Þjóðviljinn - 14.05.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.05.1980, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 14. mal 1980 Orkumál voru vissulega I brennidepli alþjóölegrar umræöu fyrir ári er Samband islenskra rafveitna hélt sinn árlega aöal- fund, i Bifröst i Borgarfiröi. Þá haföi oliuverö ööru sinni á 5 ára timabili tvöfaldast f veröi á örfá- um mánuöum og hérlendis sem annars staöar brann sú spurning á vörum manna: Er hér um stundarfyrirbæri eöa varanlega þróun aö ræöa? Hafi menn efast þá, munu þeir fáir nú, sem gera ráö fyrir aö auölindin olfa falli I veröi I alþjóöaviöskiptum, þótt sveiflur gerist á skráningarveröi fyrir unnar oliuvörur, sem kennd- ar eru viö markaöinn i Rotter- dam. Enn er ekki um raunveru- legan skort á þessum meginafl- gjafa iönaöarsamfélaga og hag- vaxtar sföustu áratuga aö ræöa, en flest bendir til aö til beinnar takmörkunar dragi innan tfu ára og hver getur reiknaö meö verö- lækkun á olfu meö sllka sýn fyrir stafni. Hiö ótrygga stjórnmáia- ástand i aöalframleiösluiöndun- um viö Persaflóa, þar sem meira en helmingur af oliunotkun Vest- urianda hangir á bláþræöi flutn- inga gegnum hiö mjóa Horm- us-sund, mun áfram hafa áhrif á Frá aöalfundi Sambands islenskra rafveitna Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra: Orkumál í þjóðlegu og alþjóðlegu samhengi orkuverö til hækkunar, og hörö andstaöa gegn kjarnorkuleiöinni heima fyrir i iönrfkjunum eykur enn á þennan þrýsting. Æ fleirum veröa nú ljós vlötæk áhrif þessara breyttu viöhorfa I orkumálum, sem hafa keöjuverkan á verö annarra orkugjafa, hverju nafni sem nefnast, og smjúga út i hverja grein efnahagsllfs iön- rikja, hvert fyrirtæki og inn á sér- hvert heimili. Tæknisamfélagiö og velferöarrlkiö svonefnda stendur nú frammi fyrir alvar- legustu prófraun til þessa, og þar er hinn féiagslegi eöa pólitiski þáttur sist veigaminni gangráöur en efnislegar takmarkanir. Alþjóðleg viðhorf Fyrir smáþjóö sem okkur Is- lendinga eru þetta mikil tíöindi ekki siöur en fyrir stórveldi, sem til skamms tima töldu sig hafa ráö meirihluta mannkyns i hendi sér. Viö búum hér enn til hálfs aö innfluttri orku, þrátt fyrir gnægð vatnsafls og jarövarma i landinu, og þessar innlendu orkulindir hafa stigið aö verögildi litið hæg- ar en ollan frá Persaflóa. Þessir frumorkugjafar okkar hafa hins vegar enn ekki getaö keppt sem eldsneyti viö oliuafuröirnar af tæknilegum og hagrænum ástæð- um. Hvenær sá timi kemur, er óvissu háö, en þaö ætti ekki að vera okkur ofvaxið aö ljúka öld- inni sem óháö þjóö i orkulegu til- liti og jafnframt veitendur orku til umheimsins meö einum eöa öörum hætti. Staða Norðurlanda Umskipti siöasta áratugs á sviöi orkumálanna kalla á endur- mat varöandi þjóöleg markmiö og alþjóöleg samskipti. Enginn er þar einn á báti. Þvert á móti er nú knúiöá um samstarf og samvinnu þjóöa til aö mæta hinum nýju viö- horfum. Baráttan um takmark- aöar auðlindir er þar driffjööur ásamt eöiilegri viðleitni til sam- hjálpar og samtryggingar. Fyrir þá sem teljast aflögufærir um orku er þar