Þjóðviljinn - 20.04.1980, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. aprfl 1980
helgarvridtalið
Klukkan: 7.20. Staðsetning: 5. hæð Ríkisútvarpsins
við SkúlagötU/ nánar tiltekið 5 fermetra klefi,
remúlaðigulur að lit. Húsbúnaður: Tvö fermingar-
skrifborð sem fylla klefann, símar, mikið blaðadrasl
á borðum, ein ritvél og margir kaffiboliar, tómir og
hálffullir. Ástand: Páll Heiðar Jónsson, morgunþung-
brýnn, púandi Sherlock Holmes-pípu og upptekinn
mjög við hraðar skriftir á ritvélina. Sigmar B. Hauks-
son hailar sér upp við dyrastafinn og segir Svía-
brandara aðstoðarmanni þeirra félaga, Ernu Indriða-
dóttur, sem rótar í pappirsdraslinu í örvæntingarfullri
leit að spólu númer sex.
Teikning og texti: Ingólfur Margeirsson.
Morgunpósturinn er i þann
mund aö hefjast.
— Viltu kaffi? rymur i Páli.
Undirrita&ur þiggur atvinnu-
drykk blaðamanna og hlustar á
Sigmar ljúka Sviabrandaran-
um. Erna finnur spóiuna að lok-
um og hleypur inn til Þóris -
tæknimanns sem skellir henni á
segulbandstækið. Páll þýtur
framhjá, inn i stúdió, heyrnar-
tækiö á úfiö háriö, Sigmar og
Erna sigla i kjölfarið. Nokkrum
sekúndum siðar eru þau komin i
loftið.
— Góðan dag hlustendur
góðir og velkomnir á fætur —
enda þótt veðrið sé kannski ekki
eins fagurt hér og það var i gær-
morgun, er ástæðulaust annað
en að hlakka til dagsins og
starfanna sem biða.
Það er Páll sem talar, og
smám saman eru allar raddir
komnar af stað og þátturinn
liðast úr viðtækjum flestra
landsmanna, enda hann á góðri
leið með að verða jafn
ómissandi á morgnana og kaffi
og franskbrauð.
Nú er dagblöðunum flett i
— Nei, nefnilega það, ég var i
boði hjá ónefndu sendiráði um
daginn, og hvað haldið þið að
veitt hafi verið með matnum:
MATTHEUS ROSAVIN!!
— Var þetta hjá norska sendi-
ráðinu? kemur frá Hans.
— Hvernig vissirðu það?
hrekkur udp úr Sigmari.
—Eru Norömenn ekki alltaf
aðspara?segir sendiherrann á
sinn tvlræða hátt.
En nú er Hans G. Andersen
kallaður inn i stúdió, fer úr
jakka og vesti og býr sig undir
brennheitar spurningar.
— Og þá bjóðum við velkom-
inn hingað Hans G. Andersen
sendiherra okkar i Washington,
en undanfarið hefur sendi-
herrann starfað hérna heima —
þ.e.a.s. meðan á samningavið-
ræðunum við Norðmenn vegna
Jan Mayen-málsins stóð — og
það eru vitanlega hafréttarmál-
in og hafréttarráðstefna Sam-
einuðu Þjóðanna sem ætlunin er
að ræða...
Að loknum spurningum og
spjalli Við Hans G. Andersen er
sendiherranum fenginn máls-
Armenn
hinu dauflýsta stúdiói (hvernig
fara þau að þvi að rýna I þau?)
og Sigmar les að eldspýturnar
kosti nú. 1.56 krónur stykkið.
Páll kveikir í einni og ber hana
að pipunni.Sigmar les áfram að
pylsan sé komin i 5600 krónur
stykkið.
— Hvað segirðu? kemur frá
Páli.
— 560, leiðréttir Sigmar. Og
bætir við: En þess verður ekki
langt að biða að þær verði
komnar upp i það.
Á meðan upptaka af
Guðmundi Sigmundssyni er
leikin af bandi, kallar Páll fram
til tæknimanns að stytta þurfi
viðtal við Jón Kjartansson for-
stjóra Áfengis- og tóbaks-
verslunarinnar.
Þórir fær minniháttar hjarta-
áfall og byrjar að krukka I spól-
una.
— Nú vantar klukkuna 25
mlnútur i átta, segir Erna.
-O —
Og áfram llöur þátturinn
Eftir ýmis innskot af böndum
og úr upptökusal er komið að
forstjóra Tóbaks- og áfengis-
verslunarinnar. Þórir rétt nær
að leggja siðustu hönd á
klippinguna.
