Þjóðviljinn - 26.07.1980, Side 19
HELGIN 26.-27. júH ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 19
Sigriður Björnsdóttir mynd-
listarmaöur kom fyrir skömmu
frá Skotlandi, þar sem hún sýndi
þrjár myndir sinar á mjög
óvenjulegri sýningu: Listahátiö
Tilraunadeildar Barlinnie-fang-
elsisins i Glasgow. Hér i Þjóövilj-
anum hefur áöur veriö sagt frá
þessari tilraunadeild (12. nóv.
1978 og 28. jan. 1979), sem er ein-
stök i sinni röö. Þar eru nokkrir
lifstiöarfangar i endurhæfingu, og
þetta er eina fangelsiö i heimin-
um þar sem endurhæfingin bygg-
ist á skapandi listrænni tjáningu,
samábyrgö og samstarfi fanga og
fangavaröa.
Listahátlö tilraunadeildarinnar
var nú haldin i annaö sinn, og stóö
yfir dagana 18.—20. júni. Sett var
upp sýning á verkum fanganna,
og áttu þeir allir nema einn verk á
sýningunni. Þetta voru högg-
myndir, málverk, teikningar,
vatnslitamyndir ofl. Einnig var
nokkrum listamönnum sem
heimsótt hafa fangelsiö boöiö aö
sýna þar verk sin, og var Sigriöur
ein þeirra, en hún hefur kynnt sér
tilraunadeildina og heimsótt hana
reglulega slöan 1975.
Á dagskrá listahátiöar var
einnig tónlist, ljóöalestur, leik-
sýningar og ballettsýning, og sáu
utanaökomandi listamenn um
flutning þessara atriöa. A lista-
hátiöina var boöiö ýmsu fólki
sem á einn eöa annan hátt hefur
látiö fangelsis- og endurhæfingar-
mál tilsin taka, svo og listamönn-
um, sálfræöingum og stjórnmála-
mönnum. Auk þess buöu fang-
arnir ættingjum sinum og vinum.
. Dagskráin var tviskipt á hverj-
um degi, og gestunum var einnig
skipt i tvo hópa, og voru 75 gestir
á hátiöinni i einu, eöa 150 manns á
dag. Undirbúning hátiöarinnar
annaöist sérstök nefnd, sem i
voru fangar, starfsmenn og Joyce
Laing, sem hefur mikiö komiö viö
sögu tilraunadeildarinnar og á
áreiöanlega stærstan þátt i þeim
góöa árangri sem fangarnir hafa
náö I listrænni sköpun. Hún hefur
yfirumsjón meö „art therapy”
eöa listrænni endurhæfingu á
nokkrum sjúkrahúsum og fang-
elsum I Skotlandi.
Gagnkvæmt gildi
Hátiöin fór mjög vel fram aö
sögn Sigriöar, og voru fangarnir á
einu máli um aö þeim þætti af-
skaplega mikill fengur i aö fá
þetta tækifæri til aö sýna verk sin
og kynnast listamönnum „aö
utan”. Allir myndlistarmenn
þarfnast þess aö fá raunhæft yfir-
lit yfir þaö sem þeir eru aö gera,
sýna verk sin og fá viöbrögö og
gagnrýni, og þaö á ekkert siöur
viö um listamennina i Barlinnie.
Gestunum þótti einnig mjög
lærdómsrikt aö kynnast föngun-
um og list þeirra.
— Ég fann þaö sjálf, — segir
Sigriöur, — aö þaö er afar lær-
dómsrikt aö kynnast þessum
myndlistarmönnum, sem tjá sig
ofboöslega sterkt og hafa mikiö
aö segja. Þeir eru mjög einangr-
aöir, hafa mikinn tima og næöi til
aö hugsa um sina list, og þeir eiga
auövelt meö aö tjá sig um hana.
Gildi listahátiöarinnar er þvi
gagnkvæmt, fyrir gesti og heima-
fólk.
Hneykslismál
Blaöamönnum var ekki boöiö á
listahátiöina, og telur Sigriöur aö
þaö hafi veriö mistök. En yfir-
menn fangelsisins hafa mjög
slæma reynslu af blaöamönnum,
sem hafa hvaö eftir annaö ráöist
meö lygum og óhróöri gegn starf-
semi tilraunadeildarinnar. Þaö
kom lika á daginn núna, aö lista-
hátiöin féll I skuggann af
hneykslismáli, sem kom upp dag-
inn eftir aö hátiöinni lauk.
