Þjóðviljinn - 10.09.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.09.1980, Blaðsíða 2
frettir * ^tuttu Hátt hlutfall í jóga hér? Hingaö til lands er kominn á vegum Ananda Marga hreyf- ingarinnar, jógakennarinn acharya Pharamesvarananda Avt., sem hefur ástundað jóga i 20 ár og er einn nánasti sam- starfsmaður Shrii Shrii Anandamurti stofnanda Ananda Marga. Mun hann halda fyrirlestur i Aðalstræti 16, 2. hæö^annað kvöld kl. 8.30 og i Norræna húsinu föstudag- inn 12. sept. kl. 17. Titillinn „acharya” er sanskrit og merkir ,,sá sem kennir með fordæmi”, segir i fréttatilkynningu Ananda Marga. Þar er þvi haldiö fram, aö Island sé eitt þeirra landa þar sem hlutfallslega flestir ibúa þekkja og stunda jóga og hugleiöslu!! Um grundvallaratriöi heim- speki hreyfingarinnar segir svo: „Til þess aö geta lifað lifinu hamingjusamlega og i takt viö grundvallarlögmál tilver- unnar þarf sjálfþekkingu. Hugleiösla er vopniö i þessari viðleitni, iökun hennar leysir smátt og smátt úr læöingi and- lega orku sem gjörbreytir hugarástandi iðkandans, eyöir spænnu og vanliöan en eykur um leiö sjálfstraust og gerir viökomandi óháöari áhrifum utan frá. En markmiöiö er tvi- þætt. Enginn raunverulegur þroski næst án þess aö inna af hendi þjónustu viö náungann, þess vegna stunda félagar i Ananda Marga félagshjálp, reka barnaheimili og Korn- markaðinn sem selur ódýra jurtafæðu.” Aögangur á fyrirlestra og kennsla i hugleiöslu er ókeyp- is. Handritasýningunni að Ijúka Handritasýning hefur aö venju veriö opin i Arnagaröi i sumar, og hefur aösókn veriö mjög góö. Þar sem aösókn fer mjög minnkandi meö haustinu er ætlunin aö hafa sýninguna opna almenningi i siöasta sinn laugardaginn 13. september kl. 2—4 siödegis. Þó veröa sýn- ingar settar upp fyrir skóla- nemendur og feröamanna- hópa, eins og undanfarin ár, ef þess er óskaö meö nægilegum fyrirvara. Kaupfélagsbíllinn: 100 þús. á dag A svæöafundi kaup- félaganna á Vesturlandi, sem haldinn var i Borgarnesi 2. þ.m. gat ólafur Sverrisson, kaupfélagsstjóri I Borgarnesi' þess, aö kaupfélagiö þyrfti aö endurnýja nokkra af flutn- ingabilum sinum. En hvaö kostar slikur bill núna og hvaö kostar aö reka hann. Fullbúinn kostar slikur bill 50 milj. kr. Og hvaö um rekst- urinn? Jú, ef tekið er vaxta- aukalán til þess aö borga bil- inn og fullar afskriftir reikn- aöar þá kostar rekstur hans 100 þús. kr. á hverjum degi. Laun bilstjórans nema aöeins broti af þessari upphæö. Ólaf- ur Sverrisson kvaö þaö þvi augljóst, aö litiö mætti útaf bera i vaxtareikningi hjá fyr- irtækjum svo að þaö ekki riöi þeim fjárhagslega aö fullu. — mhg Fegurstu garðar Akraness Annaö áriö i röö hafa á Akranesi veriö veittar viöur- kenningar fyrir fegurstu garöa bæjarins og i þetta sinn hlutu tveir garöar viöurkenn- ingu. Eru þaö garður Herdisar og Sigrföar ólafsdætra aö Vesturgötu 88 og garöur Ingelu Þóröardóttur og Ar- manns Armannssonar aö Sóleyjargötu 10. Morgan Kane númer 22 Út er komin tuttugasta og önnur vasabrotsbókin i bóka- flokknum um Morgan Kane og ber nafnið „MANNAVEIÐ- AR”. Sagan fjallar um viður- eign Morgans Kane viö Peter Shabarov og klfku hans, sem stunduöu mannaveiöar, en Peter Shaborov var sagöur þurfa aöeins 2/5 úr sekúndu til aö bregöa skammbyssu og skjóta. Spennandi afþreyf- ingarlesning einsog venju- lega. íþróttafréttamenn og stjórn BÍ mótmæla KSÍ: Nýr próf- essor í vefjafræði Forseti fslands hefur skv. tillögu menntamálaráöherra skipaö Guðmund Georgsson prófessor I liffærafræöi (vefjafræöi) I