Þjóðviljinn - 18.09.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 18.09.1980, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 18. september 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15' Hringid í síma 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum, Siðumúla 6. lesendum Prúðir unglingar í Ég fór á rokktónleika i Laugardalshöllinni á laugar- dagskvöldið, „Hokk gegn her”. Þar voru mættir unglingar, ein- hverjar þúsundir sennilega, og þetta unga fólk kom mér enn einu sinni á óvart. betta unga fólk, sem að stærstum hluta virtist vera á milli 15 ára og tvitugs, var ein- staklega prútt og naut þeirrar tónlistar sem borin var fram af góðum listamönnum. Athygli mina vakti sérstak- lega, að þegar safnað var aur- um handa frönskum flótta- manni, lögðu flestir unglingar eitthvað i baukinn. Þetta litla dæmi sýnir á einkar ljósan hátt að þetta unga fólk er ekki sá skríll sem fjölmiðlar vilja oft vera láta, og er ofsótt stööugt á almannafæri, heldur ungt heil- brigt og hugsandi fólk, sem hægt er að binda vonir við. Ég skrifa þetta lesendabréf til að þakka fyrir samveru með Höllinni þessu fólki eina kvöldstund og ég legg auk þess til að byggt verði nokkur þúsund fermetra stálgrindahús á Stór-Reykja- vikursvæöinu og þessi skemma veröi afhent æskulýðnum til tónleikahalds og félagsstarf- semi. Þetta framlag komi i staðinn fyrir þá áráttu hinna „fullorðnu” að hundelta æsku- lýðinn sýknt og heilagt. 14. september 1980 Hrafn Sæmundsson Móðurafi eða móðurfaðir? Mishermt var i Þjóðviljan- um fyrir nokkrum dögum aö Pétur Guðmundsson skólastjóri á Eyrarbakka væri alþingis- maöur. Hann bauð sig fram til þings, en féll einsog margir góðir menn, sbr. visupartinn i Alþingisrimunum: Hristi lengi ljótan skailann og lá svo óvigur. En hann var talinn gáfumaður, og ræðumaður góður. Fróölegir eru ættartöluþætt- irnir i blaðinu, en ef ég man rétt var áeinum staö nefndur móður- eða föðurafi og átt við afa hlutaðeigandi i móöur- eöa fööurætt. Þetta er villandi. Föður eða móðurafi minn eða móður- amma eru t.d. vitaskuld lang- amma min og langafi. Hér ætti aö segja móöurfaðir og móöur- móðir osfrv., enda forðast ætt- fræöingar þetta fyrrnefnda orðalag. Ég vona að ég muni rétt, hafi engan fyrir rangri sök. Jóhann Sveinsson, frá Flögu. Pennayinir um allan heim Okkur hefur borist virðulegt bréf frá pennavinamiðluninni „Five Continents Club” á Nýja Sjálandi. Þar er lensendum blaðsins boöiö að skrifa og ger- ast meðlimir i klúbbi þessum, og munu þeir þá fá send frétta- bréf með nöfnum og heimilis- föngum pennavina um heim allan. Meðlimir klúbbsins skipta þúsundum og erú I 150 löndum, af öllum stéttum og á öllum aldri. Markmiö klúbbsins er, að þvi er segir i bréfinu, að stuðla að vináttu þjóöanna og heims- friði. Þeirsem áhuga hafa skrifi Five Continents Club Bethells Road, Waitakere, New Zealand. Galdur SKRÝTLUR Kunnið þið þennan galdur? Hann er einfald- ur. Þið takið tvo fimm- kalla og látið þá standa upp á rönd hvorn ofan á öðrum, milli þumalfing- urs og vísifingurs. Þetta getur örugglega enginn gert, nema hann kunni galdra! Og galdurinn er fólginn í því, að þið setjið eldspýtu á bak við pen- ingana — auðvitað svo enginn sjái. Góða skemmtun! — Ég held það sé ekkert óhollt að reykja. Ég hef reykt alla ævi og er orðinn áttræður. — En ef þú hefðir ekki reykt, þá værirðu kannski orðinn níræður. Strákur kom inn í verslun og bað um poka af fuglafræi. Kaup- maðurinn þekkti strákinn og saqði: — En þú átt engan fugl! — Nei, ég ætla einmitt að fara að sá honum. — Ég lenti í slysi á skautasvellinu, datt og meiddi mig og þurfti að liggja í þrjár vikur. — Hvað ertu að segja! Fraustu fastur við ísinn? barnahornrid Tólf punda tillitið Kona sem vinnur