Þjóðviljinn - 14.05.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.05.1980, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 14. mai 1980 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis útgefandi: útgáfufélag Þjóftviljans Framkvæmdastjéri: Eiéur Bergmann Hitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson Fréttastjóri: Vilborg Harbardóttir. Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson. Rekstrarstjori: Olfar Þormóbsson Afgreióslustjóri: Valþór Hlöóversson Blaðamenn: AlfheiBur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guðjón Fríðriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnds'H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. tþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson Otlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvörður:Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Sigriður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa :Guðrún GuBvarBardóttir. Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Sigurðardóttir Simavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún BánBardóttir, Húsmóðir: Jóna SigurBardóttir. Pökkun:.Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GuBmundsson. Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Sfðumúla 6, Reykjavfk, siml 8 13 33. Prentun: Blaðaprent hf. Upp á náð Norðmanna • „Ég er meira en hnugginn með þetta. Það er hvorki fugl né fiskur", segir Sverrir Hermannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksinsum samkomulagið í Jan AAayen deil- unni og fleiri taka í sama streng. Samt leggja nú þrír stjórnmálaflokkar höfuðáherslu á að samkomulagið verði staðfest á þeim grundvelli að það sé betra en ekkert. • Niðurstöðu samninganna í Osló verður að bera saman við þær kröfur sem stjórnmálaflokkar á islandi hafa haft uppi í Jan Mayen málinu. Hlutur Sjálfstæðisflokks- ins verður þá sýnu verstur því hann hefur að boði for- manns síns snúið baki við öllum helstu stefnuatriðum sínum í deilunni. Tilburðir flokksins til þess að vera brjóstvörn í þrætu þessari ásamt Alþýðubandalaginu reyndust sjónarspil eitt. • I engri grein fékkst full viðurkenning á þeirri milli- leið sem íslenska samninganefndin barðist fyrir í upp- haf i Oslóviðræðnanna. Eftir því sem betur er rýnt í sam- komulagstextann verður æ Ijósara að hvergi liggur fyrir bein viðurkenning á réttindum islendinga. Norðmenn hafa tryggt sér undankomuleið frá hverri einustu grein samkomulagsins með loðnu og lævíslegu orðalagi. Við erum þvi algjöriega upp á náð þeirra komnir í fram- kvæmdinni og getum hvergi treyst á óyggjandi viður- kenningu á réttindum. • Sem rauður þráður gengur það í gegn um samkomu- lagið að Norðmenn hvika hvergi frá fullveldisrétti yfir Jan Mayen svæðinu. Hann er heldur hvergi véfengdur af islendinga hálfu. Þar með hefur konungsríkið Noregur náð sinu höfuðmarkmiði sem að sjálfsögðu mun ráða úr- slitum um þróun mála. • Níunda og tíunda grein samkomulagsins eru dæmi- gerðar fyrir það hvernig Norðmönnum tekst að stað- festa fullveldisrétt sinn í textanum. f stað ótímabundins samnings um réttindi Islands til landgrunnsins á Jan Mayen svæðinu með afdráttarlausri skiptingu milli landanna kemur sáttanef nd sem skila á tillögum er báðir aðilar eru óbundnir