Þjóðviljinn - 10.09.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.09.1980, Blaðsíða 7
„Stónt beitartil- raunimar” Landnýtingartilraunirnar, — stóru beitartilraunirnar — , hófust sumariö 1975 á eftirtöldum stöðum: Hesti og Hvanneyri i Borgarfirði, Sölvaholti i Hraun- gerðishrcppi, Kálfholti i Asa- hreppi, I Alftaveri og á Auðkúlu- heiði. Sumarið 1976 bættust við Asheiði i Kelduhverfi og svæöi við Sandá i Biskupstungnaafrétti. A Eyvindardal i N-Múl. hófust loks tilraunir 1978. Þetta eru fyrstu tilraunir, sem gerðar hafa verið hér á landi þar sem reynt er i sömu tilraun að kanna áhrif aðgerða til þess að auka gróður, svo sem áburðar- gjafar, framræslu og fullrar ræktunar við mismunandi beitar- álag við mismunandi skilyrði, á gróðurfarið. Dr. Ólafur Guðmundsson, dr. Robert E. Bement, dr. Björn Sigurbjörnsson. — Mynd: _ eik Þáttur i langtíma gróður- og landgræðslu Hluti af „þjóðargjöfinni” rann til þessara tilrauna en auk þess nutu þær styrks frá Þróunar- stofnun Sameinuðu þjóðanna, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, Visinda- sjóði, Byggðasjóði og Alþjóða kjarnorkustofnuninni. Tilraunirnar eru taldar ein- hverjar umfangsmestu beitartil- raunir, sem þekkjast. Nær sú stærsta t.d. yfir 259 ha. Að þeim vinna menn frá Rala, Land- græðslunni, tilraunastjórar, kennarar og starfsmenn á Hvanneyri, ráðunautar hjá Búnaðarfélagi íslands, héraðs- ráðunautar, starfsmenn tilrauna- stöðvarinnar á Keldum og bændur, sem leggja til gripi og land. Af hálfu FAO starfaði dr. Robert E. Bement öll árin að skipulagningu verkefnisins og lagði á ráðin með framkvæmd til- raunanna. Tilgangur - Athuganir Nýlega áttu þeir fund með fréttamönnum dr. Björn Sigur- björnsson, forstjóri Rala, dr. Ölafur Guðmundsson, sér- fræðingur hjá Rala.og dr. Robert E. Bement. Bentu þeir á, að með tilraununum væri leitast við að varpa ljósi á þrjú megin atriði: 1. Hvernig megi auka og bæta gróður samhliða bestu nýtingu landsins til beitar. 2. Hvernig unnt er að ná miklum vaxtarhraða lamba og/eða ungneyta á mismunandi bithaga (framræst, óframræst o.s.frv.). 3. Samanburð á hagkvæmni við að beita á óáborinn úthaga eða áborinn, bæði á afréttum og á heimalöndum. Meðal athugana, sem gerðar hafa verið á hverjum stað, má nefna: 1. Allt búfé vigtað á 3—4 vikna fresti yfir beitartimann. 2. Um leið er mælt hve mikil uppskera stóð eftir i hverju hólfi. 3. Geröar mælingar á sam- setningu gróðurs einu sinni á sumri. 4. Fóðurgildi uppskerunnar rannsakað, m.a. tekið tillit til snefilefna. 5. Ýmis önnur sýni tekin yfir sumarið, s.s. saursýni og blóðsýni m.a. til könnunar á átmagni og efnaskorti. 6. Ýmis sýni tekin við slátrun lamba s.s. til efnamælinga og til að leita að snikjudýrum. vernd 7. Fylgst náið með heilsu og þrifum búfjárins. Vegna fjárskorts var til- rauninni við Sandá frestað en Hvanneyrarskóli tók að sér til- raunina á Hvanneyri. Fyrirhugað er að hefja aftur tilraunina við Sandá i svipuðu formi og áður strax og fjármunir leyfa, enda er mjög mikilvægt að finna hversu mikið má beita á það land, sem grætt hefur verið upp á örfoka melum á hálendi landsins. Stœrð og fyrirkomulag tilraunanna Athuga ber, að þær niöurstöður rannsóknanna, sem hér eru birt- ar, eru bráðabirgðaniðurstöður. Fullnaðaruppgjöri lýkur væntan- lega á þessu ári. Mýrlendisbeit Tilraunirnar leiða i ljós, að lömb, sem sumarlangt ganga á mýrlendi, þrifast illa. Viröist það óháð magni gróöursins. Reynt hefur veriö að leysa þetta vanda- mál með blandaðri beit sauðfjár og hrossa eða sauðfjár og naut- gripa en ekki tekist enda þótt einhver ávinningur kunni að vera af blandaðri beit fyrir þrif lamb- anna. Þrátt fyrir lágan fallþunga lambanna af mýrlendi er beitar- þol mýranna miklu meira en þurrlendis. Þannig fæst miklu meira kjötmagn af ha af mýr- lendi en þurrlendi. Er það mikil- vægt þegar auka á beitarþol með áburðargjöf þvi hægt er að auka beitarþolið meira á mýrlendinu, þannig að kjötaukningin á kg áburðar er meiri þar en á þurr- lendi. Einkum á þetta við þegar borið er saman láglendi og hálendi. Hross þrifast