Þjóðviljinn - 12.07.1980, Síða 7

Þjóðviljinn - 12.07.1980, Síða 7
Helgin 12.—13. júll. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 „Surtur fer sunnan með svikalævi” ... eidtungurnar teygja sig upp úr gossprungunni i kvöldhúminu I fyrrakvöld Hér sjást eldstöðvarnar i heild eins og þær voru fyrrakvöld.Ljósm.: gel. Tvennt óvenjulegt — segir Páll Einarsson jarðeðlisfrœðingur „Tvennt er óvenjulegt viö þetta eldgos. AnnaO er hversu skjálfta- virknin minnkaOi eftir aO gosiö byrjaöi en hitt er hringrás hraunsins sem kemur upp I gos- inu en hverfur á ný niöur um sprungur i Gjástykkirsagöi Páll Einarsson jaröeölisfræöingur i samtali viö Þjóöviljann i gær en um kvöldmatarleytiö I gær gaus enn i noröanveröum eldstöövun- um þó aö gosiö væri mjög i rénun. Páll sagöi aö skýringin á minnkandi skjálftavirkni eftir aö gos hófst ætti sér þá skýringu aö kvikan heföi hætt aö brjótast um neöanjaröar en átt greiöa leiö upp á yfirboröiö. Þá sagöi hann aö þaö heföi komið mjög á óvart hvilik býsn af hrauni gátu horfiö á ný niður um sprangurnar i Gjástykki. Eldgosiö er langstærsta gosið af þeim fimm sem orðiö hafa siö- an eldsumbrotin hófust áriö 1975 en Páll sagöi þó aö þessi hrina heföi veriö talsvert minni en flestar fyrri hrinur þ.e.a.s. minni hraunmassi á feröinni. Landsig 1 þessari hrinu er taliö hafa orðið 45-50 cm og var land aftur byrjaö aö risa i gær og taliö aö gosið væri aö syngja sitt slö- asta. —GFr Syöri gossprungan útkulnuö og aöeins gufustrókar á stöku staö. Storkin hraunelfur en heitt undir —kunna ær aö hafa týnst I hinni hrööu framrás hraunstraumsins. Ljósm.: Erl. Sig. Fór fé í gosinu? Svo telja Keldhverfingar „I nótt var þetta mjög mikið hraungos og aöalgosiö kom upp á á einum staö, rann 2—3 km fram og svo ófan i jöröina aftur. Páll Einarsson jaröeölisfræöingur sem þarna var sagöi mér aö þetta, þekktist aöeins á einum öörum staö á jöröinni, á Hawai”. Þaö er Þórarinn Björnsson bóndi í Austur-Göröum i Keldu- hverfi sem lýsir gosinu i Gjá- stykki svo, en hann fór ásamt mörgum öörum úr Kelduhverfi á gosstöövarnar nóttina eftir aö gosiö hófst. Þórarinn sagði aö góöir bit- hagar, sem þarna eru heföu fariö undir hraun og liklegt aö hrauniö heföi oröiö allmörgu fé sem þar var á beit aö aldurtila. Þetta er aö sögn Þórarins i fyrsta skipti I mörg þúsund ár sem gýs I Kelduhverfi en eld- stööin sem nú er virk þarna er Kerlingarhóll sem er nyrsta eld- stööin á þessu sprungusvæöi. Þórarinn kvaö gosiö alls ekki hafa veriö i rénum, þetta heföi' veriö afartilkomumikiö gos og litadýröin I kvöldsólinni stórkost- leg. Eldsúlan heföi fariö uppi 40 metra hæö en þaö er meö þvi mesta sem gerist i hraungosum. „Menn voru þarna um nóttina aö velta fyrir sér nafni á nýja hrauniö sagöi Þórarinn aö lokum, og þá kom upp nafngiftin Eld- idsarhraun — i tilefni forseta- kosninganna. —hs opnum nýjan afgreióslusal Viö höfum opnaö nýjan afgreiðslusal á jarð- hæö þar sem annars vegar er gengið inn Tryggvagötumegin gegnt skrifstofum toll- stjóra og hins vegar gengið inn Hafnar- strætismegin þar sem öll bankafyrirgreiðsla er fyrir hendi. Við væntum þess að þetta nýja fyrirkomulag verði viðskiptavinum okkar til mikils hægðar- auka, spari þeim sporin og flýti mjög fyrir allri afgreiðslu. Hafóu samband EIMSKIP SÍMI 27100

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.