Þjóðviljinn - 10.09.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.09.1980, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 10. september DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyf ingar og þjódf relsis (Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan ólafsson • Auglýsingastjóri: Þorgeir Oiafsson. Umsjónarmaftur sunnudagsblaös: Guöjón FriÖriksson. Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Afareiöslustlóri: Valbór Hlööversson Blaöamenn: AlfheiÖur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir. Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórssor.. Þingfréttir: porsteinn Magnússon. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Ellsson Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Safnvöröur :Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa :Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Kristln Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir. Slmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, SigriÖur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Húsmóöir: Anna Kristin Sverrisdóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiÖsla og auglýsingar: Síöumiila 6, Reykjavfk, slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Þeir vilja flytja inn kreppuna • Ef litið er yfir síðasta áratug á íslandi og þróun ef nahagsmála borin saman við ástandið á Vesturlöndum almennt geta íslendingar prísað sig sæla þrátt fyrir óáran og öryggisleysi af völdum verðbólgu. Vítahringur íslenskra efnahagsmála er í öllu falli af nokkuð öðrum toga en víðast annarsstaðar, þar sem atvinnuleysi, þverrandi hagvöxtur, mikil skuldasöfnun og alvarlegur viðskiptahalli samfara vaxandi verðbólgu hrjá hin svo- kölluðu þjóðarbú. • A liðnum áratug hafa lífskjör til að mynda farið hríðversnandi í Bandaríkjunum. Þar er f jögurra manna fjölskyldu ætlað að lifa af minnst á 258 dollurum á mánuði, en það jaf ngildir 129 þúsund krónum íslenskum. Þessi upphæð 258 dollarar hefur verið óbreytt frá 1974, enda þótt kaupgeta hvers dollars haf i í millitíðinni fallið um 70%. Smánarkaup þekkist á Islandi en þó ekkert í lík- ingu við þessi eymdarkjör í sjálfu fyrirmyndarríki markaðshyggjumanna. • Talið er að f jöldi atvinnulausra i 24 aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, OECD, kom- ist í 23 miljónir manna á næsta ári, en það samsvarar því að6,5% vinnufærra í þessum löndum gangi atvinnulaus- ir. Samt er búist við vaxandi verðbólgu í rikjunum 24 og ýmsum efnahagslegum búsifjum öðrum. • Svo við lítum okkur nær þá er það dæmigert að Ritt Bjærregárd, félagsmálaráðherra Dana, lýst yfir að skera verði niður útgjöld til félagsmála af þeirri einföld- u ástæðu að velf erðarríkið byggi á stöðugum hagvexti og þar eð hann sé ekki lengur f yrir hendi sé grundvellinum kippt undan útgjöldum til velferðarmála. Danska krata- stjórnin talar opinskátt um að hverfa frá fyrri umbóta- stefnu og taka alfarið upp borgaralegar sparnaðarráð- stafanir með 20% skerðingu rauntekna, og vaxandi at- vinnuleysi. • Fjöldamörg dæmi af þessu tagi má tína til um alvar- lega kreppu i iðnríkjun Vesturlanda, sem sumsstaðar er reynt að milda með „hóflegum." sparnaði og niður- skurði, en annarsstaðar, eins og í Bretlandi, snúist við vandanum með leiftursókn inn í það fortíðarland mark- aðshyggjunnar sem aldrei hefur verið til nema á pappírnum. • Allt f rá því að vinstri stjórn tók hér við völdum á ár- inu 1971, og horfið var frá viðreisnarstefnunni, hefur á hinn bóginn staðið yfir á islandi framfarasókn með félagslegum umbótum, framleiðsluaukningu og aukinni verðmætasköpun. Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar megnaði ekki að snúa þessari þróun við, og enda þótt ekki hafi tekist að ná þeirri heildarstjórn á framvindunni sem æskileg hefði verið, er ástæða til þess aö vekja athygli á hvað áunnist hefur. • Allan síðasta áratug var hagvöxtur á Islandi meiri heldur en i nokkru öðru OECD ríki. Sé litið aftur til við- reinsaráranna og allt fram til dagsins í dag er Ijóst að launafólk hefur ekki aðeins haldið sínu hlutfalli í þjóðar- framleiöslunni og verðmætasköpuninni, heldur aukið þar verulega við. Þá er ekki síður um vert að náðst hafa fram á þessum áratug f jöldamörg félagsleg réttindamál og útgjöldtil heilbrigðismála, félagsmála og tryggingar- mála hafa hlutfallslega verið stóraukin. Hefur á þessum áratug stórum dregið saman með islendingum og öörum Norðurlandaþjóöum í útgjöldum til samneyslu og sam- hjálpar. • Hversu vitlaust sem íslenskt efnahagskerf i kann að sýnast er það afar þýðingarmikið að almenningur láti ekki blekkjast af áróðri leiftursóknarmanna um að samdráttar- og niðurskurðarstefna levsi allan vanda. Dæmin annarsstaðar frá sýna að þá fyrst væri farið úr öskunni í eldinn. Það er lifsnauðsyn að hefta frjálsan innflutning á vandamálum annarra ríkja. — ekh klippf j Rödd úr Eyjum Fréttabréf verkalýösfélag- • anna i Vestmannaeyjum kom út II. september siöastliðinn. Þar er m.a. fjallað um samninga- viðræðurnar, rakinn gangur ■ þeirra og ýmis viðhorf þeim Itengd. Margt af þvi sem þar kemur fram ætti að geta orðið grundvöllur skoðanaskipta og ■ þykir klippara þvi ástæöa til Iþess aö vekja athygli á grein- inni: j Hvaö líöur j samningum? I„1 tveimur sfðustu „Frétta- bréfum” hafa veriðkynntar þær kröfursem ASI setti fram og öll sambandsfélögin samþykktu aö standa að (aö undanteknu einu Isérsambandi). Einnig gagnkröfur atvinnu- rekenda, sem fölu i sér stór- felldar kjaraskerðingar, enda aöeins settar fram til að vinna tima og komast hjá að ræða við viðsemjendur sina af einhverri alvöru. Þegar samninganefnd ASI hafði alfariö hafnaö þessum „gagnkröfum” atvinnurekenda, settu þeir sfðarnefndu fram tillögur um fækkun launataxta og samræmingu á kauptöxtum innan ASI. Enda þótt tillögur at- vinnurekenda væru á engan hátt aðgengilegar, töldu samninga- menn ASI að hér væri loksins fundinn flötur á einhverjum alvöruviöræðum og tóku sér frest til að vinna upp gagntillög- u, sem I var lögö mikil vinna af hálfu nefndarinnar. Þegar þær tillögur voru svo lagðar fram, neituðu atvinnurekendur aö ræða þær eða nokkra samninga- gerð yfirleitt, nema gengiö yröi aðaðalkröfum þeirra og þá sér- staklega að fella gólf og þak út úr visitölunni. Meö þessu var i rauninni slitnað upp úr samn- ingaviöræöum, þótt nokkrir fundir væru samt haldnir milli aöila var greinilegt að áhugi at- vinnurekenda var enginn fyrir að samningar tækjust. Millispil Þegar þaöloks rann upp fyrir . samningamönnum ASl aö at- ■ vinnurekendur hefðu alls ekki I haft I huga aö gera neina samn- | inga viðþá heldur hafa i frammi , allskyns ffflskap, þraut loks ■ langlundargeð þeirra og þótti I mörgum að hefði mátt ske fyrr. | Leituðu ASI menn þá til , Vinnumálasambands sam- L_.____________________ vinnufélaganna um samninga- viðræöur, en SIS hefur innan sinna vébanda starfandi um 20% alls launafólks innan ASt. Þær viðræöur gengu vel fyrir sig og þegar aðalsamninga- nefnd ASÍ (43ja manna nefndin) var kölluö saman, var á mönn- um að heyra aö gott útlit væri á að samningar tækjust og allt væri að verða klappað og klárt. Vinnuveitendasambandið lýsti þvi yfir um leið og fréttist um sérviðræöur ASl og Vinnumálasambandsins að þaö mundi draga sig út úr samn- ingaviðræðunum og biða átekta. Aftur á móti hafði SIS sett þaö að skilyrði