Þjóðviljinn - 26.07.1980, Page 7
HELGIN 26.—27. júíl ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Öðruvísi myndir frá Ameríku
t dag, laugardag, hefst I Regn-
boganum bandarisk kvikmynda-
hátið, sem tslensk-amerlska fá-
lagið stendur aO i samvinnu viO
Sigurjón Sighvatsson, ungan
mann sem stundar kvikmynda-
nám I Los Angeles.
Er nú ekki verið aO bera I
bakkafullan lækinn, með þvi að
halda bandariska kvikmynda-
hátið i Reykjavik, þar sem bióin
sýna helst ekki annaó en banda-
riskar myndir allan ársins hring,
kynni einhver aó spyrja. Þvi er til
að svara, að á hátiðinni veröa ein-
göngu sýndar myndir sem eru allt
öðruvisi en þær sem viö eigum aö
venjast. Þetta eru nefnilega
heimildarmyndir, bæöi langar og
stuttar. Sumar þeirra hafa veriö
verölaunaöar, og hafa a.m.k.
tvær þeirra fengið óskarsverö-
laun.
Dagskrá hátiðarinnar verður
birt á öðrum staö I blaðinu, en hér
skal getiö stuttlega þeirra mynda
sem bitastæðastar verða að telj-
ast.
Harlan héraö, USA
Harlan County U.S.A. fékk
Óskarsverölaun sem besta heim-
ildarmynd ársins 1977, og fjallar
um 13 mánaða verkfall I kola-
námum i Harlan, Kentucky.
Myndina geröi kvikmyndastjór-
inn Barbara Kopple, og var þetta
fyrsta myndin sem hún stjórnaði,
en áður hafði hún unniö við kiipp-
ingu, kvikmyndatöku og hljóð-
upptöku. Hún byrjaði á Harlan
County I ágúst 1972, og átti
myndin upphaflega að fjalla um
nýja hreyfingu námuverkamann-
a, „Miners for Democracy”.
Barbara og samstarfsfólk
hennar settust að i námubænum
Brookside og kynntust brátt erf-
iðri lifsbaráttu fólksins. Þegar
verkfalliö hófst fór heldur betur
að hitna I kolunum, og kvik-
myndafólkið var oft I lifshættu
þegar leigumorðingjar atvinnu-
rekandans, Duke Power Com-
pany, fóru um skjótandi i skjóli
nætur. Verkfalliö snerist um rétt
verkamanna til að skipuleggja
sig í verkalýösfélögum, og einnig
um lífskjör námuverka-
mannanna og fjölskyldna þeirra.
Eitt af baráttumálum var t.d. að
fá sjúkdóminn „svört lungu”
viðurkenndan sem atvinnusjúk-
dóm, en þaö hefði þýtt útgjöld
fyrir atvinnurekandann.
Barbara Kopple hefur sagt i
blaðaviðtali að I myndinni sé tek-
in eindregin afstaöa með námu-
verkamönnunum: „Fyrr eða
siðar kemur aö þvi i lifinu að
maður verður að taka afstöðu. Ég
vissi það, eftir að ég hafði séð fólk
deyja úr „svörtum lungum”, séð
það sitja með súrefnis-
sprauturnar sinar, séö heilann úr
Lawrence Jones (ungum verka-
manni sem drepinn var I verkfall-
inu) dreifast yfir jörðina, þegar
skotiö var á verkfallsverðina úr
vélbyssum,—þá vissi ég aö ég
hafði tekiö afstööu”.
Myndin var tekin við erfiðar
aðstæður, einkum fjárhagslegar,
en Barbara og félagar hennar
sýndu ótrúlega hugvitssemi við
að kria peninga út úr einstakl-
ingum og stofnunum. Tónlistin i
myndinni hefur vakið mikla at-
hygli, en hún er samin og flutt af
fólkinu I námuhéruðunum og
fjallar um baráttu þess, sem á sér
langa og blóðuga sögu.
Myndir um verkafólk og lifs-
baráttu þess eru ekki geröar á
hverjum degi I Bandarikjunum,
og hlýtur þvi að vera mikill
fengur i Harlan County. Þá spillir
það ekki fyrir að á næstunni mun
Nýja bió taka til sýninga mynd
sem gerist á svipuðum slóðum og
tekur fyrir svipuð mál, „Norma
Rae”.
The Wobblies
Aðstandendur hátiðarinnar
hafa af einhverjum ástæöum þýtt
nafn þessar myndar meö þvi nei-
kvæöa oröi óróagemsar. The
Wobblies voru félagar i verka-
lýðssamtökunum IWW, (Indu-
strial Workers of the World) sem
stofnuð voru 1905. t myndinni er
sögð saga þessara samtaka frá
stofnun þeirra og þar til þau voru
bókstaflega lamin niöur á timum
fyrri heimsstyrjaldarinnar.
Markmið samtakanna var að
sameina farandverkafólk og inn-
flytjendur i stóra hreyfingu, sem
gæti barist fyrir betri kjörum
þeim til handa og auknum rétt-
indum. Joe Hill kom mjög við
sögu þessara samtaka, og i
myndinni eru sungin lög við texta
eftir hann.
