Þjóðviljinn - 10.09.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.09.1980, Blaðsíða 10
Hrafn Sœmundsson Skólakerfið okkar er orðið mannúð- Þegar Jón,Sigga og Pétur hef ja skólagöngu i haust, byrjar þaö kerfi, sem umlykur þau Jón, Siggu og Pétur, enn einu sinni að áreita mig. Ég skrifaði raunar grein um þetta kerfi i Þjóðviljann fyrir einu eða tveimur árum og "kallaði greinina „Skrimsliö”. Þegar ég lit núna til baka, þennan stutta tima, sé ég ekki betur en að heimurinn hafi siðan skipt ham og ótrúlegar breytingar hafi oröiö og ennþá meiri breytingar séu i sjónmáli. Skólaganga og öll skólamál viröast nú standa á krossgötum og fyrirsjáanlegar eru miklar breytingar á skóla- starfinu i náinni framtið og þess- ar breytingar koma til meö að hafa áhrif á allt lif almennings. Ekki veröur hjá þvi komist i upphafi og áður en lengra er haldið, aö huga aöeins að núver- andi ástandi i skólamálunum. Þó freistandi væri að reifa skólamál- in i heild, eða aö ræða um skóla- málin á breiðum grundvelli, þá verður þaö ekki gert i stuttu máli. Þessvegna vel ég þann kost aö gera tilraun til að draga fram einn þátt málsins, en þessi þáttur er að minu viti kjarni málsins. Frumsk óga rlögmálid rœóur Ég tel vist, eða liklegt, aö allir kennarar, sem lesa þessar linur, þekki mætavel þaö málefni, sem ég ætla að skrifa um. Það blasir allsstaöar við, bæði I skólunum og á heimilunum. Ég held að allir sem kenna börnum eða eiga börn komist ekki hjá þvi aö þurfa aö þreifa á þeim vanda sem skapast þegar einstaklingar með mis- munandi „gáfnafar” standa einn dag frammi fyrir kerfinu og verða að glima við margháttaðar hindranir. Til aö draga málið örlitið saman, þá virðist mér, eftir beina og óbeina nasasjón af núverandi skólakerfi, að þaö sé i stórum dráttum ómanneskjulegt og að frumskógarlögmáliö ráði þar enn verulega rikjum. t skólakerfinu okkar er samkeppnissjónarmiðiö nokkuö einhliða rfkjandi og litill sveigjanleiki fyrir hendi handa einstaklingum með ólikar þarfir. Versti galli skólakerfisins er sú staöreynd, að fölkinu er refsaö fyrir eiginleika sem einstakling- urinn ræður nánast engu um sjálfur. Ég á hér við hiö svo- kallaöa „gáfnafar” sem menn fá i vöggugjöf. arlítlll Þrjár gerdir „gáfnafars” Það er afar erfitt að rökstyðja þessa fullyrðingu i stuttu máli. Til aö reyna að skýra þetta, langar mig samt aö setja upp einfalt dæmi sem flestir þekkja áreiöan- lega. Ég tek þetta dæmi af for- eldrum sem eiga þrjú börn. Þessi þrjú börn eru i heiminn borin meö þrjár gerðir af „gáfnafari”. Þegar skólakerfiö er annars veg- ar, er „gáfnafar” mat á þvi ástandiog þeim hæfileikum fólks, að stafla I sig þvi staðlaða náms- efni, sem enn ræður að stærstum hluta rikjum i skólanum. Þegar áöumefnd systkini hafa lokið frumbernsku sinni, byrjar ballið. Einn leysir öll verkefni fyrirhafnarlitið. Annar kemst áfram, en er á mörkunum. Sá þriðji ræður ekki viö neitt. A þessu stigi kemur inn i mynd- ina þekktur mannlegur veikleiki. Vitandi og óvitandi siast nú inn i ungviöið það mat sem á það er lagt. Fyrst I heimahúsum og siðan i skólanum. Það er nokkuö þrálátur mannlegur veikleiki að meta börn eftir „gáfnafari”. Sér- staklega á