Þjóðviljinn - 14.05.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.05.1980, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 14. mai 1980 sltáh Umsjón: Helgi Ólafsson Áskorendaeinvígin: Spasskí féll á hœpnum reglum Skákpistlar Þjóöviljans hefja nú aftur göngu sina en þeir hafa legiö niöri um nokkra hriö. Kom þar til aö höfundur þessara pistla var oröinn nokkuö leiöur á viö- fangsefni sinu eins og tamt er um menn sem skrifa of mikiö og var þvi tekiö þaö ráö aö gera nokku rt hlé á. Ýmislegt hefur gerst i skákheiminum frá þvi pistla- höfundur settist slöast fyrir framan ritvélina og skal hér nokkuö tiundaö þar um, þó stiklað sé á stóru. Fyrstu umferö Askorendaein- vígjanna lauW ekki alls fyrir löngu og i næstu umferö tefla þeir Kortsnoj, Portisch, Polugajevski og HÖbner. Hvorki meira né minna en þrlr fyrrum heims- meistarar féllu út I fyrsta um- gangi: Tal, Petrosjan og Spasský. Einvigi Petrosjans og Kortsnojs hefur veriö rækilega gerö skil á sföum Þjóöviljans og sömu sögu má segja um ein- vlgi Hubners og Adorjans. Hitt er svo annaö mál aö ákjósan- legri heföu veriö fréttirnar frá einvigjum þeirra Tal og Poluga- jevskí, og Spasský og Portisch, mátt vera. Tal og Polu tefldu I einu af Asiuheruöum Sovétrikj- anna og var þaöan bókstaflega ekkert markvert aö frétta nema aö Tal væri veikur sem bæöi er gömui saga og ný og undrar mann þaö i sifellu aö hann skuli ekki vera dauöur fyrir löngu i þvi aö ef marka má allar veikinaasögur um hann, þá er vart aö finna veik- ari mann á jaröriki. Polugajevski notfæröi sér ástandiö út i ystu æsar og vann öruggan sigur, 5,5:2,5. I næstu umferö mætir hann Kortsnoj, og hryllir senni- lega viö, ,þvl siöast þegar þeir tefldu, vann Kortsnoj meö óheyri- legum yfirburöum. Engu aö siöur gefa menn Polugajevski vissa möguleika aö þessu sinni þvi hann viröist eflast viö hverja raun og bæta viö sig einu skrefi viö hverja Askorendakeppni. Samkvæmt þvi ætti hann aö vinna Kortsnoj nú, en tapa svo ein- vlginu um rettinn til aö skora á Karpov. 1 einvigiSpasskýog Port- isch, i Mexikóborg, tapaöi Spasskl á heldur vafasömum reglum. Til aö gera llfiö bæri- legra fyrir forráöamenn einvigj- anna, voru reglur settar þar um, aö ekki skyldu teflast fleiri en 14 skákir og sá yröi sigurvegari, ef stæöi á jöfnu, sem fyrst ynni skák. Þaö hefur vafist nokkuö fyrir FIDE aö setja reglur um svona nokkuö lagaö og allskyns furöu uppástungur komiö fram sem þó aldrei hefur oröiö aö gripa til fyrr en nú. Portisch vann 1. skákina en Spasslý jafnaöi metin i 9. skák. Þeir klykktu svo út meö 5 jafnteflum og þaö nægöi Port- isch til aö komast áfram. Þetta er I þriöja sinn i röö sem Spasski fellur út I keppni þessari og hefur sá jafnan unniö réttinn til aö skora á heimsmeistarann, sem hefur lagt hann aö velli. Eftir öllum sólarmerkjum aö dæma ætti þvi Portisch aö vinna Polugajevski i siöasta einviginu og þaö meö talsveröum yfir- Boris Spassky buröum. Flestir hallast þó á