Þjóðviljinn - 14.05.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.05.1980, Blaðsíða 7
Miövikudagur 14. mal 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 og raforkuflutning, þ.e. samruna Landsvirkjunar og Laxárvirkjun- ar ásamt yfirtöku Byggöalinu. Eftir aö samninganefndir þær, sem myndaöar höföu veriö af hálfu rikisins, Reykjavikurborg- ar og Akureyrarbæjar, höföu komist aö samkomulagi um sam- eignarsamning varöandi slikt fyrirtæki svo og frumvarp til laga um nýja Landsvirkjun og þaö samkomulag veriö staöfest i rik- isstjórn og af bæjarstjórn Akur- eyrar, náöi þaö ekki fram aö ganga i borgarstjórn Reykjavík- ur. Þar meö stöndum viö hvaö skipulag þessara mála varöar i svipuöum sporum og haustiö 1978, nema hvaö þróun mála á þeim tima sem liöinn er gerir þörfina á breyttu skipuiagi enn brýnni en þá var. Nú er til athugunar hvar næsta stórvirkjun skuli reist og er i stjórnarsáttmála gert ráö fyrir aö þaö veröi utan eldvirkra svæöa. Umræöa urA- þessi mál ber keim af þeim skipulagslegá varrfla, sem viö er aö glima. Landsvirkjun hefur aö sinu leyti haldiö áfram rannsóknum á sinu orkuveitusvæöi og leitaö hagkvæmustu lausna innan þess. Annars staöar á landinu hefur Orkustofnun haft forystu i rann- sóknum sem i seinni tiö hafa eink- um beinst aö Blöndu og aö virkjun i Fljótsdal, en þar hafa Raf- magnsveitur rikisins einnig átt hlut aö máli. Á báöum þessum stööum er rannsóknum þaö langt komiö, aö æskilegt væri aö vænt- anlegur virkjunaraöili heföi tekiö viö forystu málsins. Forrann- sóknum vegna Blönduyirkjunar er þegar langt komiö, og I sumar fara fram umfangsmiklar rann- sóknir vegna Fljótsdalsvirkjun- ar. Til aö gera þær rannsóknir markvissari hefur ráöuneytiö stofnaö til formlegrar samvinnu um máliö milli Rafmagnsveitna rikisins sem virkjunaraöila, er m.a. hafi samráö viö Landsvirkj- un, og Orkustofnun sem rann- sóknaraöila. Tilhögun sem þessi er hugsuö til bráöabirgöa á meöan unniö er aö þvi aö ná samstööu um viöun- andi lausn i skipulagsmálum raf- orkuiönaöarins. t stjórnarsáttmála er kveöiö svo á: „Sett veröi lög um skipulag orkumála, um meginraforku- vinnslu og raforkuflutning, þar sem m.a. veröi ákveöin sam- ræmd heildarstjórn þessara mála og tryggö heildsala raforku til al- menningsveitna viö sama veröi um land allt. Skipulag orkudreif- ingar veröi tekiö til endurskoöun- ar.” Hreyfing er nú aö komast á viö- ræöur aöila varöandi meginraf- orkuvinnslu og raforkuflutning i framhaldi af ákvöröun forsvars- manna Laxárvirkjunar sl. haust um aö hef ja viöræöur um samein- ingu Laxárvirkjunar og Lands- virkjunar á grundvelli gildandi laga um Landsvirkjun. Munu aö- ilar á vegum Akureyrarbæjar, Reykjavikurborgar og rikisins hefja viöræöur bráölega og hefur ráöuneytiö i huga sem viötækasta heildarlausn meö hliösjón af þvi samkomulagi sem i undirbúningi var á sl. ári og ákvæöa stjórnar- sáttmálans. Jöfnun orkuverðs I stjórnarsáttmála rlkisstjórn- arinnar er m.a. fjallaö um