Þjóðviljinn - 15.05.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.05.1980, Blaðsíða 9
FimmtMUgur II. mai 198ð ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Fjölskyldudagur Siglfirðinga Fjölskyldudagur Sigl- firöingafélagsins I Reykjavik er i dag á uppstigningardag. Þá hittast ungir og aldnir Sigl- firðingar á höfuöborgar- svæöinu yfir kaffi og kökum I veitingahúsinu i Glæsibæ. Sllkt fjölskyldukaffi er ár- legur viöburöur I starfi félags- ins og er þaö haldiö sem næst afmælisdegi Sigluf jaröar- kaupstaöar, 20. mai. Aö venju munu allir þeir Siglfiröingar, 67 ára og eldri, sem koma i Glæsibæ fá ókeyp- is veitingar. Ef aö likum lætur má búast viö mikilli aösökn á þessa fjöl- skyldusamkomu félagsins og er þvi fólk hvatt til þess aö mæta timanlega, en húsiö veröur opnaö klukkan 15. Þær konur, sem ekki hefur veriö haft samband viö, en vilja gefa kökur meö kaffinu eru beönar aö koma þeim i Glæsi- bæ eftir hádegi á uppstign- ingardag. Siglfiröingafélagiö I Reykjavik og nágrenni hefur starfaö I tæpa tvo áratugi. Formaöur þess lengst af var Jón Kjartansson, forstjóri Afengis- og tóbaksverslunar rikisins, en núverandi for- maöur er Ölafur Ragnarsson, ritstjóri Visis. Félagsmenn á skra eru nú um 1100. Siðustu sýningar á Þorláki þreytta Leikfélag Kópavogs hefur aö undanförnu sýnt gam- anleikinn „Þorlákur þreytti” viö mjög góöa aösókn og frá- bærar viötökur. Leikstjóri er Guörún Þ. Stephensen, en lýsingu annast Lárus Björnsson. Meö aöalhlutverk fara Magnús ólafsson og Sólrún Yngvadóttir. Ráögert var aö ljúka sýnig- um um mánaöamótin april/mai, en þar sem ekkert lát er á aösókn veröa nokkrar sýningar I viöbót, 33. sýning er I kvöld i Kópavogsbiói kl. 20.30, en næstu sýningar á laugardags- og mánudags- kvöld kl. 20.30 og veröa þaö siöustu sýningar. r&’ Gestgjafar lúörasveitanna í landsmótinu, skólahljómsveit Tón-. listarskólans I Njarövlk. Burtfararprófs tónleikar i Keflavik Unnur Pálsdóttir — á tón- listarbraut til stúdentsprófs — er fyrsti nemandinn sem lýkur burtfararprófi frá Tónlistar- skólanum I Keflavfk. Hún lýkúr VIII. stigi I fiöluleik jafnframt stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suöurnesja. Tónleikarnir veröa haldnir laugardaginn 17. mai kl. 18 I Kefíavlkurkirkju og er öllum heimill aögangur. Undirleik á pianó annast frú Ragnheiöur SkUladóttir. Unnur Pálsdóttir hóf ung nám i fiöluleik viö Tónlistar- skóla Keflavikur eöa á átt- unda aldursári. Arni Arin- bjarnarson, hljómlistarmaö- ur, hefur veriö kennari hennar Landsmót skólahljómsveita Laugardaginn 17. mai verö- ur haldiö landsmót skóla- hljómsveita i Njarövik. A mótinu sem haldiö er i boöi skólahljómsveitar Tónlistar- skóla Njarövikur veröa saman komnar 19 lúörasveitir og er fjöldi hljóöfæraleikaranna um 600. A mótinu mun hver sveit leika tvö lög og aö lokum spila allar sveitirnar saman. Mótiö veröur sett kl. 16 i tþróttahús- inu og er öllum heimill ókeypis aögangur. Unnur Pálsdóttir og leiöbeinandi allan hennar námstima, I tólf ár. Skólaslit fara fram I húsa- kynnum skólans sunnudaginn 18. mai kl. 16. adags kra >Þad er þvi heldur nöturlegt þegar samtök láglaunafólks, samtök sem hafa hvaö hæst hlutfall vinstri manna innan sinna vébanda, taka undir afturhaldssamt skattagól ihalds og krata Engilbert Guömundsson Akranesi: 1 J Stórar kanónur til að verja léttvægan málstað Fyrir skömmu ritaöi Svanur