Þjóðviljinn - 18.09.1980, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 18.09.1980, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 18. september 1980. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 13 Húsnædismálastofnunin: 830 milljónir til nýbygginga 1. nóv DJASS Stjórn Húsnæöismálastofnunar rikisins ákvað á fundi sinum i fyrradag að veita frumlán til greiðslu eftir 1. nóv. nk., saman- lagt að upphæð 830 miljón krónur. Lánin veitast umsækjendum sem sent höfðu fokheldisvottorð tii stofnunarinnar fyrir 1. sept. si., ogáttu þá fullgiidar og lánshæfar umsóknir. Með þeim nýju lánum sem samþykkt voru á fundinum hefur Byggingasjóöur rikisins veitt á þessu ári til húsnæðismála lán að fjárhæð nlmlega 20 miljaröa króna, að þvf er ólafur Jónsson, stjórnarformaður HUsnæðis- málastofnunarinnar sagði Þjóð- viljanum i gær. Auk frumlána voru samþykkt i fyrradag lokalán (3. hluti) til greiðslu eftir 5. október nk. til umsækjenda sem fengu frumlán 1. okt. 1979 og miðlán 10. april 1980 Góður vinur Framhald af bls. 6. meðan heilsan og kraftarnir leyfðu; vann hún heimili þeirra Arna og Lenu allt það gagn, sem hUn mátti, við að létta útivinnandi dóttur sinni heimilisstörfin. Af alúð og kærleika tók hún þátt I uppeldi islenzku barnabarna sinna tveggja; þessum börnum unni hún mjög, engu siður en sonarsyninum i Moskvu, sem heldur ekki var gleymt. 1 návist Soffiu rikti alltaf lif og fjör og frá henni stafaði einstakri hjartahlýju, sem laðaði alla eins og ósjálfrátt að þessari elskulegu konu. Þannig urðu vinir Lenu og Arna einnig hennar einlægu vinir. Soffiu var ekki einungis i þlóð borin mikil gestrisni, heldur hafði hún sannarlega yndi af að um- gangast annað fólk og taka þátt i fjörugum og skemmtilegum um- ræöum. Sjálf var hún þakklátust fyrir þá Gubs gjöf að eiga i hjarta sinu svo rlkan kærleika til allra sinna náunga, að hún gat ausið af þessari auðlegð alla ævi. Auk þeirrar meðfæddu háttvisi, sem hún hafði tekið að arfi, átti hún til að bera fínlegan kvenleika, sem einkenndi persónu hennar svo mjög. Þótt hún væri orðin fársjúk siðustu vikurnar og biði með rósemi hugans þess, sem brátt mundi koma, vanrækti hún aldrei snyrtilegt útlit sitt og tók á móti gestum við sjúkrabeð sinn af sömu reisn, alúð og nærgætni eins og væri hún i stofunni á heimili sinu. Hugur hennar var alla tið opinn og sistarfandi. Henni var jafn tamt að tala og lesa rússnesku, pólsku og þýzku eins og jiddisku og las stööugt blöð og timarit á þessum tungumálum sér til fróð- leiks og ánægju alveg fram undir það siðasta. Hún hafði ætið mikla þörf fyrir aö lesa góðar bók- menntir, og ræða þær við vini sina, og menn og málefni bæði hérlendis, I Rússlandi, Póllandi og viðar um lönd áttu athygli hennar. Vinátta hennar við okkur hjónin, ástúð hennar og um- hýggja fyrir börnunum okkar, hefur frá fyrstu kynnum okkar við Soffiu Túvinu verið okkur dýr- mæteign. Það var alltaf tilhlökk- unarefni að fara á hennar fund og alltaf sönn gleöi að fá hana sem gest á okkar heimili. Vafalaust eru það ein hin mestu verðmæti I mannlegu lifi að eign- ast góða og göfuglynda vini — að eiga að i bliöu og striðu jafn holl- an og einlægan vin og Soffiu Túvinu. Hún andaöist að morgni hins 11. þessa mánaðar — á nýársdegi samkvæmt timatali Gyöinga, er áriö 5741 gekk i garð hjá þessari gömlu menningarþjóö. Við erum öll orðin fátækari við fráfall hennar. En þótt hún sé fallin frá, lifir hún vissulega áfram i hugum okkar og hjörtum. alls kr. 335 miljónir, eftir 12. nóvember nk. til umsækjenda sem fengu frumlán 12. nóv. 1979 og miðlán 20. mai 1980 620 miljón- irsamtals(og eftir 1. desember til umsækjenda sem fengu frumlán- in 1. des. 1979 og miðlánin 10. júni 1980, 620 miljónir. Samræmdar lóðaút- hlutanir? Þá samþykkti stjórn Húsnæðis- málastofnunarinnar að boða til fundar með fulltrúum allra sveitarstjórna á höfuöborgar- svæöinu til umræðu um lóðaút- hlutanir i haust og