Þjóðviljinn - 20.04.1980, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 20.04.1980, Blaðsíða 17
Sunnudagur 20. aprll 1980 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 17 Húnavaka fjölbreytt að vanda Húnavaka, hin árlega skemmti- og fræösluvaka Ungmennasam- bands A-Húnv.f hefst aö þessu sinni þriöjudagimi 22. april og stendur til sunnudags. Fjölbreytt efni veröur aö vanda á Vökunni. Leikritiö Skáld-Rösa veröur sýnt fjörum sinnum, barna- og unglingaskemmtanir veröa tvisvar, guösþjónusta veröur á sumardaginn fyrsta, Húsbændavaka á föstudagskvöld. Tvær myndlistarsýningar, fjörir þekktir söngvarar koma Ur Reykjavik og sýndar veröa nokkrar kvikmyndir. Þá dunar dansinn i fjögur kvöld og um miöjan dag á sumardaginn fyrsta veröur dansleikur, sérstaklega ætlaöur börnum innan viö 12 ára aldur en öllum er þó heimili ókeypis aögangur og foreldrar eru hvattir til þess aö mæta meö börnum sinum. Skáld-Rósa Leikfélag Blöndóss sýnir aö vanda leikhúsverk á Húnavöku. Ekki er ráöist á garöinn þar sem hann er lægstur heldur tekiö til sýningar leikritiö Skáld-Rósa eftir Birgi Sigurösson. Þetta er langt og viöamikiö verk, sem lýsir átakamesta hluta lifs Vatns- enda-Rósu. Verkiö var sýnt hjá Leikfélagi Reykjavikur fyrir nokkru viö mjög góöa aösókn og uröu sýningar um eöa yfir 100. Ragnheiöur Steindórsdóttir leikstýrir verkinu og leikur Rósu, en þaö hlutverk lék hún einnig i Iönó. Meö önnur helstu hlutverk fara Þórhallur Jósefsson, sem leikur Natan.og Sveinn Kjartans- son, sem leikur Ólaf. Leikritiö veröur frumsýnt á Blöndusósi I kvcSd en á Húnavöku veröa sýningar á þriöjudags- og miövikudagskvöld kl. 20.00, á fimmtudagskvöld kl. 19.30 og á laugardag kl. 17.00 Sýningin á þriöjudagsvöld er skólasýning. Margir leggja hönd á plóg til undirbúnings Húnavöku og margir eiga leiö um leiksviöið, t.d. eru nær 30 leikendur i Skáld- Rósu en mun fleiri koma fram á tónleikum kl. 14 á laugardag. Þar mun söngvararnir Elin Sigur- vinsdóttir, Ruth L. Magnússon, Friöbjörn G. Jónsson og Halldór Vilhelmsson syngja einsöng, tvisöng og kvartettsöng viö undir- leik Jónasar Ingimundarsonar. Hann leikur einnig pianósóló. Ómar og Halldór E. Húsbændavaka verður á föstudagskvöld kl. 20.30. Þar mun Halldór E. Sigurösson, fyrrv ráöherra, rabba viö samkomu- gesti og Ómar Ragnarsson fer með gamanmál á þann hátt, sem honum einum er lagiö. Einnig veröur fjölbreytt efni úr héraði svo sem visnaþáttur, glimu- sýning, annáll og söngleikur, sem kallast ,,Út i óvissuna Auk þess veröur þáttur, sem hlotiö hefur nafniö Hestamennska I spéspegli og veröur þar fjallaö um hesta og hestamenn i léttum dúr. Myndlistarsýningar Tvær myndlistarsýningar verða á Húnavöku. 1 Kvennaskól- anum veröur sýning á vatnslita- myndum eftir Gunnlaug Scheving. Þaö er Samband húnvetnskra kvenna, sem gengst fyrir þessari sýningu, en mynd- irnar eru fengnar frá Listasafni Islands. Ólafur Kvaran listfræöingur annast uppsetningu sýningarinnar. HUn veröur opin fimmtudag, föstudag og laugardag frá kl. 14.00-22.00. 1 Félagsheimilinu veröur 43. einkasýning Steingrims Sigurös- sonar. Á sýningunni veröa um 50 ollupastel- og kolkri'tarmyndir og teikningar. Stór hluti myndanna er málaöur I HUnavatnssýslu, en Steingrimur hefur dvaliö þar um hriö. Steingrímur segir þessar myndirsínar vera af húnvetnsku fólki, húnvetnsku umhverfi og meö húnvetnskum anda. Þetta er sölusýningen nokkrar myndanna eru i einkaeign. Sýningin veröur opnuö kl. 16.00 á sumardaginn fyrsta og veröur opin tilkl. 22.00 þann dag. Á föstu- dag og laugardag veröur opið kl. Ragnheiöur Steindórsdóttir (Skáld-Rósa),Sigmar Jónsson (Páll Mel- sted, sýslumaður). sumardaginn fyrsta, þegar Barnaskólinn á Blönduósi er með sina árlegu sumarskemmtun. Aö henni lokinni veröur dans- leikur, sérstaklega ætlaður bömum innan 12 ára aldurs. Dansleikur meö þessu sniöi hefur ekki veriö fyrr á HUnavöku. Ungmennasambandiö gengst fyrirdagskrá kl. 17.00á föstudag, sem veröur sniöin viö hæfi barna og unglinga. Þar mun Ómar Ragnarsson skemmta og ung- mennafélagar I sýslunni sýna leikþættio.fl..