Þjóðviljinn - 10.09.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.09.1980, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 10. september 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Nýr forsœtisráðherra Kína: Galdramaðurinn frá Sitsjúan Þau tíðindi urðu stærst á fundum kinverska þjóðþíngsins á dögunum að Hua Guofeng sagði af sér embætti forsætisráðherra og við tók Zhao Ziyang, 62 ára gamallr Hann er tiltölulega ungur maður í því öldungaveldi sem Kina stýrir. Helstu verðleikar hans eru þeir að hafa drifið upp allmiklar efnahagslegar fram- farir í fylkinu Sitsjúan, en þar var hann héraðsformaður Kommúnistaflokksins. Zhao Ziyang er að öllu leyti fylgjandi þeim hópi sem vill leggja arf „fjórmenningaklik- unnar” og þar með menningar- byltingarinnar svonefndu fyrir róða. Hann hefur komist svo að orði, að það séu aðeins tvær só- sialiskar meginreglur sem beri að hafa i heiðri: önnur sé sam- félagseign á fyrirtækjum og hin sú að hverjum manni sé greitt eftir þvi framlagi sem hann leggur þjóðfélaginu til með vinnu sinni. Eins og Deng Xiap- ing, náinn samherji hans, telur hinn nýi forsætisráðherra að efnahagslegur árangur sé miklu þýðingarmeiri en hugmynda- fræði. Svipað og í Sovét En vel á minnst: þær tvær meginreglur sem nú voru nefndar eiga mætavel við yfir- lýst meginsjónarmið i Sovét- rikjunum, enda hafa kinverskt þjóðfélag og hið sovéska verið að likjast hvort öðru æ meir eftir þvi sem lengra dregur frá menningarbyltingu — þótt ráðamönnum bæði i Moskvu og Peking sé þvert um geð að viðurkenna það. Og eins og i Sovétrikjunum verða ráðamenn i Kina næst spurðir að erfiðri spurningu: ef hver þegn á að fá laun og kjör eftir vinnufram- lagi — hver á þá að meta gildi starfs og afkasta hvers og eins? I báðum tilvikum mun forysta Kommúnistaflokksins mestu ráða um niöurstöðuna — og þar meö er enn á ný farinn að mót- ast forréttindahópur sem skammtar sjálfum sér kjör og friðindi án nokkurs eftirlits. Náði árangri Hvað um það: Zhao Ziyang vill vera opinn fyrir ýmislegum möguleikum innan þess ramma sem kinverskir stjórnarhættir setja. Hann er reiðubúinn til að læra af Vesturlöndum, af sjálf- stjórnarskipulagi Júgóslaviu og af vissu valddreifingarkerfi Ungverja i efnahagslifi ef það getur komið kinverskum efna- hag að gagni. Það var ekki fyrr en eftir fall fjórmenningaklikunnar svo- nefndu árið 1976 að Zhao Ziyang tókst að brydda upp á ýmsum efnahagslegum umbótum i Sit- sjúan, sem er stærsta og fjöl- mennasta fylki Kina, telur hundrað miljónir ibúa. Það eru aðeins sex riki heims sem hafa fleiri ibúa. í fylkinu rikti hin mesta ringulreið eftir menningarbylt- ingu og framleiðslu hnignaöi svo, að þetta fyrrum kornforöa- búr Kina varö að flytja inn hris- grjón. Zhao Ziyang réði bót á þessu ástandi með þvi aö leyfa bændum aftur að rækta smá- skika fyrir eigin reikning (slikt taldist kapitalismi á dögum menningarbyltingar- innar) — og hann aukin — heldur stækkaði þessa skika. Hann veitti fyrirtækjum aukið sjálfsforræði og leyfði þeim að halda eftir hluta af ágóða sinum. Verkamenn fengu bónus fyrir aukin afköst. Þetta allt hafði jákvæð áhrif: á þrem árum óx iðnaðarframleiðslan i Sitsjúan um 81% og hrisgrjóna- uppskeran um 25%. Samt eru þessar umbætur ekki sérlega róttækar og myndu raunar ekki sæta neinum tiðindum i