hinsvegar mjög vel á mýrlendi, ef komið er i veg fyrir ormasmit, en kálfar nokkru lakar, en þeir þrifast mjög vel á grænfóöri. Þrátt fyrir þetta er vaxtarhraði lamba og hrossa mjög svipaður ef miðað er viö hektara. Þótt vaxtarhraði lamba á þurru láglendi sé yfirleitt minni en á hálendi er þungaaukningin á ha meiri þar en á láglendi. Þvi er áburðargjöf á hálendi óhag- kvæmari en á láglendi þar eð kostnaðurinn á kg kjöts er meiri. Lömb þrifast og betur á landi þar sem gróður er fjölbreyttur. Mikiivægi haustbeitar Vaxtarhraði lamba á mýrlendi minnkar mjög upp úr miðju sumri og raunar einnig á þurr- lendi seinni hluta sumars eða á haustin. Þvi er mikilvægt að hafa gott beitiland handa lömbum á þessum tima. Tilraunirnar sýna, að þar henta há eða grænfóður vel en varast skyldi þó að setja lömb á beitiland seinni hluta sumars og á haustin, sem sauðfé hefur gengiö á yfir sumarið, jafnvel þótt gróður sé þar nægur. Tilraunirnar benda til að skipti- beit sé mjög athugandi á láglendi annað hvort þannig að landið sé hvilt yfir visst timabil eða að skipst sé á um að beita mis- munandi búfjártegundum. Rann- sóknir á þessu eru þó mjög tak- markaöar og þarf úr að bæta sem fyrst. Sýnt hefur verið fram á i til- raununum að beitarálagið ær/tonn gróðurs getur verið mjög breytilegt þótt beitarþungir.n (t.d. ær/ha) sé sá sami yfir súm- ariö. Þannig getur t.d. kuldakast aukið beitarálagið og einnig eykst það mjög mikið seinni hluta sumars og á haustin. Sérhœföir þœttir Auk beitartilraunanna hefur frá upphafi veriö reynt að’vinna jafnhliða að athugunum á nokkr- um sérhæfðum þáttum, aðallega snefilefnum, snikjudýrum, át- magni og plöntuvali sauðfjár. Snefilefni hafa verið rannsökuð i sambandi við vanþrif lamba á láglendi. Ekki virðist um kopar- eða koboltskort að ræða. Niður- stöður liggja ekki fyrir um önnur efni en ekki hafa fundist neinir af- brigðilegir þættir i blóði, sem gefið geta til kynna ástæður van- þrifa i lömbum á mýrlendi. Tilraunirnar sýna að mjög nauðsynlegt er að vinna gegn ormaveiki i búfé þar sem það gengur i þröngum högum allt sumarið. Þó er ekki ljóst hvort ormalyfsinngjöf vinnur algeran bug á þessu eða hvort skiptibeit er nauðsynleg. Niðurstöður úr átmagns- og plöntuvalstilraunum liggja ekki fyrir ennþá en væntanlega gefa þær frekari upplýsingar um orsakir vandamála láglendisbeit- arinnar. Auk alls þessa hafa beitartil- raunirnar nú þegar sýnt, að viss lágmarksspretta þarf að vera fyrir hendi áöur en beit hefst, ella dregur stórlega úr beitarþoli. Hinsvegar örfar hófleg beit oft sprettu. Búist er við að mælingar á gróðurfari geti að einhverju leyti leitt i ljós hvaða plöntuteg- undir aukast eða minnka við beit- ina. Enn er sitthvað óljóst Þó að landnýtingar-til- raununum sé ekki lokið liggja þegar fyrir ýmsar mikilsverðar upplýsingar. Ýmsir eru þó þeir þættir, sem ekki fást um fullnægj- andi upplýsingar fyrr en lokið hefur verið við að vinna úr rann- sóknunum að fullu. Má þar nefna beitarþol þeirra gróðurlenda, sem rannsóknirnar eru geröar á, hversu margar ær jafngilda einum hesti eða nautgrip i beit, uppskerumagn við mismunandi beitarþunga og áhrif mismikillar beitar á gróöurfar. Þá stendur og til að gera hagfræðiiega úttekt á niðurstöðunum. Þess er þvi að vænta að þessar beitartilraunir og þær upplýsingar, sem þær veita, geti orði snar þáttur i lang- tima gróðurvernd og landgræöslu á Islandi. —mhg STÆRD OG FYRIRKOMULAG TILRAUNANNA. Tilrauna- staóir Ár Ær með lömbum Kálfar eða hross Fjöldi beitar- hólfa Stærð tilrauna- svæðis Lengd girðin* km Álftaver 1975-1979 90-104 8-9 100 8.25 Auðkúluheiði 1975-1979 108-142 12 259 13.68 Eyvindardalur 1978-1979 38- 52 4-7 56-78 7.4 Hestur 1975-1979 100-120 8-9 27-37 11.0 Hvanneyri 1975-1977 52- 56 32-44 12 14 4.4 Kálfholt 1975-1977 1 15-138 18 18 60 17.8 Kálfholt 1978-1979 89- 9 3 321} 18 60 17.8 Keiduhverfi 1976-1979 108-122 15-16 124-126 7.6 Sandá 1975-1977 24- 40 4 14 2.3 Sölvaholt 1975-1977 28- 30 44-68 11-16 41-56 8.1 Sölvaholt 1978-1979 56-67 10-11 32-41 6.3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.