Þjóðviljinn - 26.07.1980, Qupperneq 29
HELGIN 26.-27. júil WÓÐVILJINN — StÐA 2 9
Síðustu forvöð á
Kjarvalsstöðum
Nú um helgina eru síöustu for-
vöö aö sjá hinar glæsilegu yfir-
litssýningar á verkum Kristínar
Jdnsdóttur og Geröar Helgadótt-
ur aö Kjarvalsstööum.
Sýningin hefur hlotiö frábæra
dóma og mjög góöa aösókn, enda
er hér um einstæöan listaviöburö
aö ræöa. Þeir sem enn hafa ekki
komið þvi i verk aö sjá sýn-
ingamar skal bent á aö nota helg-
ina til þess, henni veröur vart bet-
ur variö.
Aö Kjarvalsstööum hangir
einnig uppi myndröö Ragnheiöar
Jónsddttur „Ég er...”, en þá
myndröð vann listakonan sér-
staklega fyrir Listahátiö. — ih.
Harlan héraö, USA — áreiöanlega ein merkasta myndin á bandarlsku
kvikmyndavikunni.
Bandarísk kvikmynda-
vika í Regnboganum
Einsog sagt er frá á öörum staö
I blaöinu hefst bandarisk kvik-
myndavika i Regnboganum i dag,
laugardag. Dagskrá vikunnar
fyrstu þrjá dagana veröur sem
hér segir:
Laugardagur:
Kl. 3 — Flug kondórsins frá
Gossamer. Heimildarmynd um
flug eftir Ben Shedd. Engar
lygar, stutt, leikin heimildar-
mynd um nauögun, eftir Mit-
chell, Block, og Speeding, um
of hraðan akstur á þjóövegum,
einnig eftir Mitchell Block. Þeir
Shedd og Block eru gestir vik-
unnar og munu svara fyrir-
spurnum áhorfenda aö sýning-
unni lokinni.
Kl. 5 — Harlan héraö USA.
Merk mynd um verkfall námu-
verkamanna i Kentucky, eftir
Barbara Kopple.
Kl. 7 — Harlan héraö, USA.
Kl. 9 — Siöasti blái djöfullinn.
Mynd um djass i Kansas City,
eftir Bruce Ricker. Viö sögu
koma meistararnir Count Basie,
Big Joe Turner og Jay McShann.
Kl. 11 — Siöasti blái djöfullinn.
Sunnudagur:
Tónlistarmyndir.
Kl. 3 — Töframaöurinn frá
Vákesa.Um djassgitaristann Les
Paul, eftir Catherine Orentreich.
Elvin Jones: engum trommara
llkur.Um manninn sem kallaöur
hefur verið besti djasstrymbill
heims, eftir Edward Grey.
Kl. 5 — Hertoginn á túr —um
Duke Ellington og hljómsveit.
Kl. 7 — Hertoginn á túr.
Kl. 9 — Slöasti blái djöfullinn.
Kl. 11 — Siöasti blái djöfullinn.
Mánudagur:
Þjóöfélagsmy ndir.
Kl. 3 — óróagemsar (The
Wobblies). Um verkalýös-
samtökin International Workers
of the World, sem stofnuð voru
1905 og lamin niöur meö harðri
hendi rúmum áratug siöar.
Samtökin sem Joe Hill var félagi
I. Athyglisverö mynd um sögu
bandariskrar verkalýöshreyf-
ingar. Stjórnendur Stewart Bird.
og Deborah Shaffer.
Kl. 5 — óróagemsar.
Kl. 7 — Amerlka glötuö og
heimt. Um kreppuárin I Banda-
rikjunum og fyrstu styrjaldar-
árin. Myndin er unnin úr mynd-
efni frá þessum tima öryggis-
leysis og erfiöleika. Stjórnendur:
Tom Johnson og Lance Bird.
Kl. 9 — Amerlka glötuö og
heimt.
Kl. 11 — Harlan héraö USA.
Á þríhjóli í Lindarbæ
Nú um helgina verða for-
sýningar i Lindarbæ á leikritinu
Þrihjóliö eftir Arrabal. Sýningar
veröa á sunnudag kl. 20.30 og
siðan á þriöjudag og miövikudag
kl. 20.30. Leikritið fjallar um
utangarösmenn sem lifa i eigin
heimi,. Þetta er sérkennilegt fólk
sem örugglega vekur bæöi hlátur
og grát, þar sem þau sofa á
bekkjum, hringsóla á þrihjóli og
óttast lögregluna eins og pestina,
enda ógnun viö þeirra litla sam-
félag sem þróast I afkima
skemmtigarös einhvers staöar á
vorri jörö. —ká
Rauður
Skoda pardus árg. 1976 til sölu.
Ekinn 42.000 km. Vel með farinn bill.
Upplýsingar i sima 71891, laugardag og
sunnudag.
Flugkabarett
að ljúka
Flugkabarett veröur
sýndur á Hótel Borg I siöasta
sinn I kvöld, laugardag, kl.
10. Þaö er Júlileikhúsiö sem
sýnir kabarettinn. Höfundar
hans eru Erlingur Gislason,
Þórunn Siguröardóttir og
Brynja Benediktsdóttir, sem
jafnframt er leikstjóri.
