Þjóðviljinn - 20.04.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.04.1980, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. aprll 1980 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóöfrelsis , Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann j Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnils H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. Iþróttafréttamaöur: Ingólfur llannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eltsson útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson Handiita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: SigriÖur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Kristín Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröar- dóttir. Símavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, SigrlÖur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún BárÖardóttir Húsmóöir: Jóna SigurÖardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar : Slöumúla 6, Reykjavfk.slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Staðreyndir um skatta ® Ef taka ætti mark á blöðum stjórnarandstöðunnar á Islandi og því sem þar hefur verið skrifað síðustu vik- urnar, þá mætti ætla að hér væri skattpíning sérhvern lifandi mann að drepa. • Samt er það óhrekjanleg staðreynd eins og rakið var i forystugrein Þjóðviljans þann 11. apríl sl., að hér eru beinir skattar ekki einu sinni helmingur af meðalgreiðsl- um beinna skatta á hinum Norðurlöndunum f jórum. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir að f ár verði allir beinir skattar 14,2% af áætluðum brúttótekjum skatt- greiðenda, en sé spurt um meðaltal á hinum Norðurlönd- unum f jórum Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Finnlandi frá síðustu árum, þá er sambærileg tala þar yfir 30%, eða meir en helmíngi hærri. • Lítum á tekjuskattinn. Það stendur alls ekki til að tekjur rikissjóðs af honum hækki nokkurn skapaðan hlut á þessu ári umfram það sem allar tölur I okkar þjóðfé- lagi hækka vegna verðbólgunnar. Hitt er rétt að tekjuskatturinn mun nú lenda nokkru þyngra á vissum þjóðfélagshópum vegna skattkerfis- breytingarinnar sem lögfest var á valdaárum Geirs Hallgrímssonar, en þá líka aðsama skapi léttar á öðrum. • Vegna þess hve afgreiðsla f járlaga var orðin aðkall- andi þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð þá var ekki talið unntaðframkvæma þá endurskoðun á lögunum um skattkerf isbreytingu, sem þörf hefði verið á. Þess vegna kann svo að fara að tekjuskattstilfærslan frá t.d. ein- hleypingum yfir á hjón sem bæði vinna úti verði meiri en hóflegtmá kalla. Með vandasamri smíði skattstiga er þó að því stefnt að þarna verði ekki óhóf leg skyndiröskun, en dæmið.um mismunandi útreikninga annars vegar ríkisskattstjóra og hins vegar Reiknistofnunar Háskól- ans sýnir að hér er um flókið viðfangsefni að ræða, sem vanda verður til áður en skattstigar verða endanlega á- kveðnir. • En hvað sem þessu líður, er hitt algerlega Ijóst, að sjálf forsendan sem núverandi ríkisstjórn gengur út frá er sú, að skattstigar verði ákveðnir með þeim hætti að nýjaskattkerfiðgefi ríkinu sömu tekjur af tekjuskatti og hið gamla, — sem sagt engin heildarhækkun. Lítum á útsvarið. Þar var sveitarfélögunum heimilað að leggja á eitt aukaprósent. Hvers vegna? — Vegna þess, að f verðbólgu síðustu ára hefur útsvarið í reynd orðið miklu léttbærari skattur, og þar með miklu minni tekjustofn fyrir sveitarfélögin, heldur en upphaflega var gert ráð fyrir, þegar 11% af tekjum var lögleitt sem hámark útsvarsgreiðslna. • Þannig getur hver maður séð sjálfur með einföldu dæmi, að það sem heitir 11% af tekjum greiðsluárs sé engin verðbólga í landinu, þýðir innan við 8% af tekjum greiðsluárs í reynd, ef hér