Þjóðviljinn - 26.07.1980, Side 8
8 SÍÐA — ÞJ6DVILJ1NN Hclfeiil li.-r-,xy. júU.
Eigum viö aö viröa sérkenni
þjóölffs og menningar f öörum
löndum, i fjarlœgum heimshlut-
um? Vitaskuld. En hve langt á
þessi viröing okkar aö ganga?
Vitiö þiö þaö?
Breytingagleði
A blómaskeiöi nýlenduveld-
anna ösluöu Evrópumenn yfir
heiminn og reyndu eftir bestu
getu aö breyta honum eftir sinu
höföi. Þeir voru svo vissir um aö
þeir vsru fulltrúar hinna sönnu
framfara, og gott ef ekki guös
vilja, aö þeim datt næsta sjald-
an i hug aö spyrja sjálfa sig aö
þvl hvaö þeir vœru aö gera. beir
sem andæföu þvi, aö nýir siöir,
ný gildi, ryddu sér til róms,
hvort sem væri f kjölfar viö-
skipta, hvervalds eöa trúboös,
voru sjálfkrafa orönir fulltrúar
miöalda, stöönunar, afturhalds.
Vertu
ekki
aö skipta þér af mér!
Eða: Hve langt eigum við að ganga í að hneigja okkur fyrir menningu
sem er „öðruvisi”?
Þannig var mörgu breytt,
sumu til góös (afnám þræla-
halds), ööru til hins verra. Þaö
versta var, aö einatt geröu
mennsérekkigrein fyrirþví, aö
einmitt sú staöreynd, aö marg-
ar breytingar geröust hratt og
aö þær voru framkvæmdar af
utanaökomandi afli, leiddi til
þess, aö þaö skapaöist einskon-
ar menningargjá sem ekkert
var hægt aö fylla meö; hiö
gamla hvarf án þess aö nýjung-
ar yröu eölilegur hlutur f þjóö-
lifi.
Nú hafa margir gert sér
nokkra grein fyrir neikvæöum
hliöum þeirra breytinga sem á
var komiö. Nú eru þvf fleiri á
veröi og reiöubúnir til aö rétt-
læta margt sem áöur var óhæfa
þvf aöeins aö hægt sé aö skir-
skota til sérkenna menningar
eöa einhvers þessháttar. Skoö-
um þaö nánar.
Svarta blæjan
1 lran bjuggu vestræn áhrif til
i stórborgum nokkurn hóp
ungra stúlkna sem voru vel aö
sér um ýmsa hluti, en kannski i
of mörgum atriöum litiö annaö
en persneskumælandi eftirlík-
ingar af bandariskum og
frönskum einkariturum. A meö-
an obbinn af kvenþjóöinni i Iran
sat áfram bak viö fjóra veggi,
hulinnsvartri blæju, tsjador, og
hlýddi sinum húsbónda — allt I
anda islamskra heföa.
Og þjóölegrar menningar,
ekki satt?
Khomeini og hans menn ætla
aö leysa þetta misræmi meö
þeim hætti aö færa konuna aftur
i tsjador 1 nafni Islams og siö-
gæöisins. Svo koma iranskar
konur á kvennaráöstefnu I
Kaupmannahöfn og segja aö
þetta sé rétt og ágætt. „Þetta er
okkar menning”sögöuþær (sbr.
frásögn af blaöamannafundi I
Kaupmannahöfn i Þjv. föstu-
daginn 18. júlf). Þær geröu
meira. Þær reyndu aö snúa vörn
i sókn: „Tsjadorinn, blæjan,
sögöu þær, er til þess aö vernda
konurnar frá þvf aö litiö sé á
þær sem kyntákn og viö viljum
bera hann”.
Bragðvísi
Hér er gert tvennt i senn. I
fyrsta lagier.eins og oft gerist I
byltingarþjóöfélögum, ýtt til
hliöar þeim sem eru á ööru
máli, I þessu tilfelli þeim konum
sem ekki vilja hverfa undir for-
sjá klerkaveldisins I þessum
efnum sem öörum — og þær eru
margar. 1 ööru lagi er veriö aö
snúa á vestrænar konur meö
þeirra eigin oröfæri. Þegar viö
erum faldar á bak viö svartan
stakk, þá erum viö ekki kyn-
tákn, segja hinar irönsku konur
— og vfsa þá til þess, aö vest-
rænar konur hafa mjög kvartaö
yfir þvf aö kvenllkaminn væri
haföur til litillækkandi auglýs-
inga, aö konur veröa aö auglýsa
sig meö Utlitinu til aö ganga út.
En þá er þaö látiö gleymast um
leiö, aö blæjan svarta er hin
hliöin á sama máli: hún er um-
búöir sem karl vefur utan um
konu sem hann hefur keypt sér
og tilkynnir um leiö: Þetta er
konan mfn. Eg á þessa konu.
Enginn skal horfa á hana nema
ég.
Bikini i tima og ótima — og
tsjador hinsvegar eru hvort
tveggja dæmi um brenglaöa
sambúö kynjanna.
Stúlkur skornar
Tökum annaö dæmi, sem er
alvarlegra en klæöaburöur.
