Þjóðviljinn - 15.05.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.05.1980, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 15. mai 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Menntaskólinn á Akureyri — gamla skólahúsió Dagur hestsins Laugardaginn 31. mai n.k. verður Dagur hestsins haldinn hátiðleg- ur á Melavellinum I Reykjavik. Eins og margir muna var dag- skrá af þessu tagi á Melavellinum i fyrra og þótti hún takast sérlega Unglingar frá Hofsstöðum i Hálsasveit á Degi hestsins I fyrra. vel. Sýningaratriði voru yfirleitt stutt, fjölbreytt og fallega útfærð, með fjörlegri hijómlist fyrir hvert atriði. Að þessu sinni verður dagskrá- in sett saman af mörgum stuttum þáttum, þar sem m.a. verður sýnt úrval stóðhesta, bæði sem ein- staklingar og með afkvæmahóp- um, unglingar i Fáki sýna hópatr- iði og meðlimir úr Félagi tamn- ingamanna taka hesta sina til kostanna. Þá er áformað að hafa sérstaka dagskrá byggða upp á sögu hests- ins i islenzku þjóðlifi, frá upphafi til okkar tíma. Formaður sýningarnefndar er séra Halldór Gunnarsson, Holti, en aðrir i sýningarnefnd eru: Halldór Sigurðsson, Ragnar Tómasson og Viðar Halldórsson, Reykjavik, Sigfús Guðmundsson, Geldingaholti og Sigurður Har- aldsson, Kirkjubæ. Framkvæmd- arstjóri hefur verið ráðinn Bjarni E. Sigurðsson, Hvoli. Saga Menntaskólans á Ak- ureyri kemur út nú í sumar Saga Menntaskólans á Akur- eyri I eina öld, frá 1880-1980 kem- ur út I þremur bindum i sumar. Inngang að ritinu skrifar Kristján Eldjárn forseti tslands, en sögu skólans skrá þeir Tryggvi Gislason skólameistari, Steindór Steindórsson frá Hlöðum fyrrum skólameistari og GIsli Jónsson menntaskólakennari sem ritstýr- ir jafnframt verkinu. Verkið verður I allt um 1200 bls. þar af 400 myndasiður með um 1000 myndum, teikningum og öðru myndefni úr sögu skólans. t fyrsta bindi verksins er sagt frá Möðruvallaskóla og Gagn- fræðaskólanum á Akureyri. I öðru bindinu er rakin saga Menntaskólans og i þvi þriðja verður stúdenta-, gagnfræða- og kennaratal skólans frá upphafi. Ritverkið verður fyrst aðeins selt til áskrifenda, og kostar 50 þús. kr. öll þrjú bindin. Þeir sem gerast víija áskrífendur geta smi- ið sér til skrifstofu Menntaskoi- ans á Akureyri fyrir 20. þessa mánaðar. — lg. btuöningsmenn VIGDÍSAR FINNBOGADÓTTUR efna til kynningarfundar fyrir ibúa Reykjavikur og nágrennis i SÚLNASAL HÓTEL SÖGU að kvöldi uppstigningadags 15. mai kl. 20.30. Vigdis ávarpar fundargesti. Sagt verður frá kosningaundirbúningi. Allir velkomnir ANGLO-CONTINENTAL EOUCAHONALGROUP BULGARIA LÆRIÐ ENSKU í ENGLANDI 12 skólar i Bourneimouth/ Sherbourne Wimborn/ Blandon og London. Hópferöir okkar á NOVA SCHOOL veröa: 1. |úni, uppselt, 22. júní, 13. júlí, 3. ágúst, uppselt, 24. ágúst og 14. september fá sæti eftir. Verð mjög hagstætt, innifalið flug, keyrslur til og frá flugvelli á einkaheimili, gisting i eins manns herbergjum, hálft fæði mánudaga til föstudags, fullt fæði um helgar. 19 timar i skóla á viku. Færir kennarar, lágmark 3 vikur, hægt að framlengja um 3,6 eða 9 vikur. Notið sumarleyfið á einum besta baðstrandarstað Englands og lærið ensku. Kaupmannahöfn Berlin • Prag Tékkóslóvakia Hvers vegna velja menn Búlgaríu í sumarleyfinu? Vegna þess að það er ódýrasta ferðamannaland Evrópu, en jafnframt eru baðstrendurnar með þeim bestu i Evrópu, veðurlag temprað Miðjarðarhafsloftslag, aldrei of heitt né kalt á vetrum. Matur og þjónusta eins og best verður á kosið. Matarmiðar, hægt að borða hvar sem er hvenærsem er og hvað sem er, þægilegt fyrir baðstrand- argesti. öll hótel með baði, WC og svölum, þar að auki greiða Búlgarar 50% uppbót á erlendan gjaldeyri, sem hefur1 þau áhrif að verðlag er i lágmarki. Verðið sem við bjóðum upp á er því raunverð, ekki þörf á að eyða umfram það nema i skoðanaferðir sem við efnum til, til Istanbul og Odessa og um landið sjálft. Gjaldeyrisskammturinn hefur því ætið verið meira en nægur i Búlgaríu. Við förum alla mánudaga. Hægt er að stoppa í Kaupmannahöfn í bakt leið og dvelja 2,3,4 vikur eða mánuð olls. Kynnið ykkur ferðir okkar. Uppselt 11. ágúst og aðrar ferðir lanqt komnar. TÉKKÓSLÓVAKÍA - VÍN - AUSTURRÍKI - UNGVERJALAND 2 ferðir um gamla Habsborgarkeisaradæmið, þar sem listog menning reis hvað hæst í Evrópu. Brottfarardagar: 23. júní og 18. júli, takmarkaður sætafjöldi, örfá sæti eftir. Flogið til Budapest, vikuferðir um Ungverjaland með fljótabát til Vin- ar, dvalist þar 5 daga síðan farið með fljótabát til Bratislava, farið í viku um Tékkóslóvakíu. Vín Austurriki f •Budapest,- . Ungverjaland / Feröaskrifstota KJARTANS HELGASONAR Gnoðarvogi 44— 104 Reykjavík Símar 86255 & 29211

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.