Þjóðviljinn - 20.04.1980, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 20.04.1980, Blaðsíða 14
Stublabergshjálmurinn i hvolfþaki álfaborgarinnar. Samúel Jónsson, faftir húsameistarans, smiðaði öll mótin, og eru þau talin mjög þýöingarmikil fyrir hljómburð Þjóðleikhússins. „Innan skamms hafði Guðjón Samúelsson skapað megindrætti leikhúsbygg- ingarinnar. Álfaborgin reis í huga hans, án þess að nákvæmlega væri ráðið fram úr minni háttar at- riðum. Inn í þessa nýju klettaborg átti þjóðin að ganga og kynnast ævintýr- um í nýjum sið. Álfaborgin var þjóðsagnaumgerð, þar sem listaverk stórskáld- anna áttu að hrífa hug og hjörtu islensku þjóðarinn- ar um ókomnar aldir". Þannig lýsir Jónas Jónsson frá Hriflu fyrstu hug- myndum Guðjóns Samú- elssonar húsameistara að byggingu Þjóðleikhússins. Þær voru unnar í náinni samvinnu við fyrsta for- mann bygginganefndar, Indriða Einarsson, höfund Nýársnæturinnar og einn helsta hvatamann að byggingunni. Sigurður málari og Indriði Einarsson Þó að Þjóðleikhúsið haldi upp á 30 ára afmæli sitt I dag nær saga þess þó miklu lengur aftur. Frá þvi að hugmyndin var fyrst nefnd og þar til fyrsta skóflustungan var tekin leið meira en hálf öld og frá þvi að grunnur var tekinn þar til húsið var vigt liöu 22 ár. Fyrstu hugmyndina að leikhúsi þjóðarinnar mun Sigurður Guö- mundsson málari hafa átt og fer þvi vel á þvi að Smalastúlka hans skuli sýnd nú á afmælinu. Einn af lærisveinum Sigurðar tók siðan merkið upp og hélt þvi uppi ó- trauður til æviloka. Hann hét Indriöi Einarsson. t bréfi til Sig- urðar málara nefnir hann þjóð- leikhús fyrst árið 1873 en setti fram hugmyndir sinar um slikt leikhús árið 1907 I Skirnisgrein. Enn hvatti hann landsmenn til dáða I óðni árið 1915 og tveimur árum siöar ákvað Leikfélag Reykjavikur að gefa allan ágóða af sýningu Nýársnæturinnar i sjóð til leikhúsbyggingar. Straumhvörfin 1922 Straumhvörf i málinu urðu árið 1922. Þá gerðu nokkrir stjórn- málamenn með Jónas frá Hriflu, Jakob Möller og Þorstein M. Jónsson i broddi fylkingar tillögu um það á Alþingi að láta allan skemmtanaskatt renna til bygg- ingar Þjóðleikhúss. Þessi tillaga náði fram að ganga árið 1923. Mest andstaða gegn þessari til- lögu kom frá ýmsum fulltrúum Reykjavikur, sem vildu frekar að fé þetta rynni til barnahælis og gamalmennahælis. Samkvæmt lögunum skyldi kennslumálastjóri skipa 3 menn i nefnd til að stýra sjóönum og undirbúa byggingu leikhússins. 1 fyrstu byggingarnefndinni voru þeir Indriði Einarsson formaður, Einar H. Kvaran og Jakob Möll- er. Indriði fór utan áriö 1924 til að kynna sér leikhúsbyggingar og Jón Magnússon kennslumálaráð- herra fól Guðjóni Samúelssyni að teikna og undirbúa leikhúsbygg- inguna. Eftir þvi sem Jónas frá Hriflu segir i riti sinu um Þjóðleikhúsiö átti byggingin aö verða sú vegleg- asta, vandaðasta og langsamlega fullkomnasta hús sem nokkurn tima hefði veriö reist á Islandi. Sjálfsagt hefur Guðjón húsa- meistari strax tendrast af róman- tiskum álfaheimi Indriða Einars- sonar. Torg og breiðar brautir Eins og fyrr sagði var bæjar- stjórn Reykjavikur ekki mjög velviljuð byggingunni i upphafi og var erfitt að fá lóð undir hana við hæfi. Alþingi ákvað aö gefa skika úr Arnarhólstúni og var valinn blettur milli Landsbóka- safns og húss Jóns Magnússonar ráðherra (nú aðsetur Prentarafé- lagsins). Það var þó iangt i frá að menn væru ánægðir með þetta staðarval. Bæði Guðjón Samúels- son og bygginganefndin álitu að lóðin væri ekki æskileg fyrir stór- byggingu. „Frá sliku húsi hefði átt að liggja torg og breiðar brautir i allar áttir”, segir Jónas frá Hriflu i riti sinu. Mjög var reynt að fá annan stað. Einkum höfðu menn hug á Grjótaþorpinu þannig að húsiö stæði fyrir enda Austurstrætis (sem Morgunblaðshúsið gerir nú) en bæjarstjórn var ekki á sama