Þjóðviljinn - 20.04.1980, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 20.04.1980, Qupperneq 9
hyggja hennar fyrir Hoa-fólki, sem býr utan landamæra Kina. T.d. útrymdi Pol Pot flestum þeim 200 þúsund Hoa sem bjuggu I Kampútseu, meöan hann var viö völdþar, og þá hreyföu Kinverjar ekki litla fingur til aö hjálpa þeim, heldur studdu þeir Pol Pot. Andlit allra i verksmiöjunni bera merki um þennan tvöfalda þegnskap. Svipur þeirra er einsog á börnum sem fullorönast skyndi- lega á heimili þar sem faöirinn hótar að drepa móöurina. Auk þessarar óbætanlegu sorgar búa menn við áhyggjhr "af. hversdagslegra tagi. Þær snúast um sjálfa framleiösluna. Véla- kosturinn rýrnar, vefstólar og spunavélar stöövast. Þaö vantar varahluti — og Víetnamar fá ekki lengur að flytja þá inn frá þeim löndum þar sem vélarnar eru framleiddar: Bandarikjunum, Vestur-Þýskalandi, Japan. Verkamennimir reyna aö ráöa bót á þessu með þvi aö taka eina vél i sundur og nota hluta úr henni til viðgerðar á öörum vélum. Þannig er hægt aö koma þeim i gang og þær geta dugaö um tima, en aö lokum hljóta þær aö gefast upp. Annaö áhyggjuefni er hráefniö. Nælonþráöur var fluttur inn frá Japan og bómull frá Hongkong. „Stundum fáum viö ekkert, stundum eitthvert smáræöi eftir langar og lamandi tafir”. — En viö erum byrjuö aö rækta bómull i Vietnam. Það kemur af þvi að við fáum hráefni af okkar eigin bómullarekrum. Þessi bjartsýni er nýtilkomin. — En hvernig þetta endar heima hjá mér, það veit ég ekki, — segir Voung To Nu. — Stjúp- móöir min talar um að fara burt i hverri viku. Þá leikur allt á reiði- skjálfi, svo manni finnst maöur vera kominn út á haf aö nætur- lagi... Sem gestur veltir maður þvi fyrir sér, af hverju þessir vefarar eigi aö lifa, ef Vietnamar fá ekki brátt aö flytja inn tækjabúnaö i klæöaverksmiöjur sínar. Veröa þeir atvinnulausir? Við hittum dr. Nguyen Vinh Myo, hagfræöing, sem segir okkur frá afleiöingum verslunar- bannsins. Hann talar um skort á áburöi og tækjum til aö fjarlægja jarösprengjur, sem Vietnamar þarfnast til aö geta brotiö nýtt land til ræktunar. Hann talar um erfiöar samgöngur, sem stafa af þvi aö bilar og strætisvagnar standa I rööum, ónothæfir, þótt þeir séu alls ekki útslitnir. — Bandarikjamenn komu meö þessa bila og geröu okkur háöa þeim, og nú neita þeir aö selja okkur varahluti i þá. Og ekki nóg með þaö: þeir banna lika öðrum löndum að selja okkur ýmsar nauösynjavörur. — Viö höfðum t.d. bundiö miklar vonir viö oliulindir úti fyrirströndum okkar. Viö vildum gjarnan hefja samstarf viö bandarisk fyrirtæki á þvi sviöi, vegna þess aö i friðar- samningunum var kveöiö á um eölileg samskipti landanna. En stjórn Bandarikjanna kemur i veg fyrir þetta. Oliufyrirtæki I öörum löndum hafa ekki fengiö aö kaupa tækjabúnaö, sem Bandarikja- menn hafa einkaleyfi á, til að bora fyrir okkur. Af þessum sökum hefur oliuleitinni seinkaö og sum fyrirtækin hafa dregið sig til baka. Önnur lönd Þegar Bandarikin settu versl- unarbann á Vietnam var sú ástæða gefin upp að nokkurra bandarlskra hermanna væri saknað þar, og aö ekki væri unnt aðkoma á eölilegum samskiptum milli landanna fyrr en vietnömsk stjórnvöld heföu gert grein fyrir örlögum hinna horfnu á viðunandi hátt. En hvaöa ástæður hafa önnur lönd til aö taka þátt 1 verslunar- banninu? Allan þann tima sem Banda- rikin herjuöu á Vietnam neitaöi ekkert land aö selja Bandarikja- mönnum vélar með skirskotun til alþjóöaréttar. Þeim var ekki einusinni neitaö um hergögn. Getur þaö i alvöru stafað af umhyggju fyrir mannréttindum aö riku löndin styðja Bandarikin I tilraun þeirra tU aö svelta Viet- nama i hel? Sara Lidman John Sune Carlson (þýö. — ih) Sunnudagur 20. aprll 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Aöalhlutverkiö I Blikktrommunni leikur tólf ára drengur, David Bennent. Sally Field i hlutverki Normu Rae. Óskarsverðlaun fyrir ,, vandamálamy ndir” Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar um kvikmyndir Þau merku tíðindi gerðust s.l. mánudags- kvöld vestur í Los Angeles, að Óskarsverð- laun voru afhent fyrir kvikmyndir, sem flestum ber saman um að séu athygl isverðar. Þótt Óskarsverðlaunaaf hend- ingin á ári hverju hafi lengi verið afar auglýst fyrirbæri hefur hún ekki notið neinnar sérstakrar virðingar í hópi ,,hinna vandlátu": oft hefur þetta verið einbert skrum og hégómi. En nú bar svo við að alvarlegar og heiðarlegar ,,vandamála- myndir" voru verðlaun- aðar í bak og