Þjóðviljinn - 15.05.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.05.1980, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. mal 1980 OPIÐ LAUGARDAGA KL. 9 — 12. -----------------—-------------------—i . Kennarar Nokkra kennara vantar við Grunnskólann á Akranesi. j Kennslugreinar: Liffræði Eðlisfræði Kennsla forskólabarna. Almenn kennsla | Umsóknarfrestur er til 20. mai. Upplýs- ! ingar hjá skólastjóra i sima 1193 eða 1388 | og hjá formanni skólanefndar i sima 2326. i Skólanefnd • Blikkiöjan Asgaröi 7, Garðabæ onnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar biikksmíði. Gerum föst verðtilboð SÍMI 53468 STJÖRNUGRÓF 18 SÍMI 84550 Býður úrval garðplantna: Tré, limgerðisplöntur, Fjölærar plöníur og sumarblóm. Sendum um allt land. Sækið sumarið til okkar og flytjið það með ykkur heim. Er sOungurinn fiskur eða orinur? Ég er sveitamaftur að stofni til þótt ég kynni þar aldrei réttri hendi i rass að taka. Þrátt fyrir það veit ég vel hvaða gildi sveit- irnar hafa. Verði þær lagöar i auön þýðir þaö gelding þess, sem viö köllum islenska menn- ingu. Þegar þetta hugtak sat i lægstu tröppu og kaupstaöirnir búnir að tapa málinu varð aö leita til sveitanna er dögun hófst að nýju. Kannski eru dalirnir okkar litils virði hjá ameriskum döl- um, en horfiö til þriðja heimsins og athugið kynbætur Carters- dala þar og annarra góöverk- andi rikja, sem ráða yfir mynt til að smiöa drápsvopn og dreifa þeim á hagkvæman hátt. Hlutur sveitanna Nú til dags er mikið skrifaö um fiskeldi og hafbeit, sem á aö koma I stað innistööu án sólar og útilofts og fjarlægja pillur og sprautur. Ég hef lesið allt, sem ég hef náð til, varðandi fiskeldi og er „spenntur” fyrir þvi, án þess að hafa þar vit á eöa þekk- ingu. Þetta er efalaust framtiö- armál og það stórt. Það, sem mér er ekki hvað síst ofarlega I huga er það, hver verður hlutur sveitanna i þessum málum. 1 þeim greinum, sem ég hef lesið, er ekki talað um annan sporð- pening en lax. Ekki lasta ég lax- inn og margir bændur munu fá þar góðan hlut. Þó hugsa ég að þaö kerfi þurfi athugunar viö, eins og margt annaö af þvi tagi. Nú er það svo, að landbúnað- inum er það llfsnauðsyn að fá fleiri búgreinar. Landbúnaöur okkar framleiöir orðiö góða vöru, en hjá svona fámennri þjóð þýöir ekki lengur að hlaða úr þeim pýramida með þvl veröi, sem bændur þurfa aö fá fyrir framleiðsluna. Gleymist silungurinn? Það þykir mér undarlegt að I öllum þessum fiskeldisgreinum er hvergi minnst á silung. Eru menn enn á máli Bjarts I Sum- arhúsum, að silungur sé orma- tegund? Þegar ég var aö potast upp um aldamótin varð ég þess litt var, aö menn heföu áhuga á sllkri veiði. Þar sem ég haföi af- skammtað verksvit kom ég mér upp silunganetum og lagði I Lagarfljót. Lagnir voru þar ekki góðar en þó veiddi ég töluvert. Jú, þetta þótti góður matur en timanum mátti ekki eyöa I svona fikt, enda var, um hey- skapartimann, staöiö 14 - 15 klst. í sólarhring. Mér hefur sú heimska I hug komið, hvort ekki mætti gera silungsrækt að búgrein, bæði til útflutnings og stangaveiöisölu. A Ot-Héraði, þar sem ég ólst upp, er fullt af vötnum, fyrir ut- an ár og stórfljót. I Hróarstungu ervatn viðvatn,sem ég hygg aö litið séu notuð, enda hverfur veiði úr vötnum, sem ekki eru nýtt. Þar er stórt vatn, sem álög hafa átt að hvíla á, aftan úr grárri fornöld á þá leið, að þar skyldi aldrei veiöast. Fyrir nokkrum árum flutti Gisli Hall- grlmsson bóndi og skólastjóri þangað nokkra lifandi silunga og urðu þeir fljótt kynsælir. Vatn er á Gönguskarði, sem kallað var steindautt. Þangað voru fluttir silungar og vatnið tók fljótt við sér. 1 Lagarfljóti, fyrir ofan fóss, þyrfti sennilega aö rækta upp og skipta um stofn. Þar var ég ásjáandi að netalögn og leist þar hvorki á stærð né annaö. Þarna og raunar alls- staöar, þurfa að fara fram rannsóknir á botni, gróöri og kyni áöur en hugaö er að fram- leiöslu. Ég er náttúrlega ekki kunnug- ur landinu, en hvergi, þar sem ég hef farið um, sýnist mér skortur á vötnum. Og ekki er að spyrja um heiðar og öræfi þar sem vatnaklasarnir blasa viö. Aldrei trúað á hringa Ég hef tvisvar I blöðum á sið- asta ári minnst á silungsrækt, en þar hefur enginn undir tekið. Það komast ekki