jöfnun orkuverös I landinu. Fyrir Alþingi liggur nú stjórnarfrumvarp um jöfnun og lækkun hitunarkostnaö- ar, og er þar gert ráö fyrir veru- legum breytingum frá núverandi skipan m.a. varöandi forsendur fyrir styrkupphæö á fjölskyldu, og I þvi eru ný ákvæöi um orku- sparnaö og nýtingu innlendra orkugjafa. Meö breyttu skipulagi orkumála er eins og áöur er aö vikiö stefnt aö þvi aö tryggja raf- orku i heildsölu til almennings- veitna á sama veröi um allt land. Þá hefur veriö ákveöiö, aö rikis- sjóöur beri framvegis kostnaö af félagslegum framkvæmdum Raf- magnsveitna rikisins og meö hliö- sjón af þvi veröi einnig tekiö tillit til stööu Orkubús Vestfjaröa. Ég tel aö meö þessari stefnumörkun hafi veriö lagöur grunnur aö þvi aö jafna raforkuverö i landinu i áföngum á næstu misserum, en þetta siöast nefnda ákvæöi snýr aö einum meginþætti raforku- verösins, sem er fólginn I flutn- ings- og dreifingarkostnaöi raf- orkunnar. Hinir tveir meginþættirnir eru heildsöluveröiö og opinber gjöld. Stefnan varöandi heildsöluveröiö liggur fyrir eins og ég nefndi áö- an. Varöandi þriöja þáttinn, þ.e. veröjöfnunargjald og söluskatt, tel ég rétt aö I staö þeirra veröi tekinn upp raforkuskattur sem veröi ákveöin upphæö á orkuein- ingu, óháö smásöluveröinu. I dag greiöir einstaklingur á orkuveitu- svæöi Rafmagnsveitna rikisins 18 kr. af hverri kilówattstund I opin- ber gjöld, en einstaklingur á höf- uöborgarsvæöinu 12 kr..AÖ þvi er varöar smærri iönfyrirtæki er munurinn enn meiri eöa 30 kr/KWh annars vegar og 15 kr/KWh hins vegar. Stóriöjufyr- irtæki greiöa engin gjöld af raf- orku og sama máli gegnir um þá sem selja raforku til húshitunar. Meö þvl aö taka upp einingar- skatt á alla raforkusölu, sem næmi t.d. 3 kr/KWh, mætti inn- heimta sömu heildarupphæö I op- inber gjöld og gert er meö núver- andi fyrirkomulagi. Aö þvi er varöar orkuskattlagn- inguna aö ööru leyti, tel ég eöli- legt, aö fram fari heildarendur- skoöun á henni. Meöal annars veröi til athugunar aö fella niöur söluskatt af bensini og taka upp einingarskatt, sem ekki hækkar i hvert skipti sem oliuverö hækkar á Rotterdammarkaöi svo og aö leggja orkuskatt á þá orkugjafa sem nánast engin opinber gjöld bera i dag, þ.e. heitt vatn, gasoliu og svartoliu. Slik skattlagning stuölar m.a. aö hagkvæmari not- kun þessara orkugjafa. Ég tel aö hugsanlega tekjuaukningu, sem af þessu yröi, ætti eingöngu aö nota til verkefna innan sjálfs orkugeirans, verkefna sem miö- uöu aö þvi aö lækka orkuverö hér á landi i framtiöinni og auka ör- yggi I orkuafhendingu. Orkusparnaður — Orkunýting A sl. ári var á vegum iönaöar- ráöuneytisins og I samvinnu viö ýmsa aöila gert verulegt átak i upplýsingamiölun um orkusparn- aö og stutt viö ýmsar aögeröir i þvi efni. Mér er þaö minnisstætt aö viö undirbúning stefnumörk- unar.i orkumálum i minum flokki fyrir fjórum árum var gerö at- hugasemd viö fyrirsögnina „orkusparnaöur” og henni breytt I„hagkvæm orkunýting”. Astæö- an