geysar 40% verðbólga. • Og í rauninni er það alls engin hækkun á útsvari í raun þótt 0,8% af tekjum bætist þar við eins og ákveðið var í Reykjavík, ef krónutala tekna á greiðsluári hækkar I samræmi við breytingu á verðbólgustigi sem var 45% en verður 55%. • Vitað er að krónutala launa hækkaði um nálægt 45% f rá árinu 1978 til ársins 1979. Full ástæða er til að ætla að þessi hækkun verði um 55% milli áranna 1979 og 1980 og veldur þar verðbólguþróunin mestu um. Fari svo hækkar útsvarið sem hlutfall af tekjum greiðsluárs alls ekki neitt þar sem álagningu verður hagað með svipuðum hætti og í Reykjavík. • Að síðustu skal hér á það bent, að Morgunblaðið hef ur kveinað hátt yf ir álagningu orkujöf nunargjaldsins sem hækkar vörur, aðraren matvörur, flestar í verði um 1,23%. Tillaga Sjálfstæðismanna á Alþingi var sú að af la álíka f jár til jöfnunar hitakostnaðar með því að lækka niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum um 5 miljarða og hækka þannig verðlag og framfærslukostnað alveg sér- staklega hjá þeim sem eyða stærstum hluta tekna sinna í matvæli, — hafa úr minnstu að spila. k. úr aimanakínu Hvað er góö frétt og hvaö er vond frétt? Hvort er stórslys góö eöa vond frétt? Og fyrir hvern þá? Blööin eöa lesendur? Eitt af þvi sem viö blaöamenn erum stööugt aö velta fyrir okk- ur er fréttamat og samkeppni milli fjölmiöla um fréttir. „Skúbb” heitir þaö á máli fréttamanna þegar einhverjum tekst aö veröa fyrstur meö stóru fréttina. En hvemig bregöast önnur blöö viö ef þau missa af lest- inni? Þaö fer eftir þvi hvers eölis fréttin er. Oft neyöast þau til aö slá málinu llka upp á for- siöu þó aö degi sé seinna eöa alla vega geta hennar aö ein- hverju. En stundum veröa þau lika móöguö yfir þvi aö hinn skuli hafa náö i fréttina á undan og geta hennar aö engu. Þetta er t.d. mjög áberandi I fréttaflutn- ingi siödegisblaöanna. Ef Visir nær i „góöa” frétt lætur Dag- blaöiö stundum sem ekkert hafi i skorist, fer i' fýlu og nefnir máliö aldrei á nafn eöa öfugt. Blööin eru nefnilega ekki bara aö þjónusta almenning meö góöum fréttaflutningi heldur eru þau aö selja fréttir. Og hver vill selja notaöa vöru? Stundum tekur fréttaflutn- ingurinná sig kátlega mynd. Þá birtir kannski dagblaö eins og Þjóöviljinn, sem hefur minni út- breiöslu en flest hin dagblööin á Islandi „góöa” frétt. Hin blööin geta hennar aö engu næstu daga eins og hún heföi aldrei komiö fram. Þau kjósa aö geyma hana I nokkra daga eöa jafnvel vikur og slá henni þá kannski skyndi- lega upp meö stríösletri eins og þau heföu sjáif veriö fyrst meö hana. Blaöamenn, sem fylgjast gjörla meö öllum dagblööum, veröa oft varir viö svona dæmi. Ég ætla til gamans aö nefna eitt, af því aö ég skrifaöi sjálfur fyrstu fréttina um máliö. Slöla árs 1978 kom út mjög merkileg skýrsla hjá Raunvis- indastofnun Háskólans sem nefndist Eldsneytiúr innlendum orkugjöfum eftir dr. Braga Arnason. Þar kemur fram aö liklegt er taliö aö olia gangi til þurröar i heiminum fyrir alda- mót og I staöinn muni koma eldsneyti svo sem vetni sem Islendingar geti framleitt f stór- um stil meö ódýrri vatnsorku. Þurfi strax aö fara aö huga aö þessum breyttu viöhorfum I orkubúskap landsmanna. Þjóöviljinn haföi góð sam- bönd i iönaöarráöuneytinu og komst fyrstur blaöa i þessa skýrslu og sló henni upp mið- vikudaginn 22. nóvember. Þetta var aö sjálfsögöu góö frétt en næstu daga kusu hin blööin aö hunsa hana meö öllu. Þaö var ekki fyrr en u.