Þjóðviljinn - 15.05.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.05.1980, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Fimmtudagur 15. mai 1980 UOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis itgefandi: útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan Olafsson Fréttastjóri: Vilborg Harbardóttir, Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson. Rekstrarstjórl: Úlfar Þormóbsson Afgreiöslustjóri: Valþór HÍööversson Blabamenn: Alfheibur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Gubjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magntls'H. Glslason, Stgurdór Stgurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn MagnOsson. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunner Elisson útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson, Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur:Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjö’rnsdóttir. Skrifstofa: GuörOn Guövaröardóttir. Afgreiösla:Kristln Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: SigrUn Bánöardóttir. HUsmóöir: Jóna Siguröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. útkeyrsla: Sölvi MagnUsson, Rafn Guömundsson. Kitstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Sföumdla 6, Reykjavfk, sfmi 8 13 33. Prentun: Biaöaprent hf. íslenska flugstöð— eða enga flugstöð ® Nýlega hefur verið lögð fram á Alþingi ályktun um að fela ríkisstjórninni að undirbúa löggjöf um bann við geymslu á hvers konar kjarnorkuvopnum hér á landi. Bannið nái einnig til siglinga með kjarnorkuvopn, flutn- inga í lofti eða á annan hátt um eða yfir íslenskt yfir- ráðasvæði. Jafnframt verði kveðið á um eftirlit af ís- lands hálfu með því að lögin verði virt. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Guðrún Helga- dóttir, en auk hennar flytja tillöguna f jórir þingmenn úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum. • Á undanförnum árum hef ur Svava Jakobsdóttir f lutt á Alþingi sams konar tillögu um bann við kjarnorkuvopn- um á íslandi án þess að tillagan fengist afgreidd. Það er meiri ástæða til þess nú en nokkru sinni f yrr að Alþingi taki á sig rögg og samþykki þessa tillögu, og að ríkisstjórnin fylgi samþykkt hennar eftir af fyllstu al- vöru. Því hefur lengi verið haldið fram af aðilum í Vest- ur-Evrópu og Bandaríkjunum, sem vígbúnaðarrann- sóknir stunda, að Keflavíkurflugvöllur væri hlekkur í kjarnorkuvopnakerfi Bandaríkjanna. í þeim efnum mætti m.a. vitna í tímarit bandarískra kjarnorkuvís- indamanna og sænsku friðarrannsóknastofnunarinnar, sem virðingar nýtur um allan heim. Vitað er að á Kef la- víkurflugvelli lenda herflugvélar, sem ætlað er að bera kjarnodda og síðast en ekki sist liggur fyrir, að Bandaríkjamenn hafa á allra síðustu árum verið að end- urskipuleggja og samstiila kjarnorkuvopnabúnað sinn í okkar heimshluta og koma þar öllu fyrir í einu stjórn- kerf i. • Mikilvægustu hlekkirnir í þessu stjórnkerf i kjarnorku- vopnabúnaðarins hljóta óhjákvæmilega að verða fyrstu skotmörk kjarnorkuárása gagnaðila, ef til heims- styrjaldar kemur. Með aðgerðum sínum, þann 10. maí s.l., vildu Samtök herstöðvaandstæðinga vekja sérstaka athygli, einmitt á þessari staðreynd. Margt bendir til þess, að hér sé Keflavíkurflugvöllur einmitt í fremstu röð. Þarna er ekki bara spurning um geymslu á kjarnorkusprengjum, heldur hlut herstöðvar- innar í því heildarstjórnkerfi kjarnorkuvopnabúnaðar- ins sem búið er að samstilla á stóru svæði. Er hér sá stýribúnaður, sem gagnaðili í styrjöld telur fyrsta, annað eða þriðja skotmark sitt? • Bandaríkjamenn hafa jafnan neitað að svara neinu til um það, hvort hér væru kjarnorkuvopn eða ekki. Okkar krafa er sú að á þessum málum verði gerð rækileg út- tekt, og erlendir herf ræðingar f rá ríkjum utan hernaðar- bandalaga verði kvaddir til rannsóknar eftir því sem á þarf að halda. Orðum bandarískra stjórnvalda í þessum efnum getum við einfaldlega ekki treyst. _k Fyrsta skotmarkið • I stjórnarsáttmála