var sú, aö taliö var aö sparn- aöarheitiö myndi ekki falla i góö- an jaröveg, þár sem nóg væri um óbeislaöar orkulindir og þetta heiti bæri keim af haftastefnu, sem auövelt væri aö gera tor- tryggilega 1 augum almennings. Ég hygg aö veruleg viöhorfs- breyting hafi oröiö aö þessu" leyti og auknar upplýsingar og um- ræöa um orkusparnaö aö undan- förnu sé þegar farin aö skila raunhæfum árangri i minni orku- notkun en ella. Af tölum um oliu- notkun má álykta, aö marktækur árangur hafi náöst I orkusparnaöi á þvi sviöi og ýtir veröþróunin aö sjálfsögöu undir viöleitni i þá átt. A sl. ári minnkaöi bensinnot- kunin i heild um 3,4% miöaö viö áriö á undan. Þetta er umtalsverö minnkun þegar haft er i huga aö meöalaukning undanfarinna ára hefur veriö 7%. Miöaö viö aö þró- unin heföi veriö óbreytt er hér um aö ræöa allt aö þvi 10% samdrátt i bensinsölunni og svarar þaö til um þaö bil 1 1/2 miljarös króna i gjaldeyrissparnaöi. Gasoliunotkunin minnkaöi um 8% (eöa 26þús. tonn) á árinu 1979, en svartoliunotkunin jókst um 21% (eöa 28 þús. tonn). Megin- skýringin á aukinni svartoliunot- kun er sú, aö fjöldi togara tók aö nýta svartolfu I staö gasoliu og má ætla, aö gjaldeyrissparnaöur af þessum sökum hafi veriö 1 — 1 1/2 miljaröur króna á sl. ári. Þaö er einnig athyglisvert aö heildar- oliunotkun fiskiskipaflotans mun skv. bráöabirgöatölum hafa veriö' óbreytt á árinu 1979 miöaö viö ár- iö á undan, en áöur haföi oliunot- kun fiskiskipa vaxiö jafnt og þétt eöa um tæp 44% á sex árum. Gasoliunotkun til húshitunar minnkaöi um tæp 10 þús. tonn, sem jafngildir um 1 1/2 miljaröi króna i gjaldeyrissparnaöi, en erfitt er aö meta þátt orkusparn- aöar I þvi efni, þar sem tölulegar upplýsingar eru mjög af skornum skammti. Sæmilegur skriöur hef- ur komist á stillingu og betra viö- hald oliukynditækja og margir hafa gripiö til þess skynsamlega ráös aö lækka eitthvaö hitastig i húsum sinum. Eitt mikilvægasta verkefniö á 'sviöi húshitunar er þó aö hefja markvissar aögeröir til aö bæta einangrun og vænti ég þess aö Alþingi heimili á næstunni aö veita lán til slikra endurbóta, en fjáröflun i þvi skyni I ár er þó óviss. Orkusparnaöarnefnd iönaöar- ráöuneytisins hefur nýveriö skil- aö til ráöuneytisins tillögum um aögeröir i orkusparnaöi fram til vors 1981 og varöa þær ekki sist á- tak i raforkusparnaöi á komandi vetri vegna hins sérstaka ástands i orkubúskap landsmanna. Fjárfesting vegna orkumála 1980 Nú fyrir nokkrum dögum var lögö fram á Alþingi f járfestingar- og lánsfjáráætíun fyrir áriö 1980. Samkvæmt þessari áætlun mun heildar fjármunamyndun i land- inu veröa um 328 miljaröar króna á árinu eöa um 26,6% af þjóöar- framleiöslu. Skipting þessarar fjármunamyndunar er þannig: Atvinnuvegir um 132 miljaröar Ibúöarhús um 69 miljaröar Opinberar framkvæmdir um 127 miljaröar Stærsti liöur opinberra fram- kvæmda er fjármunamyndun i raforku- og rafveituframkvæmd- um, sem áætlaöer aö veröa um 50 miljaröar króna á árinu. Er