ekki siöur vandrataö en hina, sem ganga meö tóman mal. Þannig er staöa Norður- landaþjóöa á þessu sviöi afar ólik, nánast frá landi til lands: Danir að heita má tómhentir aö þvi er varöar heföbundna orkugjafa, Norömenn risinn i fjölskyldunni meö vatnsafl og oliu og allnokkuð af kolum, svo dæmi séu tekin; Danmörk, Sviþjóð og Noregur að- ilar aö Alþjóöaorkumálastofnun- inni, eins konar samtryggingar- klúbbi gagnvart oliuframleiöslu- rikjum, þó hvert meö sinum hætti, Finnland og Island utan hans. Samvinna Noröurlanda á sviöi orkumála er vissulega engin ný bóla, hvorki i oröi né á boröi. Þar hafa menn boriö sig saman innan samnorænna stofnana, á vett- vangi Noröurlandaráðs og ráö- herranefnda og NORDEL, sem samráösvettvangs um raforku- mál. Enn gildari og þýöingar- meiri hlekkur er þó samtengt raf- orkukerfi Noröurlandanna fjög- urra, nú siöast meö sæstreng um 130 km veg yfir Skagerak frá Noregi til Danmerkur. Sá streng- ur ýtti undir hugmyndir I Færeyj- um um rafstreng frá Islandi, og veröur þaö mál væntanlega at- hugaö nánar. Samvinna Norður- landa í orkumálum Nú eru uppi áform um aukin samráö og samstarf stjórnvalda á Noröurlöndum I orkumálum i framhaldi af fundi forsætis- og orkuráöherra Noröurlanda hér i Reykjavik 4. mars sh.Frumkvæði aö þeim fundi átti forsætisráð- herra Danmerkur, og þar rikti eining um aö viötækari og form- legri samráö á orkusviöinu væru æskileg. A fundi orkuráöherra Norður- landa i Kaupmannahöfn 23. april sl. var fjallaö um þá þætti, sem einkum virtist ástæöa til aö taka á dagskrá I sliku samstarfi á næstunni, og má þar nefna orku- rannsóknir, orkusparnaö og hag- kvæmari orkunýtingu, nýja og endurnýjanlega orkugjafa, oliu- málefni, bæöi innkaup, vinnslu og leit aö oliu, innflutning á kolum til Noröurlanda og sföast en ekki sist samráö Noröurlanda á alþjóða- vettvangi varöandi orkumál og aöstoð viö þróunarlönd i orku- málum. Tillögur um þessi efni, sem samstaöa var um á ráð- herrafundinum i Kaupmanna- höfn, eru i dag og á morgun á dagskrá funda forsætis- og orku- ráöherra Noröurlanda I Noregi. Ég tel, aö þótt sérstaöa okkar ís- lendinga sé um margt augljós á Hjörleifur Guttormsson þessu sviöi sem öörum, gætum viö haft verulegt gagn af auknu samstarfi viö önnur Noröurlönd varöandi ýmsa þætti orkumála og hljótum aö hafa samflot meö þeim, öörum þjóöum fremur, i þessu efni eins og á fleiri sviðum. í þvi sambandi hljótum við að lita sérstaklega til okkar næstu granna, Færeyinga og Grænlend- inga, sem vonandi veröa fyrr en siöar orönir fullveöja i norrænu samstarfi. Samvinnu eins og þeirri sem hér er til umræöu fylgir vissulega margháttaöur vandi og viö þurf- um hér sem annars staðar aö vera á veröi um þjóölega hags- muni. Þvi aöeins aö þess sé gætt erum viö gildir þátttakendur og eigum erindi út á víöari völl. Þetta gerir m.a. kröfu til skýrari stefnumörkunar I orkumálum okkar en fyrir liggur, og minnir á stefnumið núverandi rikisstjórn- ar um aö móta skuli Islenska orkustefnu til langs tima. Mótun orkustefnu Frumundirbúningur aö þvi máli er þegar hafinn I