Einn fanganna, John Elliott,
fannst þá I klefa sinum meövit-
undarlaus eftir of stóran skammt
af eiturlyf jum. Hann var fluttur á
sjúkrahús og þaöan i annaö fang-
elsi, og fær ekki aö koma aftur á
tilraunadeildina. Taliö er aö ein-
hver kunningi hans hafi notaö
tækifæriö til aö smygla lyfjum inn
til hans meöan á hátiöinni stóö.
Blööin voru ekki sein á sér aö
blása þetta mál út yfir aliar for-
siöur, og rifjuöu i leiöinni upp
gamlar lygasögur um heimsóknir
„gleöikvenna” og „ljúft líf” i til-
raunadeildinni.
John Elliott haföi aöeins veriö
i Barlinnie i nokkra mánuöi.
Hann var sá eini af föngunum,
sem ekki átti verk á sýningunni,
enda var endurhæfing hans rétt
Jimmy Boyle, einn af föngunum I tilraunadeiid Barlinnie-fangelsisins, hannaöi þennan leikskúlptúr fyrir börnin i Craigmillar-hverfi I Edin-
burgh. Skúlptúrinn heitir Gúlliver.
LISTAHÁTÍÐ BAK
VIÐ LÁS OG SLÁ
nýbyrjuö. Þetta slysalega óhapp
veröur nú sennilega til aö loka
fyrir honum þeim dyrum sem
voru aö opnast.
— Ég talaöi viö John á hátiö-
inni, segir Sigriöur, og spuröi
hann m.a. hvaö hann áliti um til-
raunadeildina. „Ég heföi átt aö
koma hingaö um leiö og deildin
var opnuö” — sagöi hann. Hann
sagöist hafa oröiö háöur eiturlyfj-
um I fangelsum, enda hefur hann
dvalist á „betrunarhælum” og I
fangelsum frá 14 ára aldri, en nú
er hann 39 ára. Hann sagöi mér
lika aö yfirvöld virtust beinlinis
stefna aö þvi aö stofna til vand-
ræöa i tilraunadeildinni, og sem
dæmi um þaö nefndi hann, aö
maöurinn sem sendur var þangaö
næst á undan honum heföi myrt
besta vin hans. „Ég veit aö ég má
ekki láta þaö hafa áhrif á sam-
skipti min viö þennan mann, þvi
hér byggist allt á samskiptum
fanganna sin á milli, en þetta er
mjög erfiö aöstaöa” — sagöi
hann.
Járnfrúin
Tilraunadeildin I Barlinnie hef-
ur átt erfitt uppdráttar frá byrj-
un, en aldrei þó einsog undanfariö
ár, eöa siöan „Járnfrúin” Marga-
ret Thatcher komst til valda. Sem
kunnugt er byggist „leiftursókn”
hennar á stórfelldum niöurskuröi
félagslegarar þjónustu, og aö
sjálfsögöu veröa fangelsin fyrir
baröinu á þeim niöurskuröi.
Thatcher hefur sagt um tilrauna-
deildina I Barlinnie, aö hún muni
ekki „höggva hana niöur”, en
nauösynlegt sé aö breyta
deildinni, endurmeta reglurnar
og formiö.
Eitt stærsta áfalliö sem deildin
hefur oröiö fyrir er brottrekstur
Ken Murray, sem starfaö haföi
viö deildina frá upphafi og var
einn helsti hugmyndafræöingur
hennar. I fyrra var Ken boöiö til
Ástraliu til aö halda fyrirlestra
um tilraunadeildina, og þegar
hann kom aftur beiö hans tilkynn-
ing um aö hann heföi veriö færöur
i annaö fangelsi. Þessi ráöstöfun
var liöur I vaxandi hörku yfir-
valda gegn tilraunadeildinni.
Ken Murray hefur mjög
ákveönar skoöanir á þvi hvernig
best sé aö vinna aö endurhæfingu
dæmdra glæpamanna. Samstarf
og samhjálp eru undirstööuatriöi
I þeirri endurhæfingu. Fangarnir
og starfsliöiö mynda hóp, sem
ræöur sameiginlega fram úr þeim
vandamálum sem upp koma, og
sinnir daglegum rekstri deildar-
innar, svo sem matseld, ræsting-
um, þvotti osfrv. Deildin er þvi
einskonar „kommúna” eöa fjöl-
skylda, þar sem allir eru samá-
byrgir og skipta meö sér störfum
á jafnréttisgrundvelli.