fyrir. um lýkur meö þvl aö móöurinni er dæmdur yfirráöarétturinn. Karlmanns- vakning i danska timaritinu Levende Billeder er fjallað ýtarlega um þessa merku mynd, og þar segir gagnrýnandi að tilfinningalegur boðskapur myndarinnar stand- ist, en lögfræðilhliðin á málinu sé heldur vafasöm. Hinsvegar skipti réttarhöldin sem slik ekki meginmáli. Hér sé fyrst og fremst veriö aö fjalla um tilfinningalega vakningu karl- biöum spennt eftir að hún birtist i kvikmyndahúsum hérlendis. Verkalýðsmynd Leikkonan Sally Field fékk verðlaun fyrir besta leik i aðal- hlutverki. Hún lék tiltilhlut- verkið i myndinni „Norma Rae”, sem er lika „vandamála- mynd” og fjallar um verka- lýðsbaráttu. Norma Rae vinnur i spunaverksmiðju i Suðurrikj- unum og berst ótrauð fyrir rétt- indum sjálfrar sin og starfs- félaga sinna. Sumir gagn- rýnendur hafa verið fremur tregir tiíaö hrósa myndinni og segja hana of ,,sykursæta”,en beinlinis efst á vinsældalistan- um I Hollywood. A Norðurlöndunum hefur „Norma Rae” fengið afbragðs- góða dóma, og vonandi fáumvið lika að sjá hana hér heima ein- hverntima bráðum. Blikktromman Besta erlenda myndin var kosin „Blikktromman” eftir Vestur-Þjóðver jann Volker Schlöndorff, og er hún byggð á samnefndri skáldsögu eftir Gilnther Grass. Þessi mynd hefur farið einog eldur i sinu um alla V-Evrópu undanfarna mánuði og hvarvetna hlotið hið mesta lof. Reynt var að fá hana Sú mynd sem flest verðlaunin hlaut „Kramer gegn Kramer”, fjallar um hjónaskilnað og deilur foreldra um yfirráðarétt yfir barni. Þessi mynd mun nú vera á góðri leið með að slá öll aðsóknarmet i Bandarikjunum, og hún hefur hlotið frábæra dóma gagnrýnenda bæöi þar og annarsstaöar þar sem hún hefur veriö sýnd. Robert Benton stjórnar kvik- myndinni og er jafnframt höfundur handritsins. Aðalhlut- verkið, Ted Kramer, leikur Dustin Hoffmann. Sögu- þráðurinn er i stuttu máli á þessa leiö: Ted Kramer er ungur maður á uppleið i auglýsingabrans- anum. Hann á heimavinnandi eiginkonu, Joanna (leikinn af Meryl Streep),og einn son, Billy (Justin Henry). Ted hefur engan tima aflögu fyrir fjölskylduna og konunni finnst hún afskipt. Hún er óhamingju- söm og tekur til þess ráðs aö fara að heiman. Ted situr uppi með son sinn og tekur við hlut- verki hins einstæða föður. I fyrstu gengur allt á afturfót- unum en smám saman rennur upp fyrir honum að samskiptin viö Billy eru mikilvægari en starfið og framinn. Ari eftir skilnaðinn kemur Joanna aftur og krefst þess aö fá yfirráðarétt yfir Billy. Hún hefur fundið sjálfa sig og finnst sem hún geti nú tekið á sig þá ábyrgð sem fylgir móðurhlut- verkinu. Ted vill ekki láta strákinn af hendi, og dóm- stólarnir eru látnir kveöa upp úrskurö i málinu. Réttarhöldun- hingað á kvikmyndahátlð Lista- hátiðar i febrúar s.l., en tókst ekki. Blikktromman fékk lika verðlaun i Cannes, sjálfan gull- pálmann sem hún deildi reynd- ar meö Apocalypse Now. Eftir Volker Schlöndorff hafa verið sýndar hér myndirnar „Náðar- skotið” (i Fjalakettinum) og „Glötuð æra Katrinar Blum”.. Hann er einn af „nýbylgju- mönnunum” svonefndu i v- þýskri kvikmyndagerð, og hefur verið mjög ört vaxandi lista- maður á siðustu árum. Ýmsir fleiri fengu óskars- verðlaunin i ár en hér verður ekki fjallað um þá að sinni. Dustin Hoffmann leikur einstæðan fööur i „Kramer gegn Kramer ” mannsins, og rétt hans til að vera faðir. Þrátt fyrir það sé rangt að túlka myndina sem andstæðu kvenfrelsissjónar- miða ( en það hafa feministar reyndar gert, a.m.k. i Þýska- landi). Danski gagnrýnandinn segir að i myndinni sé haldið uppi vörnum fyrir rétti kon- unnar til aö vilja ekki vera móðir. Ástæðunum fyrir brott- hlaupi hennar sé einnig lýst af greinilegri samúð. Það væri synd að segja að myndir um vitundarvakningu karlmanna flæddu yfir mark- aðinn, og þvi hlýtur að vera mikill fengur i þessari marg- verðlaunuðu óskarsmynd. Við yfirleitt hefur hún þó veriö talin gagnlegt framlag til þess sem hægt væri að nefna „verkalýðs- myndir” og „kvennamyndir”. Sally Field fékk einnig verö- laun fyrir leik sinn i þessari mynd á siðustu Cannes-hátið. Leikstjóri er Martin Ritt, og var hann einn þeirra Hollywood- leikstjóra sem settir voru á svartan lista á McCarthy-tim- anum og fékk ekki að gera kvik- myndir árum saman. Hann hefur áður gert myndir um verkalýðinn, og einnig hefur hann fjallaö um kynþáttafor- dóma og fátækt. Allt eru þetta viöfangsefni sem eru ekki

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.