Þjóðviljinn - 26.07.1980, Síða 11
Helgin 12,-13. J«UI. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
Böövar Guömundsson skrifar:
Um daginn fór ég i bió aó sjá
islenska mynd sem heitir óöal
feftranna. Hún er eftir Islenskan
mann sem heitir Hrafn Gunn-
laugsson. Ég les nvl ekki mikió
ritdóma og svoleiðis en ég hafði
séð aö það var veriö að tala um
þessa mynd i blöðunum. Það
var að minnsta kosti oft búið að
minnast á hana i Þjóðviljanum.
Myndin fjallar um margt
milli himins og jarðar og er
stundum ákaflega sorgleg. Hún
byrjar eftir jarðarför heima á
bænum. Það var bóndinn sem
verið var að jarða. Svo fer ein-
hver maöur að halda ræðu og þá
hætta allir að tala og drekka
kaffiö. Svo fara bræöurnir út að
gá aö traktornum, fyrst sá eldri
og svo sá yngri. Traktorinn
reynist vera alveg i lagi og þá fá
þeir lánaðan rangerover hjá
einhverjum manni og keyra i
Húsafell. Svo hitta þeir ein-
hverjar stelpur sem vilja endi-
lega hafa parti i hlöðunni en það
vill mamman ekki og þá fer
eldri sonurinn upp á þak eftir að
vera búinn að drekka vinið sem
stelpurnar komu meö og dettur
ofanaf þakinu sem var allt of
bratt. Eftir að hann er dottinn
missir hann vitiö og er lamaður.
Svo fer yngri strákurinn i skóla
suöur og það kemur maður meö
rútunni til að moka heima á
bænum. Maðurinn verður hrif-
inn af stelpunni en mamman á
bænum vill ekki að hann eigi
hana. Svo fer hún, mamman, út
að keyra með kaupfélagsstjór-
anum og á meðan gefur maður-
inn stelpunni ástardrykk og þau
fara að sofa saman og loka að
sér en á meðan kemur mamm-
an heim og bankar á dyrnar hjá
þeim. En stúlkan er heyrnar-
laus og heyrir ekki svo mamm-
an kemst ekki inn. Mamman
veröur voða reið og lætur gelda
folann á bænum, en það þurfti
hvort sem er aö gera, þvi það er
alltaf gert á vorin.
Strákurinn sem fór suður að
læra lendir i voða ævintýrum.
Fyrst fer hann að hitta konu
sem bróðir hans þekkti sem
datt ofan af þakinu. Svo kemur
hann til konunnar og þá á
hún enga peninga og viö
drykkjuvandamál að striða.
Svo lætur strákurinn hana
hafa peningana sem kaupfér
lagsstjórinn hafði látiö hann
hafa, en það finnst mér að
hann hefði ekki átt að gera þvf
svona konur gefa áreiöanlega
ekki til baka heldur drekka fyrir
afganginn. Svo fer strákurinn á
ball og á bar en hann þekkir
engan af þvi hann á svo litla
peninga og er svo óvanur að
tala. Svo fer hann heim og þá
eru einhverjir menn búnir aö
finna veiði i ánni á stað
sem heitir Barnafossar og er
á Loftleiöaplakatinu og marg-
ir útlendingar vita alveg
um.Svo vill mamman ekki
selja manninum sem fann
veiðina veiðistaðinn eða jörð-
ina alla svo maðurinn veröur
aö tala viö kaupfélagsstjór-
ann sem er voða rlkur og á
sundlaug og unga dóttur. Svo
talar kaupfélagsstjórinn viö
mömmuna og segir henni að
hún skuldi og sonurinn sé i skóla
fyrir sunnan og sonurinn fer
með systur slna sem er heyrn-
arlaus til læknis sem er voða
góöur viö þau og segir að hún sé
komin marga mánuði á leið eftir
manninn sem átti að moka.
