Þjóðviljinn - 18.09.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.09.1980, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. september 1980. I vor sem leið urðu nokkur blaðaskrif út af greiðslum til Fram- kvæmdasjóðs öryrkja og þroskaheftra og blandaðist Erfðaf jársjóður einnig inn i þær umræður. I tilefni af þessum blaðaskrifum var Heigi Seljan, alþingis- maður, inntur eftir því hvernig mál þessi stæðu nú, og hvers væri að vænta i þessum efnum. Þótti eðli- legt að snúa sér tii Helga er óskað var upplýsinga um þessi mál, þar sem hann er hvorttveggja í senn: stjórnarmaður i Fram- kvæmdasjóðnum og vara- maður i Endurhæfingar- ráði, sem sér um úthlutun úr Erfðafjársjóði. Þar að auki átti Helgi Seljan á sin- um tíma í nokkrum úti- stöðum við formann stjórnarnef ndar Fram- kvæmdasjóðsins, Jóhönnu Sigurðardóttir, alþingis- mann. margra ára vanrækslu, sem stafaö hefur af fjárhagslegum vanmætti. Hér er um aö ræöa miljónatugi á þessu ári af bráö- nauösynlegum fjármagns- kostnaöi, sem þannig hefur veriö greiddur og ég benti sérstaklega á i vor hve mikilvægt heföi veriö aö greiöa. Sannarlega er ástæöa til aö geta þessa og stjórnvöld heilbrigöis- og fjármála hafa þarna sýnt lofsveröan skilning. Úthlutunin — En hvaö um sjálfa úthlutun- ina. Nú var mjög um þaö rætt, aö fjármagn væri of litiö. Hvernig tókst þar til? — ég benti á þaö I vor, aö greiöslur heföu aukist verulega, en auövitaö hafa mörg mikilvæg verkefni, sem mikiö fjármagn þarf til, lengi beöiö úrlausnar. Hinsvegar varö stjórnarnefndin einhuga um skiptingu fjárins og þrátt fyrir smávegis hnippingar I vor er samkomulag hiö besta. Ég get gjarna greint hér frá út- hlutuninni I ár, en hafa ber I huga, aö sumir þeirra, sem úthlutun fengu, njóta einnig fyrirgreiöslu Erföafjársjóös hjá Endurhæf- ingarráöi. — Rekast þá ekki verkefni og úthlutun á, veröur þarna ekki aö vera samræmi? B j ar mar fyrir betri tíð Viö spuröum Helga fyrst um stjórnarnefndina, hlutverk hennar og geröir. —- I upphafi er rétt aö taka fram, aö á þessu ári tók til starfa viö félagsmálaráöuneytiö sérstök deild, sem annast skal málefni þroskaheftra. Þaö var mikiö lán, aö fyrrverandi formaöur Þroska- hjálpar, Margrét Margeirsdóttir, ' sem er gjörkunnug öllum þessum málum, var ráöin deildarstjóri. Hefur hún unniö mikiö starf nú þegar og veriö stjórnarnefndinni til ráöuneytis og aöstoöar i hvi- vetna. í stjórnarnefndinni eiga annars sæti: Jóhanna Siguröardóttir, formaöur, tilnefnd af félagsmála- ráöuneytinu, Jón Sævar Alfons- son, tilnefndur af landssamtökun- um Þroskahjáip, Páll Sigurösson, tilnefndur af heilbrigöisráöuneyt- inu, Asgeröur Ingimarsdóttir, til- nefnd af öryrkjabandalaginu og svo ég, sem er þarna fulltrúi menntamálaráöuneytisins. Verk- efnin eru mörg og eölilega er þessi nefnd aöeins aö feta sig fyrstu sporin. Brýnasta verkefnið Asamt deildinni I félagsmála- ráöuneytinu þarf nefndin i mörg horn aö lita. Samræmd stjórn allra þessara mála, til hagsbóta fyrir þá þroskaheftu, er þaö verk- efni, sem stærst er og mest liggur á aö leysa, en þar gegna svæöis- stjórnirnar i hverju kjördæmi mikilvægu hlutverki. Þeirra er aö senda inn tillögur um fyrirkomu- lag og skipulag hver á sinu svæöi, og þær tillögur munu ein- mitt berast nú i þessum mánuöi: trttekt á stofnunum, sem fyrir eru, heildarskipulag þeirra, nýjar stofnanir úti I landshlutunum, aukin þátttaka þroskaheftra I hinu almenna, daglega lifi, þar meö taliö á atvinnusviöinu. Þannig mætti endalaust telja verkefnin. Verulegar úrbœtur — En hvaö geturöu sagt okkur um verkefnin til þessa? — Þau hafa veriö margvisleg, m.a. úthlutun fjár úr Fram- kvæmdasjóönum og ákvöröun daggjalda fyrir stofnanir þroska- heftra eöa réttara sagt tillögur til ráöherra þar aö lútandi. Ég vildi kannski mega taka þaö sérstaklega fram, aö meö viö- haldsdaggjöldum til þessara stofnana hefur veriö unnt aö bæta aöstööuna mjög verulega, en þar hefur um sumt veriö um aö ræöa — Jú, ég held aö þessir tveir aöilar þurfi aö hafa náiö samráö sin á milli og þegar hafa raunar fariö fram viöræöur þar um. 1 framtiöinni þarf nánara samráö og e.t.v. gæti aö nokkru oröiö um samruna aö ræöa en sum verkefni eru þó gjörólik