magnaukningin frá fyrra ári á þessu sviöi um 46%jreiknaö á föstu verölagi. Fjárfestingar vegna hitaveitna og fjarvarmaveitna er áætlaö aö veröi rúmir 20 miljaröar króna er þaö um 17% magnaukning frá árinu á undan. Þetta tvennt er I góöu samræmi viö þá stefnu rikisstjórnarinnar, aö leggja beri sérstaka áherslu á aögeröir i orkumálum. Af þeim 50 miljöröum króna sem fjárfesta á I rafveitumann- virkjum munar aö sjálfsögöu mest um rúma 30 miljaröa á veg- um Landsvirkjunar, einkum vegna Hrauneyjafossvirkjunar og mannvirkja i tengslum viö hana. Er vel viö hæfi aö þátttak- endur i þessum aðalfundi Sam- bands islenskra rafveitna fái tækifæri til aö sjá þær fram- kvæmdir meö eigin augum, svo sem ráögert er samkvæmt dag- skrá fundar ykkar. A heildina litiö er aöaláherslan lögö á framkvæmdir sem stuöla aö útrýmingu innfluttra orku- gjafa, bæöi meö þvi aö tengja svæöi meö dieselorkuvinnslu viö landskerfiö og meö þvl aö styrkja dreifikerfið I sveit og þéttbýli til aö þau geti annaö auknu álagi vegna rafhitunar, þar sem þaö þykir hagkvæmt. Mönnum kunna aö þykja þessar tölur háar, 50 miljaröar til raf- orku- og rafveituframkvæmda og 20 miljarðar til hitaveitu- og f jar- varmaframkvæmda á einu ári. Halda mætti aö þörf á fjárfest- ingu I þessum greinum minnki á næstunni. Svo er þó ekki. I lauslegri athugun, sem iðnaö- arráöuneytiö lét gera viö undir- búning áætlana fyrir yfirstand- andi ár, varöandi fjárfestingar- þörf I orkumálum á árunúm 1981 og 1982 kom i ljós, aö fremur er um aukna þörf aö ræöa en hiö gagnstæöa á næsta ári og óveru- lega minnkun á árinu 1982. Lá þá ekki fyrir sá niöurskuröur á framkvæmdaáformum yfirstand- andi árs, sem nú er gert ráö fyrir, en hann eykur aö sjálfsögöu á fjármagns- og framkvæmdaþörf á sviöi orkumála á næstu árum. Þannig liggur fyrir aö hér er ekki um neinn öldufald aö ræöa á þessu viöi, og S þaö ekki sist við varöandi rafokruframkvæmdir. Mikilvæg stefnu- mótun framundan A vegum ráöuneytisins hefur frá haustinu 1978 aö telja starfaö hópur sérfræöinga, sem vinnur aö greiningu ýmissa þátta er snerta framkvæmdaáætlun i orku- málum til næstu 5—10 ára I sam- ræmi viö stefnu þáverandi og nú- verandirikisstjórnar. Afrakstur af vinnu þessa hóps mun m.a. tengj- ast þeim undirbúningi aö sam- ræmdri orkustefnu til langs tima, sem rlkisstjórnin hyggst móta. Slíkt starf er ekki vandalaust og aö mörgu aö hyggja. Kemur þar fyrst til álita yfirlýst viðleitni stjórnvalda aö útrýma eftir föng- Framhald á bls. 13 Samkór trésmiða með tónleika Samkór trésmiöa heldur sina árlegu tónleika á uppstigningar- dag 15. mai 1980 kl. 16.001 Menntaskólanum viö Hamrahliö. Stjórnandi kórsins er Guöjón Böövar Jónsson. 