Þjóðviljinn - 20.04.1980, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 20.04.1980, Blaðsíða 24
DJOÐVIUINN Sunnudagur 20. aprll 1980 \0alslmi ÞjúAviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til föstudaga. L tan þess tlma er hægt aö ná f blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins f þessum slmum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285. Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná f afgreiöslu blaösins I sfma 81663. Blaöaprent hefur sfma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81333 81348 afgreiðslu 81663 nafn* < Karvel Pálmason Kappakstur á Ólympiuleikum til forna _________________I* Fá mál hafa veriö meira i sviðsljósinu siðustu viku en kjaradeila sjómanna og út- gerðarmanna á Vestfjörðum og þá ekki sist fyrir einieik Karvels Pálmasonar aiþingismanns og formanns S j óm a nn a f éla gs ins i Bolungarvik. Þvi er við hæfi að Karvel sé nafn vikunnar að þessu sinni. Sjómenn á ísafirði, sem leitt hafa kjaradeiluna fyrir vestan,eru Karvel mjög reið- ir vegna þeirra samninga sem hann gerði uppá sitt ein- dæmi viö Einar Guðfinnsson og co. I Bolungarvík og fékk svo sjómenn til að sam- þykkja. Þeir geröu það er mættu á fundinum, nema sá fulltrúi þeirra sem sat i samninganefndinni á Isa- firði, hann einn var á móti. Astæöan var sú að þau atriði sem Karvel samdi um lágu öll á boröinu hjá samninga- mönnum á tsafirði og raunar nokkur atriði önnur, sem Karvel vissi ekki um, enda hafði hann ekkert fylgst meö gangi mála, að sögn samn- inganefndarmanna á ísa- firöi. Þessiatriði öll, sem eru smávægileg I kröfugerð sjó- manna, höfðu útgerðar- menn samþykkt, þaö voru aöalatriðin sem þeir neituðu að samþykkja og Karvel virðist ekki hafa haft neinn áhuga á að ná þeim fram. En hvers vegna lék Karvel svo slæman leik í stöðunni? Hversvegna kom hann aftan aðsjdmönnumá Isafiröi sem hafa staðið i margra vikna verkfalli? Sjómenn á tsafirði segja að ástæðan sé sú að Karvel ætli sér að ná kjöri sem f orseti Alþýöusambands Vestfjarða næst þegar kosiö veröur og bola Pétri Sigurðs- syni frá. Þetta er þó aðeins fyrsta skrefið I valdatafli Karvels. Þaö er á allra vit- orði að hann sækir það stift að veröa kjörinn næsti for- seti Alþýðusambands Is- lands. Með þvi að birtast snögg- lega fyrir vestan og ná sam- stundis þvi sem hann kallar samninga, við Einar Guð- finnsson i Bolungarvik, ætli Karvel aðhöggva á hnútinn. Hann ætlaði að sýna mönn- um að hann gæti náð samn- ingum, þótt aörir gætu það ekki. Hann ætlaðist til þess aðsjómenn á tsafirði myndu veröa svo hrifnir af þessu verki hans aö þeir semdu um það sama og létu af verkfalli. Þarmeöhefði Karvel sannaö hæfileika sína. Hann flaskaði á þvi að semja um aukaatriðin, sem þegar var búið að semja um á tsafiröi. Hann gleymdi aðalatriðunum, en þaö eru einmitt aðalatriðin i kröfu- gerðinni sem sjómenn á Isa- firöi ætla sér aö ná fram. Þess vegna mistókst Karvel. Stundum fórna menn hrók fyrir unna stöðu, en þaö kemur líka fyrir að hróks- fórnin stenst ekki og menn verða mát fyrir bragðiö. -S.dór Fríríki í Grikklandi fyrir Olympíuleika? Umræðan um hvort þjóð- ir taki þátt í Olympíu- leikjunum í Moskvu í sum- ar eða ekki hef ur vakið upp spurningar um það, hvort ekki megi koma í veg fyrir slíkar deilur í eitt skipti fyrir öll. Gríska stjórnin hefur gert tillögu sem mörgum þykir forvitnileg. Hún felst í því, að Olympíuleikirnir fái land til nota um aldur og ævi skammt þar frá sem Olympíuleikir voru háðir til forna í Grikklandi. Griska stjórnin býður fram um 500 hektara land suðvestur af Olympiu þar sem leikarnir fóru fram fyrir mörgum öldum. Þarna á að vera hægt að koma fyrir öll- um nauðsynlegum iþróttamann- ur ölympiuleika (það kom fram árið 1976 vegna miskliðar út af þátttöku Afrikurikja nokkurra), en þetta boð list honum mun betur á — vegna réttarstöðunnar sem boðið er upp á. Fjárhagur þessa Clympiurikis ætti að vera sæmilega tryggður eftir að tekist hefði að byggja upp rtauðsynleg mannvirki. Svæðið er á sögufrægum Peloponnesos skaga, nálægt eru baðstrendur ágætar. Vegna þess að ekki þarf að fjárfesta I mannvirkjum i hvert skipti eins og nú tiökast (Montreal eyddi um þúsund miljónum króna i Olympíubygg- ingar) myndu tekjur af leikjun- um, einkum sjónvarpstekjur, nýtast miklu betur en til þessa. Frfrikið mundi rfsa á vesturströnd Peloponnesosskaga, skammt frá ólympiu. 999 virkjum, og keppa mætti i siglingum og róðri á lónum og vfkum sem svæðinu fylgdu. Griska stjórnin býður aðeins fram land (og eins og við mátti búast hafa spekúlantar þegar hleypt upp verðinu á landi allt um kring). Auk þess leggur stjórnin það til, að svæðið fái sérstaka réttarstöðu, sem svipi til þess sem Vatikanið hefur á Italiu. Þar með væri Alþjóða ólympiunefndin orðin einskonar rikisstjórn. Formaður hennar, Killanin lávarður, hafði áður hafnað til- boði frá Grikkjum um fast aðset- Ef þú notfærir þér Safnlánakerfi Verzlunarbankans öðlastu lánsrétt á upphæð sem er jafn há þeirri sem safnað er. Þú ræður sparnaðarupphæðinni og - tímanum að miklu leyti. Safnlánið getur riðið baggamuninn þegar f járfesting stendur fyrir dyrum. Vantar þig t. d. nýjan bíl, hljómtæki eða húsmuni? Kannske ertu kominn með nóg til að fleyta ykkur öllum til Kanarí, eða til að ljúka dýru námi. Safnlánið getur gert góða hluti fyrir þig, fái það tækifæri. SAFMAR ■VIÐ LANUM VíRZLUNflRBflNKINN Spyrjið um Safnlámð og fáið bækling í öllum afgreiðslum bankans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.