þetta viö um þá ein- staklinga sem eru „heilbrigðir” á ytra borðinu. Þau böm sem eru vangefin hljóta i mörgum tilvik- um betri umönnun, andlega, en heilbrigö börn með litið „gáfna- far”. Betri staða i lifinu Hverju sem menn vilja halda fram og hvaö sem stendur i námsskrám og öðrum plöggum sem lúta að kennslumálum, þá byrjar það strax að siast inn I börnin að skólalærdómur sé að stærstum hluta tii þess eins að komast, aö honum loknum, i betri stöðu ilifinu og þá fyrst og fremst i betri efnahagslega aöstöðu. Kennarar og aðrir skólamenn eiga auðvitaö ekki nema litla sök á þessari innrætingu. Það er ein- faldlega þjóðfélagiö sjálft sem er þannig að ekki er tekiö á móti þeim sem ekki geta „lært”. i»etta ástand hefur fariö versnandi á siðustu áratugum þegar hið tæknivædda þjóðfélag hefur veriö að taka við af tiltölulega einföldu bænda- og fiskimannaþjóöfélagi. Seigdrepandi vitisvél Þróunarsaga hinna þriggja barna sem ég minntist á er í stór- um dráttum ráöin allt frá upp- hafi. Þegar skóiaganga þeirra hefst hafa þau fengið það vega- nesti sem áður er talað um og sá veruleiki sem blasir við þeim inn- an veggja skólans er þannig, I höfuðatriðum: „Gáfaöa” barninu er tekið opn- um örmum. Þaö koma aldrei neinar kvartamr um þetta barn, nema ef vera skyldi um að þvi væri haldið niðri. Meðalbarnið er sett inn i seig- drepandi vitisvél. Það gerir sér fulla grein fyrir því, aö til þess að fá „stööu” i lífinu þarf það að komast áfram'. Endanleg aftaka þessa barns fer þó ekki fram fyrr en það kemur á framhaldsskóla- stigið. Þaö eru nefnilega i gangi tvö skólakerfi i landinu, sem ekki eru samræmd nema aö litlu ieyti. Hafi þetta meöalbarn ekki gefist upp áður, þá fær þaö stundum náöarskotiö I menntaskólanum á litlu blaði. A þessu blaöi eru einkunnir þess tiundaðar, en neðstá blaðinu stendur þetta eina orö: FALLINN. Þessi aftaka fer fram Svona eru þessir hlutir einfaldir frá hendi skólakerfisins. Sál- fræðingarnir, félagsfræðingarnir, skólaráögjafarnir og allir hinir eru nú fjarri góðu gamni. Meðal- barnið situr eitt með vanda sinn. Það veröur oft aö glima viö skilningssljóa foreldra, miskunnarlitíl skólasystkini og eigin örvæntíngu. Barnið hefur brugðist. Þaö hefur þá tilfinningu að hafa brugöist foreldrum og kannski sjálfu sér. Þessi aftaka fer fram á ungmenninu þegar það er i blóma lifsins og þetta ung- menni er oftar en hitt vel úr garði gert að öllu leyti ööru en þvi aö það vantar nokkur „vísitölustig” i „gáfnafariö”. Þriðja barnið okkar kemst ekki neitt. Þrátt fyrir hugsanlegan gjörvileika, likamlega, eru þessu barni flestar bjargir bannaöar. Betra að vera vangeftnn Það eru þessir siöastnefndu einstaklingar sem verst eru sett'ir i þjóöfélaginu. Þeir eru nú þegar allt of stór hluti þcirra sem ganga i skóla. Og þeim mun fara fjölg- andi á næstu árum. Eins og nú er háttað þá væri að mörgu leyti hagstæðára fyrir þessi „heimsku” börn, mörg hver, að vera vangefin og hafa löggilta pappira upp á þaö. 1 mörgum tilvikum yrði þá hugsað betur um þau, bæði I heimahúsum og i skólanum eða á stefnuninni. Þó er meöhöndlun á vangefnum börnum ekki til mikillar fyrir- myndar i öllum tilvikum á ís- landi, miðað við