þjóð- félögum Austur-Evrópu, þar er þessum ráðum öllum beitt. Þessi árangur hefur dugað til þess, að Zhao Ziyang er lands- þekktur maður og hefur verið Zhao Ziyang: verðlaun fyrir aö auka framleiösluna nefndur sem liklegt forsætisráð- herraefni frá þvi um áramót. Um nokkra mánaða skeið hefur hann gengt embætti varafor- sætisráðherra. Sem fyrr segir er hann náinn bandamaður Deng Xiaopings, og varð eins og hann fyrir barðinu á menn- ingarbyltingunni. Arið 1967 var hann fordæmdur sem and- byltingarmaður og rauðir varð- liðar teymdu hann um götur Kanton með háði og spotti. En þegar árið 1971 fékk hann upp- reisn æru. Erfið glíma Hinn nýi forsætisráðherra hefur við ærin verkefni að glima. Arið sem Maó formaður dó varð enginn hagvöxtur i Kina. A undanförnum þrem ár- um hefur atvinnulifið tekið undir sig nokkurt stökk, hag- vöxtur hefur verið 8-11,6% á ári. En i ár mun verða nokkur aftur- kippur og hagvöxtur fara niöur I 5%. Aætlanirnar miklu um að gera Kina eitt afleiðandi iðn- aöarveldum heims um næstu aldamót hafa verið endurskoð- aðar: framkvæmd þeirra mun dragast á langinn. Sú nýja efna- hagsstefna, sem þingiö kin- verska hefur til afgreiöslu mun, með áherslum sinum á afköst og markaðsstefnu, vafalaust auka tékjumun i Kina, auka mun á borgum og sveitum, auka tekju- mun milli héraða og gera landið háöara erlendu fjármagni. Hvort sem þessi stefna ber mik- inn eða litinn árangur er það vist, að hún mun mæta drjúgri andstöðu i Kina. ábtóksaman. FRÉTTA- SKÝRING Er það minn eða þinn tíkarsonur? Frelsið á Filippseyjum og öryggi Marcos er lengst til hægri og frú hans Imelda fyrir miöju undir sólhlif: „sumir eru sniöugri en aðrir” segir hún. Bandaríkjanna Eftir nokkuð hik ákváðu Bandarikjamcnn að kalla heim sendiherra sinn i Boliviu og hætta hernaðaaðstoð við það land. Þetta ergert i mótmælaskyni við valda- rán herforingjakliku, sem hefur þegar framið fleiri morð á raun- verulegum og hugsanlegum and- stæðingum en talið verði og breytt landinu i „sjóræningja- riki” með eiturlyfjakónga að bak- hjarli. Þá hefur Washington Post skýrt frá þvi, að i Perú hafi forseti, sem þar var kosinn i nokkurn veginn frjálsum kosning- um, tekið við embætti ,,eftir að Carterstjórnin hafi gert nauðsyn- legar ráðstafa nir til að try ggja að herinn f Perú stæði við gefin lof- orð um að láta af völdum”. Jákvætt Þetta eru vissulega jákvæð dæmi: þausýna, að Carterstjórn- in er ekki ónæm fyrir þeirri gagn- rýni, að hún sé að visu nógu boru- brött gagnvart Sovétmönnum i mannréttindakröfum, en sjái i gegnum fingur við hægrisinnaðar einræðisstjórnir og valdaklikur vegna þess að þeim ráða menn sem eru „okkar tikarsynir” eins og haft er eftir bandari'skum sendimanni i höfuðborg Zaire: hann var að tala um Mobutu. Hvi ekki Marcos? Raul S. Manglapus heitir maður og var fyrrum utanrikis- ráðherra Filippseyja. Hann ber fram þá spurningu i nýlegri grein i Washington Post, hvers vegna Carterstjórnin reyni ekki að beita einhverju tilbrigði við mannréttindakröfurnar á einræði Marcosar Filippseyjaforseta — áður en það er orðið um seinan. Hann svarar ser sjálfur: segja má, að Filippseyjar séu mikil- vægari öryggi Bandarikjanna en Bolivia og Peru. Þess vegna megi ekki hagga við stjórninni þar, vegna þess að hún „tryggi ákveðinn stöðugleika”. Hvaða stöbugleika? spyr