Þjóðviljinn - 10.09.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.09.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 10. september 1980 PÖST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða LOFTSKEYTAMANN/SÍMRITARA til starfa á ÍSAFIRÐI. Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfsmannadeild Reykjavik og um- dæmisstjóra ísafirði. Járniðnaðarmerm óskast til framleiðslustarfa fyrir innan- lands- og utanlandsmarkað. ♦ I. Hinriksson Vélaverkstæði Súðarvogi4. Simar 84677 og 84380. Staða ritara við öskjuhliðarskóla við Reykjanesbraut er laus frá 1. okt. Umsóknir er greini aldur menntun og fyrri störf sendist fyrir 18. sept. Skólastjóri. Herstöðvaandstæð- ingar — Akureyri Munið fundinn á finntudagskvöld í Ein- ingarhúsinu v/Þingvallastræti kl. 20.30. Rætt verður um landsráðstefnu og fleira. Stjórnin. Unglingur (10-12 ára) óskast til léttra sendiferða eftir hádegi HOanumN simi 81333 Blaðburðar fólk óskast strax! Baldursgata-Freyjugata (strax) Birkimelur-Reynimelur (strax) Laufásvegur-Þingholtsstræti (strax) Grænahlið-Stigahlið (afl. til 1. okt.) WOUVIUINN Siðumúla 6 sími 81333. Umsjón: IMagnús H. Gíslason Hann er áreiöanlega I engum vafa um I hvaöa dilk hún á aö fara þessi. Ríðidí réttírnar Þótt á ýmsu gangi i þjóöfélag- inu heillar þaö þó sem betur fer ennþá æöi marga aö fara f réttir á haustin. Og nú lföur óöum aö þeim. Hér fer á eftir listi yfir nokkrar þær réttir, sem veröa f þessari og næstu viku: Fimmtudaginn 11. septem- ber: Hrunamannarétt f Hruna- mannahreppi og Skaftholtsrétt f Gnúpverjahreppi. Föstudaginn 12. september: Skeiöarétt i Árnessýslu. Sunnudaginn 14. september: Hraunsrétt i Aðaldal, Lauf- skálarétt i Hjaltadal, Skag.. Mánudagurinn 15. septem- ber: Brekkurétt i Noröurárdal, Mýrasýslu. Þriöjudagurinn 16. og miö- vikudaginn 17. sept: Þverár rétt i Þverárhliö, Mýrasýslu. Miövikudagurinn 17. septem- ber: Hitardalsrétt i Hraun- hreppi, Mýrasýslu, Oddsstaöa- rétt i Lundareykjadal, Borgar- firöi, Svignaskarðsrétt i Borgarhreppi, Mýrasýslu, Tungnarétt i Biskupstungum, Arnessýslu. Fimmtudagurinn 18. septem- ber: Grimsstaðarétt, Alftanes- hreppi, Mýrasýslu, Stafnrétt, Svartárdal, A-Hún.. Föstudagurinn 19. septem- ber: Rauðsgilsrétt i Hálsasveit, Borgarfiröi.og föstudagurinn 19. og iaugardagurinn 20. septem- ber: Auökúlurétt i Svinadal, A- Hún., Undirfallsrétt i Vatnsdal, A-Hún.,og Viöidalstungurétt i Viðidal, V.-Hún.. — mhg Adalfundur Stéttarsambandsins: Móta þarf markvissa stefnu í fiskirækt og fiskeldi I siðasta Landpósti birtum viö nokkrar þeirra ályktana, sem samþykktar voru á aöalfundi Stéttarsambands bænda. Hér kemur viöbót: Eitt og annað 1. Fundurinn fagnar áformum um aö auka verömæti grárra gæra meö ræktun feldfjár og bendir á f þvi sambandi aö nauösynlegt er aö koma mati á allar gærur svo tryggt sé að hver framleiöandi fái umbun sins erfiöis viö ræktunina. 2. Fundurinn óskar eftir þvi viö stjórnvöld aö veitt verði leyfi til þess aö framleiöa og setja á markaö fbiandaö smjör ' (Bregott) og fituskerta mjólk til þess aö auka fjölbreyttni á markaönum. 