iönaðar- ráöuneytinu og fyrirhugaö er aö Erindi flutt 12. maí s.l. á aðalfundi Sambands íslenskra rafveitna rikisstjórnin skipi sérstaka nefnd til aö vinna aö þessu máli. Slfk stefnumótun hefur verið mjög á dagskrá viöa um lönd hin siðustu ár. Margar rikisstjórnir hafa gefiö út nýja og endurskoð- aöa stefnu i orkumálum aö und- anförnu og aöalinntak er viöast hiö sama: orkusparnaöur og orkunýting. Aörar Noröurlanda- þjóöir eru þar engin undantekn- ing. Þær tiafa mótaö orkustefnu i þessum anda, þótt aöstæöur séu mismunandi. Þannig ætla Finnar m.a. aö leggja áherslu á mótekju, en Danir hugsa gott til vindork- unnar. Svlar hafa nýlega haft þjóöaratkvæðagreiðslu um hlut kjarnorkunnar I orkubúskap sin- um og aö stefnumörkun er nú unnið af sænskum stjórnvöldum I ljósi úrslita. Nýjasta orkustefnan og liklega sú athyglisverðasta fyrir okkur er sú norska (Norges framtidiga energibruk og -pro- duktion, Stortingsmelding nr. 54), sem rikisstjórnin samþykkti á hlaupársdag og kynnt var I mars sl.. Þar koma fram mörg athyglis- verö atriöi fyrir okkur íslendinga. Timans vegna nefni ég hér aðeins örfá atriöi, en bendi á rit þetta sem áhugavert lesefni fyrir þá sem láta sig orkumál varöa. Eins og kunnugt er hafa á und- anförnum árum staöiö yfir nokkrar deilur um virkjanamál i Noregi milli talsmanna náttúru- verndar og virkjunaraöila. 1 orkustefnunni er reynt aö fara bil beggja. t Noregi hefur nú þegar verið virkjaö sem svarar til 85 TWh/ári. Tæknilega virkjanlegt vatnsafl á tslandi er um 30 TWh (terawattstundir) og þegar virkj- aðar um 3TWh/ári. Fram til 2000 er fyrirhugað aö virkja um 30 TWh/ári til viðbótar, og er um helmingur þeirra virkjana nú þegar I byggingu. Friölýst verða vatnsföll sem svara til 20 TWh framleiðslugetu á ári, en óráö- stafaö er vatnsafli sem svarar til um 20TWh/ári. Orkusölu til stóriöju, sem nú er um 30 TWh/ári, á aö takmarka samkvæmt orkustefnunni þannig að hún nemi 31 TWh/ári 1985 og 34 TWh/ári 1990. I oHumálum ætla Norömenn að haga verðlagningunni innanlands eftir olluverði á alþjóöamarkaöi, en stefna ekki aö þvi aö nýta aö- gang sinn aö oliulindum til aö lækka olluveröiö heima fyrir. Mesta athygli vekur þó fyrir- huguö verölagning raforkunnar. Samkvæmt orkustefnunni ætlar norska rikisstjórnin aö jafna orkuverö sem mest meö ýmsum ráðum og miöa þá verðiö, bæöi til almennra nota og til stóriöju, viö kostnaöarverö raforku frá nýjum virkjunum. Þetta verö telja þeir nú vera um 17 krónur Isl. (19 aura norska) á KWh til almennra nota (án skatta), en um 11 krónur isl. (11 -12 aura norska) til stóriöju. Til samanburöar má geta þess, aö hér á landi er raforkuverö til almennra nota 30—50kr/KWh, og til stóriöju innan viö 3 kr/KWh. Verölagningu á raforku til stór- iöju hyggjast Norðmenn haga þannig: — Nýlegir samningar eru þann- ig gerðir, aö verögrundvöllur þeirra á aö endurskoöast áriö 1985 og er fyrirhugaö aö breyta honum þá til samræmis við þetta, svo og eldri samningum sem renna út á næstunni. — Varöandi gamla samninga, sem ekki er hægt aö breyta ein- hliöa, mun veröa reynt aö