vetur og skipulag þeirra mála á næstu ár- um. Er tilgangurinn með þessum fundi, sagði Ólafur, að fá yfirlit yfirþaðsem framundaner i þess- um málúm á svæðinu og athuga hvort hugsanlega sé hægt að sam- ræma störf sveitarfélaganna við úthlutanir, þannig aö þær verði árvissari og jafnari en verið hef- ur, og minnka þannig sveiflur i byggingaiðnaðinum. —vh Við vottum Lenu, Arna, börn- um þeirra tveim,og Júri R. Túvin einlæga samúð okkar vegna þeirra mikla missis. Alevtina V. Druzina. Flokksrööun Framhald af bls. 1 kvöld, var skýrð Ut staðan i samningamálunum og kynntir þeir samningar, sem þegar hafa tekist um röðun i launaflokka hjá Verkamannasambandinu, Landssambandi iðnverkamanna, verslunarmanna og vörubifreiða- stjóra. FulltrUar farmanna, mat- reiðslumanna og Öku-Þórs félags-vörubifreiðastjóra á Suður- landi, voru einnig á samninga- fundum i gærdag. „Vonin er til staðar”, sagði Guðlaugur Þorvaldsson rikis- sáttasemjari i samtali við Þjóð- viljann i gær, aðspurður hvort samningaviðræður um launa- flokkaröðun væru nú á lokastigi. Ljóst var þó I gær, að einhver snuöra var hlaupin á þráðinn i viðræðum byggingamanna og vinnuveitenda um röðun i launa- flokka, en að sögn forystumanna ASl verða ekki teknar upp við- ræður við Vinnuveitendasam- bandið um kauptölur, visitölu og félagsleg réttindi, fyrr en bæði Landssambönd byggingarmanna og málm- og skipasmiða hafa gengiö frá samkomulagi við VSÍ um launaflokkaröðun. ->g Grjótaþorp Framhald af bls. 16. sem stefnt er að með tillögunni, eru i meginatriðum, að skapa heillegt hverfi þar sem gömiu húsin veröi ráðandi i heildar- mynd þorpsins. 1 tillögunni er gert ráö fyrir að ibúafjöldi muni tvöfaldast og ýmiss konar at- vinnustafsemi. Tillagan, sem þeir Hjörleifur Stefánsson arkitekt og Peter Ottóson þjóöháttafræðingur gerðu var lögð fyrir skipulags- nefnd og borgarráð siðastliöinn júli og verður væntanlega til sýnis almenningi nú i haust. Lóðaeig- endum og ibúum i Grjótaþorpi hefur verið boðiö á sérstakan kynningarfund til að ræða málin. Það er svo borgarstjórnar að samþykkja tillöguna. —gb. M.I. Framhald af bls. 2 margir geri sér það e.t.v. ekki ljóst, benti skólastjóri á, enda eru skólarnir tveir, sem i hlut eiga, Menntaskólinn og Iðnskólinn. Mikiö og gott samstarf hefur tek- ist meö þessum skólum, m.a. búa margir iðnskólanemar á heima- vist M.I. og nokkur samvinna er varðandi kennslu i sumum greinum. Formleg sameining skólanna tveggja i einn fjölbraut- arskóla kemur mjög til greina þegar nýja skólahúsið veröur fullbúið. Stúdentakjallarinn Klúbbur eff ess r I KVÖLD Reynir Sigurösson, Tómas Tómasson, Ásgeir óskars- son og Þórður Árnason með dúndrandi djassmúsík. Stúdentakjallarinn Klúbbur eff ess v/Hring braut. Móöir okkar, tengdamóöir og amma, Ingunn Valgerður Hjartardóttir, Borgarholtsbraut 49, Kópavogi, lést mánudaginn 15. september. Útför fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 22. september. Nánar auglýst siðar. Hilmar Harðarson Ólöf Þorvaldsdóttir Steini Þorvaldsson Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og barnabörn hinnar iátnu. Guðrún Gunnarsdóttir Logi Kristjánsson Sigriður ólafsdóttir Aðalsteinn Bergdal ALÞÝÐUBAN DALAGIÐ Alþýðubandalagið i Hafnarfirði Bæjarmálaráð Fundur mánudaginn 22. sept. kl. 20.30iSkálanum. Dagskrá: Bæjarmálin i sumar. Starf á komandi vetri. Allir velkomnir. Stjórnin. ABR Umræðufundur um fjölskyldupólitik Annar fundur i umræðuröð um fjölskyldupólitik verður haldinn að Grettisgötu 3Rvikn.k. fimmtudag, 18. sept., kl. 8.30. Afundinum mun Dóra S. Bjarnason flytja framsögu um unglinginn i fjölskyldunni. Félagar, komiö og fræðist jafnframt þvi aö taka þátt I undirbúningi ABR fyrir landsfund. StjórnABR. FOLDA Vitið þið hvar forsjórarnir kaupa baunirnar sínar -rnm TOMMI OG BOMMI 'Passaðu þig\ \p]\\fcfcZÉ'' h 'F COPF/ 'Tommi! Varstu að fikta við \ ^vindlana mína?/

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.