Þjóðviljinn - 10.09.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.09.1980, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 10. september 1980 Miövikudaeur 10. september 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Komið við á Grundarfirði þegar Arnarflug hóf þangað áætlunarflug Viö Asakaffi Friöriks Clausens safnast saman Sigrlöur oddviti og aörir hreppsnefndarmenn, Arnar- flugsmenn og skyndigestir. Þaö var tangarsókn i flugvaliarmálum. Við erum drýldnir yfir okkar plássi” Þar búa vist allir viö bærileg kjör og byggja sér hús eftir þörfum þeir hafa aö jafnaöi handtökin snör i heiimikium daglegum störfum... Við erum drýldnir af okkar plássi, Grundfirð- ingar, sagði einn hrepps- nef ndarmanna. En þið verðið bara að taka því. Þessi orð féllu á hring- ferð um Grundarf jörð sem farin var með nokkra að- komumenn. Tilefnið var það, að Arnarflug byrjaði reglulegt áætlunarflug til staðarins á laugardag og mun eftirleiðis fljúga þangað þrisvar í viku. Heimamenn og Arnarflugs- menn báöu hver öörum marg- faldra blessunar yfir kaffibollum i Asakaffi; þar er til húsa um- boösmaður þessa áætlunarflugs, Friðrik A. Clausen veitinga- maður, og kallar sjálfan sig vinstrisinnaðan hægrimann (gott ef John Anderson, óháðum forsetaframbjóðanda i Banda- rikjunum, er ekki lýst á sama hátt). Ásakaffi er, ef með þarf, vistlegt biðskýli fyrir farþega, þvi flugvöllurinn er ljóslaus og mannvirkjalaus malarbraut. Samgönguraunir Reyndar hefur hreppurinn keypt land undir nýjan flugvöll, og þau fyrirheit sem slik eign gefur hefur ýtt undir Arnarflugs- menn að byrja áætlunarflug. Við vorum annars tregir við það, sögðu þeir Halldór Sigurðsson og Jón Kristinsson, vegna þess að vanstilltir vindar blása of oft þvert á þá braut sem nú er til, og þvi er hætta á að oft þurfi að fella ferðir niður. Sigiður Þórðardóttir oddviti, Halldór Finnsson sparisjóös- stjóri og Arni Emilsson fram- kvæmdastjóri voru, sem fyrr segir, mjög ánægð með þessa samgöngubót. Arni Emilsson sagði á þá Ieiö, að Grundfirðingar hefðu einatt gleymst ráða- mönnum samgöngumála og þing- mönnum, sem væru eins og séra Árni sagði um Snæfellinga „snill- ingar i að ljúga með þögninni”. Hefðu þeir þó meiri þörf fyrir flug en flestir aðrir: þeir væru læknis- lausir, þeir byggju i miklu upp- gangsplássi með 12-14 báta og tvo togara. Var látin i ljós von um að plássinu og Arnarflugi tækist saman að hefja tangarsókn i flug- vallarmálum. Nýtt pláss íbúar á Grundarfirði eru nú um átta hundruö, og þarf ekki lengi um garð að ganga til að sjá að þetta er uppgangspláss; þaö er engu likara en öll hús séu annað- hvort ný eða i smiðum. Meira að segja kirkjan er nýbúin að fá við sig turn. Upp I hugann skýst lof- gjörð um annað pláss, sem varð á köflum fyndin eins og óvart vegna þess hve allt var i lukkunnar vel- standi: Flugvallamál Arnarflugsmenn byrjuðu i fyrrahaust á áætlunarflugi innan- lands. Þeir fóru þá um marga staði á landinu vestan-og norð- vestanverðu og fengu levfi til flugs á f jórtán staði. Grundar fjörður er tiundi staðurinn sem kemst á áætlanakortið. Það er flogið á þriðjudögum, fimmtu- dögum og laugardögum i tengsl- um við flug til Bildudals; slik samhæfing fjölgar ferðum um eina á viku til þessara staða tveggja, sögðu þeir. Framboð á hvern stað verður þá 27 sæti I viku, en notuð er nítján sæta véi. Arnarflugsmenn hafa áhyggjur af þvf, hve ófulinægjandi fiug- vellir eru á þessum stöðum flestum. En það mundi strax muna miklu um ljósabúnað sem lengt gæti nýtilegan flugtima. Nú getum við ekki flogið nema I björtu og sá timi -er stuttur i skammdeginu, sögðu þeir. —áb Grundarfjöröur meö Kirkjufelli — en fremst er nýbúiö aö kippa bfl kappsams ijósmyndara upp úr holu sem hann lenti I meöan eigandinn haföi hugann viö merkileg mótlf. ‘ |jj|| w ■K Fyrstu farþegarnir suöur ásamt flugmönnum Arnarflugs. — Þaö er hálfgert feimnismál, en fyrsti far- þeginn vestur var einn ungur Ólsari. (Ljósm. Ingi Hans) á daashrá Rúnturinn er ekkert nýtt fyrirbœri. Þórbergur