af. Ekkert segir um það hvað við tekur verði nefndin ekki sammála innbyrðis eða ríkis- stjórn annars hvors landsins sættir sig ekki við niður- stöðuna. Sýnist því liggja beint við að Norðmenn hafi það i hendi sér að færa út auðlindalögsögu sína við Jan May- en í 200 mílur 1. janúar 1981. • Sama má segja um tíundu greinina þar sem kveðið er á um samráð, upplýsingaskipti og mengunarvarnir í sambandi við rannsóknir og vinnslu landgrunnsauðlinda án þess að viðurkenndur sé nokkur íhlutunarréttur íslendinga varðandi ákvarðanir um olíuboranir eða annað á Jan Mayen svæðinu. Af þessu gætu Islendingar farið að súpa seyðið strax eftir 2-5 ár samkvæmt nýjustu upplýsingum tækniaðila í Noregi. • Þingflokkur Alþýðubandalagsins er andvígur þessu samkomulagi og mun væntanlega krefjast þess að Alþingi hafi vaðið fyrir neðan sig ef meirihluti þess ætlar að knýja samninginn I gegn. Jan Mayen málið hef- ur frá upphafi verið mál Alþingis alls og áýmsum tíma verið uppi blikur sem ekki hafa fylgt stjórnaraðild og stjórnarandstöðu. Alþýðubandalagið hefur áður verið á móti landhelgissamningum, en það hefur einnig axlað ábyrgð af úrslitakostum sem hafa verið því andstæðir eins og tam. 1974. • Meginmunurinn á því samkomulagi sem nú liggur fyrir og þeim samningum í landhelgismálum sem gerðir voru á síðasta áratug er þessi: Áður var um það að tef la að útlendingum var veittur aðlögunartími þangað til islendingar öðluðust f ullan rétt. Nú er um það að ræða að Norðmenn veita okkur aðlögunartíma þangað til við missum allt tilkali og næstum allan rétt. • Á þessu tvennu er reginmunur. Norðmenn hafa fengið f ullveldisrétt sinn viðurkenndan, og hafa náð sínu fram i lengdina, enda þótt þeir kunni í bráð að standa frammi fyrir pólitískum vanda gagnvart sínum fiski- mönnum. Þeir hafa siglt fram hjá því að Jan Mayen málið yrði að alþjóðlegri deilu sem væntanlega hefði tryggt isiendingum meiri rétt. A móti megum við treysta á náð Norðmanna og vona að þeir leggi líkn með þraut. — ekh klrippt Tillögur Sjálf- stœðisflokksins 1 sambandi viB niBurstöB- urnar af samningaviBræBunum i Osló nú á dögunum um Jan- Mayen málin, þá er æriB fróB- legt aB rifja upp tillögugerB is- lensku stjórnmálaflokkanna á fyrri stigum og skcBa, hvaB i raun og veru hefur fengist fram, og hvaB hefur ekki fengist fram. 1 júli og ágúst á siBasta ári voru lagBar fram I islensku viBræBunefndinni tillögur bæBi frá SjálfstæBisflokknum og frá AlþýBubandalaginu, og Olafur Jóhannesson, þáverandi for- sætisráBherra lýsti þvi þá opin- berlega yfir, aB hann teldi rétt okkar Islendinga i málinu meiri og viBtækari en fram kom 1 þessum tillögum. Lltum á tillögu SjálfstæBis- flokksins, sem Matthias Bjarna- son, fulltrúi flokksins lagBi fram i nefndinni 23. júli I fyrra. Þar segir m.a.: „Samningur verBi gerBur á milli NorBmanna og tslendinga um útfærslu efnahagslögsögu á Jan-MayensvæBinu, sem nær tii sameiginlegra yfirráöa Norö- manna og tslendinga, bæði hvaB snertir nýtingu hafs og hafs- botns”. Jafn réttur til auöœfa hafs og hafsbotns I þessum tillögum eöa hug- myndum Sjálfstæöisflokksins var einnig gert ráö fyrir fleiri valkostum, sem una mætti viö, m.a. þessum: „NorBmenn lýsi yfir efnahagslögsögu á Jan- Mayen svæöinu utan 200 sjó- milna fiskveiBilögsögu