Þjóðviljinn - 20.04.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. aprll 1980
Sunnudagur 20. aprll 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
„SagOi ekki einusinni írá þvl heima, þegar ég byrjaöi I leiklistinni.”
,,Einhvernveginn finnst mér ég eiga dálitla hlutdeild I þessu.
/
Snæfríður Islandssól
og Helga smalastúlka
Tinna Gunnlaugsdóttir
leikur stærsta kvenhlut-
verkið í leikritinu Smala-
stúlkan óg útilegumennirn-
ir, sem frumsýnt verður á
sumardaginn fyrsta í til-
efni af 30 ára afmæli Þjóð-
leikhússins. Svo skemmti-
lega vill til, að móðir
Tinnu, Herdís Þorvalds-
dóttir, lék Snæfríði
Islandssól í tslandsklukk-
unni, sem var eitt af þrem-
ur fyrstu verkum er sýnd
voru j Þjóðleikhúsinu, og
frumsýnt 22. april 1950.
Við Gunnar ljósmyndari
heimsóttum þær mæðgur á heim-
ili Herdisar við Dunhaga einn
daginn i siðustu viku. Það hafði
ekki reynst auðvelt að finna tima
fyrir viðtalið, þar sem þær eru
báðar önnum kafnar, en loks
tókst mér að troða mér inn i „gat
á stundarskránni” einsog
kennararnir segja. Við töluðum
fyrst um tslandsklukkuna og upp-
haf Þjóðleikhússins.
Byrjunin
— Þú hafðir leikið mörg hlut-
verk áður, Herdis, var það ekki2
Hvernig byrjaði þetta?
— Jú, ég var búin að leika frá
þvi ég var krakki, lék fyrst 9 ára
hjá barnastúku i Hafnarfirði, og i
mörgum unglingaleikritum eftir
það. En fyrsta „alvörusýningin”
sem ég lék i var Nitouche i Iðnó
1941, þá var ég 17 ára. Eftir það
lék ég i mörgum sýningum i Iðnó
og i Gúttó i Hafnarfirði.
Haraldur Björnsson leikstýrði
Nitouche, og ég fór á námskeið
hjá honum og læröi ýmis undir-
stööuatriði i leiklistinni. Seinna
setti Lárus Pálsson á stofn
leiklistarskóla og þar var ég i 2-3
vetur. Ég held áreiðanlega að
þetta hafi verið fyrsti islenski
leiklistarskólinn. Timarnir voru
tvisvar i viku, tvo tima i senn.
Þar lærðu margir leikarar
sem eru á minum aldri. Seinna
fór ég til London og lærði við
Royal Academy of Dramatic Art.
Aður en Þjóðleikhúsið kom til
sögunnar höföu ungir leikarar
ekki mikla möguleika á að fá
hlutverk, en með tilkomu Þjóð-
Gunnlaugur Egilsson með mömmu sinni og ömmu.
góður hópur, og i honum rikti
jákvæður vinnuandi. Ég held að
samstaðan hljóti að hafa verið
betri en ella, vegna þess að
hópurinn myndaðist af sjálfu sér.
Við vorum búin að vera saman i
SAL i heilan vetur áður en við
komum inn i skólann, og það hlýt-
ur að skapa betri anda en þegar
fólk kemur úr öllum áttum og er
valið af prófnefnd.
— Og svo hefuröu verið að
leika, siðan þú laukst prófi?
Tinna: Já. Það má eiginlega
segja að þetta hafi verið tröppu-
gangur hjá mér. Ég byrjaði i
Lindarbæ, fór siðan niður i Iðnó,
þá á litla sviðið i Þjóðleikhúsinu,
og nú leik ég i fyrsta sinn á stóra
sviðinu.
Herdis: Þetta er svipað og hjá
mér. Ég byrjaði i Gútto i Hafnar-
firði, fór þaðan i Iðnó og svo i
Þjóðleikhúsið.
Smalastúlkan
— Hvað geturðu sagt mér um
afmælisleikritið, Smalastúlkuna
og útiagana?
Tinna: Þorgeir Þorgeirsson
gróf upp þetta handrit Sigurðar
málara á Þjóðminjasafninu, og
samdi leikritið eftir þvi. Þetta er
rómantiskt verk, en i þvi er jafn-
framt þjóðfélagsleg meðvitund,
og það gagnrýnir ýmislegt I sinni
samtiö, einsog t.d. konungsvald-
ið, klerkavaldið og foreldravald-
iö. I þvi er heilmikiö fjallaö um
kvenréttindamál, um stööu kon-
unnar i þjóðfélaginu, og koma
fram sjónarmið sem eru manni
nálæg i nútimanum. Það er
undarlegt til þess að vita, að leik-
ritiö skuli vera samiö fyrir rúm-
um 100 árum.
— Á hvern hátt er fjallað um
kvennamálin?
Tinna: Höfundur leggur það i
munn útilegumönnunum. Þeir
eru fjórir saman og sá yngsti i
sigrar yfirvaldið, og þeim er öll-
um sleppt. Smalastúlkan á góðan
föður, sem kemur til hjálpar.
