Þjóðviljinn - 15.05.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.05.1980, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtndagur 1S. mai 198* Stúdentaóeirdir í París: Franska stjórnin vill fækka L«r ik !■» wmm^mi fct ÆM&ÆWM^. JWW rnrmmmwmjmemsá FRÉTTA- SKÝRING stúdentum og byrjar á þeim sem koma frá þriðja heiminum Lögregla,stúdentar, Latinuhverfiö: Eftir nokkurt hlé hittast þessir kunningjar aftur i fréttum. i fyrrakvöld börðust lögregla og stúdentar í Latínu- hverfinu í París: einn stúdent beið bana þegar hann hrapaði ofan af þaki á flótta undan lögreglunni og varð það atvik sem olía á þann eld sem þegar hafði verið kynntur. Eldurinn er kveiktur af áformum yfirvalda um aö tak- marka mjög aögang erlendra stúdenta aö frönskum háskól- um, sem er og liöur I viöleitni yfirvalda til aö losna viö fólk, einkum úr þriöja heiminum, sem hefur leitaö búfestu i Frakklandi. Um 108 þúsund erlendir stúdentar eru nú viö nám viö franska háskóla eöa um 12,5% af stúdentaher sem telur um miljón manns. Yfirvöldin segja aö þetta sé of hátt hlutfall. Sföan 1978 hefur veriö reynt aö takmarka aögang útlendinga aö frönskum háskólum og er þeirri stefnu lýst i umburöarbréfi kenndu viö Bonnet innanrfkis- ráöherra og tilskipun Imberts frá þvi I fyrra. Þaö sem af er þessu ári hefur þessi stefna yfirvalda leitt til endurtekinna átaka meö verk- föllum, húsatökum og mót- mælagöngum. Höröust hefur baráttan veriö i Grenoble þar sem erlendir stúdentar eru til- tölulega flestir. Tálmanir Þaö var Alice Saunier-Seite, ráöherra sem fer meö mál há- skóla, sem lýsti viöhorfum stjórnarinnar svo ekki varö um villst þegar áriö 1978. Hún sagöi þá: „Franskir háskólar taka á móti offramleiöslunni frá Þriöja heiminum. Flestir útlendra stúdenta sem koma til Frakk- lands fara 1 nám sem hvorki þeir sjálfir hafa áhuga á né heldur koma til góöa löndum sem þeir koma frá”. 86.000 af rúmlega hundraö þúsundum erlendra stúdenta í Frakklandi koma einmitt frá Þriöja heimin- um, einkum Afrlku (af þeim sögulegu ástæöum aö verulegur hluti álfunnar var undir franskri nýlendustjórn). Og þaö eru einkum þeir sem veröa fyrir baröinu á þeirri stefnu sem frönsk yfirvöld hafa tekiö upp. Þau skilyröi sem nú eru i gildi eru á þessa leiö: útlendingur getur þá aöeins fengiö dvalar- leyfi sem stúdent I Frakklandi, aö hann geti lagt fram skirteini um innritun i háskóla hjá frönskum konsúl I heimalandi sinu, sem og sönnun um aö hann hafi ekki minni tekjur en 10.000 franka og veröur flestum stú- dentum úr Þriöja heiminum svonefnda harla erfitt aö upp- fylla þá kröfu. Imberttilskipunin krefst þess einnig aö allir stúdentar sem vilja komast I franska háskóla standist próf i frönsku, sem i Frakklandi sjálfu eru skipulögö af háskólunum, en af frönskum konsúlötum og sendiráöum er- lendis. Vinstramálagagniö Le Nouvel Observateur heldur þvi fram, aö i ýmsum löndum reyn- ist þaö mjög erfitt öllum þeim sem hafa haft virk afskipti af pólitisku andófi aö standast þessi próf.. Aöur fyrr voru þaö háskólarn- ir sjálfir sem skáru úr um þaö — og einatt meö talsveröu umburöarlyndi — hvort stúdent kynni nóg I frönsku til aö geta bjargaö sér viö nám. En Imbertskjaliö gerir ráö fyrir þvi, aö þau mál séu endanlega (ofan á fyrrgreind próf) af- greidd af sérstakri stjórn- skipaöri nefnd. Þaö er bersýnilega ætlun frönsku stjórnarinnar aö taka i sinar hendur eftirlit meö þvi hvaöa útlendingar fái aögang aö frönskum háskólum og I hvaöa mæli, og gerist þetta m.a. á kostnaö sjálfsforræöis há- skólanna. Samstaða stúdenta Franskir stúdentar hafa i þessum málum sýnt virka sam- stööu meö félögum sinum og mótmælt ákvöröunum sem