allir I lax og ég hygg að silungsveiöi á stöng geti llka verið skemmtileg og þar geti lika myndast lygasögur. Það er heldur ekki von, með alla þá menntun, en þar er' margs að gæta. Má þar minna á verkalýðshreyfinguna og einnig bændastéttina. Orö þeirra, sem þar hafa alist upp, eru oft minna metin en skyldi. Það er ekki mitt aö leggja lín- una fyrir því hvernig haga skuli silungsrækt, en helst hefði ég trú á, — fyrir utan rannsóknir, — að hreppar eða sérstök svæði mynduðu félög um samvinnu- rekstur, og gætu þau svo aftur haft sambönd sln á milli. Ég hef aldrei haft trú á stórum hring- Halldór Pjetursson Mynd: — gel Halldór Pétursson skrifar: um, sem úr verður bara hringa- vitleysa, öllum til bölvunar. Þótt ég sé kvæntur hefi ég aldrei sett upp hring nema I grini. Ég trúi ekki öðru en silungur, i allskonar formi, geti orðiö út- flutningsvara ásamt þvi, að vera þjóðarréttur. Tækist þetta gæti það orðiö bændastéttinni stuðningur. Hafbeit 1 ’nverri grein um fiskeldi er galað um hafbeit. Ég grilli I hvað sllkt muni vera. Þar sem Hrafnseyrarnefnd gengst í sumar fyrir hátíð að Hrafnseyri, fæðingar- stað Jóns Sigurðssonar, forseta, til að minnast 100. ártíðar hans, en í þessum mánuði eru 100 ár liðin, síðan forsetinn og Ingibjörg Einarsdóttii; kona hans, voru jörðuð í Reykjavík. Hátiöin verður haldin sunnu- daginn 3. ágúst og veröur þá opnaö safn Jóns Sigurðssonar og ný kapella verður vlgð, en undanfarin tvö sumur hefur veriö unnið að byggingafram- kvæmdum að Hrafnseyri. Umsjón: Magnús H. Gislason ég ólst upp lá oft snjór á jörðu 6 - 7 mánuöi, en þó var til orðiö út- beit, sem orðið hafbeit er sniðið eftir. Sé þetta rétt skilið list mér vel á þessa beit, og vil að bændur verði aðilar að henni, þvi útbeit er nú aflögð og vart um viðrun að ræða. Hafbeit mun byggjast á afgirtum lónum, smáfjarðarkjöftum eða afkim- um fjaröa. En hvernig standa bændur þarna að vlgi? Allt, sem ég hef hér nefnt, nær til jarða við sjó en þær munu nú bæði I eyði og I ýmissa höndum. Þarna munu og koma við sögu bæði riki, sýsl- ur og hreppar. Þarna ætti því aö vera auðvelt um að véla og ekki erfiðleikum bundið að losna við þá óskaplegu plágu, sem hefð- bundinn búskapur er talinn vera. Ég er lltt löglærður en skýringar á þessu öllu ættu að geta fengist tiltölulega kvalalit- iö. Þegar ég var að potast upp heyröiégað jaröir ættu einskon- ar lögsögu, vissa vegalengd frá sjávarmáli. Þetta var mikið mál á Austfjöröum i þann tið, vegna slldarinnar, sem þá gekk nær á land. Ég hefi trú á ab þessi lög gildi enn, þvl sumt úr Grágás er enn I gildi. Þetta ættu bændur að kynna sér vel, með þaö fyrir augum, aö geta orðiö hlutaöeigendur að hafbeitinni. Sama ætti að gilda um skelfisk- veiðar. Og svo er það sporðpen- ingurinn á hálendinu, sem bændur hafa eignað sér vegna þess, að rollurnar hafa gengið þar. Um það mál er ekki mitt aö dæma. Eins og ég hef bent á yrði allt þetta að gerast með einhvers- konar samvinnu og þvl ættu nú allir að hugsa meö betri hluta heilans, ef hann er til. Og ekki væri úr vegi að lesa vel um frumherja samvinnunnar á Is- landi. Þar eru mörg gullvæg dæmi, sem mjög hafa færst I kaf I allri umræðunni um fram- færsluna og ekki ill nauðsyn, að dusta af þeim rykið. Gleymið ekki Jakobi Hálfdánarsyni með sjóðinn eða Benedikt frá Auðn- um, þegar hann var aö rétta bændunum bækurnar úr safn- inu. Og marga fleiri menningar- og frelsisfrömuði munu þið rek- ast á, ef þiö gefið ykkur tima til að litast um á þeim lendum. Halldór Pjetursson. Framkvæmdirnar að Hrafns- eyri hafa að miklu leyti verið unnar fyrir fé úr Minningarsjóði Dóru Þórhallsdóttur og Asgeirs Asgeirssonar, framlög einstak- linga, félaga og fyrirtækja og tekjur af sölu minnispenings Jóns Sigurðssonar, en einnig hefur fengist fjárveiting úr rfkissjóði og Þjóðhátiðarsjóði. Þótt margir hafi þannig stutt og styrkt þetta verkefni Hrafns- eyrarnefndar vantar enn nokk- urt fjármagn til að ljúka þvl. Frekari framlög eru þegin með þökkum, segir 1 fréttatil- kynningu nefndarinnar. Ennþá fæst I flestum bönkum minnis- peningur Jóns Sigurössonar úr bronsi, en silfurpeningurinn er uppseldur. Hrafnseyrarhátíð haldin í sumar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.