— Djöfuls vesen að stytta i
beinni sendingu, tautar hann.
Og enn er áfram haldiö.
Hans G. Andersen sendiherra
birtist i dyrunum og spyr hvort
hér sé Morgunpósturinn til
húsa. Undirritaður reynir að
halda honum uppi á spjalli,
þangað til Sigmar sér færi á að
skjótast úr upptökuherberginu
til að bjóða hinn virta gest
velkominn.
— Sendiherra, hjartanlega
velkominn! segir dagskrár-
gerðarmaðurinn og réttir haf-
réttarsérfræðingnum höndina.
— Menn eru bara hátiðlegir
hér, segir Hans og brosir hinu
rólynda bangsabrosi sfnu.
Sigmar lætur ekki slá sig út af
laginu.
— Segðu mér Hans, hvaða
rauðvinstegundir serveriö þiö i
sendiráðinu I Washington?
— Það eru engar sérstakar,
segir sendiherrann stuttlega.
útvarpsins
háttur i fararnesti: Góður skal
rétt eitt ræða.
Og Páll bætir við:
— Við þökkum áheyrnina og
látum frá okkur heyra i fyrra-
málið á venjulegum tima klukk-
an 7.25.
Lokakaflinn úr hljómsveitar-
svitu númer tvö eftir Bach
streymir út. Morgunpóstinum
er lokið.
O
Eftirá fáum við okkur
morgunverð saman og þeir
félagar skýra nánar frá vinnu-
degi sinum.
— Við vöknum strax upp úr
fimm, verðum að vera mættir
klukkan sex. Maður losnar ekki
fyrr en undir hálfellefu úr út-
varpshúsinu, segir Páll.
— Oft ekki fyrir ellefu,
leiðréttir Sigmar.
— Ég reyni þá yfirleitt að
fara heim og halla mér, en það
er nú, að allt er i fullum gangi á
þessum tima, og svo veröum viö
aö fylgjast meö fréttatimum,
heldur Páll áfram.
— Ég fer alltaf i sund, segir
Sigmar. Hvilist vel i laugunum
og þar fréttir maður lika mikið.
— Ég verö að viðurkenna, að
ég er oft úttaugaöur þegar kom-
iö er fram á föstudag, segir
Páll.
I beinni
útsendingu með
Páli Heiðarí
og Sigmarí B.
— Nú er Morgunpósturinn að
hluta til fréttaþáttur, svokallaö
magasin. Hafið þið átt samstarf
við fréttastofu útvarps?
Nú kemur vandræðaleg þögn.
Páll riður á vaðið:
— Við gerðum ráð fyrir
ákveðnu samstarfi frá upphafi.
Þegar við lögðum drög að
Morgunpóstinum sendum við
hugmyndir okkar til útvarps-
ráðs og afrit jafnframt til
deildarstjóra útvarpsins, þar á
meðal til fréttastjóra. Þar fór-
um við m.a. fram á samstarf við
fréttastofu, bæði með tilliti til að
við gætum skipst á hugmyndum
og værum ekki með sama efnið.
Við þessu fengum við ekkert
svar. Þegar Viðsjá fór i gang,
endurtókum við óskir okkar, —
en engu svarað. Sömu hugmynd
itrekuðum við á fundi með út-
varpsráði milli jóla og nýárs en
án árangurs. Þá minntumst við
enn á þessa gömlu hugmynd
okkar á fundi með fyrirmönnum
útvarpsins i febrúar. Nú er
kominn miður april, og enn höf-
um við ekki heyrt hósta né stunu
frá fréttastofu.
— Sem er ekki alveg rétt,
stingur Sigmar inn i.
— Nei, það er rétt, segir Páll.
Fastur liöur i okkar þætti er
kynning á dagskrárliðum.
Þegar Viðsjá hóf göngu sina,
buðum við fréttastjóra frétta-
stofu útvarps i smáspjall
varðandi þennan nýja dag-
skrárlið. Hún afþakkaði það
hins vegar og sagði, að sjálf
myndi hún fylgja þættinum úr
hlaði um kvöldið með nokkrum
orðum. En þau munu vist eng-
inn hafa heyrt.
Okkur fannst dálitiö leiöinlegt
að skilja við þetta mál við svo
búið svo við buðum einum
fréttamanni fréttastofu nokkru
seinna til okkar til að rabba um
Viðsjá. Hann tók þvi vel og var
spjall okkar þá hljóðritaö og átti
að nota næsta morgun. Fimm
minútum eftir upptökuna hring-
ir viðkomandi fréttamaður
neðan úr fréttastofu og segir að
það sé ekki hægt að nota upptök-
una, hann hafi fyrirmæli um að
hafa ekkert samband við þessa
Morgunpóstsmenn.