þeir rekja til kynþáttafordóma Yfir- leitt hefur barátta þeirra ekki sprottiö af ákveöinni kenningu um þessi mál heldur af ákveön- um tilvikum, þegar reynt hefur veriö aö flæma úr landi erlenda stúdenta, eöa þá I sambandi viö fyrstu Imbertprófin, sem efnt var til i mars, en voru hunsuö viöa. Mótmæli stúdentanna eru samstööuyfirlýsing, sem til þessa a.m.k. hefur ekki ákveö- inn pólitískan lit, aö þvi er fréttaritari danska blaðsins In- formation I Paris segir. Dagblaöiö Le Monde segir um atburöi siöustu daga og vikna, aö þaö væri misskilningur aö ætla, aö hér væri um „vor- æsingar” aö ræöa, sem myndu hjaöna fljótt. Frönsk blöö hafa rætt um þaö, aö stúdentarnir hafi i vaxandi mæli áhyggjur af þvi, aö útlendu stúdentarnir séu einskonar tilraunadýr, en siöar muni rööin koma aö þeim „inn- fæddu”. Stjórnin telur ekki aö- eins aö þaö séu of margir er- lendir stúdentar i háskólunum, heldur aö þar séu fleiri Frakk- ar en — vinnumarkaröurinn þolir — eins og það er venjulega oröaö. Þaö er ekki i fyrsta sinn aö slikt heyrist, en ýmislegt bendir til þess aö nú vilji stjórn- in ganga beint aö þvi verki aö skera niður stúdentafjöldann. Kennslumálaráöuneytiö hefur, t.d. hótaö aö stúdentar missi þá tekjumöguleika sem þeir hafa haft af umsjónarstörfum I al- mennum skólum. Þar meö er afkoma um 40.000 stúdenta i hættu. Stjórnin hefur reyndar nú þegar gert ýmislegt þaö sem þrengir leiöir til náms: slðan 1968 hefur verkamönnabörnum viö franska háskóla fækkaö úr ll,9%i 7,6%aö þvl er hermt er I Le Monde. áb tók saman Haukur Már Haraldsson, ritstjóri: Svo áb og gott sem fasismi ® f ® ® frá heimili Þjooviljans sinu af vopnuöum Hann hefur ekki 1 annars sæmilegri samantekt Arna Bergmann um kókmáliö i Guatemala og aögeröir skandin- aviskra verkalýösfélaga I þvi sambandi, sem birtist i Þjóövilj- anum, miövikudaginn 7. þessa mánaöar, er ein setning sem stakk mig illilega. I greininni segir: „Guatemala er eitt þeirra rikja sem stjórnaö hefur veriö meö fasiskum hætti eöa svo sem og fátt algengara en pólitisk morö og hefndarverk á vinstri sinnum og verkalýösleiö- togum” (leturbr. mln, HMH). Þaö er fátt algengara en pólitisk morö og hefndarverk á vinstri mönnum og verkalýösforingjum i Guatemala, og þaö heitir á máli Þjóöviljans svo gott sem fasimi. Jafnvel þótt Þjóöviljanum sé fullt eins vel um þaö kunnugt og öörum, aö hryöjuverkin þar i landi eru ýmist framin af lögregl- unni i starfi eöa morösveitum lög- reglumanna á frivakt, — meö þegjandi samþykki stjórnvalda. Svo gott sem fasískur marsmánuður Til þess aö gefa lesendum Þjóöviljans (og Arna Bergmann) nokkra hugmynd um þetta svo gott sem fasiska þjóöfélag sem viö lýöi er i Guatemala, er rétt aö birta eftirfarandi skrá yfir at- hafnasemi þeirra, sem meö fullu samþykki stjórnvalda og i sam- vinnu viö stjórnendur stórfyrir- tækja og auöhringja berjast gegn verkalýð og vinstri mönnum. Ég læt mér nægja einn mánuö, en hann er I sjálfu sér ekkert frá- brugöinn öörum mánuöum ársins þar i landi: 1. mars: Jesus Noriega, fulltrúi fyrir Frente Unido de la Revolucion (Sameinaöa byltingarhreyfingin, FUR) og stjórnarmaöur hennar i Escuintlahéraöi, myrtur. 3. mars: Marco Antonio Urizar, framkvæmdastjóri hjá INCASA, myrtur af flokki vopnaöra manna, þegar hann var aö ganga frá bll sínum úti fyrir heimili sinu. Bill árásar- mannanna var skráöur i Kali- forniu. (Þes má geta innan sviga aö INCASA (Industria de Café SA) er aö meirihluta i eigu Coca Cola. 5. mars: Jorge Everard Jiménez Cajas, lögfræöingur og vara- formaöur Sameinuöu bylt- ingarhreyfingarinnar, myrtur i Quezaltenango-héraði. 5. mars: Alejandro Coti, stúdentaleiötoga, rænt. Hann fannst myrtur daginn eftir. 