Þjóðviljinn - 18.09.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.09.1980, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. september 1980. Friölýst svœði við Akureyri? I framhaldi af náttúru- verndarkönnun þeirri sem nú fer fram í lögsagnarumdæmi Akureyrarbæjar, á vegum Náttúrugripasafnsins þar, hafa samtök um náttúruvernd á Noröurlandi lagt til, að friöuö veröi viss útvalin svæöi i bæjarlandinu og öörum veitt takmörkuö vernd. Mikil- vægast er taliö aö friðlýsa strönd og klappir milli Sand- geröisbótar og Jötunheima- vikur, Krossanesborgir, Langamel við Kollugeröi, Glerárgil og næsta umhverfi þess og Hólmana noröan nú- verandi vegar. Jafnframt veröi hafist handa um alhliöa landnýtingará- ætlun fyrir Akureyri og ná- grenni, þar sem fyllsta tillit veröi tekiö til náttúruverndar- sjónarmiöa, segir i ályktun aöalfundar SUNN. Leikur verk Carl Nielsens Sænski pianóleika rinn VIGGO EDÉN, heldur tón- leika i Norræna húsinu laugardaginn 20. september kl. 17. og flytur þar úr verkum eftir danska tónskáldiö Carl Nielsen (1865-1931). Viggo Edén hefur auk pianóleiks lagt stund á cem- balleik og kammermúsik. Hann hefur um árabil kennt stærðfræöi viö Lundarháskóla og er staddur hérlendis vegna farar Lundarstúdentakórsins til fslands, sem farin er til minningar um dr. Róbert A. Ottósson. Viggo Edén hefur margoft komið fram sem ein- leikari, kammertónlistar- maöur og undirleikari bæði á Skáni, i Stokkhólmi og i Gautaborg, og hefur mjög lagt sig eftir aö leika verk eftir Carl Nielsen. Þúsundasta Mazdan á götuna Mazda mun hafa selst meira en nokkur annar bill á Islandi aö undanförnu og tók Erna Indriðadóttir blaöamaður ný- lega viö lyklunum aö þúsund- ustu Mözdunni á árinu. Aö þvi er umboöið, Bilaborg hf., segir ifréttatilkynningu af þessu til- efni heföu fleiri bilar selst ef fyrirtækiö heföi getaö fengiö eins marga bila til sölu og eftir var spurt. Telur umboðiö or- sök vinsældanna hagstætt verð sem stafi af hagstæðum samningum og þvi aö bilarnir eru fluttir til fslands milliliöa- laust frá Japan. A myndinni sést Erna taka við blómakörfu úr hendi Steins Sigurössonar sölustjóra sem þúsundasti kaupandinn á árinu. Ný ensk orðabók fyrir byrjendur Krónuhúsið selt: Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar hefur sent frá sér enska oröabók fyrir byrj- endur — A Learner’s First Dictionary eftir Christopher Scott. Islenskt-enskt orða- safn fylgir gert af Jóni Hannessyni menntaskóla- kennara, sem séö hefur að ööru leyti um útgáfu bókar- innar. Ensk-enska oröasafniö sem er langstærsti hluti bókar- innar er þannig gert aö fyrst er auk oröskýringa sýnd meö auöveldum dæmum algeng- asta notkun orösins. Dæmi: Charm : to delight, to please... She was charmed by his good manners. She has a lot of charm. Siðan, ef nemandinn skilur ekki fullkomlega merk- ingu orösins af þessum setn- ingum flettir hann upp i is- lensk-ensk oröasafninu. Þar stendur viö þetta orö: heilla, yndisþokki. Auk oröasafnsins eru i bók- inni margar myndir til hægðarauka viö oröskýring- arnar og frumatriöi enskrar málfræöi. Bókin skýrir um 1800 algengustu ensk orö. Hún er 220 bls. aö stærö, unnin hjá Prenstofu G.Benediktssonar og Macmillan Education i Lundúnum. Stúlkurnar duglegu af Ránargötunni: Svava SigurÖardóttir, Sil Siguröardóttir og Ljósbrá Baldursdóttir. (Ljósm.:gel) Hlutavelta fyrir Sjálfsbjörg Ekki alls fyrir löngu héldu þrjár ungar snótir á Ránar- götunni í Reykjavfk hlutaveltu til ágóöa fyrir sundlaugar- byggingu Sjálfsbjargar. A hlutaveltunni voru 108 vinn- ingar og seldust allir og varö ágóöinn hvorki meira né minna en 21 þúsund krónur. Stúlkurnar eru Svava Sig- uröardóttir, Sif Siguröardóttir og Ljósbrá Baldursdóttir. Fyrst á krónu, svo á 31,5 milj. — Vesturgata 18. Ljósm. —gel. A þriöjudag voru opnuö á skrif- stofum Innkaupastofnunar Heykjavikurborgar tilboö I húsiö Vesturgötu 18, sem flutt skal aö Bókhlööustig 10 og gert þar I upp- runalegt horf. 19 tilboö bárust og var hiö hæsta 31 miljón 570 þús- und frá Helgu Þóröardóttur. Thorben Friöriksen, forstjóri Innkaupastofnunar, sagöi i sam- A þessu hausti eru liöin tíu ár frá þvi aö Menntaskólinn á lsa- firöi var settur i fyrsta skipti og var þess sérstaklega minnst viö skóiasetningu f sl. viku. Gunnar Jónsson, formaður Fræðsluráös Vestfjaröa, flutti stutta ræöu, þar sem hann rakti aödraganda aö stofnun skólans og hiö mikla brautryðjendastarf sem fyrsti skólameistarinn, Jón Baldvin Hannihalsson, innti af höndum á sinum tíma. Þá fór fram samleikur Manuelu Wiesler og Snorra Arnar Snorrasonar á flautu og gitar. Skólameistari, Björn Teits- son, flutti Skólasetningarræöu. Alls eru skráöir 120 nemendur i skólann á komandi vetri, en ný- nemar eru nokkru færri en i fyrra. Nemendur á 2.