sigur Kortsnojs en einhvern timann hlýtur karlinn þó aö fara aö lýj- ast, kominn fast aö fimmtugu. Hann lét þaö veröa sitt fyrsta verk aö tefla á móti I Englandi, eftir einvlgiö viö Petrosjan, og deildi þar efsta sætinu meö þeim Anderson og Miles. X Nú er rétt nýhafiö I Bugonjo I Júgóslaviu mót ekki af verri end- anum. Meöal þátttakenda er t.d. Anatoly Karpov, heimsmeistari, ásamt góöum slatta sterkustu skákmanna veraldar. Mótiö tafö- ist nokkuö þegar Tito Júgóslavlu forseti andaöist, en þegar tveim- ur umferöum var lokiö var Karpov búinn aö gera jafntefli i báöum skákum slnum. Ljubo- jevic var einn efstur meö 1 1/2 v. X I Askorendakeppni kvenna, sem fram fór um svipaö leyti og keppni karla, haföi Gaprindha- svili fyrrum heimsmeistari tryggt sér til þátttöku i næstu umferö. Einnig Alexandria og nýjasta stjarna þeirra Sovét- manna Ioseami var á góöri leiö til sigurs siöast þegar fréttist, en af fjóröa einviginu haföi ég engar fréttir. X I Guös eigin landi hefur Jón L. Arnason spjaraö sig vel á móti I New York og þegar siöast fréttist átti hann góöa möguleika á 2. sæti. Hinsvegar hefur vegabréfi hans og valútu ekki gengiö jafn vel. þvi eins og glöggir lesendur Dagblaösins gátu lesiö, var hvoratveggja stoliö af litt kunnum stigamanni. Lögmál frum- skógarins eru greinilega enn I fullu gildi þar vestur frá. Raunar er þetta ekki I fyrsta sinn sem eitthvaö i þessum dúr hendir islenskan skákmann. Sá sem þessar linur skrifar var eitt sinn staddur á hinum fræga „Breiöa vegi” (Broadway) I New York (i skákferöalagi vitaskuld). Var þetta áriö 1976 þegar landsmenn héldu upp á 200 ára afmæli Bandarikjanna. í miöjum sam- ræöum viö lagsmann minn, Jónas P. Erlingsson, vindur sér aö okkur blökkumaöur nokkur, hverjum viö þekktum engin deili á. Honum hefur sennilega ekki fundist Jónas árennilegur (og lái ég honum þaö ekki) þvl hann sneri sér beint aö mér, greip þéttingsfast I aöra höndina og kraföi mig um eins og nokkra dollara. Ég varö aö vonum nokk- uö skelkaöur viö en reyndi þó aö koma manninum i skilning um aö ég væri tiltölulega félitill, hins- vegar væri honum velkomiö aö kaupa af mér skákbók þá er ég haföi undir hendinni. Stóö i nokkru stappi þvl ekki vildi hann una þeim samningi og eftir aö hafa litiö nokkrum sinnum flótta- lega i kringum sig hrifsaöi hann úr vasa minum pappira nokkra, sem hann hefur sennilega haldiö vera seöla. Þegar ég haföi jafnaö mig og grennslast um horfinn feng kom á daginn aö pappirar þeir er horfiö höföu, voru afrit af tveimur tapskákum sem mér var ósköp ósárt um. Forvitnilegt væri þó aö vita hvort blökkumaöurinn hafi kunnaö aö njóta. —hól— Sundnámskeið fyrir 6 ára börn (73) verður haldið i Sund- laug Kópavogs i júni-júli. Innritað verður þriðjudaginn 20. mai frá kl. 10—12. Sundlaug Kópavogs simi 41299. Kynning á hrossakjöti: Laugardaginn 3. mai voru 18 mismunandi réttir úr folalda- og hrossakjöti kynntir i Afuröasölu SIS á Kirkjusandi. Fyrir kynning- unni