Inn i myndina er skotið við-
tölum við menn sem voru „Wobb-
lies” og eru nú háaldraðir, en
ennþá i fullu fjöri og minnast
þessara tima glöggt. IWW var
hreyfing sem byggðist á sterkum
hugsjónum og oft hefur veriö sagt
að meðlimirnir hafi verið barna-
lega bjartsýnir. Andspyrnan gegn
þeim var mikil, þeir voru fang-
elsaðir og jafnvel myrtir og að-
gerðir þeirra voru baröar niður
með harðri hendi.
Þessi mynd er sögð vera ein-
stæð söguleg heimildarmynd.
Auk viðtalanna við gömlu menn-
ina eru i henni ljósmyndir og
fréttamyndir frá þeim tima sem
fjallað er um, að ógleymdri hinni
fjörugu tónlist sem „Wobblies”
notuðu I baráttu sinni.
Town Bloody Hall
Þessi mynd hefur hlotið Is-
lenska nafnið Slagurinn I bæjar-
húsinu. Hún var tekin á vorkvöldi
áriö 1971 en ekki frumsýnd fyrr en
átta árum siðar. Hér er um að
ræða mynd af þeim fræga fundi
þar sem rithöfundurinn Norman
Mailer átti I kappræðum við
fjórar kvenréttindakonur: Ger-
maine Greer, Jill Johnston,
Diana Trilling og Jacqueline
Ceballos. Auk þeirra tóku margir
þátt I slagnum utan úr sal, þ.á m.
Betty Friedan og Susan Sontag.
Norman Mailer hafði þá unnið
sér það til frægðar að veröa eins-
konar erkióvinur kvenfrelsis-
hreyfingarinnar nýju, sem var I
miklum uppgangi á þessum tima.
Hann var „pungrotta númer eitt”
i augum kvennanna, einkum eftir
að bók hans „The Prisoner of
Sex” kom út. Umræðurnar urðu
liflegar, svo ekki sé meira sagt.
Einn besti heimildarmyndahöf-
undur Bandarikjanna,
A.D.Pennebaker, geröi myndina i
samvinnu viö Chris Hegedus, og
er þab mál manna að vel hafi tek-
ist að koma andrúmslofti fundar-
ins til skila. Myndin er sögb drep-
fyndin.
Músikmyndir
A hátiðinni veröa sýndar
nokkrar heimildarmyndir um
tónlistarmenn. Töframaðurinn
frá Waukesha segir frá djass-
gitaristanum Les Paul og ferli
hans allt frá þvi hann spilaði i
stórum hljómsveitum á fimmta
áratugnum. Different Drummer
heitir mynd um trommuleikar-
ann Elvin Jones, tæplega hálf-
tima mynd sem fékk verðlaun á
öðruvisi trymbill, mynd um Elvin Jones.
kvikmyndahátiðinni i Chicago i
fyrra. Siðasti blái djöfullinn er
mynd i fullri lengd og sýnir
meistarana Count Basie, Jay
McShann, Joe Turner og Jesse
Price. Loks er myndin On the
Road with Duke, sem kölluð er á
islensku Hertoginn á túr, og
fjallar um Duke Ellington.
Aðrar myndir
Hér er ekki rúm til að fjalla
ýtarlega um allar myndirnar á
hátlðinni, en I lokin skulu taldar
upp þær sem enn er ógetiö. Flug
kondórsins frá Gossamer er 27
minútna mynd sem fékk óskars-
verðlaun 1978, sem besta stutta
heimildarmyndin, og fjallar um
tilraunaflug Paul MacCready
árið 1977. Höfundur myndar-
innar, Ben Shedd, er gestur há-
tiðarinnar ásamt Mitchell Block,
sem á hér aöra mynd: Engar
lygar (No Lies). Sú mynd er
einnig stutt, og fjallar um nauðg-
un — leikin heimildarmynd,
sem hefur vakið mikla athygli.
Þessar tvær myndir veröa sýndar
við opnun hátlðarinnar kl. 3. i
dag, laugardag, og ennfremur
myndin Poto og Cabengo eftir
Jean-Pierre Gorin, fyrrverandi
samstarfsmann Godards. Mynd
hans segir frá Kennedy-tvibura-
systrunum, sem frægar urðu I
Bandarikjunum þegar upp komst
að þær höföu búiö til sérstakt
tungumál, sem þær notuðu sin á
milli.
Cuts heitir mynd um verka-
menn i sögunarmyllum á vestur-
strönd Bandarikjanna. Amerika
glötuð og heimt fjallar um
kreppuárin fyrir siðari heims-
styrjöld. Og loks er mynd sem
heitir Langt niðri i Los Angeles,
eða Low, Low in L.A.
Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hl.
Suðurlandsbraut 14 - Reykjavík - Sími 38600
LADA
mest seldi bíllinn
á íslandi ár eftir ár
Tryggið ykkur LADA á lága verðinu
Hagstæðir greiðsluskilmálar
Lada 1200
Lada station
Lada 1500 station
Lada 1500 Topas
Lada 1600
Lada Sport
Verð ca. kr. 3.890 þúsund
Verð ca. kr. 4.110 þúsund
Verð ca. kr. 4.520 þúsund
Verð ca. kr. 4.502 þúsund
Verð ca. kr. 4.765 þúsund
Verð ca. kr. 6.110 þúsund
LADA