— O —
— Er hér um einhverja
afbrýðisemi að ræða?
— Ég treysti mér ekki til að
fara i neina sálgreiningu. Hins
vegar virðist ljóst að ekki sé
þörf á samstarfi þarna á milli
að áliti fréttastofu. Þetta getur
oft orðið bagalegt, vegna þess
að komið hefur fyrir að viö höf-
um verið meö viðtöl við menn
sem siðar einnig koma fram i
kvöldfréttum útvarps, segir
Páll. Maður gæti óneitanlega
unnið léttar ef vitað væri hvað
kollegarnir eru að spá I að hafa
t.d. i Viðsjá.
— Fréttastofan vill ekki hafa
við okkur neitt samneyti og ég
er alveg búinn að missa
áhugann á samstarfi við hana,
segir Sigmar. En ég efast sterk-
lega um að fréttir hefðu breyst
eöa Vlðsjá komiö upp, ef
Morgunpósturinn heföi ekki
komið til.
— Ja, Morgunpóstinn má
kalla almennt magasin sem
fjallar um atburði liðandi
stundar, segir Páll. Við leggjum
okkur alls ekki sérstaklega eftir
að afla okkur frétta. Hins vegar
höfum við oft náö fréttum i
viðtölum við ýmsa menn I
beinni sendingu, án þess að hafa
hugmynd um það fyrirfram.
— Alit ykkar á útvarpsráði?
Ný vandræðaleg þögn.
— Otvarpsráð og fjársvelti er
öllu útvarpsstarfi fjötur um fót
segir Sigmar. Otvarpsráð er
ekkert annað en pólitisk mála-
miðlun, ritskoðun. Ég vil
einfaldlega leggja útvarpsráð
niður. I siöustu kosningum var
okkur t.d. meinað aö ræða við
frambjóöendur, nema þeir
heföu „gert einnhvað frétt-
næmt”.
Páll skýtur inn i: — Já, okkur
þótti réttara að biðja útvarps-
ráð um leyfi til að tala viö
Guðrúnu Helgadóttur I
sambandi við frumsýningu á
barnaleikriti eftir hana.
— Útvarpsráð er ekkert ann-
að en pólitiskur bitlingur, segir
Sigmar.
— Ég vil að útvarpsráð taki við
stjórn útvarpsins, segir Páll. Nú
hefur það engar rekstralegar
skyldur, og myndar enga dag-
skrárstefnu. Reyndar leit
Njörður P. Njarðvik og ráð hans
dálitið á þá hlið málsins, einn
manna. Það verður að auka
völd útvarpsráðs, veita þvi
fjárhagslega ábyrgð, gera það
að yfirstjórn útvarpsins. Þá
fyrst getum við staðið undir
fyrstu og þriðju grein útvarps-
laga sem kveða á um að útvarp-
ið sé sjálfstæð stofnun I eigu
islenska rikisins og með eigin
sjálfstæðan fjárhag. Þvi hvaða
helvitis sjálfstæði er það, þegar
fjármálaráðuneytið skammtar
laun og starfsmannaf jölda
útvarps?
— Og framtlð Morgunpósts-
ins?
— í byrjun, segir Páll
alvarlega, leið okkur eins og
föngum á dauöadeild. Við sáum
gálgann reistan, en fengum
náöun á siðustu stundu. Til að
mynda kostaði þátturinn alltof
mikið að áliti manna. Þessi rök
urðu þó til þess að farið var að
skoða kostnaðarhlið ýmissa
þátta, sem fluttir eru i Rikisút-
varpinu. Útkoman var m.a. sú,
að Vikulokin voru eitthvað litiö
eitt dýrari en Morgunpósturinn,
eða um tvöþúsund krónur á
útsendingarminutu, en við kost-
uðum 1600 krónur. Upplestur á
frumþýddri skáldsögu var aftur
á móti helmingi dýrari eöa á
fjórða þúsund krónur. Flutning-
ur á leikriti kostaöi hins vegar á
bilinu 15—18 þúsund krónur
hver útsend minúta, — án
tæknivinnu.
— Þannig aö Morgunpóstur-
inn heldur áfram?
Páll slær úr pipunni.
— Það er alla vega hætt að
tala um kostnaðinn. — «m