Kristjánsson i Blaöiö Okkar, aö viö sem höfum yfir hálfa miljón I laun á mánuöi ættum aö hafa hægt um okkur á yfirstandandi kjaravertiö og eigi öfundast út i þá sem minna hafa kaupiö, þótt þeir fái einhverjar launahækkan- ir sem viö ekki fáum. Mikiö var ég sammála þessu — og reyndar held ég aö allir sæmi- legir sósialistar hljóti aö viöur- kenna réttmæti þess aö láglauna- hóparnir hafi algjöran forgang. En þaö viröist ekki ætla aö veröa auövelt fyrir okkur Svan aö færa fórnir á kjarasviöinu I nafni launajöfnunar. Þvi þaö er ekki nóg meö aö BHM sé aö slást fyrir þvi aö viö fáum hærra kaup. Nú viröist Verkamannasambandiö hafa tekiö okkar mál upp á sina arma. Stórum kanónum er þvi stillt upp til aö verja harla létt- vægan málstaö. Kannski ætti ég bara aö vera þakklátur Verkamannasamband- inu fyrir aö vilja bæta kjörin min meö þvi aö lækka skattana, þvi sem allvel launaöur rikisstarfs- maöur borga ég auðvitaö þó nokkra skatta. En ég er nú bara svo afbrigöilegur og undarlega skapaöur til höfuösins aö ég kann hreint ekki aö meta þessa um- hyggju Verkamannasambands- ins og teldi nær aö þeir gættu hagsmuna þeirra lægst launuöu i sinum rööum, sem enga gleöi fá af skattalækkun, nema þá út- svarslækkun, og hún er hreint ekki á dagskrá (enda var félagi Guömundur Jóhann fyrsti flutn- ingsmaöur tillögu um nauösyn- lega hækkun útsvara). Kannski endar þetta þvi meö þvi aö ég fæ kauphækkun, sem ég get auöveldlega komið I lóg, en hef ekki neina voöalega þörf fyr- ir. En verkafólkið I t.d. sælgætis- iönaöinum fær þá kjarabót eina aö tekjuskattur þess, sem oft er upp á núll komma ekki neitt verö- ur lækkaður um fáein prósent. Þaö kann aö vera aö ég mis- skilji yfirlýsingar verkamanna- sambandsins i sambandi við skattamál meö öllu, og misskilji þær kannski vitlaust i ofanálag. En i öllu falli þá er mér lifsins ómögulegt aö fá I þaö vitglóru aö samtök þessa fólks sem margt hvert er lægst launað I okkar þjóöfélagi skuli setja kröfu um lækkun skatta á oddinn, og þab jafnvel I nafni launajöfnunar. Kröfur Alþýðubandalagsins I skattamálum, „skattpiningar- stefnan” sem ihalds-ihöld og I- halds-kratar kalla svo, hafa allar miöaö I þá átt aö flytja fjármuni frá þeim betur settu til hinna sem minna hafa úr aö moöa, semsé i átt til kjarajöfnunar. Ef skatta- lækkun kæmist i gegn um Alþingi mundi þaö visa veginn I þveröf- uga átt, i átt til aukins kjaramis- munar. Þaö var ljóst þegar kjarasamn- ingarnir runnu út aö harla lltið var af „svigrúminu” vinsæla til aö bæta launakjörin. Meö þessa vitneskju boröliggjandi var fariö aö velta þvi fyrir sér hvernig hægt væri aö bæta hag hinna lægst launuðu. Þar hafa komiö fram þrjár meginhugmyndir, all- ar fullrar athygli veröar. Þar skal fyrst nefna hugmynd Verkamannasambandsins um visitölubætur i sömu krónutölu á öll laun og miöaö viö meöallaun i útreikningi visitölubóta. Þessi hugmynd geröi þvi ráð fyrir aö láta veröbólguna bæta kjör hinna lægst launuöu, og þá um leið aö láta hana skerba kjör hinna sem betri hafa launin. Frá réttlætis- sjónarhóli er þessi hugmynd alls ekki slæm, en hún var i upphaf- legri mynd óframkvæmanleg, m.a. sökum hinnar verulegu skerðingar á hærri launum sem þar var gert ráö fyrir. Einnig veröur þaö aö teljast óheppilegt aö áframhaldandi óðaverðbólga sé gerö aö kjarabótaratriöi fyrir stóranhóp launafólks. Hin endur- bætta útgáfa visitölukröfunnar, eins