ná samningum viö kaupendur um tilsvarandi hækkun raforku- verös. Takist þaö ekki er rikis- stjórnin meö hugmyndir um aö leggja á orkuskatt til aö ná sama markmiöi. Þessi stefna hefur komiö af stað miklum umræbum um þessi mál i Noregi og eru þar vissulega ekki allir á einu máli. Hér er hins vegar á ferðinni stórmál, sem viö Islendingar hljótum aö fylgjast meö af at- hygli, ekki sist þar eö viö gerö orkusölusamninga vegna stóriöju hérlendis hefur mjög veriö litiö til stööu mála og orkusölusamninga viö norska stórnotendur. Olíuinnkaup og frumathuganir eldsneytisframleiðslu Ég mun nú vikja aö þróun nokkurra þátta orkumálanna sem ofarlega voru á baugi hér innan- iands á sl. ári og aö undanförnu. Þar ber hæst stórhækkun ollu- verös og þær afleiöingar, sem hún haföi á efnahagslífiö i landinu. Láta mun nærri aö oliuverð hafi tvöfaldast aö raungildi á einu ári og skv. mati Þjóöhagsstofnunar hefur hún I heild valdiöu.þ.b. 10% hækkun á verðlagi, þegar öll áhrif eru meötalin. Á miöju sl. ári skipaöi rikis- stjórnin sérstaka nefnd til að leita nýrra leiða I oliuinnkaupum og hefur þegar veriö undirritaður samningur viö breska oliufyrir- tækiö BNOC um kaup á 100 þús. tonnum af gasoliu á þessu ári. Ýmsir aörir möguleikar varöandi oliuinnkaup eru nú i athugun hjá rikisstjórninni. Ég tel aö oliuvandinn á sl. ári hafi staöfest nauðsyn þess aö stofnaö veröi hér eitt oliufyrir- tæki á vegum opinberra aöila og hugsanlega meö aðild oliufélag- anna sem fyrir eru. Slikt félag ætti aö annast þaö mikilvæga hlutverk aö tryggja landsmönn- um nauösynlegt magn af oliuvör- um meö sem hagstæöustum kjör- um og meö samningum til langs tima frá fleirum en einum aöila. Þetta fyrirtæki þarf einnig aö koma upp eölilegum vara- og ör- yggisbirgöum af oliuvörum i landinu. Auk áöurnefndra verk- efna mætti hugsa sér aö fyrirtæki sem þetta heföi meö höndum stjórn hugsanlegrar oliuleitar á Islenska landgrunninu og þaö verkefni aö byggja upp innlenda sérfræöiþekkingu á þessu sviöi svo og framleiðslu á eldsneyti úr innlendum orkugjöfum, ef I slikt yröi ráöist. Staöa eldsneytismálsins er i stuttu máli sú, aö frumathugun- um er lokiö og er væntanleg skýrsla frá Orkustofnun um mál- ið nú alveg á næstunni. Eldsneyt- isnefnd ráöuneytisins hefur m.a. unniö aö öflun þjónustutilboöa er- lendis frá um framhaldsrann- sóknir á eldsneytismálinu og hafa borist tvö tilboö frá Bandarikjun- um. Akvörðun veröur tekin á næstunni um framhaldsathuganir og má vænta þess aö I lok næsta árs liggi fyrir þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til stefnu- markandi ákvaröana I þessu mik- ilvæga máli. Jafnhliöa þessum athugunum er unniö aö þvi aö at- huga aöra orkunýtingarkosti og er brýnt aö auka innlenda þekk- ingu og yfirsýn stjórnvalda á þvi sviöi. Skipulagsmál og virkjunarkostir í athugun öllum þeim sem staddir eru á þessum fundi mun I fersku minni, hverjar uröu lyktir á þeirri til- raun, sem gerö var á siðastliðnu ári til aö koma á fót einu lands- fyrirtæki um meginraforkuöflun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.