Þjóðviljinn - 05.06.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.06.1980, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 5. júni 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Tilmæli viðskiptaráðherra til OECD: Stuðnings- aðgerðir við sjávar- útveginn A ráðherrafundi OECD 3.-4. júnl var sérstaklega lýst yfir stuðningi viö áframhaldandi frjáls alþjóðaviðskipti og nauðsyn þess að forðast viðskiptahöft. Lagði Tómas Árnason viöskipta- ráðherra i þvi sambandi áherslu á að viðskiptafrelsi þyrfti lika að ná til sjávarafurða og mæltist til að viðskiptanefnd OECD taki til athugunar ýmsar stuðningsað- gerðir við sjávarútveg, sem hefðu i för með sér röskun viðskipta. Fundurinn var haldinn i Paris og ræddu ráðherrar 24 aðildar- rikja efnahagsástandið, sem hefur farið versnandi i mörgum aðildarlöndum og þær ráöstaf- anir, sem þyrfti að gera til að snúa þróuninni viö. Gifurlegar oliuveröhækkanir eiga vissan þátt i efnahagserfið- leikunum, segir i fréttatilkynn- ingu viðskiptaráðuneytisins um fundinn, og var þvi áhersla lögð á nauðsyn þess að draga úr oliu- neyslunni með að byggja upp aöra orkugjafa og gera sérstakar sparnaöarráðstafanir. Jafnrétti kvenna í Háskólanum? Fundur um málið í kvöld t dag, fimmtudaginn 5. júni, gengst Félag vinstri manna i Háskóla tsiands fyrir umræðufundi um jafn- réttismál og stööu kvenna. Verður fundurinn haldinn i hliðarsal Félagsstofnunar stúdenta við Hringbraut og hefst kl. 20.30. Hann er öllum opinn. I fréttatilkynningu frá félaginu segir að fyrirhugað sé að koma af stað umræðuhópum um eftirtalin mál: 1. Leshring eða grunnhóp um lifsferil kvenna I fortlð og nútiö. 2. Heilbrigðisfræöi kvenna og viðhorf heilbrigðis- stéttanna til þeirra. 3. Stöðu kvenna I heföbundn- um karlafögum I H.l. 4. Kvennagreinarnar I H.í. 5. Tækifæri kvenna til að afla sér menntunar og stöðu þeirra að námi loknu. Margt fleira ber eflaust á góma á fundinum og hvetur félagið bæði konur og karla til að f jölmenna á fundinn án tillits til pólitiskra skoðana. — hs Tilraunir med vetni sem eldsneyti 1 siöasta mánuði var reyndur i Vestur-Þýskalandi bill sem knúinn var fljótandi vetni. Það var Geimrannsóknarstofnun V- Þýskalands sem stóð að þessari tilraun. Þó að tilraunin hafi miðast við bifreiöar þá telja vis- indamenn liklegt að einnig megi nota fljótandi vetni til að knýja flugvélar. Viðs vegar um heim eru nú gerðar tilraunir tii þess að nota vetni sem eldsneyti, einkum vegna ótta manna viö að verð á benslni og oiiu muni hækka verulega á komandi árum. BMW 518 var breytt á þann veg aö hann getur nú ekiö fyrir fljótandi I vetni. Viða um heim eru nú gerðar tilraunir til þess aö nota vetni sem eldsneyti. • Bíll knúinn fljótandi \ vetni kominn á götuna j Um þessa tilraun er fjallað I Aprilhefti timaritsins New Scientist.Þar kemur m.a. fram að til þess að breyta lofttegund- inni vetni i vökva, þá þurfi að kæla hana niöur i -217 C. Áöur- greindur bíll er búinn tæki e varöveitir vetniö viö þetta hita- stig. Ef bifreiðin er hins vegar ekki I reglulegri notkun, þá mun fullur tankur af fljótandi vetni I gufa upp á 16 dögum. Geymsla fljótandi vetnis hefur I för meö sér vissa erfiöleika þvi sá er munurinn á fljótandi vetni og benslni að það þarf 120 lltra af fljótandi vetni til aö fá sömu orku og 40 lítrar af bensíni gefa. New Scientist segir að fjár- hagslega sé notkun fljótandi vetnis ekki hagkvæm enn þá, þar eð ekki sé til staöar nægilegt magn vetnis miðað við allan þann bilafjölda sem I umferð er. Hins vegar er nú veriö að þróa aðferðir til að framleiða vetni á ódýran hátt. lslendingar hljóta að fylgjast náið meö tilraunum sem þessum, þvi i dag er um helmingur orkunotkunar okkar enn I formi fljótandi eldsneytis, eins og ollu og benslns, er við notum m.a. á bifreiöar, skip, flugvélar og til húshitunar. “ÞTJ Kennarar sameinast Kennarasamband r Islands stofnað í dag Á morgun lýkur þriggja daga þingi Sambands grunnskóla- kennara og Landssam- bands framhaldsskóla- kennara. Aðalmál þingsins er sameining þessara tveggja stærstu kennarasambanda landsins. Mun nýja félagið hljóta nafnið Kennarasamband Is- lands. 