núverandi rikisstjórnar segir: „Aætlanir um flugstöð á Keflavíkurflugvelli verði end- urskoðaðar og ekki ráöist í f ramkvæmdir við hana nema með samkomulagi allrar ríkisstjórnarinnar". Það hefur verið, og er, krafa Alþýðubandalagsins að hugsanleg bygging nýrrar f lugstöðvar á Kef lavíkurf lug- velli verði alísiensk framkvæmd óviðkomandi Bandaríkjaher sem í landinu situr enn. • í viðtali Þjóðviljans þann 9. maí s.l. við Geirharð Þorsteinsson, formann Arkitektafélags Islands, kemur fram, að í janúar s.l. hafi Benedikt Gröndal þáverandi forsætisráðherra fyrirskipað húsameistara ríkisins að vinna að hönnun f lugstöðvarbyggingar að hálfu á móti bandarískum aðilum, sem ætluð var forysta um hönnun- ina. Áður hafði félagsfundur Arkitektafélagsins sam- þykkt að banna félagsmönnum sínum að koma nálægt hönnuninni, nema verkið væri að öllu leyti á ábyrgð íslenskra manna. • Tímabært er að þessi f yrirskipun Benedikts Gröndal til húsameistara ríkisins verði afturkölluð hið fvrsta, þar sem vinna að hönnum f lugstöðvarbyggingar sam- kvæmt þeirri dagskipan samrýmist ekki stjórnarsátt- mála þeim sem nú er í gildi. Flugstöðá Kef lavikurf lugvelli á að byggja, þegar fært þykir, fyrir íslenskt fé og af íslenskum mönnum. —k. klrippt Sálarflœkja Undarleg sálarflækja virðist vera komin upp á Alþýðublað- inu i kjölfar Jan Mayen sam- komulagsins. JBH skrifar for- ystugrein þar sem hann velur sér og öörum sem standa vilja að þvi samkomulagi sem nú býður staðfestingar heitin „landsöluliö”, „þjóðnlöingar”, „Quislingar undir rós”, „land- ráðamenn” og fleira i þessum dúr. Tilefniö er það að Alþýðu- bandalagið og Þjóðviljinn hafa leyft sér að benda á það likt og Sverrir Hermannsson að Jan Mayen samkomulagiö sé „hvorki fugl né fiskur” og þrir stjórnmálaflokkar hafi á ör- stuttri stund hlaupið I fáti miklu frá grundvallarsjónarmiöum sinum I málinu. Hvergi I um- fjöllun Þjóðviljans hafa þessi orð sem JBH velur sjálfum sér og sínum llkum verið notuð. Engin þagnarskylda Um þá fyllyröingu aö Alþýöu- bandalaginu sé ekki sætt I rlkis- stjórn meö undansláttarmönn- um I Jan Mayen mætti margt segja. Aöalatriöiö er þó það að forsaga málsins sýnir aö þaö hefur ekki farið eftir rlkis- stjórnaraðild hvernig meirihluti hefur skapast á Alþingi I Jan Mayen deilunni. Enda þótt Alþýðubandalagiö hafi á engu stigi gert máliö að fráfararat- riði er þaö á engan hátt skuld- bundið til þess aö halda kjafti um galla nýgerös samkomulags og benda á afleiöingar sem geta að því leitt ef það yröi samþykkt. Lítið tilefni viötali viö Þjóöviljann sl. þriðjudag að I upphafi viðræðu- funda I Osló hafi Knut Fryden- lund sagt söguna af teppinu sem samningamenn stóðu á: að það heföi veriö gjöf frá Hitler til Quislings og á þvi hefði Oslóar- samkomulagið I deilunni viö Breta verið gert. Undir þessari sögu urðu samningamenn Islendinga kindarlegir mjög og var hún mjög til umræðu innan hennar meðan á samningalot- unni stóð. Heldur lltið tilefni tilþess að fara að nefna sjálfan sig Quisling. Nató-tengslin feimnismál? Þá þykir það ósvinna hin mesta að látið er að þvl liggja I viðtalinu við ÓRG að „dulin hönd” NATó hafi blessaö samningana i Osló. Hvað sem menn hafa um það að segja hér á landi er það staðreynd að norsku blööin viðurkenna kinn- roöalaust aö hliðsjón hafi veriö höfð af NATó-hagsmunum við samningageröina. Hinn skyndi- legi umsnúningur samninga- manna þriggja flokka á loka- stundum Osló-viðræðnanna vekur óneitanlega grunsemdir um NATÓ-kennda hvotsótt eins og tæpt var á I viðtalinu viö ÓRG. Þaö sárgrætilega I þessum efnum er þó þaö að hafi veriö einhver ástæða til undansláttar vegna NATÓ-sjónarmiða lá hún allavega ekki okkar megin. Hér hefurum þrjátíu ára skeiö verið herstöö á vegum NATÓ og Bandarlkjahers sem manni skilst aö sé forsenda þess að Norömenn geti haldið uppi þvl höfuöatriöi I varnarmálastefnu sinni að hafa ekki erlendan her I landi á friöartímum. Af hálfu Alþýöubandalagsins hefur á- vallt veriö lögö áhersla á að