Þjóðviljinn - 18.09.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.09.1980, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 18. september 1980. ÞJÓÐVILJINN SIÐA 3 Skattamál einstœðra foreldra Jákvæður fundur sagði Ingibjörg Björnsdóttir eftir viðrœður við fjármálaráðherra Félag einstæðra foreldra fékk Ragnar Arnalds fjármálaráð- herra á fund I fyrrakvöld til að ræða skattamái félagsmanna, sem hafa borið sig illa undan nýju skattalögunum. Rafmagns- truflanír á Austurlandi „1 nótt var úrfelli á Norð— Austurlandi. 100 mm úrkoma mældist á Dalatanga og 70 mm I Vopnafirði. Hvöss norð—austan- átt var við ströndina en lygnara inn til landsins. Svokölluð slyddu- ising settist á rafmagnslínur”, sagði Trausti Jónsson á Veður- stofu Islands vegna frétta um raf- magnstruflanir á Austfjörðum i fyrrinótt. Samkvæmt upplýsingum Erlings Garðars Jónassonar raf- veitustjóra á Austurlandi höfðu Rafmagnsllnur sligast undan þungri ísingunni,linur slitnað og slár brotnað. A Egilsstöðum hafði rafmagnsstaur farið á hliðina svo og stæða undir linunni til Hlaða og varö þar rafmagnslaust. Um nóttina varð rafmagnslaust um allt Mið—Austurland milli kl. 2.30 og 3.30. í gær voru svo rafmagns- truflanir á Egilsstöðum og á Fljótsdalshéraöi fram eftir degi. Ekki er vitað um truflanir annarsstaðar en á Austurlandi en Erling Garðar sagðist ekki hafa fulla yfirsýn ennþá. Jörð var alhvit i byggð og hitastigið við frostmark. —-gb. 1 samtali við Ingibjörgu Björns- dóttur formann Félags einstæðra foreldra kom fram aö vel fór á með fjármálaráðherra og fundar- mönnum. Ragnar lýsti þvi yfir I byrjun að framkvæmd skatta- laganna yrði könnuð itarlega og sérstaklega yröi athugað hvernig ,þau koma niður á einstæðum for- eldrum. Ingibjörg sagði aö þegar skatt- seðlarnir fóru að berast mönnum i hendur nú I sumar heföi komið i ljós að margir einstæðir for- eldrar, einkum þeir sem hafa eitt barn á framfæri sinu, hefðu komiö afar illa út. Þeir hefðu haft samband við félagið, en nú fyrst varð úr þvi að málin yrðu rædd við ráðamenn. Ætlunin var að fá fulltrúa þeirra flokka sem stóðu aö lögunum til að sitja fyrir svörum, en aðeins þeir Ragnar Arnalds og Kjartan Jóhannsson mættu ásamt Þorkeli Helgasyni frá Reiknistofnun Háskólans. Einstæöir foreldrar sem greiða skatta eru nú 6760, þar af 3760 sem eru með eitt barn á framfæri sinu. Þeir eiga 2200 börn undir 7 ára aldri.Margir fengu verulega hækkun, enda þótt búið væri að reikna út aö hópurinn i heild myndi fá lægri skatta. Þegar betur var að gáð kom I ljós að hækkunin fólst einkum I út- svarinu og er skýringin sú að heimild til lækkunar útsvars var ekki á skattseðlinum nú. Skatt- greiðendur hafa rétt á að sækja um lækkun til sveitafélaganna og munurinn á sköttunum núna og I fyrra liggur i þeirri lækkun sem þá fékkst vegna ástæðna ein- stæðra foreldra. Sigrlður sagði að fundurinn hefði verið mjög jákvæður og félagið hefði þegar tilnefnt full- trúa i nefnd til að kanna vanda einstæðra foreldra, þau Jóhönnu Kristjónsdóttur og Þorkel Helga- son. —ká Samþykkt rikisstjórnarinnar um Flugleiðamálið Aðskildur fjárhagur Atlantshafsflugsins Eins og skýrt var frá I Þjóðvilj- anum I gær hefur einróma verið samþykkt I rfkisstjórn stefnu- mótun um aðgerðir hennar varð- andi vanda Flugleiða. Hér fara á eftir meginatriðin úr samþykkt rikisstjórnarinnar frá þvi I fyrra- dag: „Ljóst er aö sú ákvörðun Flug- leiða hf., aö draga mjög úr eða fella niður flugrekstur á Atlants- hafsleiðinni á milli Luxemborgar og Bandarikjanna mun hafa afar viðtæk áhrif I ýmsum þjónustu- greinum og skapa óvissu