Filippseyingurinn. Bandriskar stofnanir vita að um 80% af fólk- inu þjáist af næringarskorti. Erlendar skuldir eru gifurlegar. Fjórði hver maður gengur at- vinnulaus. Og yfir þessum ósköp- um trónar Marcosfjölskyldan sem hefur, mjög i anda þeirrar spillingar sem einkenndi stjórn- sýslu transkeisara sem var, gerst rikasta fjölskylda heims að áliti timaritsins Cosm opolitan. Höfundur úttektar á fjárreiðum fjölskyldunnar, sem gerð var með leynd á Filippseyjum, hafði reiknað það út, að Marcos fjölskyldan græði nú um fimm miljónir dollara á dag. Eða eins . oglmelda Marcos, eiginkona for- setanskomst að oröi: „Sumir eru sniðugri en aðrir”. Spámenn I Wall Street telja, að ekkert sé liklegra, en það ástand sem skapast hefur á Filippseyj- um leiði til þess að annaðhvort þjóðernissinnar, vinstrisinnar eða herinn taki völdin i sinar hendur. Þetta er nú allur stöðug- leikinn, egir Manglapus. Vitahringur Greinarhöfundur vill bersýni- lega, að Bandarikin beiti pólitisk- um og efnahagslegum ráðum til að koma Marcos frá, með það fyrir augum að koma á borgara- legri stjórn,sem sniði helstu van- kantana af f jölskylduveldi Marcosar án þess að til meiriháttar átaka kæmi og þar með án þess að andófið gegn 'einræðisherranum þróaðist, eftir þvi sem valdakerfi hans rotnaði innan frá, i viðtæka byltingar- hreyfingu sem ekkert fengi leng- ur stöðvað. Með öðrum orðum: utanrikisráðherrann fyrrverandi er aö hræða ráðamenn i Washing- ton á þvi, að viðar geti þróunin orðiðsvipuð og i Nicaragua undir veldi Somoza. En Bandarikjunum reynist I felstum tilvikum ókleyft að komast út úr þeim vitahring sem stuðningur þeirra við einræðis- herra kemur þeim i: þau munu jafnan taka „stöðugleika” fram yfir óvissu uppgjörs eftir spillt einræði og þá sósialisku strauma sem sliku uppgjöri einatt fylgja. Það eiíía sem bandarisk stjórn- völdhafa til þessa gert til að sýna litillega vanþóknun sina á Marcosi er að skera niður um fimm miljónir dollara þá hern- aðaraðstoð semMarcos fær i ár (aðallega til að halda þegnum sinum i skefjum). Hann heldur samt 100 miljónum dollara I hern- aðaraðstoð. Refsingin er innan1 við fimm prósent. — áb. Kaffi er hættulegt þunguðum konum Bandariska heilsugæslustofn- unin Food and Drug Admini- stration, hefur varað þungaðar konur við að drekka kaffi. Til- efnið er að kaffi og aðrir drykkir sem innihalda kaffein geti skaðað fóstur. Talsmaður stof nunarinnar tekur um leib fram, að ekki hafi fundist óyggjandi sannanir fyrir beinu sambandi milli kaffi- drykkju og skaðlegra áhrifa á fóstur. Og þess er heldur ekki krafist að viðvörunarmerki verði limd á kaffipakka eins og á siga- rettupakka. Astæðan fyrir þvi, að viðvörun er engu að siður út gefin er sú, að rannsóknir sýna ab kaffein sem hefur verið gefið tilraunadýrum meðan á þungun þeirra stendur hefur valdið skemmdun á höfuð- kúpum afkvæmanna, eða þau hafa fæðstmeðklofinn góm, eða á þau vantar tær. Hitt er svo annað mál, að ef að þunguðum konum væri gefið kaffi i svipuðum mæli og til- raunadýrunum, þá svarabi það til þess, að þær drykkju 12-24 bolla af sterku kaffi á dag. Og þaö mun algengt, að konur eins og finni það á sér, að kaffi er þeim ekki hollt á meðgöngutim- anum og dragi úr kaffiþambi þótt þær hafi áður verið mestu kaffi- konur. (DN)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.