Þá veröa þar afhent verðlaun I Stjörnukeppni Frjáls- iþróttasamb. tslands og Skóla- keppni USAH. Skólakeppnin er keppni Ifrjálsum iþróttum, sundi, knattspyrnu og skák, sem fer árlega fram milli skólanna þriggja I A-Hún. Tónlistarmenn i heim- sókn. Þekktir tónlistarmenn heimsækja Húnvetninga á Húna- vöku. Það er Tónlistarfélag A- Húnavatnssýslu sem gengst fyrir 14.00—22.00 og á sunnudag veröur opiö frá kl. 14.00-24.00. Kvenfélagiö Vaka á Blönduósi veröur meö kaffisölu í sýningar- salnum frá kl. 16.00-18.00 á sumardaginn fyrsta og á föstu- dag, laugardag og sunnudag frá kl. 15.00-17.00. Dansinn dunar fram á nótt. Fyrsti dansleikur Húnavöku veröur aö kvöldi siöasta vetrar- dags, miövikudaginn 23. april, hefst kl. 23.00. og stendur til kl. 3.00. Þar leikur hljómsveintin Gallon frá Skagaströnd. Konur eru hvattar til að mæta á islenskum búningi á dansleikinn og fá þá ókeypis aögang. A sumardaginn fyrsta veröur ung- lingadansleikur frá kl. 22.00 til 2.00 og á föstudags- og laugar- dagskvöld veröa almennir dans- leikir frá kl. 23.00- kl. 3.00 eftir miðnætti. Þaö er hljómsveitin R.O.P., sem leikur fyrir dansi þessi kvöld. -mhg. Sveinn Kjartansson (ólafur), Þórhallur Jósefsson (Natan), Ragnheiður Steindórsdóttir (Rósa). i ;-------------------------------------------------;----------------------1 MYNDMÁL — 3. grein Umsjón: Jón Axel Egilsson Flest samtöl byggjast á tveim leikurum. Staöa þeirra i mynd er annaö hvort BEIN LINA eöa L-LAGA. I báöum stööunum geta leikararnir: 1. Snúiö hvor aö öörum. 2. Staöiö hliö viö hliö. 3. Annar snýr baki I hinn. 4. Snúiö bökum saman. Isamtali milli tveggja leikara myndast „áhugastrik” , Þetta strik byggist á sjónstefnu leik- aranna. Skoða má þetta strik frá þrem hliöum án þess aö fara yfir þaö. Hægt er aö byggja upp sam- svarandi sniö hinu megin viö strikiö, en ekki má klippa á m ilU þessara sniða þvi þaö ruglar áhorfendur. Þvi skal velja aöra hvora hliö striksins og halda sér þar. Ahugaveröasti hluti leikarans er höfuöiö og sjónstefna hans. Þvi liggur strikiö á milli höföa þeirra, snúi þeir bökum saman. VIÐ TÖKU er um fimm mis- munandi stööur tökuvélar aö ræða. 1. Utan/andspænis 2. Innan/andspænis 3. Andspænis 4. Samhliöa 5. Hægn eöa L tkvikmynd getur einn leikari átt eintaleöa samtál viö sjálfan sig. I bókmenntum, leikhúsi og útvarpi er notast viö nútiö, þátið eöa framtiö. En i kvikmynd er sjálfiö i beinna sambandi hvort heldur innri eöa ytri rödd hans heyrist eða þær ræöa saman. Þegar innri röddin talar er leikarinn meö lokaöan munn. Hann getur sýnt viöbrögö en varir bærast ekki. Sjónstefna hans ákveður alltaf tökustööuna. STRIKIÐ liggur frá augum hans og á þaö sem hann horfir. Þegar strikiö hefur veriö ákveöiö er þrihyrn- ingstakan notuö. Við þurfum ekki aö sjá þaö sem hann horfir á. Hann þarf ekki aö vera i kyrr- stööu, hann getur skrifað, mál- aöeöaunniöaö einhverju. Sjón- stefna hans er áhugastrik okkar, jafnvel þegar hann snýr höföinu til hliöar. Horfi hann beint fram liggur strikið NORÐUR/SUÐUR I gegnum likama hans. Horfi hann til hliðar, liggur þaö AUSTUR/VESTUR. RANQT Ef leikarinn horfir beint fram er ekki hægt aö nota AUST- UR/VESTUR OXUL á tökunni. Þríhyrningurinn Þrihyrningstaka i UTAN/ANDSPÆNIS meö stööu 1 og 3 hefur tvennt fram yfir aörar tökur. Hún skapar dýpt vegna þess aö annar leikarinn er nær, snýr baki að okkur og þekur einn þriöja af tjaldinu (lokuö staöa), hinn fjær, snýr fram og tekur tvo þriöju (opin staöa og nkjandi). Staöa 2 er „veikari”, leikarar snúa hliö aö vél (hálf opin staöa) og skipta tjaldinu jafnt á milli sin. Hún er yfirleitt notuö i upphafi og enda samtala eöa til aö skapa hlé i klippingu milli 1 og 3. 1 3 ■ W K A Þegar leikarinn snýr höföinu 180 gráöur er notuð AUST- UR/VESTUR ÖXULL. Þegar hann snýr höföinu 90 gráöur er notaöur NORÐUR/SUÐUR OX- ULL.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.