um at- vinnu fjölda manna, auk þess sem umtalsverðar tekjur rikissjóðs af flugi þessu falla niður. Aö þessu athuguöu telur rikis- stjórnin rétt að stuðla að þvi, aö umrætt flug megi halda áfram með svipuöum hætti og verið hefur enda verði það i höndum Is- lensks flugfélags. I þessu skyni er rikisstjórnin reiðubúin til þess aö bjóöa eftirgreinda aðstoð: Leiðrétting 1 fregn um andlát Kristjáns Andréssonar i blaðinu I gær féll niður nafn Jóhanns Kristjánsson- ar I upptalningu á börnum Kristjáns. Þjóðviljinn biðst velvirðingar á þessum mistökum. 1. Rikissjóöur veiti I 3 ár bak- ábyrgö sem nemi u.þ.b. þeim tekjum sem rikissjóður hefur haft af umræddu flugi (lendingar- gjöld, leigugjöld á Keflavikur- flugvelli, tekjur af frihöfn, opin- ber gjöld of 1.), allt að 3 milljónir á ári til greiðslu eða á eða upp I rekstrarhalla sem kann aö verða frá 1. okt. 1980 til 1. okt. 1983. 2. A fundi samgönguráöherra Islands og Luxemborgar verði leitaö eftir sambærilegri aöstoö frá rikisstjórni Luxemborgar. 3. Eignarhluti rikissjóðs i Flug- leiðum hf. veröi aukinn I 20 af hundraði hlutafjárins. Rikisstjórnin leggur jafnframt áherslu á eftirgreind atriöi: 1. Atlantshafsflugiö verði eins og frekast er unnt aöskiliö frá grundvallarfluginu (innanlands- flugi og nauösynlegustu tengslum viö nágrannaiöndin) t.d. með að- skildum fjárhag eins og hag- kvæmt er. 2. Samstarf og samstaða stjórnar og starfsliös Flugleiða verði stórbætt. Stuölað verði aö þvi aö koma á sem bestum starfs- friði umrædd 3 ár, m.a. starfsliði veröi gefinn kostur á auknum hlut I i félaginu og aðstööu til að fylgj- I ast með ákvarðanatöku. Teknar ' verði upp formlegar viöræður viö j starfsliö um framkvæmd ofan- j greindra atriöa”. — ekh Um 60 manns mættu á fund einstæðra foreldra með Ragnari Arnalds fjármálaráðherra. A minni mynd- inni sést Ragnar I ræöustóli, en annar gestur fundarins, Kjartan Jóhannsson alþm.,punktar hjá sér at- riði sem fram komu i máli ráðherrans. Ragnar Arnalds: Vandinn verður kannaður „Þetta var ánægjulegur fundur”, sagði Ragnar Arnalds fjármálarðherra um viðræður sinar við einstæöa foreldra i fyrrakvöld. „Þaö var fjallaö um þann vanda sem blasir við einstæöum foreldrum. Þaö hefur komið 1 ljós að allmargir i þessum hóp hafa fengið verulega hærri skatta eftir breytinguna á skatta- lögunum, enda þótt hópurinn sem heild fái lækkun. Breytingin felst m.a. I þvi aö áöur fengu einstæðir foreldrar persónuafslátt eins og hjón, en nú fá þeir hærri barnabætur. Hjá þeim sem hafa eitt barn á fram- færi sinu vega barnabæturnar ekki upp á móti persónuafslætti hjóna. Siðan hefur komið i ljós að i fyrra var útsvar lækkað i miklum mæli hjá einstæðum for- eldrum, vegna heinilisaðstæöna. en sú heimild hefur ekki verið nýtt enn og það er vert að benda einstæðum foreldrum á þann möguleika að leita til sinna sveitafélaga og sækja um lækkun útsvars. Niöurstaða fundarins var sú að það væri sjálfsagt að skipa nefnd til aö kanna vanda einstæöra for- eldra og það mál er þegar komið vel á rekspöl”, sagði Ragnar Arn- alds. ■* ká TOYOTA Varahlutaumbodið Ármúla 23 - Sfmi 81733 2ja ára ábyrgð og saumanámskeið innifalið i verði. Fullkomin viðgerðar- og varahlutaþjónusta. Toyota 5500 með sauma- armi Fullkomin þægi- leg vél sem leikur í höndunum á þér. Sjálf virkur teygjusaumur, f jölsporasaumur, kappmellusaum- ur, blindföldun og hnappagata- saumur. Zig-zag allt að 7 mm. Verð kr. 218.300 TOYOTA- SAUMAVÉLA- FJÖLSKYLDAN Toyota saumavélar fyrir alla Á verði fyrir alla Á greiðslukjörum fyrir alla

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.