blanda ekki NATó-málefnum inn I landhelgissamninga okkar, en engu aö slöur hafa aðrir stjórnmálaflokkar gegnum sín NATó-tengsl jafnan komiö þeim að á síðustu stigum sllkra ■ deilna. Eftir á hafa svo ýmsir, | svo sem Tómas Tómasson, ■ sendiherra hjá NATÓ, á tímum I siðasta þorskastrlðs, hrósaö sér J og NATó fyrir að hafa kippt > málum I lið er I óefni var komiö I milli NATÓ-rikja. Þvl skyldu ■ NATÓ-tengslin þá vera feimnis- | mál nú? ■ Og Skúli stóð j einri' Sálarflækja Alþýöuflokksins ■ kemur einna best I ljós þar sem ! Þagall leggur út af kenningu | Vilmundar Gylfasonar um ■ björgunarstarf undansláttar- ( manna I Islandssögu siðustu 100 ■ ára. Þetta voru miklir menn og I þvl stórbrotnari sem þeir slógu í meira undan I samningum við | hiö erlenda vald eins og kunnugt ■ er af útvarpsboðskap Vimma. ■ JBH-Þagall segir: „Annars hvislaði fróður mað- _ ur, sem fylgdist vel með gangi I mála 1 Osló, þvl að Þagli, að þó ■ svo Norðmenn heföu gefiö allt | eftir og jafnvel boðið tslending- ■ um hálfa norsku landhelgina I I kaupbæti, hefði Ólafur ekki ■ samþykkt. Hann hefði heimtað ■ helmingaskipti á oliulindunum ■ nojaranna llka. Þessi fróði mað- ■ ur hélt þvi fram, að ólafur hafi “ alls ekki komið til Noregs til | þess aö semja. ■ Þetta hefur auðvitaö gerst áð- I ur. ólafur Ragnar er ísfiröing- ■ ur. Það var einusinni yfirvald á | fsafirði, sem var sent til Kaup- * mannahafnar til þess að semja ■ við Dani um sjálfstæöismálin. I Yfirvaldið það var Skúli * Thoroddsen. Hann skipti um | skoðun og allt fór I hönk. Skúli ■ Thoroddsen bjó siðan á Bessa- I stöðum. Ólafur hefur ekki enn m látið I ljósi áhuga á að búa á þvf ■ forna setri en hver veit? L(ágborin samliking Þaö var nú svo með Skúla að | hann einangraðist I sambands- ■ laganefndinni 1908 og vildi ekki i kyngja uppkastinu. Þegar það 5 var svo lagt fyrir þjóöina I I kosningum veitti hún Skúla og ■ hans mönnum uppreisn æru og ■ valdsmönnum sem áttu meiri- I hluta I samninganefndinni * sllkan rassskell, aö önnur eins | pólitlsk umskipti hafa varla ■ gerst á þessari öld, nema ef I vera skyldi þegar Kristján var , kjörinn forseti, viðreisnin féll, ■ Reykjavlk slapp úr Ihaldsher- I leiöingu kratar uröu aftur að ! flokki um tima. I prinslpinu hefur meirihluti ■ vald til þess að koma málum I fram þar til dómur fellur I ■ kosningum, en hann hefur eng- ■ an einkarétt á sannleikanum og J þvl síöur að hann sé endilega . alltaf I takt við þjóöarviljann. I Samllkingin sem JBH velur get- ■ ur því varla verið ver til fundin. | —ekh - sHorrið JBH gerir sjálfan sig aö „kvislingi” vegna þess að Ólaf- ur Ragnar Grlmsson rekur þaö I «9 Samningar um Jan-Mayen ( Osló: Uppgjöf í stað árangurs Ólafur Ragnar Grlmsson stendúr ekki að samkomutaginu SXS.VST* * iríwEESWToSrSt ií-ssvLÍ: assxssspis ; ' Fyrsta lexfa íslandssögunnar: AÐ LEGGJA AÐEINS TIL ATLÖGU VIO OFUREFLI Athugasemd um Þjóðleíkhúsið I grein I sunnudagsblaði Þjóð- viljans 20. aprll er greint frá hönnun Guöjóns Samúelssonar og fööur hans á loftskreytingu I Þjóðleikhúsinu. Hið rétta er aö það var Guð- mundur Einarsson frá Miðdal sem geröi upphaflega llkaniö aö loftskreytingunni. Ótfærslan var I höndum Guðjóns, en faöirhans sá um gerð mótanna sem notuð . voru. Guömundur vann við uppsetn- ingu og lagfæringar ásamt öðrum meðan unnið var við innréttingar I leikhúsinu fyrir styrjöldina. I þessu sambandi má minna á að Guðmundur gerði llkan af silfurbergshvelfingu I gömlu Há- skólabyggingunni og sá um verk- iö I samráði við Guðjón, sem teiknaöi húsið. Guðmundi var einnig falið að teikna og gera llkan af hluta af innviðum Hall- grímskirkjum en hana teiknaöi Guðjón sem kunnugt er. I ritum um Þjóðleikhúsiö hefur oft ekki verið hirt um aö geta allra sem komu nærri byggingu hússins eins og vonlegt er. Þvl er það ekki nema eðlilegt að blaöa- maður Þjóðviljans hafi ekki vitaö betur þegar hann skrifaði grein sina. Með þökk fyrir birtinguna, Einar Guðmundsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.