Þjóðviljinn - 10.09.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 10.09.1980, Blaðsíða 11
'v' **&’****&#.■ wnrrtw** ~ jmssk .«* Miftvikudagur 10. september mo ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 íþróttir l^j íþróttir ra iþróttir (7 H t ro J B Umsjón: Ingóifur Hannesson. H Stór skord Nöggvin i iamislidshópmn i knattsp -mu Dýri og Magnús Bergs gefa ekki kost á sér Dýri Guftmundsson Landslið í kraftlyftingum á N or ðurlandamót Norfturlandameistaramót I kraftly ftingum fer fram i Drammen i Noregi dagana 12., 13., og 14. sept nk. og mun tsland verfta meftal þátttökuþjófta þar. Nýveriö voru lyftingamenn valdir til fararinnar, en þeir eru þessir: Flokkur 67,5 kg: Kári Elisson, IBA. Flokkur 67,5 kg: Daniel Olsen, KR. Flokkur 75,0 kg: Skúli Óskarsson, UIA. Flokkur 82,5 kg: Sverrir Hjalta- son, KR. Flokkur 90,0 kg: Ólafur Sigur- geirsson, KR. Flokkur 100,0 kg: Höröur Magnússon, KR. Flokkur 100,0 kg: Hörður Magnússon, KR. Flokkur 100,0 kg: Halidór E. Sigurbjörnsson, KR. Flokkur 110,0 kg: Viðar Sigurðs- son, KR. Flokkur 125,0 kg: Jón Páll Sig- marsson, KR. Flokkur 125,0 kg: Vikingur Traustason, IBA. Hræringar hjá Arni Guftmundsson, ór KR I IS. Valsmennirnir sterku/ Dýri Guðmundsson og Magnús Bergs munu ekki leika með íslenska knatt- spyrnulandsliðinu gegn Tyrkjum 24. þ.m. Leikur þessi fer fram i Tyrklandi. „Það er rétt að ég gef ekki kost á mér í þessa ferð. Ástæðurnar fyrir því eru einkum þrjár. Ég er að skipta um íbúð um þessar mundir og verð mikið upptekinn við það verkefni á næstunni. Þá er ég ákveðinn að fara með Vai til Spánar og vill heldur dveljast þar með félögum minum heldur en að eiga það á hættu að sitja á vara- mannabekknum í Tyrk- landi. Hins vegar er líklegt að ég komist til Sovétríkjanna með lands- liðinu í næsta mánuði, verði til mín leitað,” sagði Dýri Guðmundsson í samtali við Þjv. í gærdag. Magnús Bergsmun halda til Kanada til náms í októ- bermánuði og ku vera staðráðinn í að fara með Val til Spánar og tekur þá ferð framyfir Tyrklands- reisu landsííðsins. Þess má geta að Magnús gifti sig nýlega og Spánarferðin verður þvi einskonar brúðkaupsferð hjá honum. Þeir tveir Valsmenn aðr- ir, sem verið hafa i lands- liðinu í sumar, Guðmundur Þorbjörnsson og Albert Guðmundsson, eru báðir staðráðnir í að keppa með landsliðinu í Tyrklandi og í Sovétríkjunum i næsta mánuði. — IngH Ljóst er aft talsverft leik- mannaskipti munu eiga sér staft hjá körfuknattleiksiiði stúdenta. Jón landsliftsmaftur Héftinsson og óskar Thoroddsen hafa flutst bú- ferlum norftur I land og vitaft er aft Jón mun ganga til lifts við Pór frá Akureyri. Þá er Gunnar Thors erlendis og hann mun ekki koma heitn fyrr en slagurinn I Órvals- deildinni er hafinn. 1 herbúðir stúdentanna hafa bæst i sumar, Arni Guðmunds- son, sem áður lék með KR, fyrr- verandi Framari Eyþór Kristjánsson og Jón Pálsson, sem var áður með IR-ingum. Bjarni Gunnar Sveinsson, Steinn Sveinsson, Ingi Stefáns- son, Albert Guðmundsson og allir hinir jaxlarnir verða áfram i bar- áttunni og eins mun Bandarikja- maður að nafni Mark Coleman leika með liðinu. — IngH Frá keppni Iþróttafréttamanna og Ijósmyndara f hástökki. t baksýn sést áhorfandinn. Mynd: —gel—. Fimmtarþraut íþróttafréttamanna: Hermann Gunnarsson varð hlutskarpastur Nýlega fór fram á Fögruvöllum i Laugardal svokölluð fimmtar- þraut og voru þaft 7 Iþróttafrétta- menn og ijósmyndarar, 5 starf- stúlkur, mótstjóri og áhorfandi sem þátt tóku i þrautinni. Eftir jafna og