stóöu Hagsmunasamtök hrossabænda og Kaupfélag Sval- baröseyrar. Allan veg og vanda af mat- reiöslu kjötsins og meöhöndlun höföu þeir Sævar Halldórsson, kjötiönaöarmaöur og Bjarni Ingvarsson, báöir starfsmenn Kaupfélags Svalbaröseyrar. Sr. Halldór Gunnarsson i Holti, for- maöur Hagsmunasamtaka hrossabænda, bauö gesti vel- komna og taldi fara vel á þvi, aö prestur reyndi aö leggja inn nokkur góö orö fyrir ágæti hrossakjöts, til mótvægis viö bar- „Folaldakjötiö ætti aö vera eftirlæti sælkeranna”, sagöi Gunnar Bjarnason. — Hvern langar ekki I bragö? • • FOLALDAKJOT I VEISLUMATINN áttu kirkjunnar manna gegn hrossakjötsneyslu fyrr á öldum. Gunnar Bjarnason, ráöunautur geröi síöan grein fyrir helstu réttum, sem kynntir voru og ræddi um framleiöslu á hrossa- kjöti. Þaökom fram hjá Gunnari, aö I hrossafitu eru u.þ.b. 22% af llnólsýru en ekki nema 1% I fitu af nautgripum og sauöfé. Þeir, sem ekki vilja boröa fitu meö mett- uöum fitusýrum, geta því óhikaö neytt hrossafitu. Vaxtarhraöi folalda er mun meiri en kálfa og dilka. Meöal- fallþungi 92 folalda úr Land- eyjum.sem slátraö var og vigtuö haustin 1978 og 1979 var 112 kg. Þaö þarf um sex lömb til aö gefa sama fallþunga eftir sumar- beitina. „Þaö þarf aö uppræta fordóma gegn neyslu hrossakjöts”, sagöi Gunnar. „Hér sjáum viö hvaö hægt er aö framreiöa úr folalda- kjöti þegar matreiöslusnillingar leggja sig fram. Folaldakjötiö ætti aö vera eftirlæti sælker- anna”. Ainr gestir á, þessari kynmngu hældu réttunum og fæstir höföu áöur gert sér grein fyrir þeirri ó- trúlegu fjölbreyttni, sem folalda- kjötiö býöur upp á. Hér fara á eftir uppskriftir á nokkrum þeirra rétta, sem kynntir voru: Folalda-ragú. Brúnaö á pönnu meö lauk og gul- rótum. Siöan soöiö I vatni meö tómatmauki, heilum pipar, enskri sósu og lárviöarlaufi. Þegar kjötiö er oröiö meyrt er þaö fært upp úr, soöiö, sigtaö og jafnaö og látiö sjóöa góöa stund og er þá bætt meö sérrýi og látiö siöan yfir kjötiö. Framreitt með kartöflumauki og súrsuöu græn- meti. Frönsk folalda-steik. Steikin krydduö meö salti, pipar og oregano. Steikt á pönnu I 2 min. á hvorri hliö. Framleitt meö kryddsmjöri, aspargus, papriku, steiktum kartöflum og salati. Folalda T-bein steik. Steikin er krydduö meö salti, pipar og oregano, siöan steikt á pönnu eöa i grilli I 10 min. viö mikinn hita. Boriö fram meö djúpsteiktum kartöflum, krydd- smjöri, gulrótum og ristuöum sveppum. Létt reyktur folaldakambur Soðið i 1 klst. og siöan ofnsteikt þar til hann er orðinn meyr. (c.20m) Boriö fram meö sykur- brúnuöum kartöflum, papriku- sósu, mais og gulrótum. mhg Spennandi lands- liðskeppni Frá landsliðseinviginu Landsliöseinvigi karla hófst sl. föstudag. Alls eru spiluö 128 spil, I 4 leikjum. Lokiö er viö aö spila 64 spil, og fóru leikar þannig: Orn—Guölaugur / Hjalti—As- mundur ... Jón—Slmon / Helgi—Helgi. spil 1—16 ., spil 17—32 , spilaö viö 14 pör I hverri lotu, 2 spil milli para, alls 28 spil i lotu samtals 84 spil. Undanrás veröur á fimmtu- degi, fimmtudagskvöld og föstu- dagskvöld. 