’erum heldur ekkert viss um aö viö gerum þaö. þvi aö betta er iú ||| okkar vinnustaður og viö hljót- um aö mega ráöa einhverju á honum. Samt látum viö nú sennilega skólastjórann vita af þessu, en viö látum hann ekki banna okkur þetta. Okkur finnst aö allir ættu aö notfæra sér þessa hugmynd okkar, þessvegna erum viö aö segja frá þessu. Takiö ykkur saman, þiö þurfiö ekki aö vera mörg sem byrjiö, bara tvö eöa þrjú, svo bætast hinir i hópinn (það vonum viö allavega). Jæja, viö biöjum svo bara aö heilsa, og sendum öörum kúg- uöum skólanemum baráttu- kveöjur, og óskum Unglingasiö- unni alls góös. A,B,C og D, —8. bekk. P.S.Kennarar eiga lika aöfáaö nota töfluna. En viö eigum hana. I 1 ijjjjjjjijjjlj ||;l 11 11 ■ aö fá glás af efni frá ykkur á ||| næstunni, elskulegu lesendur. Einhver skrifaö ljóö, sögu eöa 11 góöa ritgerö nýlega? Einhver ||| myndaö sér merkilega skoöun nýlega? Einhver lent i áhrifa- mikilli lifsreynslu? Skrifið |||| Unglingasiöunni um hvaö sem 11 er, skólamál, kynferöismál, fjölskyldumál, stjórnmál, stéttabaráttu, mannréttindi...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.