Þjóðviljinn - 20.04.1980, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 20.04.1980, Blaðsíða 18
_VIM1 KVdAW f i ts • n o i>« t - • i. •. 18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. aprll 1980 Laust stari á skrifstofu Ríkisskattanefndar Rikisskattanefnd óskar að ráða sem fyrst starfsmann i fulltrúastarf. Starfið krefst, að viðkomandi hafi góða islenskukunnáttu, fallega rithönd, sé tölu- glöggur og hafi reynslu og færni i vélritun. Laun eru skv. kjarasamningi B.S.R.B. og fjármálaráðherra, 12. lfl. Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og starfsreynslu send- ist skrifstofu Rikisskattanefndar, Lauga- vegi 13,101 Reykjavik, fyrir 30. april n.k. Starf við bókhald og kostnaðareftiriit Óskum eftir að ráða nú þegar starfskraft með viðskiptafræðimenntun eða reynslu á sviði bókhalds og kostnaðareftirlits. Umsóknum sem greini frá menntun og fyrri störfum skal skila á afgreiðslu blaðs- ins merkt „Opinber stofnun nr. 101” fyrir 24. þ.m. RÍKISSPITALARNIR lausar stödur LANDSSPtTALINN AÐSTC®ARLÆKNIR óskast á tauga- lækningadeild til 6 mánaða frá 1. júni. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu rikisspital- anna fyrir 12. mai n.k. Upplýsingar veitir yfirlæknir i sima 29000. Fjórar ársstöður AÐSTOÐARLÆKNA við lyflækningadeild eru lausar til umsóknar. Tvær stöður veitast frá 1. júli,en hinar frá 1. ágúst. Umsóknir er greini aldur, mennt- un og fyrri störf sendist Skrifstofu rikis- spitalanna fyrir 2. júni nk. Upplýsingar veita yfirlæknar deildarinnar i sima 29000. H JtJKRUN ARFRÆÐIN GUR óskast til sumarafleysinga i lyfjagjafir á geisladeild Landspitalans. Dagvinna. Upplýsingar veitir hjúkrunarstjóri röntgendeildar i sima 29000. MATSVEINN eða HÚSMÆÐRAKENN- ARI óskast i eldhús Landspitalans. Upp- lýsingar veitir yfirmatráðskona i sima 29000. KÓPAVOGSHÆLI HJtiKRUNARSTJóRI óskast að Kópa- vogshæli. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 21. mai n.k. Upplýs- ingar veitir yfirlæknir i sima 41500. Reykjavlk, 20. april 1980. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 29000 í résa Allt fer nú á prent! Ómakleg árás á Þorstein Sæmundsson. Fyrirsögn i Visi Augljóst atvinnuleysi Heimdallur i atvinnumiðlun. Fyrirsögn i VIsi Góð auglýsing Útsýnarauglýsing stöðvuð i sj ónvarpinu. Fyrirsögn I Visi Afl dagblaðanna Bekkpressan tók gullið af Skúla. Fyrirsögn I Morgunblaðinu Allt er þegar þrennt er Jesús hefur komið aftur þrisvar. Fyrirsögn i Morgunblaðinu Trú og sjómennska Greinin fjallaði m.a. um altarismynd Eggerts Guðmunds- sonar i Likbrennslustofu Reykjavikurborgar í Fossvogi. Þar sem ég hef ævinlega kviðið þvi, i hvert sinn sem ég hef þurft að horfa á þennan óskapnað, get ég ekki stillt mig um að segja hér nokkur orð. Myndin minnir mig einna hlezt á klakabundinn bát og sjómann i gaddfreðnum stakki. Velvakandi Ný prenttækni Mögnuð gyðingleg bók — meira segja með lykt. Fyrirsögn i Morgunblaöinu Húmaniskur kommúnismi „Menn þurfa þó ekki aö verða afskaplega foj, þótt þeir séu kall- aðir kratar, þetta er nú svosem fólk lika”. Óli kommi i Helgarpóstsviðtali Skoðanakannanir varðandi forsetaframboð? Ógnvekjandi og beinasni sigruðu. Fyrirsögn i Dagblaðinu Hvernig fer það saman? Kommúnistar þekkja engin landamæri og vilja einangra islensku þjóðina. Fyrirsögn i Dagblaðinu. Nýjung Hávaðasamur plötusnúður. Fyrirsögn i Dagblaðinu Skýringin fundin Erla Guðmundsdóttir, sem átti uppskriftina að rúgtertu, er við birtum sl. föstudag, var sögð frá Akureyri en hún er frá Akranesi. Leiörétting i Dagblaðinu Mennt er máttur Skólafólk sett i framleiðslu sorpgáma. Fyrirsögn i Timanum Pípulagnir Nylagnir, breyting ar, hitaveitutenging- ar. Simi 36929 (milli k'l. 12 og l og eftir kl. 7 á kvöldin) IH H BORGARSPÍTALINN ** +** *<N * 11 Lausar stöður Fastar stöður — Sumarafleysingar Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á ýmsum deildum spltalans. Bæði er um að ræða fastar stöður og sumarafleysingar. Sjúkraliðar óskast til starfa á ýmsum deildum spitalans. Bæði er um að ræða fastar stöður og sumarafleysingar. Nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu hjúkrunarforstjóra. Simi 81200 (201,207). Reykjavik, 20. aprfl 1980. BORG ARSPÍ TALINN |= Hafnarfjörður - 4 vinnuskóli Æskulýðráð auglýsir eftir starfsfólki til eftirfarandi starfa; 1. Vinnuskóli, Flokksstjórar. 2. Iþrótta- og leikjanámskeiö, Umsjónarmenn og leið- beinendur. 3. Skólagarðar, Leiðbeinendur. 4. Starfsvellir, Leiðbeinendur. Umsóknareyðublöð liggja frammi í Æskulýðsheimili Hafnarfjaröar við Flatahraun og þar eru jafnframt gefnar nánari upplýsingar þriðjudaga til föstudaga frá kl. 16-19. Umsóknarfrestur er til 30. aprfl nk. Æskulýösráð Hafnarfjarðar. Laus staða deildarstjóra við Tryggingastofnun rikisins Staða deildarstjóra sjúkratryggingadeild- ar Tryggingastofnunar rlkisins er laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og störf sendist ráðuneytinu fyrir 16. mai nk. Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið 17. april 1980. *■* Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar q | j Vonarstræti 4 sími 25500 Starfsmenn i heimilishjálp Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar óskar að ráða starfsfólk til heimilishjálp- ar, 1-3 i viku við þrif. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður heimilishjálpar Tjarnargötu 11, simi 18800. Bifvélavirki Kaupfélag Vopnfirðinga óskar eftir að ráða bifvélavirkja sem fyrst. Húsnæði fyrir hendi. Upplýsingar gefur kaupfélagsstjóri i sima 97-3201.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.