Þjóðviljinn - 18.09.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.09.1980, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 18. september 1980. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 5 Nýr forseti í Suður-Kóreu: Dæmir helsta and- stæðing sinn til dauða Einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar i Suður- kommúnista í Norður-Kóreu. Meira en tuttugu fylgis- Kóreu/ Kim Dae-jung, var í fyrradag dæmdur til menn hans fengu fangelsisdóma, frá tveim árum og dauða, sakaður m.a. fyrir að hafa sambönd við upp í tuttugu. Þessi mynd er tekin á ritstjórnarskrifstofu I Kwangju. Chun hefur bannað 172 blöð og timarit, og kallar þau „spillt” Þessi pólitisku dómar eru mjög rækileg staðfesting á þvi, á hverju Suður-Kóreumenn eiga von undir stjórn hins nýja forseta, Chun Doo Hwans, fyrrum hershöfðingja, sem lét auðsveipan söfnuð, 2500 manna „Þjóðarráðsstefnu einingar” kjósa sig einróma (eitt atkvæði á móti) til forseta fyrst i mán- uðinum. Asakanir þær sem bornar voru á Kim Dae—jung þykja fáránlegar. „Okkar tfkarsonur" Chun forseti var litt þekktur hershöfðingi áður en Park Chung einrræðisherra og forseti var myrtur i október I fyrra. I desember sá Chun sér leik á borði i valdataflinu. Hann var yfirmaður öryggissveita lands- ins svonefndra og lét skyndilega handtaka um 40 herforingja i sambandi við morðið á Park. Þar með var valdarán hans komið hálfa leið. Hann gerði Choi Kyu Hah forseta að valda- lausu handbendi sinu og lét hann svo segja af sér á ágúst. Viku siðar sagði Chun af sér herforingjatign, vegna þess að samkvæmt stjórnarskránni má forsetinn ekki vera úr hernum. Chun, sem er sonur grasa- læknis, nam við herforingja- skóla landsins, siðar gekkst hann undir „sérstaka” þjálfun i Bandarikjunum og hann stjórn- aði suðurkóreskri hersveit i Vietnamstrlðinu — þær sveitir voru þá sérstaklega illa þokkaðar fyrir grimmd. Þessi nýi einræðisherra er þvi „okkar eigin tikarsonur” eins og bandariskur diplómat hefur að orði komist um annan einræðis- herra. Handtökuglaður Chun hefur óspart verið sakaður um að bera ábyrgð á blóðbaðinu i borginni Kvangju i mai, en þar hafði risið upp fjöldahreyfing sem krafðist þess að herlög yrðu úr gildi felld og stefnt á lýðræði i landnu. Sú uppreisn var bæld niður af mik- illi grimmd. Chun hefur reynt að afla sér nokkurs orðstírs með þvi að reka 8000 embættismenn fyrir spillingu og handtaka um 30 þúsundir manna sem hann kallaði glæpamenn og óeirðaseggi — eins er vist að að baki slikra nafngifta felist við- leitni til að taka hugsanlega andstæðinga ^úr umferð á fölskum forsendum. Chun hefur ekki aðeins látið dæma Kim Dae-jung sem eitt sinn hafði r.æstum þvi sigrað Park i forsetakosningum, til Chun Doo Hwan veifar til safnaðarins, sem hann lét kjósa sig til forseta dauða. Hann heldur og öðrum stjórnmálaforingjum i haldi, hefur lokað 172 blöðum og tima- ritum og rekið 400 blaðamenn. Chun er óspar á loforð um að hann muni koma á lýðræðislegu velferðarriki i Suður-Kóreu, en ekki munu þeir margir sem leggja trúnað á slikt tal. Siðast- liðinn áratug hefur þriðjungur þjóðarauðs i landinu safnast á hendur 1% af fjölskyldum landsins. Hagvöxtur var um skeið allmikill, en er nú kominn niður i 5,9%. Hundsar Carter Bandarikjastjórn hefur látib i ljós óánægju nokkra með með- ferð Chuns á andstæðingum sinum, en ekki hefur mikil sann- færing fylgt þeim umvönd- unum. Chun veit, að Bandarikj- menn ætla ekki að hreyfa við þvi 39.000 manna liði, sem þeir hafa i Suður-Kóreu og telur sig þvi hafa efni á þvi að ypta öxlum þótt Carter muldri eitthvað fyrir siðasakir. „Sumir útlendingar eru að segja öðrum að gera hitt og þetta” segir hershöfðinginn, sérþjálfaður i Bandarikjunum, og lætur sér fátt um finnast —áb. FRÉTTA- SKÝRING Norður- og Suður-Kórea: Samanburdur á ríkjum Kóreuskaga er skipt mi11 tveggja ríkja, eins og mönnum er kunnugt, og hafa þau fá vinsmaleg sam- skipti átt síðan Kóreustríðinu lauk: hár veggur aðskilur þau og yfir hann hafa ekki komist póstur né síma- leiðslur. Eftir morðið á Park í fyrra komst samt nokkur skriður á viðræður um bætta sambúð og átti að byrja á að auð- velda meðlimum þeirra fjölmörgu fjölskyldna sem höfðu sundrast i Kóreustriðinu að hafa samband sin á milli. En þróunin síðustu mánaða hefur svo aftur stöðvað þessa þróun og er ekki liklegt að viðræður verði teknar upp i bráð. Norðanmenn segjast sem fyrr hafa á þeim mikinn áhuga. Hvorugt þessara rikja hafa fengið lof fyrir lýðræði: i Norður—Kóreu er við lýði einhver magnaðasta foringjadýrkun sem sögur fara af. En það riki hefur um margt staðið sig vel i efna- hagslegri samkeppni við Suður— Kóreu. Breska árbókin „Asia and Pacific Rewiew” fyrir 1980 getur þess, að árið 1978 hafi iðnaðar- framleiðsla þar i landi aukist um 17 %. Þar er verið aö framkvæma 7 ára áætlun sem gerir ráð fyrir 12 % árlegum hagvexti (i Suður—Kóreu var hagvöxtur i byrjun áratugsins 9 % en er nú kominn niður i 5,9 % ). Norður— Kórea framleiðir, samkvæmt ár- bók þessari, tvisvar sinnum meira af raforku og stáli en sunnanmenn, fjórum sinnum meira af kolum og sex sinnum meira af vélum ýmisskonar. Arbókin gefur Norður-Kóreu og gott orb fyrir öflugt menntakerfi og heilsugæslu og mikinn fjölda dagvistarstofnana. Þá hefur Norður-Kórea að dómi heimildar- ritsþessa, það fram yfir flest þró- unarlönd, að þar er ekkert at- Hluti af veginum sem skilur að kóreönsku rlkin tvö; hér fer enginn yfir nema fugiinn fijúgandi. vinnuleysi, heidur skortur á vinnuafli. 1 nóvember verður haldið sjötta þing hins rikjandi kommúnista- flokks I Norður—Kóreu, en slik þing eru haldin á tiu ára fresti. Þaðan mun vafalaust eitthvað heyrast um samningamálin. Og það efast víst enginn um að Kim II—Sung verður endurkosinn leiö- togi með miklu lófataki og sætum hymnum. —áb

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.