lækna- deild Háskóla íslands frá 1. ágúst s.l. Viö snyrtingu i nýju þjónustumiöstööinni aö Skólavöröustig 15. Ljósm.: — gel. Þjónusta við tískuheiminn Mæögurnar Unnur Arngrimsdóttir og Henny Her- manns, báöar þekktar tisku- sýningadömur og danskenn- arar, hafa nýlega opnaö þjón- ustumiöstööaö Skólavöröustlg 14, þar sem þjónaö veröur hin- um ýmsu hliöum sem snúa aö tlskuheiminum, enda er þar jafnframt skrifstofa og aö- staöa fyrir Módelsamtök- in. Skrifstofa sýningarfólks i Módelsamtökunum veröur op- in i þjónustumiöstööinni frá kl. 2 daglega, en i þeim eru 25 manns, auk þess sem þar eru á skrá börn, unglingar og fólk á öllum aldri til aöstoöar viö ijósmynda- og kvikmynda- þjónustu viö blaöa- og sjón- varpsauglýsingar. Þá munu þær mæögur standa fyrir námskeiöum, bæöi almennum dagnám- skeiöum og stuttum snyrti- námskeiöum fyrir ungar kon- ur á öllum aldri, auk þess sem þjálfun sýningarfólks fer fram í húsnæðinu. Fyrirtækjum og stofnunum er boöiö upp á sér- staka þjónustu og þjálfun og leiðbeiningu starfsfólks sfns i siðvenjum, klæönaöi, útliti og framkomu, eins og Unnur orö- aði það er hún kynnti nýja staðinn blaöamönnum. Kaup- menn og framleiðendur geta einnig fengiö kynningar á vör- um sinum á einkasýningum viögóöan ljósabúnaöog fyrsta flokks tónlist. Ennfremur hef- ur veriö tekin upp video-þjón- usta, þannig aö sýningar á nýjum fatnaöi eru teknar upp á myndband, sem framleiö- endur geta siöan notaö áfram til sýninga hérlendis eða er- lendis. Sævar Cieselski: af fyrsta aldar- fjóröungi llfs sins hefur hann bráðum setið fimm ár bak viö lás' og slá. áöur en honum hafði gefist tóm til aö fremja meiriháttar afbrot. Saga hans væri þvi ekki aöeins saga hans heldur einnig margra annarra, og gæti hugsanlega dregiö úr þeim fordómum sem fólk ber yfirleitt til þeirra sem rata svipaöa braut og Sævar, hjálpaö þvi' aö sjá samhengi og bakgrunn fremur en einblina á afbrotamanninn og verknaö hans einsog þeir birtast I munni dómaranna eöa i æsifregnum dagblaöanna”. Bókin Stattu þig drengurer 149 blaösiöur. Prentrún prentaöi. Ot er komin á vegum IÐ- UNNAR bókin Stattu þig drengur. Þættir af Sævari Ciesielski. Höf- undur er Stefán Unnsteinsson. I Pýnningu forlagsins á kápubaki segir svo: „Hver er Sævar Ciesi- elski? — Vafamál er hvort nokkur núlifandi tslendingur hafi komist einshressilega á milli tannanna á fólki og einmitt hann. Um hann ganga svo margar og margvís- legar sögur að halda mætti aö meö þessu nafni væru hundraö óllkir menn sem allir heföu náö háum aldri og komið vföa við. En hann er aðeins einn. Hann er aöeins tuttugu og fimm ára gam- all. Og af þessum fyrsta aldar- fjóröungi lifs sins hefur hann brdðum setiö fimm ár bak viö Iás og slá”. 1 fyrsta hluta bókarinnar, Sjálfsmynd Sævars, rekur Sævar uppvaxtarsögu sina og samskipti sin viö ýmsar stofnanir þjóö- félagsins sem frá bernsku hafa haft afskipti af honum. í öörum hluta bregða ýmsir upp myndum af Sævari sem hafa kynnst hon- um. I þriöja og siöasta hluta, frá Stóra-Hofi að Litla-Hrauni eöa nokkrir þættir úr mótunarsögu afbrotamanns fjall.ar höfundur bókarinnar um feril Sævars, lýsir að nokkru gangi Geirfinns- og Guömundarmála og fjallar þar meöal annars um ásakanir sem fram komu varöandi haröræöi sem sakborningar áttu aö hafa veriö beittir viö rannsókn máls- ins. — I inngangi segir höfundur meöal annars um markmiÖ bókarinnar: ,,Ég leit á Sævar sem á ýmsan hátt dæmigerðan afbrotaungling sem samfélagiö var I raun búiö að dæma löngu Sverrir sigraði Sumarspilamennskan í Domus Feikna góö þátttaka var næst siöasta kvöld sumar spila- mennskunnar I Ðomus, á fimmtudag. 