Gestum Borgarinnar er
boöið I klukkutima flugferö
til New York og heim aftur,
og gerist ýmislegt á þeirri
leið. Leikendur eru Gisli
Rúnar Jónsson, Edda
Þórarinsdóttir, Edda Björg-
vinsdóttir, Guölaug Marla
Bjarnadóttir og Saga Jóns-
dóttir.
Og svo er einn leikandi
enn, sem aö visu sést ekki, en
heyrist þeim mun betur:
ólafur Ragnar Grimsson.
Margir hafa velt þvi fyrir sér
á sýningum, hvort þetta væri
i raun og veru rödd Olafs, og
nú höfum viö fengiö þaö
staöfest. Þaö er ekki illa til
fundiö, aö fá Ólaf til að leika
hlutverk forstjóra Loftferða-
félagsins”.
Flugkabarett er m.a. ádeila
á Flueleiði. ih
Tónleikar í
Skálholts-
kirkju
Nú um helgina er efnt til
sumartónleika I Skálholts-
kirkju einsog fimm undan-
farin sumur. Tónleikar þess-
ir, sem standa yfir I u.þ.b.
klukkutima, eru i dag, laug-
ardag, og á morgun og hefj-
ast kl. 15 báöa dagana.
Aögangur aö tónleikunum
er ókeypis og eru þeir eink-
um ætlaöir feröamönnum og
velunnurum staöarins, aö
þeir geti notið hvildar og
hressingar dagstund I Skál-
holti. Hægt er aö fá kaffiveit-
ingar á staönum aö loknum
tónleikum. Messaö er I Skál-
holtskirkju sunnudaga kl. 17.
Sumartónleikar hefjast aö
þessu sinni meö samleik Ing-
vars Jónssonar lágfiöluleik-
ara og Helgu Ingólfsdóttur
semballeikara. Ingvar
Jónasson starfar I Sviþjóö en
kemur nú gagngert til lands-
ins til aö leika i Skálholti.
Ingvar og Helga munu á
tónleikunum frumflytja nýtt
verk eftir Jónas Tómasson.
Nefnist verkiö „Notturno”
og er samið meö kirkjuna og
Skálholtsstaö i huga. Á tón-
leikaskrá þeirra eru einnig
verk eftir Jón Asgeirsson, M.
Reger, M. Corrette og J. S.
Bach.
Sýningu
Daða að
ljúka
Sýningu þeirri, sem staöiö
hefur á Mokka-kaffi undan-
fariö, á teikningum Daöa
Halldórssonar, fer senn aö
ljúka. Daöi er Húsvikingur
og notar hann eingöngu blý-
ant og kolkrit, viö gerö
mynda sinna.
Efni myndanna sækir hann
gjarnan i hringavitleysu
neysluþjóðfélagsins og lýsir
fáránleika margs, er þar má
sjá.
(Fréttatilkynning)
T ónlistarkennarar
Tónlistarskólinn i Stykkishólmi óskar að
ráða til starfa fyrir næsta skólaár eftir-
talda starfsmenn:
Skólastjóra, aðalkennslugrein blásturs-
hljóðfæri.
Kennara, aðalkennslugrein tónfræði og
ýmis hljóðfæri.
Allar upplýsingar gefa Bjarni Lárentinus-
son form. skólanefndar i sima 93-8219 og
Sturla Böðvarsson, sveitarstjóri Stykkis-
hólms i sima 93-8136.
Skólanefnd
Tónlistarskóla Stykkishólms
Hitaveita Akureyrar
auglýsir hér með lausa til umsóknar stöðu
TÆKNIFULLTRÚA.
Starfið felst i umsjón með öllum tæknileg-
um málum, þe. rekstri og viðhaldi alls
veitukerfisins og daglegri stjórnun verk-
stjóra, vélgæslu o.fl.
Krafist er vélaverkfræði- og véltæknifræði
menntunar, þekking á dælubúnaði æski-
leg.
Umsóknum skal skila fyrir 20. ágúst n.k.
til hitaveitustjóra eða fulltrúa hans, sem
veita allar nánari upplýsingar.
Hitaveita Akureyrar.
Skrifstofustarf:
Arkitektafélag íslands óskar eftir manni
til að reka skrifstofu félagsins hálfan dag-
inn.
Byrjunarlaun skv. 16. launaflokki BSRB.
Vélritunar- og bókfærslukunnátta nauð-
synleg.
Umsóknir sendist til Arkitektafélags Is-
lands, Freyjugötu 41,101 Reykjavik, fyrir
30. júli n.k.
Hitaveita Reykjavíkur
óskar eftir að ráða rafeindaverkfræðing
eða tæknifræðing til starfa við stjórnkerfi
og annan rafeindabúnað veitunnar.
Skriflegar umsóknir sendist skrifstofu
Hitaveitunnar Drápuhlið 14, fyrir 10.
ágúst n.k.
Nánari upplýsingar gefur skrifstofan i
sima 25520.
Skrifstofustarf
við Raunvisindastofnun Háskólans er
laust til umsóknar.
Þekking á meðferð banka- og tollskjala
æskileg ásamt góðri tungumálakunnáttu.
Upplýsingar veittar i sima 21340 kl. 10—12
næstu daga. Umsóknir sendist Raunvis-
indastofnun Háskólans Dunhaga 3 fyrir 31
júli 1980.