14 námskeið fyrir kennara t sumar veröa á vegum Kennaraháskóla tslands 14 námskeið fyrir starfandi grunnskólakennara. Nám- skeiðin eru fjölbreytt aö inn- taki — nýtt námsefni er kynnt — einnig nýir starfshættir — fjallað er um ný og gömul við- horf I kennslumálum. Nám- skeiðin eru einnig mikilvæg vegna þess að þar hittast kennarar og miðla hver öðrum af starfsreynslu sinni. Kennarar sýna endur- menntun mikinn áhuga, en hennar er sifellt þörf bæöi vegna breytinga á námsefni og breyttra starfshátta 1 kennslu. Umsóknarfrestur um námskeiöin var til 20. april og um mörg námskeiöin sækja töluvert fleiri en hægt er aö taka á móti, segir i fréttatil- kynningu frá Kennaraháskól- anum. Ennþá komast samt nokkrir aö á eftirtalin nám- skeiö: Námskeiö fyrir málakenn- ara i 6.-9. bekk grunnskóla, 30. júni—2. júli. Námskeiöiö er haldiö I tengslum viö ráö- stefnu norrænna málakennara i Reykjavik 23.-29. júni. Stæröfræöi fyrir kennara 4. -6. bekkjar 9,—14. júni. Náms- og starfsfræðsla 12,—22. ágúst. Námskeiö i Danmörku fyrir dönskukennara I 4.-6. bekk grunnskóla 12.—28. ágúst. Námskeið i stjörnufræöi 25.—30. ágúst. Námskeiöiö er einkum ætlaö kennurum I eölisfræöi og landafræöi I 5. -9. bekk grunnskólans. Námskeiö fyrir iþróttakenn- ara 23.—27./28. júni. Námskeiö I heimilisfræöi 25,—30. ágúst. Nánari upplýsingar veitir endurmenntunarstjóri Kenn- araháskóla Islands, Rósa Björk Þorbjarnardóttir. Skólalúðrasveitin spilar f Gautaborg i Svlþjóðarferð á sl. sumri. Frá rokki til sinfónískra verka Jakob V. Hafstein sýnir í Grindavík t félagsheimilinu Festi i Grindavlk verður á uppstign- ingardag opnuð sýning á nýjustu málverkum Jakobs V. Hafsteins. Sýningin er aðeins opin f 4 daga og lýkur þvi á sunnudaginn kemur. A sýningunni eru 31 oliumál- verk, 10 vatnslitamyndir, 9 pastelmyndir og 1 touch og temperamynd. Fjölbreytnin er þvi mikil, en þetta er 23. einkasýning listamannsins. Allir eru velkomnir ókeypis á sýninguna, svo sem venja er á sýningum Jakobs — og allar myndirnar eru til sölu og veröi yfirleitt mjög I hóf stillt. Ein- Jakob V. Hafstein. kennandi fyrir sýningu þessa er þaö, hve margt er um frek- ar litlar myndir, sem nú ger- ast æ vinsælli. Fimmtudaginn 15. mai heldur Skólalúörasveit Ar- bæjar og Breiöholts tónleika I sal Menntaskólans viö Hamrahliö. Þetta eru þriöju sjálfstæöu opinberu tónleikarnir sem lúörasveitin heldur. í henni eru 50 ungmenni af báöum kynjum á aldrinum 12-16 ára. Tónleikarnir eru haldnir fremur seint nú I ár sökum þess aö meölimir lúöra- sveitarinnar voru aö búa sig undir stigpróf sem tekin voru á vegum hennar snemma i vor. I verkefnavali kennir margra grasa, allt frá rokk- tónlist upp i sinfónisk viö- fangsefni. Stjórnandi er Ólafur L. Kristjánsson. Tón- leikarnir hefjast kl. 21 og eru aögöngumiðar viö inngmginn. Fékk Nató-styrk Tilkynnt hefur veriö um út- hlutun styrkja, sem Atlants- hafsbandalagiö veitir árlega til fræöirannsókna 1 aöildar- rikjum bandalagsins. Aö þessu sinni var úthlutaö 25 styrkjum og kom einn þeirra i hlut Islensks um- sækjanda, Róberts T. Arna- sonar. Veröur verkefni hans samanburöarrannsóknir á varnar- og öryggismálum i Skandinaviu frá lokum siöari heimsstyrjaldarinnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.