viö vélritun kemur I heimsókn, og frú Sims finnst hún vita grunsamlega mikið um manninn hennar. Höfundurinn, James Matthew Barrie, var sjálfur aðlaður á sinni tið. Hann fæddist i Kirriemur i Skotlandi árið 1860 og stundaði nám i Edinborg þar sem hann varð siðan háskólarektor. Barrie hóf rithöfundarferil sinn meö ljóðum og frásögnum úr heimahögunum. Kunnastur er hann þó fyrir leikrit sin, sem stundum eru gáskafull og æfintýraleg, stundum þrungin þjóðfélagsádeilu sem þó verður aldrei leiöinleg. Ævin- týraleikurinn „Peter Pan” (1904) vakti mikía athygli. Af öðrum verkum má nefna „The Admirable Chrichton” (1902), „What Every Woman Knows” (1908) og „A Kiss for Cinder- ella” (1916). Sjálfsævisaga Barries, „The Greenwood Hat” kom út 1937. Sama ár leát hann i London. Útvarpið hefur áður flutt eftirtalin leikrit eftir Barrie: Erfðaskráin (1935), Ástarsaga prófessorsins (1964) og Engum er Chrichton likur (1973). tí Útvarp ? kS. 21.40 Hvernig er góður skóli? Hörður Bergmann náms- stjori flytur I kvöld annað er- indi sitt af þremur um skóla- mál, og nefnir það „Hvernig er góður skóli?” — Spurningin „hvernig er góður skóli?” og þá jafnframt spurningin um hvernig hægt sé að bæta skólastarfið voru ■ . efst i huga minum við samningu þessara erinda, — sagði Hörður. — Þau mynda - heild að þvi leyti að megin- þættir alls skólastarfs eru skoðaðir frá dálitið mis- munandi sjónarhorni i hverj- um fyrir sig. Fyrst almennt, samfara einskonar skilgrein- ingu á skóla, og siöan — i erindinu sem flutt verður i kvöld — með tilliti til þess hvernig góður skóli starfar aö minu mati. Siðast er svo sama viðmiðun notuð til að f jalla um stöðu skóla hér á landi. Athyglinni er beint að innra starfi skóla; einkum grunn- skólanna. Ýmsum kann að þykja það djörf ætlun, aö reyna að draga upp mynd af þvi hvernig góður Sumarvaka aö hausti Útvarpið cr enn I sumar- skapi, þótt haustið sé riöið i garö. A sumarvökunni I kvöld er fjölbreytt efni aö venju. Sigriður Ella Magnúsdóttir byrjar vökuna með þvi að syngja Islensk lög við undir- leik ólafs Vignis Alberts- •sonar. Næst kemu Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrum menntamálaráðherra, og flytur þirðja og siðasta erindi sitt um Ishús og beitar- geymslu. Erindið nefnist: Nordalsishús og ishúsið i Elliðaárhólmum. Hnitbjörg nefnist dagskrár- liður, sem felst i þvi að Baldur Pálmason les kvæði eftir Pál V.G. Kolka. Að þvi búnu ræðir Gisli Kristjánsson við 94 ára öldung, „hann Kristján á Klængshóli”. Rúsinan i pylsu- endanum er svo frásögn séra Jóns Kr. ísfeld. Manntjónið mikla á Arnarfirði 20. septem- ber 1900. —ih Hörður Bergmann: Athyglinni beint að innra starfi skólanna. skóli starfar, um flókið mat sé að ræöa og niðurstaðan hljóti að vera háð reynslu, þekkingu og lifsviöhorfum þess er færist slikt i fang, skoöanir séu skiptar, og þetta er hárrétt. Þessvegna mun ég leitast við að færa fram rök fyrir þeim skoðunum sem fram eru sett- ar, til að hlustandinn geti tekið afstöðu til þeirra og skýrt fyrir sjálfum sér eigin hugmyndir um góöan skóla, — sagði Hörður að lokum. ih Jfc Útvarp kl. 22.35 Útvarpsjeikritiö sem flutt veröur i kvöld heitir „Tólf punda tillitiö” og er eftir James M. Barrie. Þýðandi er Þorsteinn 0. Stephensen, en leikstjóri Rúrik Haraldsson. I hlutverkum eru: Helgi Skúla- son, Margrét Guðmundsdóttir og Brynja Benediktsdóttir. Flutningur leiksins tekur rúman hálftima. Tækni- maður: Georg Magnússon. Harry Sims á að hlotnast sá heiöur að verða aölaöur eftir nokkra daga, og hann æfir at- höfnina með konu sinni. Ekkert má fara úrskeiðis, þvi sá væntanlegi Sir Harry er hégómlegur leiöindaskröggur. Rúrik Haraldsson leikstýrir fimmtudagsleikritinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.