það sem hægt væri aö gera á því sviði. Enþau „heimsku” böm.sem ég er að tala um, veröa að hlita þvi voðalega hlutskipti að vera dæmd út úr samfélaginu vegna þess fyrst og fremst að þjóðfélagið hefur aldrei, nema aö litlu leyti, gert sér grein fyrir nauðsyn þess aö tengja skólakerfið og atvinnu- lifið saman. Sú þjóð dagar uppi Ég hef gert hér að umræðuefni nokkrar staðreyndir, sem að minu mati eru fyrir hendi I skóla- kerfinu. Það verður þó að viöur- kenna aö undanfarin ár hefur verið i gangi mikil vinna til að breyta þessum hlutum til betri vegar. Þó virðist nú ljóst að megnið af þvi starfi hefur verið unnið fyrir gýg, allavega hvað varöar tækni og raungreinar. Sú tæknibylting sem nú riður yfir heiminn kallar ekki á það að breyta skólakerfinu á þann hátt sem unnið hefur verið að. Sú tæknibylting sem nú riöur yfir kallar á nýtt skólakerfi á flestum sviðum. Þá þjóð, sem ekki ber gæfu til að viðurkenna þetta, mun daga uppi. Þó að hin nýja tæknibylting, sem hér um ræðir, hafi verið I sjónmáli um nokkur siðustu ár, þá hefur islenska skólakerfið ekki sveigt sig að þeim staöreyndum sem við blasa. Þaö hafa aðrir aðilar i þjóðfélaginu raunar ekki gert heldur. Skynlitill múgur Þessi nýja tæknibylting, sem stundum er kennd við örtölvuna, mun hafa gifurleg áhrif á stöðu þeirra sem ganga i gegnum skólakerfiö á næstu árum og ára- tugum. Þessi byltíng mun skipta fólki enn frekar i aðskiljanlega hópa og breikka enn bilið milli þeirra sem „geta lært” og hinna sem i besta tilfelli verða þá skyn- litill múgur á vinnumarkaði. Tölvan sjálf er tiltölulega ein- faldur hlutur og það. er yfirleitt auðvelt að vinna- við þessi tæki. En á næstu árum mun hinsvegar verða gífurleg þörf á sérmennt- uðu fólki til að mata tölvuna. 1 nánustu framtið munu hinir „gáfuðu” nemendur i æ rikari mæli læra forritun fyrir tölvur i einhverri mynd. Þarna er i uppsiglingu enn ein andleg stéttaskipting sem skóla- menn ættu aðhuga að áöur en það erum seinan. Og skólamenn ættu á þessu sviði að hlusta á þá sem meta hinn mannlega þátt meira en tækniglýju þeirra sem vilja keyra þjóöfélagið áfram með nýju sérfræðingaveldi og hirða ekici um hamingju einstakling- anna, þeirra einstaklinga sem með núverandi stefnu veröa i framtiðinni illa staddur múgur, annaöhvort í dauöri vinnu eða á atvinnuleysiskaupi. Hver sem „greindar- visitalan ” er Ef velá að fara verða þeirsem stjórna skólamálum og þeir sem stjórna þjóðfélaginu að taka höndum saman nú þegar og kafa til botns i þessum nýja vanda. Þær byltingar, sem þurfa að veröa, munu hrista allar stoöir þjóðfélagsins. Engu að síöur veröuraöfara fram endurskoðun allt frá grunni og sú endurskoðun mun ráöa þvi hvernig þjóöfélagið þróast á næstu áratugum. Þessi endurskoöun mun ráða þvi hvort það gallaöa skólakerfi sem við búum nú viö verður ennþá verra, eða hvort viö stefnum inn i nýjan tlma, þar sem hugsað verður um að gera öllu fólki kleift að lifa eðlilegu og gleðirfku lifi, hvort sem einstaklingurinn hefur þessa eba hina „greindarvisitöluna”. Ég tel ab slikt þjóöfélag eigi að vera markmið skólakerfisins. Og raunar eina markmiöiö. Hrafn Sæmundsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.