-4. ári skiptast milli verslunar- og skrif- stofubrautar (aöeins á 2. ári), félagsfræöa- og málasviös og raungreinasviös. Verið er aö taka upp i skólanum anna- og áfanga- kerfi, reyndar i allbundinni mynd, en vegna smæöar skólans er ekki unnt aö bjóöa upp á jafn mikla fjölbreytni varöandi náms- hraöa og tiökast i sumum skólum, þannig aö i reynd mun bekkjarkerfi haldast aö talsveröu leyti. A fyrsta ári veröur nú engin þýska kennd fyrr en eftir jól. Af nemendum eru 58 eöa tæpur tali viö Þjóöviljann aö torgarráö tæki ákvöröun um hvaöa tilboði yröi tekið, kaupveröiö skal greiða innan eins árs og bjóst hann við aö gengiö yröi aö hæsta tilboöinu. Sem fyrr segir bárust 19 tilboð i húsiö, hiö lægsta 1,2 miijónir og hiö hæsta 31,570 þúsund. Fimm voru á bilinu 15-20 miijónir, tiu á bilinu 20-30 miljónir og tvö yfir helmingur frá Isafiröi, 26 koma annars staöar aö af Vestfjöröum og 37 úr öörum landshlutum. Stúlkur eru 76 i skólanum, eöa 63% en piltar aöeins 44. Breytingar á starfsliöi skólans eru að þessu sinni með minna móti. Einn fastur kennari, Þráinn Hallgrimsson, lætur af störfum, og einnig elsti starfsmaður skólans nú, Þórdis Arnadóttir. Tveir nýir kennarar koma til fastra starfa, Eirikur Þorláks- son og Geirfinnur Jónsson. Þá hafa skólanum bæst nýir stunda- kennarar : Auður Haraldsdóttir, Kristján Ólafsson, Kristin Björnsdóttir og Elisabet Þor- geirsdóttir. Húsmóöir á heima- vist hefur veriö ráöin Kristin Lúthersdóttir. Veriö er aö steypa nýtt skóla- hús, i tenglsum viö heimavistina, og er sjálf steypuvinnan langt komin. Húsiö á aö veröa fokhelt og frágengiö aö utan fyrir ágúst 1981.1 þvi veröa 13 kennslustoíur, bókasafn, kennarastofa, skrif- stofuherbergi o.fl. og á húsiö alls aö geta rúmaö 250 nemendur, þannig aö þar á allt bóklegt fram- haldsnám á Isafiröi aö geta farið fram f fyrirsjáanlegri framtiö. Nú þegar er i raun boöiö upp á fjölbrautarnám á ísafiröi, þó aö Framhald á bls. 13 þrjátiu miljónir. Þaó sakar ekki aö minna á þaö einu sinni enn aö borgin keypti Vesturgötu 18 fyrir rúmu ári á eina krónu af Stur- laugi JónssyniogCo. — AI Leikarar skora á stjórnvöld: Atvinnu- leikhús á Akureyri á ný Félag islenskra leikara hefur sent menntamálaráö- herra, fjármálaráöherra og bæjarstjórn Akureyrar eftir- farandi áskorun: „Félag islenskra leikara harmar hvernig komiö er fyrir atvinnustarfsemi Leik- félags Akureyrar. Þaö er leitt til þess aö vita, að þrátt fyrir aö löngu var séö hvert stefndi og þrátt fyrir aö menntamálaráðherra, fjár- málaráðherra og bæjar- stjórn Akureyrar hafi hvað eftir annað lýst þeim vilja sinum aö atvinnuleikhús á Akureyri megi ekki leggjast af, hefur þessum aöilum ekki tekist að foröa þvi. Viö skorum þvi á mennta- málaráöherra, fjármálaráö- herra og bæjarstjórn Akur- eyrar aö gripa þegar til ráö- stafana sem duga til þess aö atvinnustarfsemi L.A. geti hafist sem fyrst og framtiö leikhússins verði tryggö. Þaö er kunnara en frá þurfi aö segja, aö tilvist at- vinnuleikhúss á Akureyri er menningarauki fyrir þjóölif okkar og vegsauki fyrir þjóö okkar, þvi hróöur leikhússins hefur viöa borist og vakiö veröskuldaöa athygli. Þaö væri þvi landi og þjóö til mikillar vansæmdar ef leik- hús þetta yröi nú lagt niður. Viö vonum þvi aö hlutaö- eigandi sjái þetta mál i réttu ljósi og sendum þeim hér meö okkar bestu kveöjur meö hvatningui’. Heimavistarhús M.l. Nýja skólahúsiö verður byggt í tengslum við það. M.í. tíu ára 63% nemenda stúlkur 31,5 miljón boðin í Veturgötu 18

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.