Þjóðviljinn - 15.05.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.05.1980, Blaðsíða 2
2 SIDA — ÞJÓDVILJINN Fimmtudagur 15. mai 1980 .......................... HELLUR—STEINAR Vinnuhælið á Litla-Hrauni framleiðir: Gangstéttarhellur af öllum gerðum. Einnig steypta girðingastaura. Vikurhellur úr Hekluvikri, 5, 7 og 10 cm þykkar. Auk þess kantsteina og brotasteina i vegg- hleöslur í skrúðgarða. Þá kapalsteina fyrir rafleiðslur, netasteina fyrir báta. Þá framleiðum við einnig hliðgrindur i heimreiðar, bæði fyrir akbrautir og gang stíga. Væntanlegir eru á næstunni Víbró holstein- ar 15 og 20 cm þykkir, fyrir ibúðarhús og bílskúra, framleiddir úr Hekluvikri og rauðamöl. Kynnið ykkur verð okkar og greiðsluskil- mála. Símar okkar eru 99-3105, 99-3127 og 99-3189 Vinnuhælið á Litla-Hrauni > Sandur og fylliefni Höfum fyrirliggjandi úrvals sand, malar- og fylliefni í garða, grunna, bílastæði, undir hell- ur og fleira í eftirfarandi grófleikum: Sandur 1 0-7 mm Möl 1 7-30 mm Sandur II 0-12 mm Möl II 30-50 mm Fylliefni 0-100 mm Möl III 50-100 mm BJÖRGUN HF. SAND OG MALARSALA Sævarhöfða 13. — Sími 81833. Opið 7.30-12 og 13-18. Mánudaga til föstudaga. Lokað laugardaga. ,,í öruggri borg er verðugur endir á glæsilegum ferli Jökuls Jakobsson- ar.M Bylting og gagnbylting Þjóðleikhúsið sýnir í öruggri borg eftir Jökul Jakobsson Leikstjóri: Sveinn Einarsson Leikmynd: Baltasar 1 flestum verkum Jökuls Jakobssonar er mikilvæg persóna sá sem er nýkominn frá útlönd- um, ellegar sá sem er á förum. Slfk persóna skapar óróleika I kringum sig, kemur róti á lif hins fólksins. t þessu siöasta verki skáldsins er Gunnar slik persóna, búinn að vera áratug erlendis, starfandi i löndum þriðja heims- ins og kemur nú veraldarvanur og lifsreyndur inn i heim is- lenskra smáborgara. Hann kemur i heimsókn til skólabróöur sins, visindamannsins Róberts, sem er fyrir skömmu horfinn niöur i kjallara til aö vinna aö byltingu, og tekur aö nokkru leyti viö stööu hans á heimilinu. Þetta er fyrirbæri sem þekkist einnig úr fyrri verkum Jökuls, staögengillinn, maöurinn sem fellur inn i hlutverk annars manns, sbr. til dæmis Pétur Mandólin, Kona Róberts, Anna, er fangi eigin öryggisleysis og gripur Gunnar feginshendi sem lifsakkeri, en hann fyrir sina parta notfærir sér þjónustubrögö hennar og gagnrýnislitla aödáun til aö byggja upp bilandi sjálfs- traust sitt. Heimilisvinirnir,Tommi og Lóa, eru dæmigerö fyrir andlegt gjald- þrot borgaralegra mennta- manna. Hún er oröin dauöleiö á menningarafþreyingu, hann er sannfærður um aö vestræn menn- ing sé dauöadæmd og engin von um neitt. Heimur þessa fólks alls einkennist af yfirborösmennsku og meiningarlausu hjali sem byggist á gatslitnum oröaleppum. Gunnar talar fjálglega i fyrstu um firringuna, þriöja heiminn, ljóðformið og byltinguna, en eftir þvi sem á leikinn liöur veröur tal hans fálmkenndara og innihalds- leysi oröa hans ljósara. Þetta fólk meinar ekkert meö þvi sem þaö segir, þaö lifir i heimi þar sem orðin hafa glataö merkingu sinni. Þetta opinberast skýrast þegar iljós kemur aö bylting Róberts úr kjallaranum er aö heppnast, hon- um hefur tekist aö leysa ný öfl úr læöingi, einhvers konar bylting er hafin. Þá er þaö Gunnar sem ger- ist foringi gagnbyltingarinnar, þrátt fyrir ákafar yfirlýsingar fyrr um aö ekkert nema bylting geti bjargað þessum vitskerta heimi. Þegar á þaö reynir er helgi eignarréttarins þessu fólki dýr- mætari en allt annaö. Allt er þetta flutt fram af beisku og markvissu háði, textinn er leiftrandi lipur og drepfyndinn. Jökull er hér upp á sitt besta, ég er ekki frá þvi að þetta sé hans besta verk. Þaö sameinar þann léttleika og gáska sem Jökli var alla tiö eiginlegur og þá djúpu al- vöru sem hann átti til á köflum. Þaö lætur i ljós jafndjúpar þjóö- félagslegar áhyggjur og Sonur skóarans en er miklu betur heppnaö verk. Jökíi tekst einatt best upp I af- mörkuðu formi, hinum litla myndfleti, samspili tveggja per- sóna. Þess vegna hentar nálægö kjallarasviösins þessu verki afar vel, og Sveini Einarssyni hefur tekist meö ágætum aö glæöa þaö mögnuöu lífi i markvissri og formfastri leikmynd Baltasars. Þaö er kannski erfiöast i upp- færslu þessa verks aö finna rétt jafnvægi milli háös og alvöru, draga skopiö skýrt fram án þess að glata tilfinningalegri alvöru persónanna. Mér sýnist Sveinn hafa rataö þennan milliveg af prýöi. Leikhópurinn heldur lika fram- úrskarandi vel á sinum hlut. Þor- steinn Gunnarsson leikur Gunnar af krafti og snilld, hvert einasta tilsvar veröur lifandi og marg- slungiö i munni hans. Helga Bachmann túlkar öryggisleysi Onnu af nærfærni, en er kannski fullstif. Briet skapar skemmti- lega hundingslega manngerö og Bessi fer á kostum, túlkun hans á örvæntingu Tomma er einlæg og sönn. I öruggri borg er verðugur end- ir á glæsilegum ferli Jökuls Jakobssonar. Sverrir Hólmarsson Q ÚTBOÐ — JARÐVINNU- FRAMKVÆMDIR Áburðarverksmiðja rikisins óskar eftir tilboðum i jarðvinnu, þ.e. útgröft og fyll- ingu á lóð verksmiðjunnar i Gufunesi. CJtboðsgögnverða afhent á Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar h.f. að Borgartúni 20, Reykjavik. gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á Verkfræðistofu Stefáns ólafssonar h.f. kl. 11.00,þriðjudag- inn 27. mai 1980 Áburðarverksmiðja rikisins. 1980 AÐALFUNDUR Sölusambands islenskra fiskframleiðenda verður haldinn i hliðarsal Hótel Sögu föstudaginn 16. mai n.k. og hefst kl. io árdegis. Dagskrá samkvæmt félagslögum Lagabreytingar. Stjórn Sölusambands islenskra fiskfram- leiðenda.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.