Þjóðviljinn - 14.05.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 14.05.1980, Blaðsíða 16
uqðviuinnI Aöalsfmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til föstudaga. L’tan þess tima er hægt aö ná f blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins f þessum sfmum : Hitstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmvndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö Aðaisími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Miövikudagur 14. mai 1980 ná í afgreiöslu blaösins isima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. - — 1 Leigubílstjórar á Keflavikurflugvelli: Árekstrar við yfirmenn hersins Leigubílstjórar I Keflavlk, sem aka á Keflavikurflugvelli, hafa aö undanförnu átt I nokkrum útistööum viö yfir- menn bandariska hersins, sem ekki hafa viljaö una ný- legri taxtahækkun leigubfla- stöövanna hér á landi og hafa hvatt hermenn og aöra bandariska þegna á Vellinum til aö nota ekki bilana. Gripiö hefur veriö til tvennskonar aögeröa af hálfu yfirmanna hersins, aö sögn leigubilstjóra, sem Þjóöviljinn ræddi viö; annarsvegar aug- lýsinga i útvarpi og sjónvarpi á Vellinum meö áskorunum til fólks þar aö taka ekki leigu- bila og bjóöa ööru fólki far meö eigin bilum og hinsvegar hafa rútur veriö sendar á dans- og skemmtistaöi þar nokkrar undanfarnar helgar til aö taka farþega og aka heim. Um 30 manns hafa veriö i leigubilaakstri aö staöaldri á Vellinum, mest sömu menn. Sögöu bilstjórarnir,sem höföu samband viö Þjóöviljann, greinilegt aö ákveönir yfir- menn vildu nú bola þeim burt og heföu jafnvel viö orö aö loka hliöunum. Ennfremur heföi þessi stefna komiö fram gagnvart islensku afgreiöslu- fólki i verslunum á Vellinum svo og skrifstofufólki, sem þeir vildu ekki borga sam- kvæmt töxtum Verslunar- mannafélagsins þar syðra. Þá munu bilstjórar sem aka skólabörnum einnig hafa átt i útistööum vegna samninga. — vh Frá ársfundi Sambands islenskra rafveitna sem haldinn var á Hótel Sögu á mánudag og i gær. — Mynd: — eik. „Bensinstöövar eru kirkjur nútlmans”, segir Halldór Laxness einhversstaöar. Ýmsir viija meina aö nýja bensinafgreiöslan á Seltjarnarnesi sé eitt dæmi um slikt. Mynd gel Ný bensínafgreiðslu- höll á Seltjarnarnesi Olís og Skeljungur sameinast um bygginguna „Það er misskilningur að um einhvern íburð sé að 'ræða í þessari byggingu, húsið er einf alt einingahús, en hins vegar verður kjall- ari undir afgreiðslunni, vegna þess hversu lóðin sem við fengum úthlutað var óheppileg," sagði Guðjón Sigurðsson deildar- stjóri bensínafgreiðslna hjá Olíuverslun íslands í samtali við Þjóðviljann í gær. Þjóðviljinn hefur haft fregnir af því, frá ýmsum Jakob Bjömsson, orkumálastjóri á ársfundi Sambands íslenskra rajveitna í gœr: Stórvirkjun 1986 eða 1990 — eftir því hvort Krafla skilar fullum árangri, eða ekki Næsta vatnsafisstöö þarf aö komast I gagniö áriö 1986, ef ekki er reiknaö meö neinu viöbótarafli frá Kröflu, en nái Krafia hins vegar fullum afköstum má fresta næstu virkjun um allt aö fjögur ár tii 1990. Þetta eru helstu niöurstööur i raforkuspá Orkustofnunar sem Jakob Björnsson orkumálastjóri kynnti á aöalársfundi Sambands islenskra rafveitna sem lauk á Hótel Sögu i gær, en hann sagöi m.a.: „Ég tel aö leggja beri höfuöá- herslu á aö halda valfresli milli virkjunarkosta eins lengi og unnt er, án þess þó aö tefla málum i tvisýnu meö þvi aö draga ákvörö- un of lengi. Til þess aö stuöla aö þvi tel ég aö gera beri eftirfar- andi. 1. Leita af krafti aö gufu handa Kröfluvirkjun. 2. Vinna samtimis ötullega aö rannsókn Fljótsdalsvirkjunar og Sultartangavirkjunar. 3. Reyna samtimis aö leysa þá deilu, sem upp hefur komiö á Noröurlandi vestra um Blöndu- virkjun. 4. Endurskoöa raforkuspána nú á næstunni, meö áherslu á timabiliö fram til 1990. Rökin fyrir áframhaldandi leit aö gufu viö Kröflu eru vitaskuld fyrst og fremst sá ávinningur fyr- ir raforkuvinnslu landsins i heild sem hafa má af því aö ná virkjun- inni upp I full afköst. Þessi ávinn- ingur viröist vera verulegur, en er undiropinn óvissu, og veröur þvi aö meta stööuna stig af stigi eftir þvi sem borunum miöar áfram.” Helstu virkjunarmöguleikar hérlendis, aö Hrauneyjarfoss- virkjun fulllokinni, eru aö áliti Orkustofnunar Blönduvirkjun, Sultartangavirkjun, Búrfells- virkjun II og Miölunarvirki i Stórasjói Tungnaá. 