Stelpan heyrir þetta ekki af þvi
hún er heyrnarlaus svo læknir-
inn talar bara við bróður hennar
og segir honum að hún gangi
með heilbrigðan strák. Bróöir-
inn verður voöa góður við systur
sina og svo selur mamman jörð-
ina þeim sem fann veiðina. Svo
fer hann að byggja veiðihús sem
er alveg nýtt þvi hann er voða
rikur. Strákurinn sér nú að
mamman hafði ekki selt nógu
dýrt þvi þau skulduöu alveg
voöa mikiö i kaupfélaginu.
Strákurinn fer á traktornum að
hitta kaupfélagsstjórann og
biðja hann að gefa þeim skuld-
irnar eða eitthvað svoleiðis en
þá er kaupfélagiö farið á haus-
inn og dóttir hans er aö læra að
synda i voða finni sundlaug I
húsinu svo strákurinn stelur
bilnum og keyrir á simastaur og
skemmir vatnskassann. Svo
lætur kaupfélagsstjórinn setja
strákinn I fangelsi en bróöir
hans sem er alþingismaöur og
hélt ræðuna I jarðarförinni nær
honum úr fangelsinu, sem mér
finnst ekki gott, þvi strákurinn
hefði alveg mátt sitja lengur
innieftir aðhafa skemmt bilinn,
en bróðirinn er bara svona góð-
ur og ræður öllu um lögin.
Svo fer strákurinn heim að
mála gamla húsið og horfa á
rútuna keyra um veginn og ætl-
ar alltaf að vera góður.
Mér finnst þetta góð mynd
og miklu meira gaman að
sjá svona myndir heldur en ein-
hverjar ádeildur. Það voru auö-
vitað dálitið hroöalegir staðir
eins og þegar maðurinn sem
kom að moka svaf hjá stelpunni
sem var heyrnarlaus og þegar
að þeir geltu folann, en það var
samt spennandi á meðan að vita
hvort mamman kæmist inn til
þeirra og að folinn slyppi. Svo
fannst mér gaman að sjá lands-
lagið og lika hvað var fint hjá
kaupfélagsstjóranum. og ég er
alveg viss um að myndin verður
góö landkynning þegar hún
verður sýnd I útlöndum þvi
landiö er svo faliegt og það
þekkja svo margir útlendingar
Flugleiöaplakatið og svo er gott
að útlendingar sjái hvað var fint
hjá kaupfélagsstjóranum þvi
það halda sumir útiendingar
að það sé ekki eins fint hjá okk-
ur og það er hjá þeim. Svo er allt
fólkið svo voöa islenskt og ljós-
hært og islenski hesturinn og
íslenski hundurinn koma báðir
fram I myndinni. Og svo er
alltaf svo voöa gaman aö heyra
Islensku i bió, en þaö hefði verið
gaman að þekkja svolitiö fleiri
leikara sem léku, þó þeir sem
gerðu það gerðu það voða vel.
Mér finnst þessi mynd orð I
tima töluð og ég vil þakka
Hrafni Gunnlaugssyni fyrir að
búa hana til og islenskum kvik-
myndahúsum fyrir að sýna
hana.
Fyrir tveimur árum keypti
Landssamband Isl. útvegs-
manna jörðina Skjaldartröð á
Hellnum i þvi skyni aö reisa þar
sumarbústaöi. Hellnabúar eru
mjög óánægðir með þessar
sumarbústaöabyggingar og
hafa mótmælt þeim frá þvi að
málinu var fyrst hreyft.
AB þvi er Gunnlaugur Haii-
grlmsson á Hellnum sagði okk-
ur setti jarðanefnd það skilyrði
fyrir kaupum L.í.Cr. að jörðin
yrði byggð ábúanda til llfstiðar.
Það samþykktu kaupendur.
Þegar jörðin var seld, vildi
einn þriðji hreppsbúa að hrepp-
urinn keypti hana. Abúandinn
lýsti sig reiöubúinn að ganga inn
I kaupin svo áhætta hreppsins
væri ekki mikil. Nú hefur L.I.ú.