Islands. tsland viöurkenni þessa út- færslu, enda veröi jafnhliða gerður samningur um, að Norð- menn og islendingar eigi rétt til að nýta aö jöfnu auðlindir hafs og hafsbotns utan 12 sjómilna efnahagslögsögu Jan-Mayen. í þessum tillögum Sjálf- stæöisflokksins eru enn aörir valkostir varöandi hugsanlegt samkomulag viB Norömenn. Þar er m.a. boöiö upp á: „NorB- menn og tslendingar lýsi yfir, aö þeir hafi komiö sér saman um sameiginlega fiskveiöilög- sögu umhverfis Jan-Mayen utan 12 sjómilna landhelgi Jan- Mayen”. Einnig má I þessum tillögum SjálfstæBisflokksins finna tilboö til Norömanna sem segir: „Norömenn lýsi yfir fisk- veiBilögsögu á Jan-Mayen svæöinu utan 200 sjómilna fisk- veiöilögsögu tslands. tsland viBurkenni þessa útfærslu, enda verBi jafnhliBa geröur samn- ingur um, að Norðmenn og tslendingar veiöi að jöfnu þann afla sem veiddur er utan 12 sjó- milna fiskveiöilögsögu Jan- Mayen.” Þaö er sami Matthlas Bjarna- son, sem lagöi þessar tillögur fram fyrir hönd Sjálfstæöis- flokksins og sá sem samdi úti I Osló á dögunum fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Og þaB er sami Olafur Jóhannesson, sem lýsti þvi yfir aö tslendingar ættu vfötækari rétt en þarna kemur fram, og sá ólafur Jóhannes- son, sem nú haföi forgöngu um samningsgeröina i Osló! Allt og Ekkert En hvaö stendur þá i samningnum t.d. um þau atriBi, sem þarna var minnst á? — Ekki vantar aö tslendingar viöurkenni „de facto” útfærslu Ólafur Jóhannesson Matthias Bjarnason Norömanna I 200 milur viö Jan- Mayen og ekki vantar aö Norö- menn haldi öllum rétti til ein- hliöa útfærslu efnahagslög- sögunnar þar i 200 mflur á næsta ári. En var þá samiö um jafnan rétt okkar á viö Norömenn til veiÐa innan 200 mllna landhelgi Jan-Mayen? EBa var samiö um jafnan rétt okkar og NorB- manna til aö nýta auölindir hafs og hafsbotns á þessu svæöi eins og Sjálfstæöisflokkurinn haföi krafist og ólafur Jóhannesson taliö sjálfsagt? Nei, — þvi fer sannarlega fjarri. Um niðurstöÐur samn- inganna má segja að þær færi Norðmönnum allan rétt, okkur engan, sem hald er i. Um veiBar á öörum fiski- stofnum en loönu (t.d. kol- munna eöa sfld) segir I 6. grein samningsins aö tekiö skuli „sanngjarnt tillit til þess hve Island er almennt háö fisk- veiöum”, — en þaö eru NorB- menn sem hafa réttinn aö einu og öllu leyti i sinni hendi, og geta skammtaö okkur þaö sem þeim sýnist á hverjum tfma, þaB sem þeir telja „sanngjarnt” aö viö fáum á hafsvæöi, sem þeir hafa óskoraöa lögsögu yfir, en viö enga. — Ekki er þetta aö semja um jafnan rétt beggja þjóBanna, ekki heldur um skipt- ingu á réttinum, — rétturinn er allur á eina hlið, Norömenn hafa úrskurðarvaldið. fjallar 10. grein samningsins. Þar segir: „Hvor aöili um sig skuldbindur sig til aö leggja fyrir hinn fastmótaBar áætlanir um slika starfsemi varöandi rannsóknir eöa vinnslu land- grunnsauölinda meö hæfilegum fyrirvara áöur en slik starfsemi hefst.” Okkar að biöja9 þeirra að úrskurða Við eigum sem sagt að þakka fyrir að fá tilkynninguna með svolitlum fyrirvara, — en ef við skyldum nú hafa eitthvaö við hana að athuga, hver er þá okkar réttur? Um það er ekkert að finna I samkomulaginu, um það ætla Norðmenn sér að fjalla i sinni lögsögu, og skammta okkur siðan samkvæmt sinni