aö gerður yröi rammasamningur við öll þau félög innan ASI, sem aðild ættu að þessu samfloti i samningun- um. VSI var ljóst að hætta var á aðsamningartækjust og var þvi Iskyndi reyntaö sundra þessum samningaviðræðum með þvi að taka eitt sérsambandanna út úr og bjóða þeim til sérviðræðna með sérstökumgylliboðum. Það tókst, Vinnumálasamband Samvinnufélaganna sleit samn- ingaviðræöum við ASl, en hvaö samningaviöræöum viö þetta eina sérsamband við atvinnu- rekendur áhrærir, þá hefur ekk- ert meira heyrst af þeim. Sama þrátejiið ASI og VSI hafa nú tekið upp sama þrátefliö og hvorki gengur né rekur. Þvi er mjög haldið á lofti I málgögnum atvinnurekenda, aö verkalýðshreyfingin haldi aö sér höndum f þessari kjaradeilu af pólitiskum ástæöum og af sömu sökum sé kröfunum nú mjög i hóf stillt. Slikum fullyrð- ingum er visað til föðurhús- anna, þær hafa ekki við nein rök aö styöjast. Eins og áður hefur veriö rakið i „Fréttabréfi”, þá hafa verið mjög skiptar skoðanir innan ASl um jafnlaunastefnu þá sem Verkamannasambandið mótaöi á 9. þingi sinu á Akureyri s.l. haust. Það hlaut þvi Sí liggja ljóst fyrir að gerði ASI þær kröf- ur að sinum, yröi aöal áherslan lögð á hækkun láglauna i gegn- um visitölubætur á laun og þvi væri ekki rökrétt að gera jafn- framt svimháar kröfur um grunnkaupshækkanir i prósent- um á öll laun i launastigum ASI. Enda þótt ASI hafi samþykkt á kjaramálaráðstefnu sinni i ársbyrjun að standa að sameig- inlegum kröfum i þessum samningum, óttuðust talsmenn jafnlaunastefnunnar mjög aö eitthvað skorti á heilindin i þvi samfloti, enda stóðust forystu- menn eins aðildarsambanda ASl ekki gylliboð atvinnurek- ---------------og enda um sér viðræöur, þótt þau tilboð gengu þvert á mótaða stefnu ASI i kjaramálum. Eins og allir vita, sem fylgjast meö erlendum fréttum, eiga pólskir verkamenn nú i hörðum verkföllum i trássi við bann stjórnvalda. Það vakti aödáun alls heims- ins, þegar pólskir strætis- og sporvagnastjórar sýndu það mikla siðferðisþrek að hafna gylliboði rikisstjórnar sinnar um mikla launahækkun þeim til handa, ef þeir hættu samstööu sinni með öðrum verkamönnum viösvegar um landið. Þessari samstööu er þvi mið- ur ekki fyrir að fara innan ASl nú og þann veikleika hafa at- vinnurekendur notfært sér með góðum árangri i þessum samn- ingaviðræðum. Stöðvun frystihúsanna Annað er það sem málgögn atvinnurekenda klifa mikið á, að ASl hafi ekki aö þessu sinni farið út I nein verkföll og sé það einnig af pólitiskum ástæðum, ekki sé sama hvaða pólitfskir t flokkar séu i rikisstjórn. Aö ■ sjálfsögðu eru þetta storkunar- I orð manna, sem a.m.k. ættu aö vita betur. Atvinnulaust fólk fer ekki I verkfall. Það mætti kannske snúa spurningunni viö I og spyrja hvort pólitiskar ástæður liggi að baki lokun frystihúsannna nú? Hefðu . frystihúsin ekki lokaö ef ein- hverjir aörir pólitiskir flokkar hefðu setið i rikisstjórn? Hvers er að vænta? j Það hefur verið rakiö hér hvaöa ástæður valda þeim J seinagangi, sem er á samning- . unum. Fyrst og fremst veikri stööu ASl gagnvart atvinnurek- endum, vegna innbyrðissundr- ungar hinna fyrrnefndu og þvi . atvinnuleysi sem fylgt hefur i kjölfar stöðvana frystihúsanna. Að sjálfsögöu er þessi dráttur óþolandi meö öllu og verður að taka enda. Þaö er t.d. ekki fariö að hugsa fyrir gerð samninga um sildar- , vinnslu þótt ákveöið hafi verið að leyfa veiöar i reknet mánu- daginn 25. ágúst. Þaö er mikiö I húfi fyrir verkafólk i byggðar- , lögum eins og Vestmannaeyj- i um, sem hafa oröið aö þola at- vinnuleysi að undanförnu, að gerö samninga um sildarvinnu ■ verði hraöaö.” | — ekh I sHorM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.