70 pör mættu til leiks, og minnist undirritaöur ekki annarrar eins þátttöku i tvimenning hérlendis. Þetta var jafnframt siöasta spilakvöldið sem reiknaöist til stigagjafar, svo um uppgjör var aö ræöa. Og sannarlega varö mjótt á mununum. Stigasmalarnir sett- ust, aö vanda, I sama riöil* og þegar upp var staöiö skildu aö- eins 2 stig aö þá sem hrepptu 1. og 2. sætiö I riölinum ( C). Og þaö var Sverrir Kristinsson sem maröi þaö á „marklinunni”. Vel af sér vikiö, Sverrir. Annars var spilaö i 5 riölum og úrslit uröu þessi: A-riöill: stig Eggert Benónýsson — Jón Ámundason 274 Nanna Agústsdóttir — Alda Hansen 238 Brandur Brynjólfss. — Þórarinn Alexanderss. 234 B-riöill: stig Ingvar Bjamason — Marinó Einarsson 262 Kristin Þóröard. — JónPálsson 247 Ingólfur Böðvarsson — GuöjónOttósson 237 U Umsjón: Ólafur Lárusson C-riöill: stig Sverrir Kristinss. — Gestur Jónsson 248 Valur Sigurösson — Jón Baldursson 246 Egill Guöjohnsen — Runólfur Pálsson 237 D-riðill stig Magnús ólafsson — JörundurÞóröarson 190 Stigur Herlufsen — VilhjálmurEinarss. 183 Ómar Jónsson — Jón Þorvaröarson 179 E-riðili: stig ólafur ólafsson — SiguröurLárusson 96 Oli Valdimarss. — SiguröurKarlsson 96 Tryggvi Bjarnason — Steinberg Rikharösson 96 Meöalskor I A, B og C riöli var 210, 156 i D og 84 I E-riöli. Keppnisstjóri var Hermann Lárusson. Og lokastaöan I hinni tvisýnu heildarstigakeppni Bridgedeild- ar Reykjavíkur er þessi: stig l.SverrirKristinsson 20 2. ValurSigurösson 19 3. Jón Baldursson 17 4. Sigfús örn Arnason 16 Þessir skáru sig úr, en alls hlutu 160 einstaklingar stig yfir sumarið, og er það þó aöeins hluti þeirra er þátt tóku. Minnt er á, aö enn er einir „léttu” kvöldi ólokiö og veröur spilaö næstkomandi MIÐVIKU- DAG, en ekki fimmtudag eins og venja er, og i Domus Medica. A dagskrá eru verölaunaveit- ingar, og eru spilarar hvattir til aö fjölmenna og hylla kemp- urnar. Frá TBK og BR: Spilamennska hjá þessum félögum hefst I næstu viku. Hjá Bridgefél. Reykjavikur á miö- vikudag, og Tafl> og bridge- kldbbnum á fimmtudag. Allir velkomnir. Einnig er minnt á aöalfund TBK, sem veröur nk. þriöjudag i Domus og hefst 20.30. A dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar og verölaunaafhendingar. Fé- lagar eru hvattir til aö mæta. Höggvið nærri samstarfinu Samtök iþróttafréttamanna hafa mótmælt aöförum forráða- manna KSls.l. miövikudagskvöld þegar fréttamönnum sjónvarps var meinaöur aögangur að Laugardalsvellinum. t samþykkt íþróttafréttamann- anna segir: „Síöastliöiö miövikudagskvöld hindruöu forráöamenn Knatt- spyrnusambands íslands Bjarna Felixson, iþróttafréttamann sjón- varps og aöstoöarmann hans, viö frétWöflun af landsleik tslands og Sovétrikjanna á Laugardalsvell- inum. Samtök iþróttafrétta- manna vita framkomu KSl i þessu tilfelli og vonast til aö stjórn KSt sjái svo um að slikl endurtaki sig ekki. Með þessu athæfi hefur KSl þverbrotið þær venjur sem heiðri hafa verið haföar vif fréttaöflun. Þá lita samtökin svc á að meö þessu hafi verið höggvií nærri þvi góða samstarfi sem veriö hefur á milli Knattspyrnu sambandsins og Samtaka íþrótta fréttamanna”. Stjórn Blaðamannafélags ts lands sem hélt fund i gær lýsti yfii furöu sinni á þessu grófa broti é viöteknum venjum og segir ályktun stjórnarinnar að húr treysti þvi aö slikir atburðir end urtaki sig ekki.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.