gekk rúntinn, min kynslóð gekk rúntinn og krakkarnir i dag ganga rúntinn Rikharð Brynjólfssor Allir á rúntínum Hin árvissa umræða um ung- lingavandamálið er hafin. Til- efnið er eins og endranær óaf- sakanleg umgengni nokkurra ein- staklinga um umhverfi sitt í mið- bæ Reykjavikur. Sist skal hún varin hér. Menn þurfa hvorki að rifa upp tré né kveikja i húsum þótt þeim sé mál og ekkert klósett i nánd. Menn spyrja sig hversvegna unglingarnir hópist saman eins og gerst hefur undanfarnar helgar og sjálfsagt eru skýringarnar margar. Það var t.d. athyglisverð skýring , eða kannski uppljóstrun, sem Kol- beinn Pálsson veitti i sjónvarpinu á sunnudaginn, að um hverja helgi (að visu langa, fimmtudag til sunnudags,) geti öldurhús borgarsvæöisins selt 40 þúsund manns brennivín, en samsvar- andi afkastageta skemmtistaða fyrir unglinga sé 0. Vissulega er hlutfallið ógnvekjandi, en getur varla verið eina ástæðan. Fyrri talan segir okkur hinsvegar nokkra sögu um hver séu almenn viðhorf þeirra, sem aldur hafa til brennivinsdrykkju, á hvernig helst sé hægt að drepa timann eftir að vinnu lýkur, þ.e. utan heimilis, i umhverfi sem firrir menn gjörsamiega frá daglegu lifi. Getum við þá ætlast til að unglingarnir sitji heima yfir imb- anum? Samsöfnun unglinganna er ekki vandamál i sjálfu sér, heldur eitt af einkennum þess, að eitthvað skorti á andlegt jafnvægi þjóöar- innar. Og sjálfsagt eitt hinna vægari einkenna. Rúnturinn er ekkert nýtt fyrir- bæri. Þórbergur gekk rúntinn, min kynslóð gekk rúntinn og krakkarnir i dag ganga rúntinn. Rúnturinn er i sjáifu sér ágætis skemmtistaður, hefnr að visu þann ókost að á honum græðir enginn „sem er óafsakanlegt”. Þar er loftið hreint og hægt að vera á röltinu. Og óendanlega eru samkomugestir upp til hópa mannborulegri en gestir annarra skemmtistaða. En þetta var útúrdúr. Þótt rúðubrot og mannasaur við hús- veggi sé óafsakanlegt gagnvart umhverfinu, má þó laga hvort- tveggja. En tilhneiging til afbrota getur haft miklu alvarlegri og varanlegri áhrif en eigna- skemmdir. Ef frásagnir fjölmiöla eru skoðaðar má greinilega sjá þetta. Eftir orðanna hljóðan er talað um fáeina svarta sauði, sem skemmi fyrir hinum, en sjálf matreiðslan gefur allt aðrar hug- myndir, bæði fyrirsagnir og myndaval. Visir segir t.d. ýtar- lega frá atburðum helgarinnar á mánudaginn var. A forsiðu er mynd af krakkaþröng og lög- reglu. A 8. og 9. siðu er svo aðal- frásögn og myndaval. Aðalfyrir- sögnin: Ólæti i miðbæ Reykja- vikur aðfaranótt laugardags: „Gemmér einn”. Myndavalið er i samræmi við þaö. Niðurfallinn bekkur, lögregla að taka vin af unglingum og stinga inn i „Svörtu Mariu”. Pörin hvorki leiddust né keluðu , heldur var „duflað og daðrað i hverju skúmaskoti”. Og aðalfréttin af laugardags- kvöldinu: „Bærinn óskemmdur eftir helgina”. Eftir svona matreiðslu þýðir litið að „servera” leiðarasúpu undir mottóinurhver man ekki sin eigin strákapör. Allir eiga við einhver vandamál að striða, jafnt ungir sem gamlir, en enginn hópur liggur jafnvel við höggi alhæfingarinnar en einmitt unglingar, og liklega er heldur enginn hópur jafn viðkvæmur. Hér sem viðar mega fjölmiðlar, einkum hin nýja blaðamennska, gæta sin á, að þeir eru undir yfir- 'boröi lýsingarinnar skoðanamót- andi, eða kannski fremur viðhorfamótandi. Ef fjölmiðlar hafa þann geysi- áhuga á þvi, sem unglingarnir hafast að, sem sýnist, verður skandalafréttunum væntanlega fylgt eftir með stórum myndum, frásögnum og yfirskrift um hvað þeir geröu, sem ekki vóru fullir^ ekki stóðu i húsasundum eða rifu upp trjágróður. Fyrir blaða- mennina verður það mikil breyt- ing til batnaðar, þeir fá þá alla- vega svefnfriö, þvi þessi starf- semi fer fram i dagsljósi. Kannið þið hvaö er að gerast á vegum allskonar samtaka „frjálsra” og „ófrjálsra”, spyrjið hvað þurfi til að sú starfsemi verði enn öflugri; venjulega er um smámuni að ræða. Þegar þið hafið kynnt ykkur hvaö æskan raunverulega hefur tyrir statni er ég þess fullviss að næst þegar upplagið krefst