Leikritið fjallar fyrst og fremst
um ástina og frelsið.
— Er tónlist i sýningunni?
Tinna: Aðeins i einu atriði. Það
er munkasöngur i klaustri. Móðir
unga útilegumannsins er send i
klaustur af þvi að hún má ekki
eiga manninn sem hún elskar.
Þetta gerist rétt fyrir siðaskiptin.
Henni tekst að sleppa úr klaustr-
inu og flýr til fjalla með elskhuga
sinum. Þar eignast hún son og
deyr siðan, einsog ég sagði áðan.
En þótt tónlistin sé ekki mikil i
sýningunni er mikiö af leikhljóð-
um, verðurhljóðum og þesshátt-
Börnin og starfið
Nú kemur Gunnlaugur, yngri
sonur Tinnu, inn i stofuna og vill
fá að vera með. Talið berst
óhjákvæmilega að börnum.
Herdís: Það var oft ansi erfitt
aðvera meö fjögur börn og alltaf
mikið að gera i leikhúsinu. Tinna
á tvö, og segist ætla að játa þar
við sitja. Nú er lika ómögulegt að
fá heimilishjálp, en ég var oftast
með stúlkur þegar krakkarnir
voru litlir. Annars hefði þetta
ekki gengið.
— Þú hefur verið á föstum
samningi hjá Þjóðleikhúsinu all-
an timann?
Herdis: Já.Það er furðuleg til-
hugsun að þetta séu orðin þrjátiu
ár — timinn hefur liðið svo fljótt.
Mér finnst það hafa verið mikið
lán að fá að tolla þarna á samn-
ingi þessi ár. En oft hefði maður
nú viljað að meiri samvinna væri
milli leikhúsanna. Þau ættu að
gera meira af þvi að skipt-
ast á leikurum, eftir þvi sem
þörf er fyrir þá á hverj-
um stað. Þetta gæti verið
F rumsýningar tveggj a kynslóða
— Já, þaö var gaman, — segir
Herdis, — aö fá að vera með alveg
frá byrjun, og þá ekki siður aö fá
að leika Snæfriöi Islandssól! Við
æfðum tslandsklukkuna lengi,
byrjuðum um miðjan september
og ætluöum að frumsýna um jól-
in, en það dróst á langinn. Það
var stanslaust verið að vinna I
húsinu, og stundum á æfingum
heyrðist varla mannsins mál
fyrir harmarshöggum, borum og
ég veit ekki hverju.
Herdis brosir að minningunum,
og ég man allt i einu eftir því, að
frá þvi ég var litil hef ég alltaf
tengt þær I huganum Snæfriði og
Herdisi. Ég sá ekki íslandsklukk-
una, en allt i kringum mig var
fólk sem hafði séð hana og sem
talaði um Herdisi og Snæfriöi
einsog þær væru sama persónan.
Gagnrýnendur blaöanna voru i
sjöunda himni og notuðu öll stóru
lýsingaroröin sin: allir töluðu
þeir um leiksigur, um stórt skref
fram á við, um upphaf á glæsileg-
um ferli.
leikhússins varð gjörbreyting þar
á. Þá kom fram heil ný kynslóð af
leikurum. Ég var langyngsta
leikkonan sem fastráðin var að
Þjóðleikhúsinu haustið 1949, og ég
er sú eina af þeim sem enn starfa
þar. Af karlmönnunum eru þeir
ennþá starfandi Róbert Arnfinns-
son og Ævar Kvaran.
— Gekk tslandsklukkan lengi?
— Já, hún var sýnd 65 sinnum I
fyrstu lotu og var tekin upp aftur
tveimur árum seinna og þá sýnd
yfir 80 sinnum. Ég lék Snæfriði
alltaf nema þegar ég skrapp á
spitala til að eignast barn, þá kom
Guðbjörg Þorbjarnardóttir inn
fyrir mig i nokkra mánuði.
ist S AL-fólkinu og fékk áhuga á að
starfa með þvi. Ég fór i tima þar
á kvöldin, en sagði ekki einu sinni
frá þvi heima.
Herdis: Ég verð nú að segja
einsog er, að égvaröekkert hrifin
þegar ég frétti af þessu. Leikara-
starfið er afskaplega krefjandi,
og þvi geta fylgt svo óskapleg
vonbrigði. En að sjálfsögöu er
það lika gott, þegar vel gengur.
Tinna: Ég hugsaði lika sem
svo, aö námið sjálft væri gagn-
legt, jafnvel þótt maður yröi ekki
leikari.
Herdis: Vissulega, en alla lang-
ar nú til að reyna sig, þegar þeir
eru búnir að læra.
Tínna: Námsárin voru mjög
skemmtilegt timabil. Þetta var
hópnum hefur aldrei séð kven-
mann. Hann fæddist i útlegð,
móðir hans dó af barnsförunum
og hann hefur alið manninn til
fjalla. Hinir eru að lýsa fyrir hon-
um, hvernig konur séu. Þeir lýsa
þeim ýmist sem djöflum eða
englum, og lýsingar þeirra gera
það að verkum að þegar hann sér
konu i fyrsta sinn trúir hann þvi
ekki að hún sé i raun og veru
kona!