Gagnkvæmt traust er forsendan
fyrir þvi aö þessi starfsemi nái
tilætluöum árangri.
Einnig í Ástraiiu
Tilraunadeildin i Barlinnie hef-
ur vakiö mikla athygli meöal
þeirra sem viö fangelsismál fást i
heiminum. Þaö er margsannaö
mál, aö venjuleg. fangelsi hafa
ekki bætandi áhrif á þá sem þar
dvelja, enda reynslan sú aö yfir-
gnæfandi meirihluti þeirra tekur
aftur til viö fyrri iöju, þegar þeir
losna úr fangelsi, og eru þar meö
lentir inni I vitahring sem þeir
losna ekki úr.
Astraliumenn hafa sýnt til-
raunadeildinni sérstakan áhuga,
og nú er I bigerö aö setja tvær
slikar deildir á laggirnar þar I
landi.
— Þegar ég var I Astraliu 1978
var mikiö rætt um fangelsismál
þar, — segir Sigriöur, — vegna
uppreisnar sem gerö var i fang-
elsi I Sydney. Þessi mál virtust
vera I ólestri þar, og þaö hlýtur
þvi aö vera gleöiefni aö þeir skuli
vera aö leita nýrra leiöa.
Kemur okkur við
Nú stendur til aö reisa rlkis-
fangelsi á Islandi og væri sannar-
lega ekki vanþörf á aö taka þaö
mál til rækilegrar umræöu pg
velta þvi t.d. fyrir sér hvort rétt
sé aö fara út i aö reisa grjótbákn
aö bandariskri fyrirmynd, þar
sem aöaláherslan er lögö á
„öryggisráöstafanir” en litiö eöa
ekkert skeytt um endurhæfingu
afbrotamanna. Ég spuröi Sigriöi
hvaö henni fyndist aö hægt væri
aö gera i þessu sambandi.
— Viö þurfum fyrst og fremst
aö taka afstööu til þess, hvaöa til-
gangi fangelsi eigi aö þjóna. Er
þaö eingöngu til þess aö vernda
þjóöfélagiö fyrir hættulegum
mönnum, taka þá úr umferö, eöa
ber aö stefna aö þvi aö bæta þá, fá
þd inn I samfélagiö? Þetta kemur
okkur öllum viö, vegna þess aö
fangelsi eru þung fjárhagsbyröi,
sem viö stöndum undir sem skatt-
greiöendur. Mér finnst þó aö fjár-
hagshliöin sé ekki þyngst á met-
unum, heldur hljóti þyngsta
byröin aö vera sú staöreynd, aö
þessir meöbræöur okkar skuli
vinna gegn okkur, I staö þess aö
vinna meö okkur.
Reynslan af tilraunadeildinni i
Barlinnie hefur þegar sýnt, aö
þær aöferöir sem þar eru notaöar
geta njálpaö jafnvel forhertum
glæpamönnum til aö gjörbreyta
lifsviöhorfum sinum. Ég held aö
Islensk yfirvöld ættu aö kynna sér
starfsemi deildarinnar, áöur en
ráöist er I byggingu fangelsis af
þvi tagi sem þegar hefur sýnt sig
aö er gagnslaust og úrelt. Ég er
sannfærö um aö ef ráöamenn
dómsmála hér á landi sýndu
sama skilning og áhuga og starfs-
bræöur þeirra I Astraliu og byöu
Ken Murray aö koma hingaö og
ræöa viö þá sem máliö stendur
næst, yröi þaö til góös. Ken
Murray hefur viötæka þekkingu
og reynslu af fangelsismálum og
er sannkallaöur brautryöjandi á
sviöi endurhæfingar.
En reynslan af starfsemi
tilraunadeildarinnar hefur lika
sýnt aö viö ramman reip er aö
draga. Fjölmiölar og yfirvöld i
Bretlandi hafa oftar en ekki sýnt
deildinni fullan fjandskap og
skilningsleysi. Þaö segir sig sjálft
aö slik afstaöa hlýtur aö breytast
meö timanum. Allar nýjungar
mæta mótspyrnu i fyrstu. Og þvi
veröur ekki trúaö aö óreyndu aö
islensk yfirvöld láti hjá liöa aö
kanna þaö sem nýjast er og at-
hyglisveröast I fangelsismálum,
áöur en hafist veröur handa viö
byggingu rikisfangelsisins. — ih