spennandi keppni stóft Hermann Gunnarsson uppi sem sigurvegari meft 3549 stig. I öðru sæti varft Friftþjófur Helgason, (Vfsi), með 3350 stig og þriftji varð Ingólfur Hannesson, (Þjv), meft 3157 stig. Tafia sú sem stigin voru reiknuft eftir er vist kennd vift Andrés nokkúrn önd. 1 langstökki sigraði Ingólfur Hannesson, i kringlukasti varð Sigurður Þorri (Dbl) sigurvegari, Siggi „Mortens” Sverrisson (Dbl) var fljótastur i 60 m hlaupi, Hemmi grýtti spjótinu lengst allra og Friðþjófur stökk hæst i hástökkinu. Meðal afreka á mót- inu má nefna aö einum keppenda tókst ekki að þeyta kringlunni lengri vegaiengd en þeirri sem samsvarar tslandsmeti kvenna i kúluvarpi. Mótsstjóri var Stefán Jóhanns- son og honjum til aðstoðar voru stúlkur úr firjálsiþróttadeild Ar- manns og stóðu þau sig með mik- illi prýði. Frjálsiþróttadeild Ar- manns gaf verðlaun til keppn- innar. Leiðbeinendanámskeið 1 frjálsum íþróttum fatlaðra tþróttasamband fatlaftra efnir tjil A. og B. stigs leiftbeinenda- námskeifts i Reykjavik dagana 30. sent. — 5. okt. Námskeiöiðer einkum ætlað iþróttakennurum, en einnig öðr- tim, sem áhuga hafa á þvi að kjynnast Iþróttastarfsemi fatlaðra o'g vilja vinna aö eflingu þeirra og Utbreiðslu. Forstöðumaður námskeiðsins verður Magnús H. Ólafsson, Iþróttakennari og sjúkraþjálfari, en auk hans kenna á námskeiðinu ýmsir aðrir. Vænst er þess að þátttakendur verði sem viðast að af landinu, þvi alls staðar er meira og minna • af fötluðu fólki, sem vill og þarf á iþróttum og útivist að halda, en vantar leibbeiningar og tilsögn, ásamt nauðsynlegri hvatningu. Magnús Bergs Vel heppnuð keppnisferð Handknattleikslift HK var fyrir skömmu I æfinga- og keppnisferð i Færeyjum og tókst ferftin mjög vel aft sögn HK-manna, en dvaiist var aft mestu I vinabæ Kópavogs Klakksvik. Liðið lék 2 kappleiki gegn færeyskum liðum og sigraði HK i þeim báöum. 1 Þórshöfn lék HK gegn Kyndli og sigraði landinn eftir hörkuleik. Þá var leikið gegn Stjörnunni og sigruðu HK-menn með nokkrum yfirburðum. Dirk Dumbar hér á landi Flestir körfuknattleiksáhuga- menn muna vafalitið eftir banda- riska leikmanninum, Dirk Dumbar, sem lék meft 1S fyrir tveimur árum. Dumbar er einn mesti snillingur í körfuknattleik, sem hingaft hefur komift og þeir voru ófáir sem fóru á leiki Stúdentanna til þess eins að fylgj- ast meft Dumbar. Kappinn er nú mættur á Kiakann aft nýju og á morgun ætlar hann aft leika æf- ingaleik meft IS gcgn tslands- mcisturum Vals. Dumbar varð að hætta að leika með 1S á sinum tima vegna meiðsla og fullýrtu læknar að hann myndi ekki leika körfu- knattleik aftur, nema e.t.v. meö staurfót. Hvað um það,Dumbar er kominh á fleygiferö og fyrir skömmu fór hann með liði úr heimafylki sinu i keppnisferð til Mexico og skoráði að jafnaði 35 stig ileik. I vetur munhann þjálfa liö i 1. deild iátfetur-Þýskalands, Darmstadt, og dvelst Dumbar hér á iandi i uj&jtaa daga áður en hann fer td Jþ$25kélands. I lokin miJ^é.ta þess að Roy Jones mun leacp meö Valsmönn- um og Mat|ti' Coleman með Stúdentum. Leikurinn hefst kl. 20 i lþróttahúsi,$£»hnaraháskólans á morgun, fá»»tudag. Þrátttökutilkynningar skal senda bréflega eöa simleiðis til skrifstofu I.S.I. i Laugardal fyrir 25. þ.m. og skal þar greina nafn, stöðu, heimilisfang og*ima. Innritunargjaid er ekkert en þátttakendur verða sjálfir að kosta uppihald svo og ferðir til og frá Reykjavik, þar sem um það er aö ræöa. Dirk Dumbar i ieik meft 1S.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.