— Er það smalastúlkan sem
hann sér?
• Tinna: Já, þaö er Helga
Guðmundardóttir, sú sem ég leik.
Hún er gjafvaxta bóndadóttir, 15
ára og mjög hress stelpa.
Nú og þá
11
Þjódleikhúsid
30 ára
— Er ekki mikill munur á að-
stöðu ungra leikara nú og þá,
Tinna?
— Jú, nú er til Leiklistarskóli
tslands, þar sem fólk er i fullu
námi og gerir ekki annað á með-
an. Annars byrjaði ég i SAL og
var þar i einn vetur, áður en leik-
listarskólarnir voru sameinaðir.
Svo var ég i fullu námi i Lt i tvo
vetur, og loks einn vetur i
nemendaleikhúsi. Ég útskrifaðist
1978, og við vorum rúmlega tutt-
ugu, sem lukum námi þá. Flest
okkar starfa nú að leiklist á einn
eða annan hátt.
— Hvernig vildi þaö til að þú
fórst út i ieiklistina?
— Það var meira og minna til-
viljun, og sú staöreynd að móðir
min er leikkona átti þar engan
hlut að máli. Ég var búin að
flakka um eftir stúdentspróf og
vissi eiginlega ekki hvað ég vildi.
Fór svo I liffræöi og var i henni
einn vetur. Þann vetur vildi svo
til aö margir kunningjar minir
voru aö fara út i leiklist, ég kynnt-
Herdls I hlutverki Snæfrlöar I Islandsklukkunni.
Tinna i hlutverki Heigu I Smalastúlkunni og útlögunum.
Að leika „niður
fyrir sig’
— Er ekkert erfitt að leika
persónu sem er 10 árum yngri en
leikarinn?
Tinna: Nei, nei. Auk þess er
ekki svo auðvelt að finna leikkon-
ur á anglingsaldri, sérstaklega
þegar þess er gætt að aldurstak-
markið i Leiklistarskólanum er 19
ár! Fók er þvi orðið a.m.k. 22-23
ára þegar það lýkur námi.
Herdis: Ég lék 16 ára stelpu
þegar ég var 26 ára. Það er miklu
erfiðara að leika „upp fyrir sig”
en niður. Oft eru hlutverkin lika
þannig, ef einhver bógur er i þeim
á annað borð, að það getur verið
vandi að leika þau fyrir fólk sem
er jafngamalt persónunum.
Leikarinn þarf að hafa þroska til
aö skilja persónuna, ef hann á að
koma henni vel til skila.
— En ef viö snúum okkur aftur
aö leikritinu — hvað gerist svo?
Tinna: Smalastúlkan og ungi
útilegumaðurinn, sem Arni
Blandon leikur, verða ástfangin.
Otilegumennirnar fjórir eru tekn-
ir, og það á að dæma þá, en ástin
leikurunum sjálfum mjög hollt,
og svo er skemmtilegra fyrir
áhorfendur aö sjá ný andlit. Ég er
viss um að það væri gert meira af
þessu ef það væri ekki svona dýrt
i framkvæmd.
Tinna: Þetta er samt stundum
gert, nú leikur t.d. Þráinn Karls-
son I Smalastúlkunni og útlögun-
um, en hann er fastráðinn hjá
Leikfélagi Akureyrar. En það er
alveg rétt, að það mætti gera
miklu meira af þessu.
— Svona i lokin, Herdis: hvern-
ig finnst þér tilhugsunin um að
fara I Þjóðleikhúsið á þrjátiu ára
afmæli þess á sumardaginn
fyrsta og horfa á Tinnu á sviðinu?
— Það er óneitanlega dálitið
skrýtin tilhugsun! Reyndar verð
ég ekki úti i sal, heldur uppi á
sviöi. Ég á að opna sýninguna,
með þvi að lesa erfiljóð, sem
Brynjólfur Jónsson á Minna-Núpi
orti um Sigurð málara árið 1874.1
ljóðinu er Brynjólfur að minna
menn á að vanrækja ekki minn-
inguna um Sigurð. Mér finnst
mjög skemmtilegt að taka þátt i
sýningunni. Mér finnst það lika
mjög skemmtilegt að Tinna skuli
leika sitt fyrsta hlutverk á stóra
sviðinu einmitt viö þetta tækifæri.
Einvernveginn finnst mér ég eiga
dálitla hlutdeild i þessu — ekki
þvi að hún fékk hlutverkið, sem er
auövitað algjör tilviljun — heldur
öllu hinu,þú skilur.
Égskil mætavel hvað hún á við.
Á leiðinni niður stigann i
Dunhaganum dettur mér i hug að
Þjóðleikhúsið hefði sennilega orð-
ið svolitið öðruvisi og fátækara, ef
Herdis Þorvaldsdóttir hefði ekki
veriö þar öll þessi ár. Sá glæsilegi
ferill sem gagnrýnendurnir
spáðu henni eftir frumsýninguna
á Islandsklukkunni fyrir 30 árum
varð að veruleika, og enn er
hann langt frá þvl aö vera á enda
runninn. ..
-íh