Viöa i Afriku, reyndar I mú-
hameöslöndum f Asiu einnig og
viöa I Suöur-Ameriku, eru
framkvæmdar sársaukafullar
og hættulegar skuröaögeröir á
stúlkubörnum. Snipurinn skor-
inn burt, allvlöa er saumaö fyrir
leggöngin. Allt er þetta til oröiö
vegna þess aö karlar vildu
tryggja aö stúlkur liföu ekki
kynllfi fyrir giftingu, eöa jafn-
vel aö konur gætu aöeins haft
takmarkaöa ánægju af kynlifi.
Þetta er miklu stærra mál en
flestir gera sér grein fyrir. Sér-
fróöir telja aö um fjóröungur
allra kvenna búi viö limlest-
ingar af þessu tagi.
Og þetta er lika „venja sem á
sér djúpar rætur I okkar menn-
ingu” segir Zene Tadesse frá
Eþíópiu, sem einnig er komin til
Kaupmannahafnar. Hún ætlar á
hliöarráöstefnu kvenna (þar
sem m.a. er rætt ýmislegt þaö
sem ekki kemst á dagskrá á
ráöstefnu þeirri sem Sameinuöu
þjóöirnar halda) til aö biöja
jafnréttiskonur Vesturlanda aö
hætta viö „vel meinta” kross-
ferö sina gegn umskurn á
konum.
Hún segir aö slik herferö muni
skaöa þær konur sem hlýöa
mundi sllkum áróöri. Þær yröu
taldar „vestrænir agentar”.
Þær yröu útskúfaöar úr samfé-
laginu. Enginn karl mundi vilja
þær. Þær yröu meira aö segja
grafnar ööruvfsi en aörar
konur.
Zene Tadesse kemur frá
Eþíópíu, byltingarríki, þar sem
heitiö er á Marx og Lenin. Hún
vill sjálf vinna gegn umskurn
vegna þess aö aögeröin er bæöi
hættuleg og ónauösynleg. Hún
viöurkennir aö I afriskum borg-
umséu þegar tilhópar uppslýsts
fólks sem ekki lætur umskera
dætur sinar. En samt vill hún
fara meö veggjum, vegna þess
hve almenningsálitiö og karla-
veldiö er sterkt. Og hún segir aö
þetta mál komi ekki vestur-
landakonum viö, þær eigi aö
bera viröingu fyrir „annars-
konar menningu”.
Þaö er engin lýgi aö þaö er
vandlifaö f heiminum.
Ekki jábræður þess
sem er
Auövitaö eiga menn aö fara
meö gát þejgar þeir rekast á
annarlega siöi, eins þótt þeim
þyki þeir viöbjóöslegir. Stóryröi
munu ekki skapa neinn um-
ræöugrundvöll. En þau dæmi
sem nú voru rakin ættu einnig
aö minna á annaö: þaö er llka
ástæöulaust, aö vera svo
skilningsríkur aö kinka kolli yfir
hverju þvi sem erindrekar
heföarinnar og meirihlutans (og
hér þá hefðbundinna karlaviö-
horfa f ákveönum heims-
hlutum) hafa fram aö færa.
Dæmin um kröfur sem geröar
eru til þess aö viö viröum I verki
„annarskonar menningu” eru
svo mörg og þau geta veriö
miklu alvarlegri en þau sem hér
voru rakin i tilefni nýlegra
frétta. Skipting Indverja I
erföastéttir á auövitaö ekki aö
vera afsökun fyrir þvi aö er-
lendir herir séu látnir fá þá til
aö breyta um afstööu — en.þótt
þessi sama skipting og sviviröi-
leg meöferö á hinum „ósnertan-
legu” sé snar þáttur hindúa-
menningar, þá er auövitaö ekki
minnsta ástæöa til aö taka undir
þær röksemdir meö nokkrum
hætti. Ekki heldir meö þögn-
inni.
Enn síöur þegar Islömsk
endurvakning tekur á sig jafn
hremmilegar myndir og birtast
I hýöingum, limlestingum og af-
tökum meö grjótkasti.
Sprengiefni
En hitt er lika rétt, sem aöeins
var komiö inn á áöan og konan
frá Eþfópíu minntist einnig á:
Menn veröa aö kunna aö andæfa
kurteislega gegn rótgrónum siö-
um, þótt bölvaöir séu. Nýlendu-
veldin reyndu aö banna um-
skurn stúlkubarna meö lögum I
Afrlku, en þaö mistókst: sam-
félögin hlýddu ekki. Þaö er
ekkert llklegra en aö umbætur
sem á aö reka ofan I fólk meö
hervaldi og lagaboöi á hálfu
æviskeiöi kynslóöar mistakist.
Ef upplýsingin á aö byrja
meö fyrirlitlegu tali um aö allt
sem geröu foreldrar þlnir og
afar hafi veriö heimska tóm og
hindurvitni, þá er eins vlst aö þú
hlaupir inn I skel og grýtir
þaöan spottarann.