sanngirni. Ekki er þetta aö semja um „rétt til aB nýta aö jöfnu auö- lindir hafs og hafsbotns utan 12 sjómilna efnahagslögsögu Jan- Mayen” eins og m.a. fólst I til- lögum Sjálfstæöisflokksins, þeim sem Olafur Jóhannesson taldi jafnvel ganga of skammt. Samkvæmt Oslólarsamkomu- laginu er rétturinn allur á aBra hliö, enginn á hina. Samkvæmt þvi höfum við aöeins rétt til aö biðja, bera fram kvartanir, en Norömenn aftur á móti réttinn til að úrskurða hvað sé sann- gjarnt og hvað ekki. Þeir hafa lögsöguna, við engar trygg- ingar. Aöeins um loðnuna er þetta svolitiB á annan veg. Þar heitir svo aö viö eigum aö ákveöa heildaraflamagniö, en I 4. grein samkomulagsins segir: „Ef ákvöröunin á heildarafla- magninu er talin bersýnilega ósanngjörn getur Noregur lýst sig óbundinn af henni.” Lika i loBnumálunum áskilja Nor menn sér siöasta orBiö. I þeim efnum á okkar úrskuröur þvi aðeins að gilda aö Norömenn telji hann sanngjarnan. 1 raun- inni heföi mátt setja eina setn- ingu i stað þessara 11 greina samkomulagsins: Rétturinn er Norömanna en þeir skulu skammta islendingum af sann- girni. Og svo ganga Norömenn til samniga viö Efnahagsbanda- lagiö algerlega óbundir af okkur, hvaB varöar loönuveiöar viö Austur-Grænland. Sjálfdœmi og sanngirni Um rétt okkar til aB nýta auBæfi hafsbotnsins á islenska, landgrunninu utan 200 milnanna er rætt I 9. grein samkomu- lagsins. Þar er talaö um aB setja á fót nefnd til aö fjalla um þau mál og á hún aö skila tillögum. En siöan segir: „Tillögur þessar eru án skuldbindinga fyrir aðilana, en þeir munu taka sanngjarnt tillit til þeirra”. Hver á aö dæma um þaö, hvaö sé sanngjarnt tillit? NorBmenn hafa áskiliö sér allan rétt til aö færa út efnahagslögsöguna, og þar meö lögsöguna yfir hafs- botninum út i 200 mflur strax á næsta ári, hvort sem samkomu- lag hefur tekist viö okkur eBa ekki. Liggur ekki þar meö I augum uppi aö þeir ætla sér einum aö dæma um þaö, hvaö sé sanngjarnt I okkar garö, hvaö auölindir hafsbotnsins varöar. Þrátt fyrir samninginn I Osló höfum viö ekki tryggt okkur eitt eöa neitt I þessum efnum, ekki einu sinni neitunarvald gagn- vart oliuborunum á Jan-Mayen svæöinu, sem leitt gætu til eyBingar okkar fiskistofna. Um vinnslu auölinda á hafsbotni Standa átti fastar á kröfunum Alþýöubandalagiö setti fram tillögur og kröfur af sinni hálfu i Jan-Mayen málinu. Lesendur Þjóöviljans þekkja þær kröfur. ólafur Jóhannesson taldi þær aldrei ganga lengra en okkar réttur stæöi til, og samkomulag væri um I öllum meginatriBum hjá islensku nefndinni. AuBvitað datt okkur aldrei i hug, að islendingar fengju allt sitt fram, auðvitað mátti búast við að eitthvaö yrði að slaka til I þvi skyni að ná viðunandi samkomulagi viö okkar ágætu frændur Norömenn. En aö falla frá öllum meginkröfunum, og það á einum og sama deginum, aö standa uppi án allra trygg- inga, — með þá veiku von eina að Norömenn sýni okkur sann- girni norður viö Jan-Mayen og að sjálfdæmið sé á réttum stað i þeirra höndum, — það stóð aidrei til, hvorki hjá AlþýBu- bandalaginu, eöa hinum flokk- unum aö viB best vissum. Skyldu þeir Matthias Bjarna- son og ólafur Jóhannesson hafa dottiB á höfuöiö, — þarna á teppinu sem Hitler sendi Quisling? k. og shorriðj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.