1 samtali við Þjóðviljann sagði Þorgeir Gestsson formaður Samb. grunnskólakennara að aðdragandinn að þessari samein- ingu eigi sér langa sögu, allt að 10 ár • en I fyrra ákváðu bæði kennarasamböndin að boða til þessa þings, sem jafnframt yrði stofnþing hinna nýju samtaka. Félagar Kennarasambands íslands munu verða um 2800, þar Þriggja daga þingi tveggja stærstu kennarasambanda landsins lýkur I dag. Munu þau nú sameinast og upp rísa Kennarasamband tslands. Myndin er af nokkrum erlendum Mynd — gel, af eru runnskólakennarar 2500 en kennarar við framhaldsskóla 300. Með tilkomu laga um grunnskóla hvarf smám saman launamunur kennara sem kenna börnum á grunnskólastigi. Enn eimir þó eftir af gömlu skipting- unni I barna- og gagnfræðaskóla- kennara. Kennarar sem kenna i 1.—6. bekk hafa tveggja stunda fulltrúum sem boöið var á þingið. lengri kennsluskyldu á viku en þeirsem kenna I 7.—9. bekk. Ekki er þó við kennarasamböndin að sakast i þeim efnum. Bæði hafa þau i launakröfum sinum lagt á það áherslu að allir sitji við sama borð bæði hvað varðar laun, kennsluskyldu og önnur réttindi kennara. — hs Starfsfólk KB Borgarnesi: Guðlaugur vinnur á Nýlega fór fram skoðana- könnun meöal starfsmanna Kaupfélags Borgfirðinga I Borgarnesi um fylgi við fram- bjóðendur til forsetakjörs. At- kvæði greiddu 67 konur og 94 karlar, eða 161 kjósandi. Orslit urðu þessi: Albert Guð- mundsson 18 atkv., Guölaugur Þorvaldsson 72 atkv., Pétur Thor- steinsson 8 atkv., Vigdls Finn- bogadóttir 56 atkv. Auðir seölar voru 7. Nokkur breyting hefur á orðiö frá skoðanakönnun þeirri, sem fram fór meðal sama hóps þann 13. mars sl. Þá kusu 64 konur og 109karlar eða 173. Þá varð niður- staðan þessi: Albert Guömunds- son 17 atkv., Guðlaugur Þor- valdsson 59 atkv., Pétur Thor- steinsson 4 atkv., Rögnvaldur Pálsson 2 atkv., Vigdls Finnboga- dóttir 84 atkv. sg/mhg Fylla í heimsókn Danska eftiriitsskipið FVLLA kemur til Reykjavikur þann 6. júní 1980 kl. 11.00. Meðan á heimsókn skipsins stendur gefst almenningi kostur á aö koma um borð og skoöa það, laugardaginn 7. júnl og sunnu- daginn 8. júni frá kl. 14.00—15.30. Vigdís efst á Veðurstofunni t vikunni fór fram skoðana- könnun um fylgi forsetafram- bjóðenda meðal starfsmanna Veðurstofu islands. Á kjörskrá var 61 en 53 greiddu atkvæði. <Jr- slit uröu þessi: Albert 2 (3.8%), Guðlaugur 10 (18.9%), Pétur 7 (13.2%) og Vigdis 26 (49.0%). Auöir seðlar voru 7 en ógildur var 1. Þá fór nýlega fram skoðana- könnun meðal starfsmanna I Stál- húsgögnum og fékk Albert öll at- kvæðin eða 9 alls, en 3 voru óákveönir. Skoðanakönn- un á bæjar- fógetaskrif- stofu Hafnar- fjarðar Allt starfsfólk bæjarfógeta- skrifstofu Hafnarfjarðar, 34 að tölu, tók þátt I skoðanakönnun um forsetaframboð nú I vikunni. Úrslit urðu, að Guðlaugur Þor- valdsson varð efstur með 11 at- kvæði, þá Pétur Thorsteinsson, 10 atkv., Albert Guömundsson 7 og Vigdis Finnbogadóttir 6. LANDVERND: Hreinsunarvika Undanfarin ár hefur Landvernd hvatt landsmenn til þátttöku i hreinsunarherferðum um land allt. Þessum tilmælum hefur sérstaklega verið beint til félaga á hverjum stað, að þau beiti sér fyrir al- mennri þátttöku og fái sveitarstjórnir til aðstoðar við skipulagningu og framkvæmd einstakra hreins- unarverkefna. Margar sveitarstjórnir hafa kosiö hreinsunarnefndir til að hafa stjórn á þessu verki. Viða hafa sjálfboöafélög haft samband við heilbrigðisnefndir vegna frá- gangs á sorpi eða rusli, svo það nái ekki að fjúka og spilla um- hverfi. Af ýmsum ástæðum, bæði veð- urfarslegum og öðrum, hentar ekki aö hreinsunarherferðin sé á sama tlma allsstaöar á landinu og hefur Landvernd þvl lagt til aö henni veröi allsstaðar lokiö um miöjan júnl. 1 umgengniskönnun, sem Land- vernd hefur gert, hefur komiö I ljós, að sameiginleg umgengnis- vandamál I þéttbýli eru helst i sambandi viö sorpeyðingu og frá- rennsli, umhverfi atvinnufyrir- tækja, fiskvinnslu og sláturhús og meðhöndlun á úrgangi frá þeim, umgengni I tengslum við búfjár- hald og brotajárn. Einnig er umgengni á ýmsum útivistar- svæöum mjög ábótavant. I sveitum eru vandamálin mörg svipuð, en þar má nefna, auk þess, sem áður er taliö rusl meðfram vegum, I lækjum og skurðum, áburöarpoka og annað plast.ónýtar vélar o.s.frv. Það eru mörg verkefni fram- undan, sem tengja má hreins- unarherferð og Landvernd væntir þess, að aöildarfélög samtakanna og landsmenn allir geri sitt besta til þess að árangur hreinsunar- viku 1980 veröi sem bestur. — mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.