Þjóðviljinn - 10.09.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.09.1980, Blaðsíða 1
Er skýrsla Flugleiða trúnadarmál? UOBVIUINN Miðvikudagur 10. september 1980 — 205. tbl. 45. árg. F orsendurnar ekki birtar Sjá síðu 3 • Ungt fólk „dottið út af ” hinum almenna fasteignamarkaði Kœran um meint smygl hjá ISPORTO kom frá Reguladora í Portúgal • Bygging verkamanna- bústaða, húsaleigulögin og lánakjör meðal ástæðna Framboð á ibúðum er mun meira en eftirspurnin var samdóma álit nokk- urra stærstu fasteignasala bæjarins/ þegar Þjóðvilj- inn leitaði fregna af ástandinu á fasteigna- markaðnum. Það er búið að metta markaðinn sagði einn þeirra. Þetta er ástand sem ekki hefur komið upp árum saman. Frá því i sumar hefur framboð verið mjög mikið á fullgerðum ibúðum og verðið nánast staðið I stað. Þjóðviljanum bárust fregnir af fólki sem var að reyna að selja, en gekk illa og varð að lækka söluverðið. Slikt hefur ekki gerst i mörg ár, yfirleitt hefur fasteigna- verð farið stöðugt hækkandi en frá þvi i mars hefur litil hækkun orðið miðað við fyrri ár að sögn fasteignasalanna. Einn nefndi sem dæmi að tveggja herbergja ibúðir hefðu ekki hækkað sem neinu n.æmi frá þvi i vor. Hvað er að gerast? Svör fast- eignasalanna voru þau að nú væru byggingar verkamannabú- staða farnar aö segja til sin. Það væri búið að metta markaðinn i bili, enda væru verktakar i bygg- ingariðnaði að draga saman segl- in. Það væri nánast ógjörlegt að selja ófullgerðar ibúðir enda væri verðið á þeim mun hærra en á fullgerðum ibúðum. Nefnt var dæmi um að 4ra herbergja ibúöir tilbúnar undir tréverk kostuðu um 44 miljónir króna meðan full- gerðar ibúðir af sömu stærð kosta milli 36 og 40 miljónir. Þá var einnig nefnt að eftir að nýju húsa- leigulögin gengu i gildi er minna um það að fólk f járfesti 1 íbúðum sem það ætlar að leigja. Þá hefur sú breyting orðið á að ungtfólk er nánast alveg dottiö út sem kaupendur og sagði einn fasteignasalinn að það heyrði til stórtiðinda að sjá ungt fólk á fast- eignasölum. Þar hafa ibúðir framkvæmdanefndar verka- sjálfsögðu voru þær spurningar afar takmarkaðar, þar sem menn höfðu skýrsluna ekki undir hönd- um og vissu raunar fæstir að fundurinn var boðaður vegna hennar. „Þegar forráðamenn fyrirtæk- isins hafa komið fram fyrir fjöl- miðla og birt almenningi niður- Stöður skýrslunnar, tel ég óeðli- legt að forsendurnar séu ekki birtar lika”, sagöi Baldur Óskarsson, annar rikisskipaðra eftirlitsmanna með rekstri Flug- leiða um þetta mál, en Baldur lýsti þeim nokkrum i hádegis- fréttum i gær og einnig i viötali viö Þjóðviljann, sem birt er á siðu 3. „Forráðamenn Flugleiða hafa haslað málinu völl i fjölmiðlum og ég get þvi ekki séö að þetta sé neitt trúnaðarmál lengur,” sagði hann. „Við látum blöðin ekki hafa þessa skýrslu”, sagði Sveinn Sæ- mundsson, blaðafulltrúi Flug- leiða hins vegar. „Skýrslan var afhent rikisstjórninni, enda var hún gerð fyrir beiðni hennar og afhent sem trúnaðarmál. Rétt þótti hins vegar að kynna fjöl- miðlum niðurstööur hennar.” Um athugasemdir Baldurs við skýrsluna sagði Sveinn að það væri of langt mál upp aö telja. Sér virtist sem markmið hans væri hreinlega að gera skýrsluna tor- tryggilega, jafnvel þótt hann hefði slegið ymsa varnagla við fullyrðingum sinum. „Ég álit það miður að hann valdi þessa leið,” sagði Sveinn, „og mér viröist að þaö beri ekki vott um að um- hyggja fyrir fyrirtækinu og starfsfólki þess ráði ferðinni.” Steingrimur Hermannsson samgönguráðherra sagðist aöeins hafa eitt eintak undir höndum og það myndi hann ekki afhenda. Hins vegar myndi hann athuga málið eftir fund með Flugleiðum i dag og þegar álit rikisendurskoðunar lægi fyrir. — AI t gær var kveikt i dekkjahlaða f porti við Vita- og hafnarmálaskrifstofuna