Sumarbústaöastríöiö á
Yfir byggðinni á Hellnum „hvflir sérstæður blær friðar og öryggis”. Mynd: G.H.
Viljum varöveita
gefiö i skyn aö ýmsir fleiri vilji
fá þarna land undir sumrbú-
staði svo Hellnamenn telja sig
eiga það á hættu, að fá yfir sig
heilt sumarbústaðahverfi.
Spilda sú, sem L.I.C. vill reisa
sumarbústaðina á, hefur alltaf
veriö nýtt sem hluti af túninu I
Skjaldartröö. Fariö er að leggja
veg yfir plássið, m.a. yfir tótt-
irnar að býlinu Neöri-Keldu.
Vatnsból staðarins, sem verið
hefur þarna frá ómunatiö, —
vlgður Gvendarbrunnur, — hef-
ur nú verið ræstur fram og eyöi-
lagöur. Þangað var vatn sótt
öldum saman er annaö þraut,
þar til vatnsveita var lögð fyrir
17 árum.
Þegar svo L.Í.Ú.-menn hófu
þarna framkvæmdir á dögun-
um, og þá I skjóli meiri hluta
hrew)snefndar, þá mótmæltu
Hellnabúar þessum aðförum
allir sem einn. Þeir bentu á
samþykkt sýslunefndar um það,
aö þar sem bygging sumar-
bústaðaséáannaö borð leyfð, þá
sé tekiö fullt tillit til þeirra ibúa,
sem fyrir eru. Afhent var bréf
frá bygginganefnd og bygginga-
fulltúa, þar sem skorað var á
L.I.tJ. aö hætta framkvæmdum
þar til séð yrði fyrir enda
málsins. Fyrir liggur að jarða-
nefnd og Landnám rikisins eru
andvig þvi, að þarna sé byggt,en
hafa bent á aðra spildu ofar.
Sýslufulltrúi óskaði þess þá, að
framkvæmdir yröu stöðvaðar I
bili og var svo gert.
Gunnlaugur Hallgrimsson
sagði að búskapur hefði haldist
óbreyttur á Hellnum frá ómuna-
tiö, þrátt fyrir öll rassaköst i
þjóðfélaginu; smábúskapur og
smábátaútgerð. Yfir þessari
litlu byggð viö jökulræturnar
hvildi sérstæður blær friðar og
öryggis. Þann blæ vildu Ibúarn-
ir varðveita,en ekki láta eyði-
byggðina
leggja með einhverjum inn-
rásarher. ,,Við erum reiðubúin
til þess að verja þessa byggð
okkar hverskonar ágangi,”
sagði Gunnlaugur Hall-
grimsson.
Lögfræðingur þeirra Hellna-
manna er Stefán Pálsson. Við
spurðum hann hvernig staðan
væri i þessu striöi nú
Stefán sagði að biðstaða væri
nú I taflinu, en á það myndi trú-
lega reyna næstu daga hvort
leyft yrði að byggja á hinni um-
deildu spildu eða ekki. Það er
ákveðin torfa þarna, eiginlega i
túninu, sem L.l.ú. hefur viljað
reisa bústaðina á. en Hellna-
menn hafa mótmælt þvi alveg
frá upphafi að sumarbústaðir
yrðu settir þarna alveg ofan I
byggðina. Þeir óttast að fá mikla
umferð þarna I gegn, eins og
ævinlega fylgir sumarbústaða-
hverfum. Landnám rikisins er
búið að benda á svæöi, litlu ofar,
undir þessa bústaði og raunar
miklu fleiri, ef óskaö er. Aö mati
bygginganefndar og bygginga-
fulltrúa hafa L.I.ú-menn ekki
tilskilin leyfi til að hefja þarna
framkvæmdir, sagði Stefán
Pálsson.
— mhg