Þjóðviljinn - 26.07.1980, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 26.07.1980, Blaðsíða 25
HELGIN 28.-27. júli *>JÓÖVILJINN — StÐA 25 visna- mál 4t \VTr>v Umsjón: Adolf J. Petersen Kjölur fúinn, rifin röng Sjómennskan er tslendingum I arf borin, allt frá þvi aö land- námsmenn sigldu fleytum sin- um yfir hafiö til lslands og svo tiöum milli landa. Ekki mundi nútima mönnum þykja vistin góö á þeim farkostum sem not- aöir voru á sjó allt frá land- námstiö og fram á þá öld er viö nú lifum á. En um annaö var ekki aö ræöa, betri skip voru ekki til, þetta varö aö duga eöa duga ekki, enda fór oft svo aö skip þessi týndust i hafi, brotn- uöu viö úfna strönd, eöa lentu i hrakningum, og margir menn fóru þá sina slöustu sjóferö og svo gerist of oft enn i dag. Ýmsir áttu þó góöar minn- ingar frá sinum sjóferöum og sögöu frá þeim sem huglægum þáttum I lifi sinu. Einn af þeim er þaö geröi var skáldiö Eggert Ólafsson, hann kom sem oftar heim tií tslands frá Kaup- mannahöfn voriö 1766; um þá sjóferö kvaö hann: Ég hef fengiö jómfrúbyr jafnan, hægan, bliöan; engan svo ég átti fyr æskilega þýöan. Náttúran er söm aö sjá, sækist skipa vegur, leiöarsteinninn fjöllum frá flaust aö landi dregur. Allar skepnur yndishót inna aö minu geöit höfrungarnir hlaupa á mót, hefja dans og gleöi. Landsins fugl um fiska tún finnur hrelling öngva, heldur mót oss hafs á brún hefja kvak og söngva. Skipurum nóttin birtu bjó, brá ei vanda sinum. Hekla lýsti langt um sjó lauka-fáki minum. Hátt i lofti hvergi kyr hygg ég ljósin brynni; svoddan kveöju ég fékk eifyr á fóstur-jöröu minni. En svo kom aö þvl aö Eggert sigldi sinn siöasta byr. Um þaö kvaö Arni Þorkelsson frá Meyjarlandi 1 Hegranesþingi, eftirfarandi rimu, er lýsir far- kosti, búnaöi hans, veöri og sjó- lagi: Kjölur fúinn, rifin röng, reiöinn allra verstur, keipur lúinn, lykkjan þröng, lasin, rúin öll tilföng. Engu nýtan farviö finn flestur saumur slitinn, engin spýtan óbrotin, er þó aö lita feröabúinn. Stýrisfjölin stutt og mjó, stefniö saman bundiö, grýtt er mölin, gamalt hró, gefst ei dvölin heima þó. Segliö ailt er sundurflakt, svikull ásinn lika, mjög fer hallt, en mastriö skakkt, mjög ósnjallt á rána lagt. Eyjabelti óskýrt var, ólga úr hafi gengur, um sér velti aldan þar og allar smellti grynningar. Skúmaöi froöa skerjum á, skall á súöum alda, reisti boöa bylgjan há og bauöst aö troöa land upp á. Grenjaöi úöur, glotti mar, geisaöi noröan kári, orgaöi iúöur ægis þar, ógeöprúöur nokkuö var. Um sér velti kóigan kná, knúöi skipiö alda, storöabelti stundi þá, • stýriö gelti króknum á. Hánarjór meö reginsiö ruggaöi undir þegnum, eins og ljóöi ægi viö ýtaslóö um geddumiö. Magnús Jónsson 1763—1840 kvaö Bernótus-rimui; I þeim eru þessar visur um sjóferö: Aflog ljót meö heiftug hót höföu dætur Ægis, þeirra tusk og reiöi-rusk reyndi jóinn lægis. Dundi röng og stundi stöng, stýrin marra og rumdu, murra hjól, en urrar ól, öldujóar þrumdu. Sigla drengir dag sem nátt djúpt um engi þöngla, rárnar lengi hljóöa hátt, hjól og strengir söngla. Bylgjan spýtti boöunum, byrjar titt I hroöunum, veöriö stritt i voöunum var sem flýtti gnoöunum. Súöa iýsti af sólunum sila vist á bólunum, einatt tisti i ólunum, aö sem þrýsti hjólunum. Þegar hafiö er lygnt, heillar þaö sjómanninn og skáldiö; á slikri stund kvaö Siguröur Breiöfjörö um logn: Vinda andi i vöggum sefur, vogar þegja og hlýöa á, haf um landiö hendur vefur, hvitt og spegilsiétt aö sjá. Straumar bindast brjóstum landa, beggja hlýna vingan má, eyjar synda, sofa standa silfurdýnum Ránar á. Sólin klár á hveli heiöa hvarma gljár viö baugunum, á sér hár hún er aö greiöa upp úr báru-Iaugunum. En á skammri stund skipast veöur I lofti. I Númarimum seg- ir Siguröur Breiöfjörö: Akker vindast upp úr sjá, ægir tautar viöur, segiin bindast húnum hjá, hieypt er skautum niöur. Skeiö á boöa bökin þá bólgin upp sig vegur, spýtir froöu og öldum á anda þungan 'dregur. Rengur braka og reynist gnoö, reflar flaka og digna, stengum þjakar þunga voö, þær svo taka aö svigna. Svo er þaö ein limra: Sævar út á sundum svalt er körlum stundum, á opnum ára kænum þeir svamla vitt á sænum, signdir ótal bænum I blænum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.