og hún kemur frá ASI er engan veginn fullkomin, en hún er á margan hátt góö. peningalaunahækkana komi kjarabætur i formi félagslegra framfara og úrbóta af ýmsu tagi. Þarna eru kannski raunhæfustu kjarabæturnar á ferðinni, þær sem erfiöast er aö brenna á báli veröbólgunnar. En ég fæ ekki séö betur en aö skattalækkunarhjal margra I verkalýðsforystunni feli I sér aö þessum kosti beri að hafna. Þvi félagslegum úrbótum er hrein- lega ekki hægt aö koma viö á sama tima og skattalækkunum. Tilfærslur á skattbyrði á milli þegna, frá þvi sem nú er, eru hins vegar allt annaö mál. En hinir pólitisku möguleikar til sliks eru harla takmarkaöir og þaö vita allir. Þaö er bjargföst skoöun min aö raunhæfasta leiöin til aö jafna lifskjörin (aö minnsta kosti um sinn) tengist sameiginlegum sjóöum okkar og eflingu þeirra, opinberum sjóðum sem taka viö sköttum og greiða út féð á ný til samneyslu, opinberra fram- kvæmda og fjármunatilfærslu á milli stétta, sjóöum verkalýðs- hreyfingarinnar sjálfrar, bæöi núverandi sjóöum og vonandi nýjum á komandi árum. Onnur hugmyndin er sú, sem BSRB hefur nú uppi, um meiri grunnkaupshækkanir handa þeim lægra launuöu. 1 meginatriöum er ég hrifnari af þvi aö launahlutföll séu ákveöin I samningum. Hins ber þó að gæta aö þaö hefur reynst ósköp erfitt aö viöhalda slikum launabilum, svo sem bitur reynsla frá þeim góðu Sólstööu- samningum vitnar um, þótt slikt sé vissulega auöveldara hjá hinu opinbera en á almennum vinnu- markaöi. Auk þess þykir mér BSRB ekki ganga nógu langt I átt til launajöfnunar I kröfugerö sinni, og ef aö likum lætur verður afsláttur frá kröfum i samninga- gerð fyrst og fremst á kostnaö hinna mörgu meö lægri launin (þaö er alltaf auöveldara aö knýja fram hækkanir fyrir þá fáu meö háu launin). Rikisstjórnin hefur boöiö upp á þriöja kostinn, aö I staö almennra Hvaö segja menn t.d. um ný- geröa kjarasamninga i Noregi og lágiaunasjóöinn þar? Ég fæ ekki betur séö en aö þar sé um mjög athugandi lausn að ræöa, og það lausn sem ofin er úr furöu mörg- um þáttum sósialiskrar hug- myndafræöi. Hvað meö efna- hagslýöræöi og fjárfestingasjóöi verkalýöshreyfingarinnar þvi tengda, sem nú eru mjög á döfinni á Noröurlöndum? Þar er annað stórt framfaramál á feröinni. Þaö eru semsé sameiginlegu sjóöirnir sem viö þurfum aö efla. Jafni þeir sem rikiö ráöskast meö og hinir sem samtök launþega hafa i eigin höndum. Efling sam- eiginlegu sjóöanna er skref I átt til kjarajöfnunar og lika til al- mennra kjarabóta, þvi þannig er málum háttaö I þjóðfélaginu aö aröbærustu verkefnin sem viö blasa eru þau sem fjármögnuö eru og rekin af sameiginlegum sjóöum okkar: bygging orkuvera og rafvæöing, hitaveitufram- kvæmdir, vegagerð o.m.fl. Skatt- piningarvæliö kemur þvi ekki ein- vöröungu niöur á almennri fé- lagslegri þjónustu, sem er grát- lega gamaldags hjá okkur, heldur getur þaö oröiö til aö draga úr möguleikum hins opinbera til aröbærustu fjárfestinga sem völ er á. Þaö er þvi heldur nöturlegt þegar samtök láglaunafólks, samtök sem hafa hvaö hæst hlut- fall vinstri manna innan sinna vé- banda, taka undir afturhaldssamt skattagól Ihalds og krata. Eöli- legra heföi manni þótt aö frá verkamannasambandinu kæmi krafa um 60- 70% hátekjuskatt eöa þá stóreignaskatt. En hver veit nema sú krafa komi fram á næstunni? Hver veit?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.