að Seijavegi 32. Slökkviliðið varkvattá vettvang um kl. lgogenda þótt eldur væri komin i timburgirðingu gekk fljótt að kæfa eldinn með froöu. Slökkviliösmenn fengu hinsvegar sinn skammt af froöunni eins og sést hér á mynd gei. Ókunnugt er hverjir kveiktu i dekkjunum. Viðtöl við samgöngu- ráðherra og r Baldur Oskarsson íbúðamarkaðurinn í Reykjavík mettaður Fasteignaverð lækkar Er skýrsla Flugleiða um fjár- hagsstöðu fyrirtækisins og rekstraráætlun trúnaðarmál eða ekki? Um þetta deila menn og tókst Þjóöviljanum ekki að fá skýrsluna afhenta í gær, hvorki hjá Flugleiðum né hjá samgöngu- ráðherra. Hins vegar kölluðu for- ráöamenn fyrirtækisins blaða- menn fyrir sig á mánudag vegna skýrslunnar og afhentu þeim út- drátt úr henni. Þeir svöruðu llka öilum spurningum sem fram komu um forsendur hennar en að ,Sannleikann á borðið’ mannabústaöa mætt ákveðinni þörf, ungt fólk ræður við þau kjör sem þar eru boðin en ekki við fasteignamarkaöinn. Það rikir þvi stöðugt verðiag á fasteignamarkaðnum um þessar mundir og ef miðað er við verð- bólguna það sem af er árinu hefur fasteignaverð lækkað. Það fylgdi sögunni að sjaldan hefði verið eins gott að fást við fasteignasölu og nú, nóg framboð og hægt að sinna þörfum kaupenda sem ým- ist eru að stækka við sig eöa minnka. Þeir fasteignasalar sem rætt var við voru ekki trúaðir á að þetta ástand héldist lengi, jafnvel mætti búast við sprengingu eftir áramótin. A fasteignamarkaðnum rikja lögmál framboðs og eftirspurnar og ekkert annaö varö einum fast- eignasalanum að orði og þegar svona mikill hægagangur er á markaðnum i lengri tima hlýtur spenna að vera að hlaðast upp. — ká „Hvaða heimild hefur SÍF til að visa til föðurhúsanna þvi sem bcir kalla endurteknar aðdrótt- anir um sviðsettan glæp i Portúgal? Hvað þykjast þeir vita um þetta mál? Ég er rétt nýbúin að afhenda Friðjóni Þórðarsyni dómsmála- ráðherra telexskeyti frá við- semjendum minum i Portúgal þar sem staðfest er skriflega, af tollyfirvöldum i Oporto, að kæra hafi borist til þeirra um smygl í Þorskhausafarminum frá ISPORTO og að sú kæra hafi borist i gegnum höfuðskrif- stofur Reguiadora viöskipta- aðila SIF i Lissabon. Ég óskaði eftir liðsinni ráð- segir Jóhanna Tryggvadóttir herra i málinu, en þaö er I rann- sókn ytra”, sagöi Jóhanna Tryggvadóttir stjórnarfor- maður ISPORTO i samtali við Þjóðviljann i gær. 1 yfirlýsingu sem Sölusam- band islenskra fiskframleið- enda hefur látið frá sér fara, vegna skrifa einkum i Þjóðvilj- anum og Timanum um saltfisk- sölumál i Portúgal og birt er i heildsinni i blaðinu i dag, „mót- mælir StF harðlega og visar til föðurhúsanna endurteknum að- dróttunum um „sviðsetta glæpi”, „óeðlilega há umboðs- laun”, „stirnað sölukerfi” og fleiri ásakanir i likum dúr sem bornar hafa verið á borð fyrir blaðalesendur siðustu vikur”, eins og segir orðrétt i yfirlýsing- unni. „1 þessari yfirlýsingu lætur SIF að þvi liggja að þeir selji saltfisk fyrir hærra verð i Portúgal heldur en ISPORTO hafi gert samning um, án þess að gefa nokkuð nánar upp um það verð. 1 ný jasta hefti Hagtið- inda kemur i ljós að SÍF hefur flutt út tij júliloka rúm 35 þús. tonn af saltfiski til allra atflutn- ingslanda sinna fyrir rúma 34 miljarða, eða fengið tæplega r miljarð fyrir hver þúsund tonn. ISPORTO hafði hins vegar gert samning um sölu á 7000 tonnum af saltfiski til Portúgal fyrir 10 miljarða. 1 yfirlýsingunni segj- ast SIF menn vera búnir að flytja út nærri 39 þúsund tonn fyrir 50 miljarða, sem stenst engan veginn þegar borið er saman við áðurnefndar tölur Hagstofunnar”, sagði Jóhanna. „Það er þvi út i hött að tala um að þeir fái hærra verð en ISPORTO. En fyrst þeir vilja Framhald á bls. 13 Sjá siðu 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.