1 öllum þessum virkjunar- möguleikum, er þó gert ráö fyrir, aö áöur veröi ráöist I gerö lág- stifla viö Sultartanga i þvi skyni aö draga úr vatnsnotkun og til aö skola is framhjá Búrfelli. Aö þvi er orkuþörf varöar eru I samanburöinum tekin til athug- unar annars vegar almenn orku- notkun, og sá orkufreki iönaöur sem þegar hefur veriö samiö um orkusölu til, og hins vegar nýr orkufrekur iönaöur sem kæmi I þremur 50 MW áföngum 1986, 1988 og 1990. I erindi Jakobs Björnssonar kom fram, aö siöara tilvikiö feldi ekki I sér neitt mat á þvi, hvort liklegt sé aö um sllka orkusölu til nýrrar stóriöju yröi aö ræöa eöa hvort hún væri æskileg, heldur væri tilgangurinn, aö leiöa i ljós áhrif slikrar orkusölu á virkj- unarleiöir. -lg. byggingarmönnum, að um yfirgengilegan íburð sé að ræða á mörgum sviðum t.d. varðandi lýsingu, á bensínafgreiðslustöð þeirri sem hafin er smíði á, þar sem fyrirhugað er að mið- bær Seltjarnarness verði byggður. Þaö er Oliufélagiö Skeljungur og Oliuverslun Islands sem sam- eiginlega sjá um byggingu af- greiöslustöövarinnar, en bæöi félögin höföu áöur sótt um sölulóö á Nesinu og varö aö ráöi i bæjar- stjórninni, aö úthluta þeim báö- um einni lóö sameiginlega. Guöjón sagöi aöspuröur um iburöinn, aö þaö eina sem hægt væri aö telja nýnæmi i þessari byggingu, væru sérstakir þak- skermar yfir dælusvæöinu, en þeir væru hannaöir af erlendri fyrirmynd, þar sem tekiö er tillit til sjálfsafgreiöslu, ef af sliku yröi hér einhvern timann siöar. „Þaö er þó alveg ljóst, aö islenska veöurfariö, á einna stærstan þátt I þvi, hversu hár byggingarkostnaöur bensínaf- greiöslustööva er hér á landi, en afgreiösluskýli eins og viö þekkjum frá Danmörku kosta allt aö 1/5 af byggingarkostnaöinum hér.” sagöi Guöjón aö lokum. ■lg. \ 10% bensínspamaður ífyrra} Guiuiarlóhaniis- son skipaður formaður ríkis- skattanefndar Fjármálaráöherra hefur skipaö Gunnar Jóhannsson lögfræöing formann rikis- skattanefndar og Ólaf H. Óiafsson viöskiptafræöing nefndarmann, en háöir skulu hafa nefndarstörfin aö aöai- starfi. Um störfin sóttu auk þeirra Gylfi Knudsen lög- Framhald á bls. 13 Bensínnotkun íslend- ■ inga minnkaði um 3.4% á I árinu 1979 miðað við árið J á undan. Þetta kemur I fram í yfirliti, sem Orku- ^ sparnaðarnefnd hefur | látið geta. IA síðastliðnum sex ár- um hefur meðaltalsaukn- j ing I bensínnotkuninni * hins vegar verið um 7%. ■ Miðað við að þróunin 2 hefði verið óbreytt á ár- | inu 1979 er því í raun um . 10% bensínsparnað að | ræða, sem jafngildir um ■ 1.5 miljarði króna I gjald- | eyrissparnaði á núgild- ^andi verðlagi. Orkusparnaðarnefnd hvetur bifreiðaeigendur til að spara bensín eins og frekast er kostur Til samanburöar má geta þess, aö jafnmikill gjaldeyrir sparaöist vegna tilkomu auk- innar nýtingar innlendra orku- gjafa i húshitun á sl. ári. Ef litiö er sérstaklega á tlma- biiiö mai-desember kemur i ljós aö notkunin er u.þ.b. 7% minni en á sama timabili áriö áöur. Orkusparnaöarnefnd hefur sett fram þaö markmiö aö bensínnotkunin á þessu ári veröi 3% minni en i fyrra. Þróunin fyrstu tvo mánuöi ársins bendir til þess aö erfitt geti reynst aö ná þessu markmiöi. Nefndin hvetur því alla bifreiöaeigendur til aö spara nú bensin eins og frekast er kostur. Til upplýsingar i þvl sam- bandi er bent á eftirfarandi at- riöi: 1. Ójafn ökuhraöi, miklar og ótimabærar inngjafir I akstri auka bensinnotkun um 15- 20%. 2. Ef bifreiöin er illa stillt, kertin slitin, loftsian óhrein o.fl. veröur bensineyöslan 10- 20% meiri en ella. 3. Ef loftþrýstingur I hjólbörö- um er minni en gefiö er upp i leiöbeiningum eöa ef vetrar- hjólbaröar eru notaöir i staö venjulegra, getur bensinnotk- unin aukist um allt aö 7%. 4. Bensineyösla bifreiöarinnar er háö snúningshraöanum. Ef ekiö er I of iágum gir getur bensineyöslan aukist um 20- 40%. 5. Bensinnotkun meöalbifreiöar eykst um 20% viö aö auka hraöann úr 70 km/klst I 90 km/klst. Aö sjálfsögöu sparast bensín mest meö þvi aö nota bilinn minna. Sem dæmi má nefna, aö ef sérhver biléigandi færi einu sinni I viku til og frá vinnu meö stræsætisvagni eöa I bil meö öörum, yröi þjóöhagslegur sparnaöur u.þ.b. einn miljaröur króna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.