frétta, sem kitla hneykslunartaugar borgaranna, þá verður fórnar- lambið ekki æska landsins, — heldur við — þar er af nógu að taka. Rikharö Brynjólfsson Einn af forystumönnum verkamanna sem myrtur hefur verift I hinu hvita grimmdaræöi, Aiberto Vega. Forseti Boliviu kallar morft á slfk- um mönnum „heimsnauösyn”. Eftlr valdarán herforingja f Bolfvíu: , ,Land okkar hef ur verið gert að út- rýmingarbúðum” „Land okkar hefur veriö gert aft útrýmingarbúftum, vift stjórn- völinn situr glæpaflokkur”, sagöi verklúinn bóliviani viö danskan blaöamann sem var nýlega á ferft i landinu. Og svo viröist sem 189. stjórn undanfarinna 155 ára rfsi þar vei undir nafni. óhæfuverk- um fjölgar dag frá degi, veröid hinna nýju valdhafa er byggö á fjöldamoröum og pyntingum. Og þess er vandlega gætt aö ekkert leki út, herforingjaklikan sem kallar sig stjórn ætlar greini- lega ekki að endurtaka mistök forvera sinna i starfi og leyfa alþjóðlegri pressu að starfa óhindraöri I landinu. Þegar hefur allmörgum blaöamönnum verið visaö Ur landi, þeir handteknir eöa beittir öðrum kárinum. Ekkert bréf fer úr landi án þess að ritskoðunin leiki það höndum, simar eru hleraöir og grunsam- legum einstaklingum fylgt hvert fótmál. Fjöldamorð i námunum En hvað er það sem Luis Garcia Mezas hershöfðingi vill ekki að vitnist umheiminum? Orðrómurinn leikur lausum haia, nefndar eru margar tölur. um handtekna, drepna og horfna sporlaust, enda óvissuástand rikjandi i landinu eftir valdarániö 17da júll siðastliðinn. Ekki liggur ljóst fyrir hve margir féllu i hörö- um bardögum i námasvæöinu fyrirsunnanLa Paz á fyrstu dög- um valdaránsins, þar ber heimildum ekki saman. Danski blaðamaðurinn, sem fyrr var nefndur, talaði við verkamann I smábænum Eltorno, ekki fjarri Santa Cruz, sem er félagi i Nefndinni til vamar lýöræðinu. Hann sagði að nefndin heföi reynt aö áætla tölu fallinna á námasvæðunum Sigto Viente, Katav, Mina Corocoro, Uanuni og Santa Ana og komist næst tölunni 1500. Þar hefði verið um ójafnan leik að ræða; annarsvegar hermenn útbúnir fullkomnum drápstækjum og hinsvegar aiþýöufólk meö það eitt vopna ab/ kasta dlnamiti og koma fyrir vegatálmunum. Svo er sagt að n- ámu->menn hafi sprengt námur- nar að skilaöi og þær hafi jkomist fyrst i brúklegt horf eftir mánuö. Ofsóknir og pyntingar Allir sem grunaðir eru um frjáls- lyndi i hugsun eru ofsóttir, virkir vinstrimenn hafa horfið af yfir- borði jaröar og starfa nú leyni- lega. Stjór-nin segir að 500 hafi verið handteknir, andstaöan hækkar þá tölu i 2—3000 sem lágmark. Fyrstu tvær vikur stjórnartima h erforingja - stjórnarinnar var stúdentum, verkalýðsforingjum, blaðamönn- um o.fl. haldið föngnum svo hundruðum skipti á stórum leikvöngum í La Paz þar sem þeim voru kynnt vinnubrögð i anda Pinochets i Chile. Pynting- um er beytt af miklu hugviti einsog annars staðar i S- Ameriku. Rafmagnshögg send á viðkvæma blettilikamans, fangar eru neyddir til að leggja sér til munns margvíslegt útgáfuefni sem herforingjamir hafa lagt hald á, föngum er stillt á aftöku- pallinn og skotum siðan hleypt af yfir höfðum þeirra (þ.e. þegar þeir eru ekki skotnir), sextiu manns kúldrað saman á sex fermetra o.s.frv.. Þessari þulu mætti lengi halda áfram. Kókaingreifar i baksætinu Fyrir kosningarnar 29. júni siðastliðinn lá það ljóst fyrir að herinn myndi grfpa ti! aðgerða ef úrslitin væru honum ekki aö skapi.Taliðeraö fáar kosningar i þessu hrjáða landi hafi farið heiðarlegar fram og sigurvegar- inn var hægfara vinstrimaður, Hernan Siles Zuazo og Lýðræðis- bandaiagið. Hann fékk 35% atkvæða á meöan frambjóðandi hersins,Hugo Banzer, varðað láta sér nægja rúm 20%. Þessi niöur- staða var hernum ekki að skapi svogripið var tilvaldaráns. Og sú herforingjaklika sem núna situr á valdastólum er ef til vill sú grimmúðlegasta og er þó miklu til jafnaö. Að baki standa svo kókaingreifar og aðrir ámóta fé- legir liðsmenn yfirstéttarinnar. (öt;byggtá Sosiaiistisk Dagblad) í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.