Sem fyrr er þaö ótalmargt
sem þarf aö breytast i suöri og
noröri og austri og vestri. Eitt
erfiöasta verkefniöer þá, aö sjá
til þess, aö nútlminn komist inn I
þjóöfélög hefðanna meö þeim
hætti sem heimamenn geta
skiliö og sætt sig viö. Annars
geta oröiö þær sprengingar sem
annaöhvort gera forna menn-
ingu varnarlausa og leggja
hana I rúst eöa vekja upp viö-
leitni til aö snúa aftur meö
grimmu valdboöi til þeirra tlma
sem liönir eru — og þá einatt til
þeirra þátta fyrri tlma sem
minnst eftirsjá var I. — AB
vj
mm
#sunnudags
pistíll
A.Escoffier: The
Complete Guide to the
Art of Modern Cookery.
The first translation into English
in its entirety of Le Guide
Culinaire. Translated by
H.L.Cracknell and R.J.Kauf-
mann. Heinemann 1979.
Þýöendurnir eru báöir ágætir
kokkar, þeir hófu samstarf um
þýöinguna, þegar þeir unnu á
Savoy í London á fimmta ára-
tugnum. Escoffier sá um útgáfu
rits slns allt til fjóröu útgáfu 1921,
hann endurskoöaöi hverja útgáfu,
bætti viö athugasemdum og upp-
skriftum og var óþreytandi I þvi
aö betrumbæta og lagfæra. Son-
arsonur Escoffiers, Pierre P.
Escoffier, skrifar æviþátt um afa
sinn I upphafi bókarinnar.
Geo rge Auguste Escoffier
fæddist 1846 I Villeneuve Loubet,
þorpi sem kúrir I friöi og spekt
undir kastalaveggjum I nágrenni
Nizza. Faöir hans var járnsmiö-
ur, sem var bæöi læs og skrifandi
og las gjarnan blööin fyrir
nágranna slna, meö eigin athuga-
semdum. Faöir hans gekk oft sjö
mllur til borgarinnar meö tóbak,
sem hann ræktaöi sjálfur og seldi
þar á markaöi.
Þrettán ára var drengurinn
settur til náms I matreiöslu hjá
fööurbróöur sínum I Nizza.
Drengurinn haföi sýnt nokkurn
áhuga á leirmótun og málaralist,
en fööur hans þótti lltil framtlö I
sllku og taldi hann á aö læra
fremur matreiöslu. Síöan lá leiö
hans til Parísar, hann tók þátt I.
strlöi Frakka og Þjóöverja 1870
og skrifaöi siöar smápistil um
þá reynslu slna, m.a. nýtingu
dýra úr dýragöröum
Parlsar, meöan umsátriö stóö,
svo og nýtingu ýmissa annara
flækingsdýra. Slöan vann hann I
Monte Carlo og Lutzerne I Sviss,
kynntist César Ritz og héldu þeir
til Lundúna, þar sem þeir unnu
saman á Savoy.
Prinsinn af Wales, sem manna
best kunni aö meta góöan mat,
kynntist matargerö þeirra félaga
og þá hófst Carlton-þátturinn.
Escoffier starfaöi ekki aöeins aö
matargerö; hann setti saman þá
matreiðslubók, sem lengi mun
halda nafni hans á lofti, sem er
þessi bók. Frakkar kunnu manna
best að meta kunnáttu Escoffiers
og 1928 var hann sæmdur titlinum
Officer de la Légion d’Honneur
af Edouard Herriot, fyrrverandi
forsætisráöherra Frakklands.
Þessi bók er viöamikil»yfir 600
tvidálka blaöslöur, og hér má
finna uppskriftir, sem nú oröiö
eru fremur sjaldgæfar og óvlöa
matreiddar, eftir aö matargerö
tók aö hnigna I Evrópu. útgefend-
ur hafa gætt þess aö gæta fyllstu
nákvæmni um öll mál, gömlu ein-
ingarnar eru notaöar og einnig
samsvarandi nýjar.
Gotthold Ephraim Less-
ing: Das dichterische
Werk Band l-ll. Deutscher
Taschenbuch Verlag 1979.
Franska klasslkin mótaöi
þýska leikritagerö, þar til áhrifa
Lessings tók aö gæta um og eftir
miöja 18. öld. Þýöing hans er
fyrst og fremst fólgin I þvi aö
hann átti mestan þátt I þvl aö
rýra frönsk áhrif á þýskt menn-
ingarlif og auka áhrif ensks leik-
ritaskáldskapar á þýskan og þar
meö aö leysa þann slöar nefnda
úr þeim freönu viöjum og blása
náttúrlegu llfi I þessa grein bók-
mennta. Lessing ritaöi margt um
bókmenntir og þá ekki sist um
leikbókmenntir. Hann braut blað
i þýskri leiklist meö , Beitrage
zur Historie und Aufnahme des
Theaters” (1749). í ritgeröum
slnum og greinum I „Briefe,
neueste Literatur betreffend” og i
„Hamburgische Dramaturgie”
braut hann upp á nýrri stefnu I
leikritagerö. I hinu fræga 17ánda
bréfi hélt hann því fram aö leikrit
Shakespeares væru tengdari
Frh. á bls. 27