máli. Þá var stungiö upp á svæð- inu milli Laufásvegar og Lækjar- götu fyrir norðan Miðbæjarskól- ann en bæjarstjórnin sagðí nei. Mönnum kom til hugar aö ætla húsinu stað við Tjörnina t.d. vest- ur af Tjarnarbrúnni þar sem Is- hús var áður, en ekki náöust samningar við eigendur lóöarinn- ar. Þá átti bygginganefndin völ á lóð upp á Skólavörðuholti (þar sem Hallgrimskirkja er nú) en henni þótti staðurinn óheppilegur upp á aðsókn að gera. Miklar blaðadeilur urðu um staðarvalið en á endanum varð ofan á að halda sig við blettinn austan Landsbókasafns. Skemmtanaskatturinn malaði gull I byggingarsjóð og sáu sumir þingmenn ofsjónum yfir þvi. Voru gerðar margar atlögur að honum og reynt að fá hann i annað svo sem Landspitalabyggingu og verkamannabústaði. Fokhelt 1931 Byrjað var aö grafa fyrir grunni hússins haustið 1928 og ár- ið 1930 og 1931 var húsið allt steypt upp og gert fokhelt undir stjórn Korneliusar Sigmundsson- ar byggingarmeistara. En nú var kreppan skollin á og hallærisblær yfir landsfólkinu. Arið 1932 ákvað Alþingi aö svipta Þjóðleikftúsið tekjum af skemmtanaskatti og stóð það grátt og þungbúið eins og það kom úr steypumótunum en aö öðru leyti fullbúið ytra, gler i öll- um gluggum og hurðir lokaðar. Þó fékkst fé til að steina húsið að utan til þess að verja það skemmdum. Guöjón Samúelsson hafði fengist við tilraunir við að festa steinmulning á hús og hafði nú fundið upp aðferð viö a& blanda saman hrafntinnu, kvartz og baulustein og festa þennan mulning á öruggan hátt á vota steinhúð á múrfletinum. Þetta var nú sett á Þjóðleikhúsið fyrst húsa og fékk það þá hina þungu, dökku hrafntinnuáferð i stií klettaborgarinnar. Þessi aðferö Guðjóns sló svo I gegn aö um langt árabil voru flest ný hús húö- uð á þennan hátt. Meginforðabúr Breta En nú var ekki meira fé til og árum saman stóö húsið án þess að hreyft væri við því. Þegar Bretar hernámu ísland voriö 1940 fengu þeir fljótlega augastað á þessari stórbyggingu undir geymslu og tóku hana herskildi. Var hún gerð aö meginforöabúri Breta fyrir aö- flutt matvæli og auk þess bjó fjöldi hermanna I minni salar- kynnum. A striðsárunum var margsinnis fariö fram á að Is- lendingum væri skilað húsinu þvi að áriö 1941 hafði á nýjan leik ver- ið veitt fé til framhalds bygging- arinnar. Var þvi loks skilað árið 1944. Nokkrar skemmdir uröu á húsinu i meöferð breska hersins og sú tilfinnanlegust að hermenn settu leiðslur frá kolaofnum sin- um út um glugga hússins þar sem svefnskálar og dvalarherbergi voru inni fyrir. Settust sót og_ reykur á veggina næst þessum' reykopum sem erfitt var að ná af þegar viðgerð hófst. Mörg vandamál Strax eftir strið var hafist handa við að fullgera húsið. 1 byggingarnefnd voru árið 1946 Hörður Bjarnason húsameistari, Ingimar Jónsson skólastjóri og Jónas frá Hriflu. Guðjón Samú- elsson hafði náttúrlega nána um- sjón með verkinu en að öðru leyti húsameistaraembættið með þá Hörð Bjarnason, Einar Erlends- son og Bárð tsleifsson I broddi fylkingar. Islendingar höfðu aldrei fengist við svo vandasama byggingu og olli hringsviðsgerðin einna mest- um erfiðleikum. Það var Land- smiðjan sem sá um uppsetningu hennar. Þá þurfi mjög að huga að hljómburöi og voru fengnir inn- lendir og erlendir sérfræðingar til ráðgjafar varðandi hann. Svo segir I fyrrgreindu riti Jónasar frá Hriflu: „Mestu skipti i þessu efni að brjóta hljóðölduna með heppileg- um hætti og klæða gaflveggi þannig að ekki bergmálaöi viö endurvarp. Samúel Jónsson, faðir húsameistarans, haföi smiðað öll hin vandasömu mót fyrir stuðla- bergshjálminn i hvolfþakinu. Má hann heita kjörgripur og geysi- þýðingarmikill viö hljóðburöinn. Hliðarveggir i salnum eru úr völdum viði, en svalírnar I áhorf- Rifjuö upp byggingasaga Þjóðleikhússins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.