þ.b. viku siðar aö Vísir sló fréttinni upp meö striösfyrirsögn eins og hann væri fyrstur meö hana. Svo leiö og beiö enn i nokkra daga en þá kom Timinn skyndi- lega meö stóruppslátt um máliö svo sem hann væri langfyrstur meö fréttina. Mörgum vikum siöar gat Morgunblaöiö fyrst um þessa skýrslu. Þá var sagt mjög ýtarlega frá henni eins og blaöiö heföi komist I eitthvaö sérstakt. Ekki man ég hvort Dagblaðið sagöi nokkru sinni frá þessari skýrslu. Oft eru dagblööin aö búa til atburöarás meö fréttaflutningi sinum og eru þannig aö skapa sögu. Mörg dæmi eru t.d. um þaö frá þvi aö Þjóöviljinn hóf göngu sina aö hann hafi styrkt samstööu og baráttuþrek verkamanna i verkföllum og stuölaö þannig beinlinis aö þvi aö þeir gæfust ekki upp. Stund- um hefur Morgunblaöiö haft þveröfug áhrif. Fréttamat ræöst auðvitaö oft af viöhorfi og áhugamálum rit- stjóra og blaöamanna og þeim félögum eða flokkum sem standa aö útgáfunni. Morgun- blaösmenn hafa minni áhuga á baráttumálum verkafólks en Þjóöviljinn og Þjóöviljinn hefur minni áhuga á málefnum kaup- manna en Morgunblaöiö. Bæöi hafa þessi blöö tilhneigingu til aö þegja yfir fréttum sem koma stjórnmálaflokkunum, sem þau styöja, illa en blása Ut fréttir af hrakförum annarra stjórnmála- flokka. Undanfarnar vikur hafa fariö fram ótal skoöanakannanir á vinnustöðum um fylgi forseta- frambjóöenda sem aö sjálf- sögöu eru ekki merkilegar i sjáfum sér en gefa þó ákveöna visbendingu um hvernig linurn- ar liggja. öll dagblööin — aö einu undanskildu — hafa kosiö aö segja frá þessum könnunum enda eru þær vel þegiö lesefni. Um fátt er nú meira talaö meöal þjóöarinnar en væntanlegar for- setakosningar. Morgunblaöiö, blaö allra landsmanna, hefur hins vegar kosiö aö þegja þunnu hljóöi um skoöanakannanirnar. Eftir grein Þorsteins Sæmundssonar i Morgunblaöinu laugardaginn 12. april er ekki erfitt aö spá hvers vegna. Úrslit þeirra eru blaöinu ekki aö skapi, sérstak- Gudjón Fridriksson skrifar lega hiö mikla fylgi sem Vigdis Finnbogadóttir viröist hafa. Nú mætti ætla að þaö væri „prinsip” blaösins aö segja ekki frá svo ómerkilegum og ómark tækum könnunum,en þvi er alls ekki aö heilsa. Fyrir siöustu alþingiskosningar birti þaö reglulega niöurstööur úr ýms- um slikum könnunum um fylgi stjórnmálaflokkanna ' m.a. frá vinnustööum. Meö þessu er ég alls ekki aö segja aö Þjóöviljinn skeri sig Ur hvaö varöar óhlutdrægan fréttaflutning. Siöur en svo. Hann hefur þaö m.a.s. á stefnu- skrá aö vera hlutdrægur þ.e. málsvari þjóöfrelsis, verkalýös- hreyfingar og sósialisma. Sjálf- um tel ég þaö mér til tekna aö halda á þeim málstaö svo fremi sem ég fell ekki I þá gryfju aö gerast gagnrýnislaus málpipa ákveöinna stofnana svo sem verkalýösfélaga, . stjórnmála- flokka eöa rikisstjórna. En nú kynni einhver aþ spyrja: „Hvaö, ertu ekki frjáls og óháöur blaöamaöur?” Þvl svara ég einfaldlega meö þvl aö sllkir blaöamenn séu ekki til. Allir eru háöir aöstæöum sinum og uppeldi. Ég er t.d. lslending- ur, lýöræöissinni, verkalýös- sinni og sósialisti. Allt þetta hlýtur meðvitaö eöa ómeövitaö aö móta blaöamennsku mlna. Ég er háöur þessum takmörk- unum minum og fréttamat og fréttaval mitt hlýtur aö mótast töluvert af þeim. Hvaö á þá góöur blaöamaöur aö hafa. aö leiðarljósi? Sam- visku sina fyrst og fremst. Eins og oröiö merkir bókstaflega táknar hún sameiginlega visku þess hóps sem blaðamaöurinn tilheyrir. Min samviska mótast af þeim hugmyndaheimi sem tslendingarhafa tileinkaö sér til þessa dags eöa hluta af þeim heimi. Ég er háður þessari sam- visku og þess vegna ófrjáls. Af þeim orsökum vil ég t.d. ekki gera óhamingju annarra aö söluvöru meö því aö slá henni samhengislaust og persónu- bundiöuppí blaöinu. Hins vegar vil ég gjarnan segja fréttir af þessari sömu óhamingju ef þær gætu oröiö til þess aö úr henni yröi bætt og til upplýsingár um aö hún sé til staöar. Meö þvi aö sýna myndaf afbrotamanni|eöa slösuöu fólki I bílslysi, seldi ég hins vegar Þjóöviljann vafa- laust betur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.