5. mars: Cesar Romero, leiötoga æskuiýösdeildar Sameinuöu byítingarhreyfingarinnar, rænt. Lfk hans fannst daginn eftir. 6. mars: Fimm stjórnarmönnum 1 verkalýösfélaginu viö vatns- aflstööina Agua Capa i Santa Rosa rænt af félögum i dauöa- sveitum lögreglunnar. Þeir voru á fundi þar sem rætt var um gerö kjarasamninga. Tveim stjórnarmönnum sem einnig voru á fundinum tókst aö flýja út um glugga. Mennirnir fimm, Mario Rolando Camcinos, Francisco Castillo, Noel Escobar, Ageo Morales og Henry Cristobel, höföu enn ekki komiö I leit- irnar siöast þegar vitað var. 9. mars: Oscar Mujia Cordova, blaöa- og útvarpsmanni, rænt monnum. fundist. 17. mars: Rolando Melgor, lög- fræöingur og lögfræöilegur ráöunautur viö San Carlos háskólann, myrtur. 17. og 18. mars: Háskólastúdent- Framhald á bls. 13 Haukur Már Haraldsson Svar við fyrirspurn: Skammaryrði eða pólitískt hugtok Ég þakka Hauki Má Haralds- syni kærlega fyrir aö upplýsa okkur um hermdarverk þeirra sem eiga og stjórna Guetemala. En ég vildi þá i allri hógværö minna á þaö aö Kókmálið sem er tilefni skrifanna, kom fyrst á dag- skrá hér I þessu blaði og viö höfum birt ailitarlegar upplýs- ingar jafnt og þétt bæöi um þaö mál sérstaklega og svo „pólitisk morö og hermdarverk á vinstri- sinnum og verkalýösleiötogum” eins og minnt var á I samantekt minni frá 7. mai. Mér skilst helst, aö Haukur Már hafi áhyggjur af þvl, aö ástandiö i Guatemala sé kallaö „svo gott sem fasismi” og gruni aö þar meö sé veriö aö hlifa þeim föntum sem landinu stjórna. Mér finnst aö þessar áhyggjur séu óþarfar, vona ég aö Haukur Már þurfi aldrei stærri raunir aö þola út af blaöamennsku. Fyrir- spurn hans er eins og aö berja harkalega aö galopnum dyrum. Enginn hefur I þessu blaöi dregiö hálfa fjörður yfir illvirki Guatemalastjórnar eöa þá Kók- forstjórans. Spurningin er bara sú, hvort að glæpir gegn verka- lýösforingjum séu fasismi I sjálfu sér, eöa hvort menn geti stundaö slika iöju án þess endilega aö vera fasistar um leiö? Hér er spurt um notkun á oröi. Haukur Már er liklega i þeim hópi vinstrisinna, sem vill nota fas- isma sem samheiti yfir allt þaö sem djöfullegast er I atferli stéttaróvinarins. Gott og vel, þaö er möguleiki. Ég segi hinsvegar fyrir sjálfan mig, aö mér er ekki um aö orö, hugtök, sem tengd eru tilteknum pólitlskum veruleika séu þanin út yfir allar trissur þaö er hætt viö aö þau fari aö týna inntaki sinu. Og satt aö segja hafa marxistar i Rómönsku Amerlku alls ekki oröiö á eitt sáttir I þeim efnum: mörgum finnst ástæöu- laust aö kalla þær fámennu her- forningjaklikur, sem viöa þar I álfu nota forráö sin yfir atvinnu- her til abslá múr um forréttinda- stéttir, endilega fasisma. Saman- buröur viö klassiskan evrópskan fasisma styöur eiginlega slikt hik: klikur þessar mynda einatt ekki eiginlega pólitiska hreyfingu, koma sér ekki upp þeirri altæku skipulagn- ingu á þjóöfélaginu i anda fasískrar hugmyndafræöi, sem reynt var I Evrópu og vlöar. En þaö er náttúrulega hægt aö oröa hlutina meö öörum hætti en gert var hér I Þjv. 7. mai. Til dæmis segja sem svo: „Hiö djöf- ullega fasiska grimmdaræöi hef- ur velt sér upp úr blóöi alþýöu Guatemala áratugum saman. En lýsandi fordæmi þjóöfrelsis byltinganna og órofa samstaða verkafólks um heim allan mun sópa böölum fasisks auðvalds i sjóinn innan tiöar. Samstaöa sem kemur m.a. fram i þvi, aö islensk alþýöusamtök hafa lýst yfir alls- herjar kókbanni I allt sumar”. Með afsökunarbeiöni fyrir þann ,,stalinisma” aö hafa svarað fyr- irspurn i sama blað og fyr- irspurnin birtist. Arni Bergmann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.