Þjóðviljinn - 10.09.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 10.09.1980, Blaðsíða 15
i- i itOi noirtWiWi Umsjón: Edda Björk og Hafdís Fyrir yngstu lesendurna: ÓLI LES SÖGU Einu sinni voru karl og kerling í koti. Þau áttu sér kálf. Nú er sagan hálf. Hann hljóp út um allan völl. Nú er sagan öll. GÁTUR 1. Hvaða land liggur næst íslandi? 2. Hvar er mesta rækt í heimi? rosa- 3. Hvaða haf er saltast? Svörin morgun Amma sagði Öla oft þessa sögu. Honum þótti sagan heldur stutt. Svo sagði amma honum söguna af Búkollu. Hún var miklu lengri, og þótti Öla það góð saga. Svo kenndi amma Óla að lesa, og þá gat hann lesið söguna af Hans og Grétu, Öskubusku og Kisu kóngsdóttur og margar fleiri sögur. Svo lærði hann líka visuna sem byrjar svona: Að lesa og skrifa list*er •góð, íæri það sem flestir. og hér koma þrjár spurn- ingar úr sögunni: 1. Hvaða saga þótti Óla of stutt? 2. Hvaða sögur las hann? 3. Hvernig er öll visan? Eldspýt- naþraut Færið tvær eldspýtur þannig að ruslið fari úr fægiskóflunni, en eld- spýturnar myndi samt sem áður fægiskóflu. Lausnin á þrautinni birtist á morgun! barnahornrið — SIBA Góðir en gallaðir þættir Æmatmx lesendum Sjónvarpsþættirnir Helförin eru athyglisveröir fyrir margra hluta sakir, og ágætir svo langt sem þeir ná. Ég efast ekki um a& hér á landi er margt fólk sem hefur ekki gert sér grein fyrir þvi hvernig þaö var aö vera Gyöingur á nasistatimanum. Hinsvegar finnst mér aö margt heföi mátt betur fara, og þaö heföi veriö hægt aö gera þetta miklu betur. Mér finnst t.d. margir leikaranna alls ekki nógu sannfærandi. Sá sem leikur Jósef Weiss gæti sómt sér ágætlega i hvaöa kúrekamynd sem vera skal. Hann gæti lika leikiö bandariskan bisnissmann meö ágætum. En ekki Jósef Weiss. David Warner er frábær leikari, en ég get ekki aö þvi gert aö mér finnst hann ekki vera að leika Heydrich, heldur einhvern allt annan mann. Þetta er dálitiö bagalegt þegar um raunverulegar persónur er að ræða. baö getur vel veriö aö ein stærsta ástæöan fyrir þvi aö þættirnir virka ekki nógu sann- færandi sé tungumálið: þaö er erfitt aö imynda sér aö þessir ensku og amerisku leikarar séu aö leika Þjóöverja. Mér finnst ekki hafa tekist aö endurvekja andrúmsloft þessa timabils, maöur hefur það alltaf á til- finningunni aö þetta sé allt meira og minna gert i stUdiói. Jafnvel búningarnir eru ekki þeir réttu, nema náttúrlega ein- kennisbúningarnir. Og svo er annað: nasistarnir eru allir sýndir sem skepnur og illmenni, en þeir eru gáfuö ill- menni. Rússarnir fá i raun miklu verri útreiö, þvi þeir eru sýndir sem grasasnar. Og þaö segir mér fróöur maöur að rúss- neskan sem þeir töluöu hafi bara verið bulí. Af hverju voru þeir ekki látnir tala ensku eins- og Þjóöverjarnir? Þetta eru aö visu smamunir, miöaö viö þau ósköp sem þætt- irnir hafa fram aö færa af þörfum upplýsingum. Til aö slá botninn i þetta vil ég svo þakka sjónvarpinu fyrir aö hafa tekið þessa þætti til sýningar, og vona að sem flest ungt fólk horfi á þá. Þeir eru góöir, þrátt fyrir ótal galla. Sjónvarpsgleypir Sjónvárpiö sýnir I kvöld breska heimildamynd um