3. Fundurinn skorar á stjórn- völd aö lögfesta fæöingarorlof allra kvenna á landinu strax á næsta Alþingi. 4. Fundurinn leggur til aö lög- boöið veröi aö brunatryggja fastan véla- og tækjabúnaö I viðkomandi útihúsum. Einnig vill fundurinn hvetja bændur til aö brunatryggja búvélar, tæki, fóöur og rekstrarvörur. — Þá er stjórn Stéttarsambandsins falið aö athuga hvar hagstæöust kjör er aö fá á þessum tryggingum og kynna bændum niðurstööur i þeim efnum. 5. Aö undanförnu hefur veriö lagöur eignaskattur á Stéttar- samband bænda sem aö sjálf- sögöu hefur veriö mótmælt. Fundurinn vill ítreka þau mót- mæli og telur að skattlagning á eignir félagssamtaka sé til þess eins fallin aö eyöileggja áhuga almennings á félagsstarfsemi. Ennfremur vill fundurinn vekja athygli á mismunun samtaka- Dagana 22. og 23. ágúst sl. var aöalfundur Dýralæknafélags ls- lands haldinn aö Egilsstööum. Fyrri daginn flutti dr. Kilchsperger dýralæknir frá Ziirich stórfróölegt erindi um E- vitamin og Seien-efnaskipti i dýrum. Guöný Eiriksdóttir, lif- efnafræöingur á Keldum, kynnti siðan niöurstööur rannsókna i þessum efnum I sáuöfé hér. Guöni Alfreösson, gerlafræö- ingur, flutti erindu um Salmonellasýkingar og út- breiðslu þeirra hérlendis. Fjöl- margar fyrirspurnir bárust fyrirlesurunum, en erindi þeirra voru stórfróöleg. Siöari daginn voru rædd félagsmál. Lágu nokkur mál fyrir fundinum svo sem laga- breytingar og kynning á könnun, sem Hagvangur hf. hefurgertá störfum dýralækna. Kom þar m.a. fram, aö mikiö af vinnutima dýralækna er utan venjulegs vinnutima og mikill timi fer i akstur. Fram kom og aö núverandi skipting héraö- anna er mjög óraunhæf hvaö vinnuálag snertir. A fundinum var samþ. tillaga, þar sem itrekuð var áskorun til yfirdýralæknis og land búnaöarráðherra um aö fjölgaö yröi um einn héraösdýralækni i anna i þessu tilliti þar semákveönar eignir aörar eru undanþegnar skattlagningu. Framhald á bls. 13 Reykjavik og Kjósarumdæmi og skorað var á sömu aöila aö hlutast til um aö á næsta alþingi veröi lögum um dýralækna breytt á þann veg, aö þremur eöa fjórum stærstu dýralæknis- héruðunum veröi skipt. Samþykkt var einnig tillaga þar sem lýst var áhyggjum yfir vaxandi útbreiöslu riöuveiki i sauöfé. Hefur þessi sjúkdómur nú á árinu m.a. fundist i Jök- ulsárhlíð og Eiöaþing- há, Laugardalshreppi og Biskupstungum auk talsverörar útbreiöslu annarsstaöar. Hvatti fundurinn f járeigendur aö vera vel á veröi ogsýna fyllstu varúö varöandi samgang og samvistir fjár I þröngum beitarhólfum og i réttum I haust, sem og viö sölu, lán eöa ieigu og annan flutning á kindum til lifs milli bæja á riðu- veikisvæöum, en þaö er algeng- asta smitleiöin. Aöur hefur veriö getið hér i blaöinu tillögu, sem fjallaöi um dýraspitalann. Stjórn félagsins var endur- kosin en hana skipa: Jón Guö- brandsson, Selfossi, formaöur, Siguröur Orn Hansson, Reykja- vik, gjaldkeri, og Halldór Runólfsson, Kirkjubæjar- klaustri, ritari. — mhg w Aðalfundur Dýralæknafélags Islands: Varar við riðuveiki

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.