24 efstu pörin komast svo áfram. Undanrásin er reikn- uö sem einn riöill, svo toppurinn er 62 i spili. Sllkt kostar þar af leiöandi óhemju vinnu I út- reikning, en gerir mótiö um leiö meir spennandi fyrir vikiö. ......... 15 stig gegn 47 stigum ......... 58 stig gegn 24 stigum alls 73 stig gegn 71 stigi spil 33—64 ............................ 70 stig gegn 50 stigum Þeir fyrrnefndu eru því 22 stig- um yfir, aö loknum 64 spilum af 128. Stefnir i spennandi keppni. Fyrirhugaö er aö spila næst þriöjudaginn 20/5 nk., og ljúka keppni svo fimmtudaginn 22/5. Húsnæöi óákveöiö. íslandsmótið hefst á fimmtudag Islandsmótiö i tvimenning 1980 hefst I Domus Medica á morgun, fimmtudag. Mæting spilara er kl. 13.00. Æskilegt er, aö keppendur mæti þó mun ’fyrr, vegna formsatriöa, svo sem staöfestingar á þátttöku, útfærslu á kerfiskorti o.fl. Aö þessu sinni taka 64 pör þátt I mótinu. Fyrirkomulag veröur þannig, aö keppendum er skipt i 4x16 para hópa. Siöan spilar hver hópur viö hinn, alls 3 umferöir, þó meö þeim hætti, aö aöeins er alls 143 stig gegn 121 stigi 1 úrslit komast einsog fyrr segir, 24 efstu pörin. Þar veröa spiluö 5 spil milli para, allir viö alla alls 115 spil. Þá veröur spilaö á laugardag, laugardagskvöld og lýkur á sunnudag. Fyrir þá sem ekki komast i úrslit, stendur til boöa aö spila tveggja umferöa „sárabótar”-tvimenning, ef áhugi er fyrir hendi. Fordæmi fyrir sliku er á öllum stórmótum ytra, þó ekki hafi þaö veriö reynt fyrr hér á landi. Þátturinn minnir á þaö, aö spilaö er i Domus Medica viö Egilsgötu. Keppnisstjóri þessa viöamikla móts er Agnar Jörgensson. Nv. tslm. I tvím., eru Óli Már Guö- mundsson og Þórarinn meistari Sigþórsson. Fjögurra félaga keppnin á Akureyri Um siöustu helgi fór fram á Umsjón: Ólaffur Lárusson Akureyri hin árlega keppni heimamanna, TBK, Hornfiröinga og Austanmanna. 6 sveitir frá hverju félagi kepptu, allar viö allar. Þau „óvæntu” úrslit uröu, aö Akur- eyringar sigruöu samanlagt. Hrundu veldi sunnanmanna. Lokastaöan varö þessi: 1. Akureyri ........... 266 st. af 360 mögulegum 2. TBK-Reykjavik ...... 236 st. 3. Fljótsdalshéraö .... 150 st. 4. Hornfiröingar ........ 28 st, Er þetta f 4. sinn sem þessi keppni fer fram og hefur TBK unniö i öll fyrri skiptin. Næsta ár veröur keppt I Reykjavik. Til hamingju, Akureyringar. Ertu með? Enn stendur yfir skráning I bikarkeppni sveita. Yfir 20 sveitir eru þegar skráöar til leiks, en betur má ef duga skal. Þátturinn hvetur landsbyggöarmenn ein- dregiö til aö vera meö i mótinu, og minna á tilveru sina meö þvi móti. Benda má á, aö kostnaöur viö þetta mót er i lágmarki vegna „niöurgreiöslna” Bridgesam- bandsins. Þátttökugjald er aðeins kr. 30.000,- pr. sveit, svo allir geta veriö meö. Væntanlegir keppendur geta látiö skrá sig hjá Jóni Páli I sima 81013 I vikunni eöa fyrir helgi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.