klerkana i tran, sem hafa ver- iö ansi áberandi I heimsfrétt- unum áiöan iranskeisara var steypt. En þessir klerkar eru náttúrulega ekki fæddir i gær. Klerkastéttin hefur löngum veriö voldug i Iran, sem og i öörum múhameðstrUarrikj- um, og á sér langa og skraut- lega sögu. Ef til vill getur myndin gefiö okkur einhverja skýringuá þvi furöulega fyrir- bæri, að þegar Iranir hafna vestræna munstrinu skuli þeir snúa sér aftur i miöaldir, rétt einsog valkostnirnir séu ekki fleiri. —ih Khomeini — æöstur allra voldugra klerka — leyfir börnunum aö koma til sin. Sjónvarp kl. 21.05 Athyglisverð söngkona Poppunnendur þurfa ekki aö vera meö böggum hildar I kvöld, þvi aö sjónvarpiö ætlar aö sýna hálftima þátt frá sænskum kollegum sinum um bresku söngkonuna Kate Bush. Viö höfum þaö eftir áreiðan- legum heimildum, aö Kata þessi sé meö þeim vinsælli og virtari i poppheiminum um þessar mundir. HUn semur sjálf flest þeirra laga sem hún flytur, leikur á hljómborö og er auk þess fræg fyrir sérstæð- an flutning, bæöi hvaö varöar söng- og sviösframkomu, enda mun hún hafa verið i læri i dans- og látbragöslist. —ih Kate Bush — vinsæl I popp- heiminum. Sjónvarp kl. 20.35 Þessa mynd tók — gel — I Melaskólanum þegar kennsla var aö hefjast þar I slöustu viku. s I skólanum, í skólanum Nú eru krakkarnir komnir af staö meö skólatöskurnar rétt eina feröina. Litli barna- tlminn I dag er helgaöur skóla og skólagöngu. Stjórnandi þáttarins er Sigrún Ingþórs- dóttir fóstra. Svavar Jóhannsson 8 ára og Maria Kristin Björnsdóttir 10 ára koma i heimsókn og flytja leikþátt, sem gerist i skóla- stofu. Lesin veröa ljóö og þulur, m.a. ljóöiö Haust eftir Margréti Jónsdóttur, og Ragnheiöur Davíösdóttir les tvær stuttar smásögur um þetta mál málanna, skólann. Sigrún Björg ætlar svo aö segja hlustendum sinum frá skólanum og hvaö biöi þeirra þar I vetur og næstu vetur. —ih ÆjMí Útvarp kl. 17,20 Helför lýkur t kvöld veröur sýndur fjóröi og sfðasti þáttur Helfararinn- ar, og nefnist hann Heimtir úr helju. Ekki veröa þó allir heimtir úr helju, einsog nærri má geta, og til litils aö biöa eftir lukkulegum endi á þessari voðalegu sögu. I siðasta þætti var greint frá örlögum Karls Weiss, sem hafði tekiö þátt i aö mála and- þýskar áróöursmyndir og smygla þeim Ut úr fanga- búöunum. Einnig var skýrt frá þvi hvernig Erik Dorf lætur bæta tækjabúnaöinn i Ausch- witz til þess að „auka fram- leiönina” einsog hann myndi áreiöanlega oröa þaö, þessi snillingur i aö nota fagleg orö um glæpi sina og félaga sinna. Röðin er nú komin aö gettóinu i Varsjá. Flutningar á fólki þaöan til Auschwitz og Treblinka er hafinn, og uppreisnar er aö vænta. Þvi miöur var þessi hetjulega og örvæntingarfulla uppreisn dæmd til aö misheppnast. Aö loknum siöasta þættinum veröa umræöur um mynda- flokkinn i sjónvarpssal. ögmundur Jónasson frétta- maöur stjórnar umræðunum, en þátttakendur veröa Gisli Agúst Gunnlaugsson, sagn- fræöingur, Stefán Edeilstein skólastjóri og Otto Michelsen forstjóri. Umræöurnar munu standa i 40 minútur. —ih Sjónvarp kl. 21.30

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.