eins og aö llkum lætur. — Hverjir nutu svo fjárins á þessu ári? — Ef ég byrja á þætti mennta- málanna þá fékk skólabygging viö Lyngás kr. 241,5 milj.,öskju- hlföarskóli 85 milj. kr. og siöan var veitt fé til einnar lausrar kennslustofu, kr. 35 milj. Enn er óráöiö hvar hún veröur. Varöandi vistheimili þroskaheftra þá voru veittar 70 milj. kr. til Vonarlands, hins nýja heimilis á Austurlandi, sem vonir standa til aö geti tekiö til starfa um næstu áramót. Til Sólborgar á Akureyri 45 milj. kr., sem allt fór I skuld og heföi meira þurft. Skálatúnsheimiliö fékk 20 milj. kr., Tjaldanesheimiliö 32,5 milj. kr. Þá fékk Styrktarfélag vangefinna i Reykjavik úthlutaö 50 milj. kr., Styrktarfélagiö á Akureyri öörum 50 milj. til aö koma upp vernduöum vinnustaö og Vestfiröingar fengu 10 milj. kr. til aö hanna sitt vistheimili. Þá var 20 milj. kr. veitt til heimilis einhverfra barna og Þroskahjálp fékk 20 milj. einnig til húsakaupa en þar eiga athvarf aöstandendur Helgi Seljan, alþingismaöur. — mhg ræðir við Helga Seljan alþingismann um málefni öryrkja og þroskaheftra þroskaheftra utan af landi, sem koma meö börn sin til dvalar hér, vegna greiningar og meöferöar. Sú þjónusta var áöur i leiguhús- næöi I Brautarholtinu og stóö for- eldrafélag barna meö sérþarfir þar fyrir, meö þá miklu áhuga- konu, Helgu Finnsdóttur, i farar- broddi. Þá var 115 milj. kr. variö til þess aö eignast húsnæöi fyrir Greiningarstöö rikisins, en for- senda alls skipulegs starfs i þágu þroskaheftra er fullkomin grein- ingarstöö i rúmgóöu húsnæöi. Sú starfsemi fer nú fram i Kjarvals- húsi viö þröngan kost og ófull- nægjandi aöstæöur. Þá er komiö aö verkefnum, sem einnig njóta lána og styrkja frá Endurhæfingarráöi. Múlalundur fékk 50 milj. kr., Sjálfsbjörg, Reykjavik (sundlaugin), 50 miljv Oryrkjabandalagiö 70 milj.. og Styrktarfélag lamaöra og fatl- aöra 25 milj. Ég held, aö hér sé allt upp taliö en skilgreining á verkefnum yröi of viöamikil og tæki of mikiö rúm. Hotft til framtíðarinnar — Þiö hafiö greinilega veitt mörgum úrlausn og stökkbreyt- ingin er augljós þótt eflaust megi betur gera. Og hvaö þá um fram- tiöina, hvaö um deiluna um fulla verötryggingu sjóösins og viöbót vegna verkefna, sem féllu til hans i vor, vegna lagabreytingar á Al- þingi? — Um þaö slæ ég engu föstu nú, fjárlagafrumvarpi leiöir þaö I ljós eftir mánuö, en svo mikiö er vist aö bæöi félagsmála- og fjármála- ráöherra hafa fullan hug á þvi aö gera vel viö þennan sjóö og ég hef trú á þvi aö menn geti ágæta vel unaö viö niöurstööuna, þegar hún kemur I ljós. En ég veit einnig, aö aö þvi er unniö rækilega aö fjár- magn fáist á fjárlögum næsta árs til aö sinna ýmsu þvi, sem lög um þroskahefta gera ráö fyrir. Sömuleiöis aö Vonarland á Egils- stööum fái rekstrarfjárveitingu til aö fara myndarlega af staö. — Nú ert þú varamaöur i Endurhæfingarráöi og hefur um nærri eins árs skeiö setiö fundi þess. Hvaö er tiöinda af þeim vettvangi? — Til þess aö fjalla um þaö þyrfti nú raunar annaö viötal. En þegar hafa veriö veittar úr Erföa- fjársjóöi yfir 265 milj. kr. til margra verkefna og enn er nokkru fé óráöstafaö. Viö væntum þess, aö ekki komi framar til skeröingar á þessu fjármagni og enn er raunar ekki vist, aö nein skeröing veröi á þessu ári. Inn I Erföafjársjóö hafa ekki komiö enn þær upphæöir, sem benda til þess. Verði svo þá liggur fyrir lof- orö fjármálaráöherra um aö úr veröi bætt aö verulegu leyti. — Og svo aö lokum. — Viö bfðum aö sjálfsögöu eftir þvi, hver fjárlagatalan veröur. Verði hugur núverandi stjórn- valda þar jákvæöur, svo sem ég trúi og veit, mun verulega miöa I áttina nú og á næsta ári fyrir þroskahefta i landinu og alla öryrkja um leiö. Þegar ég, ásamt öörum, hreyföi þessum málum fyrst á Al- þingi fyrir 8 árum, þá haföi vissu- lega margt veriö gert, einkum af áhugafólki, en skilningsleysi og vanþekking stóöu þó I vegi fyrir nægum og raunhæfum úrbótum. Nú loks, meö nýrri löggjöf og auknu fjármagni, sést bjarma fyrir betri tið. A þvi var þörf — sú þörf tengist kröfunni um aö allir þegnar þjóöfélagsins séu jafnir. Viö erum á leiöinni aö markinu, þótt mörgum þyki miöa hægt. — mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.