Þjóðviljinn - 12.07.1980, Page 9

Þjóðviljinn - 12.07.1980, Page 9
Helgin 12.—13. júll. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Kona kvödd JUHmánuBur er tími bóka og bltía hjá mörgum, og sem betur fer virBist ætla aB verBa nokk- urt framboB á þokkalegum kvik- myndum. Ein þeirra er „The goodbye girl”, sem ekki hefur hlotiB nafn á íslensku, — sem bet- ur fer kannski. Mynd þessi á nefnilega margt sameiginlegt meB ,,An unmarried woman” sem sýnd var hér undir nafninu „Kona á lausu”. Þessimynd hefBi þá liklega veriB þýdd „Stúlka á faraldsfæri” eBa eitthvaB álíka fáránlegt. 1 þessari mynd segir frá upp- gjafa dansmey, sem býr meB 10 ára dtíttur sinni — og stundum einhverjum karlmanni aB auki. 1 upphafi myndarinnar er sam- býlismaBurinn nýhlaupinn á brott. Hún situr eftir ein og yfir- gefin, þegar leikari nokkur birtist og segist hafa tekiB IbúBina henn- ar á leigu, og neyBist hún til aB deila ibúBinni meB honum. Myndin lýsir svo sambúB þess- ara tveggja I gegnum súrt og sætt. Lengi vel semur þeim ákaf- lega illa, en I gegnum vonbrigBi og áföll sem blBa beggja I hinum hverfula heimi listarinnar vex meB þeim innileg vinátta og ást. En aB lokum kemur aB þvi aB hann, eins og sá fyrri, pakkar saman og fer. En gefiB er fyrir- heit um aB aBskilnaöurinn sé ekki endanlegur og hann muni koma aftur. Myndin er ákaflega skemmti- lega gerB, full af hlýju og húmor, og leikur þeirra Mörshu Mason og Richard Dreyfuss er frábær. Dreyfuss fékk óskarsverBlaun fyrir leik sinn I myndinni og er sannarlega vel aB þeim kominn. Hann túlkar leikarann, sem er aB reyna aB brjótast áfram til frægB- ar og frama, á ákaflega eftir- minnilegan hátt. Hann leikur sterkt eins og bandariskir leikar- ar gera gjarnan og nær ótrúlegri breidd og dýpt I persónusköpun sinni, — sýnir jafnt geislandi llfs- kraft og húmor þessa manns og hyldjúpa örvæntingu. Ég verö þó aB viBurkenna aö persónan sem Marsha Mason leikur vakti kannski ennþá frem- ur áhuga minn. Hin nýja kven- mynd sem viö sjáum æ ofan I æ i bandarískum kvikmyndum er sannarlega spennandi, og engin dúkkullsa, eins og kvenstirnin fyrr á árum. Manni finnst önnur hver bandarisk mynd fjalla um konu á leiö úr hjónabandinu, ef hún er þá ekki þegar komin úr þvl. Þessar myndir eru aö sjálf- sögöu afsprengi umræöu og end- urskoöunar á stööu kvenna, llfs- reynslu þeirra og tilfinningum. Fjöldamargar hinna nýju „kvenna”-bókmennta sem út hafa komiö I Bandarlkjunum á siöustu árum fjalla einnig um þessi mál. I framhaldi af endurskoöun á hlutverki kvenna hefur aö sjálf- sögöu fylgt krufning á sambýlis- og sambandsformum kynjanna. 1 hinum nýju bókmenntum og kvik- myndum sjáum viö t.d. konuna sem er „svikin” en brýst undan tilfinningalegu, kynferöislegu og félagslegu valdi karlmannsins, og öölast loks raunverulegt sjálf- stæöi. Viö sjáum llka konuna sem, þrátt fyrir aö hún sé tilfinn- Marsha Mason og Richard Dreyfuss I hlutverkum slnum I myndinni „The goodbye girl”. ingalega miklu þroskaBri en karl- mennirnir I llfi hennar, gefur þeim allt og lifir I stööugum ótta viö hinn kaldlynda karlmann sem hleypur meö skottiö á milli fót- anna, þegar veiöarnar hafa boriö tilætlaöan árangur. Og svo sann- arlega þekkjum viö báöar þessar konur. Marsha I „The goodbye girl” er eitthvaB af þeim báBum, eins og viB kannski flestar. Og Dreyfuss er lika sambland af hin- um næma og hjartahlýja karl- manni, sem á til óendanlega miklar tilfinningar og vill sýna þær, en hann er llka sjálfsupptek- inn og metnaöargjarn karlmaöur sem man ekki einu sinni eftir aö kveöja konuna sem hann elskar þegar framinn kallar. Kunnug- legt líka — eöa hvaö? Einhver sagöi viö mig aö þessi mynd væri bæöi „naiv” og amerisk. Mér finnst þaö allt I lagi. Hún getur þó tæpast talist mikiö listaverk, þótt handritiö sé gott, nema þá helst leiklega og er paö einkenni á mörgum nýjum bandariskum myndum. Þetta „naivitet” sem margir tala um meö fyrirlitningu kann ég vel viö. Ég held aB boöskapurinn á bak viö hina einlægu og hlýju leit aö endurmati á samskiptum okkar, tilfinningalegum og félagslegum, I hjtínabandi og utan, sé aö minnsta kosti ekki minni athygli verBur en sá boBskapur sem flutt- ur er eftir frostköldum leiöum gáfumannslegrar þjóöfélagsrýni. ÞS Rimini ein af þeim ailra bestu! 14. júli - örfá sæti laus 24. júli - laus sæti 28. júli - „auka-auka“ ferð - örfá sæti laus 4. ágúst - uppselt, biðlisti 14. ágúst - uppselt, biðlisti 18. ágúst - „auka-auka“ ferð - uppselt, biðlisti 25. ágúst - örfá sæti laus 4. september - uppselt, biðlisti 15. september - laus sæti PORTOROZ Friösæl og falleg sólarströnd 14. júlí - örfá sæti laus 24. júlí - laus sæti 4. ágúst - uppselt, biðlisti 14. ágúst - uppselt, biðlisti 25. ágúst - örfá sæti laus 4. september - uppselt, biðlisti 15. september - laus sæti Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆT112 - SÍMAR 27077 & 28899 og verði og einstökum greiðslukjörum Níðsterk stigaefni - verð frá kr. 10.400 Ódýr teppi - verð frá kr. 5.400 Þéttofin rýjateppi - einstakt verð, aðeins kr. 18.800 og við gerum enn betur og bjóðum 10% afslátt í viðbót! Greiðslukjör í sérflokki: Útborgun 1/4 - eftirstöðvar á 6-9 mán. Þjónustan ofar öllu: Við mæium gólfflötinn og gerum tiiboð án skuldbindinga Teppadeíld Jón Loftsson hf. Hringbraut121 sími10600

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.