Þjóðviljinn - 18.09.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.09.1980, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. september 1980. In memoriam Soffia Túvína Fædd 16. nóv. 1897 — Dáin 11. sept. 1980 Við sólsetur Innst i þvi öliu sem gerist öliu sem tekst þú i fang heyrir þú stundirnar hverfa heyrir þú kiukkunnar gang. Og þaöan mun þögnin koma — þögnin og gleymskan öll er hinsta minútan hnigur á hvarma þér, eins og mjöll. (Hannes Pétursson) Nú er hinsta minútan hnigin á hvarma gamallar konu, sem i dag veröur lögö i Islenska mold eftir langa vegferö. Mig langar aö kveöja hana og þakka samfylgd- ina þetta spottakorn, sem viö gengum saman. Sina löngu vegferö hóf Soffia Túvina (sem I okkar munni var kölluö Sonja) austur i Hvita Rússlandi fyrir næstum 83 árum. Hún var fædd I Rakovo, litlu þorpi I Rússlandi keisarans áriö 1897. Foreldrar hennar voru gyöingar eins og raunar þriöjungurinn af Ibúum Rakovo. Soffia var yngst af 13 börnum, en aöeins 5 þeirra komust á legg. Fátæktin var mik- il og menntunarlöngun Sonju átti erfitt uppdráttar. Hún fór i menntaskóla I Minsk og á hverju sumri, þegar hún kom i sumarleyfi.var farið að ræöa það, aö nú gæti hún ekki fariö aftur i skólann. Hún sagöist hafa kviöiö minna fyrir jólaleyfunum, þvl þá var ekki veriö aö eyöa oröum aö sliku. Lifiö I Rakovo og öörum slavneskum gyöingaþorpum til- heyrir „veröld sem var”. En þótt þessi veröld sé horfin lifir hún þó I minningunum, sem þaö fólk.sem i henni lifði, eftirlét okkur. Oft þegar ég var aö hlusta á Sonju segja sögur fann ég aö ég var lánsöm aö skilja rússnesku, þó ekki væri til annars en missa ekki af þeim sögum. Og hún kunni aö segja sögur. I hennar munni varö allt svo látlaust og greinargott, jafnt gaman sem alvara. 18 ára gömul hélt hún til ódessu aö læra tannlækningar. Þaö var ekkert áhlaupaverk fyrir unga stúlku á þeim árum og ekki gat hún vænst mikils fjárhagsstuön- ings aö heiman. Enda vann hún baki brotnu og bjó viö erfiö kjör. En hún var ung og bjartsýn og glöö. Sföan lá leiðin til Moskvu. Þar var hún stödd á þeim sögulegu timum Októberbyltingarinnar. Hún gat fylgst meö henni út um gluggann hjá sér þvi hún leigöi herbergi viö eina aðalgötu borgarinnar, Gorkigötu. Áriö 1921 giftist hún Riszard Túvln, ungum verkfræöingi af pólskum gyðingaættum. Riszard var óvenju glæsilegur maðu^ bæöi i sjón og raun. Þegar ég kynntist honum var hann kominn á efri ár, en fallegur var hann ennþá. Þau lifðu saman sætt og súrt i 48 ár, eignuöust 3 börn. Eftir aö Riszard dó áriö 1968 var Sonja ekki nema hálf manneskja. En hún var sterk og lét þaö ekki buga sig. Enda haföi hún áöur þurft aö rétta úr sér eftir sáran harm. Fyrsta barnið og auga- steinninn hennar fékk ekki aö lifa nema 4 ár. En drottinn tók og drottinn gaf. Þau Riszard eign- uöust siöan 2 börn, Júri sem býr I Bandarikjunum og Lenu sem búsett er á Islandi. Ég hygg aö þaö sé ekki ofsagt aö Sonja átti miklu barnaláni aö fagna. Samband hennar og barnanna var bæöi traust og hlýtt. Lena fluttist hingaö meö manni sinum Arna Bergmann fyrir 17 árum. Þegar Riszard, maöur Sonju,dó, kom hún til dóttur sinnar og bjó á heimili þeirra Arna. Mig skortir orö til aö lýsa þeirri umhyggju sem þau systkinin, Lena og Júri, sýndu móöur sinni. Þaö kom I hlut Lenu aö stunda hana sfðustu árin eftir aö heilsu hennar fór aö hraka. Og þaö geröi hún svika- laust. Þaö má heldur ekki gleyma hlut Arna tengdasonar hennar. Hann var henni góöur félagi og þegar vel lá á þeim sungu þau saman á jiddisku. Barnabörnin, Snorri og Olga, hafa lika misst góöan vin. Eitt fannst mér alltaf áberandi i fari þessarar konu, en þaö var alúöin sem hún lagöi i störf sin. Þaö var sama hvaöa verk hún tók sér fyrir hendur, hvort þaö var aö gera viö tennur (en þaö geröi hún sleitulaust i hartnær heila manns- ævi), elda mat eöa prjóna lopa- peysur — allt var jafn vel af hendi leyst. Og hún kemst kannski næst þvi aö lenda á spjöldum mannkynssögunnar fyrir lopa- peysurnar, sem hún prjónaöi á ýmsa þekkta andófsmenn sovéska og þeir klæðast stundum á blaöamannafundum. Já, þessi kona liföi sannarlega timana tvenna — og þrenna. Þaö er ekki nóg meö aö hún hafi veriö einn af siöustu fulltrúum slavenska gyöingasamfélagsins, sem viö þekkjum svo vel úr „Fiölaranum á þakinu”, og hafi gengiö um Gorkigötu i Októberbyltingunni, heldur finnst mér næstum hægt aö lesa sögu Rússlands úr lffi hennar eins og myndasögu. Þótt þaö væri erfitt fyrir Sonju aö nema land á gamals aldri svo viös fjarri átthögunum þá var hún sátt viö aö ljúka vegferö sinni hér. Viö sem kynntumst henni kveöj- um hana meö þakklæti og óskum henni góörar heimferöar. Mig dreymir viö hruniö heiöarsel: heyri ég söng gegnum opnardyr, laufþyt á auöum lágum mel? Lif manns streymir fram, timinn er kyrr. Allt sem var lifaö og allt sem hvarf er, þaö sem veröur dvelur fjær ónuminn heimur, huliö starf, - hús þessa dags stóö reist ígær. Viö göngum i dimmu viö litföl log í Ijósi sem geymir um eiliföhvaö sem er, og biöur. Fuglinn sem flaug framhjá er enn á sama staö (Snorri Hjartarson) Atgervi einstaka fólks og andrúmsloftið i kringum þaö er meö svo óvenjulegum og marg- slungnum hætti aö torvelt er aö lýsa þvi meö oröum. Þaö fólk hlýtur aö hafa fengiö hollt vega- nesti og reynt sitt af hverju á lifs- leiðinni. Þaö bugast ekki þótt móti blási — heldur eflist. Þannig hlýtur aðhafa verið um Soffiu Túvinu. Fædd var hún i gyðingafjölskyldu i Rússlandi zarsins, liföi timana tvenna i Sovét-Rússlandi og eyddi ævi- kvöldinu I islenska lýöveldinu. Viö kunnum ekki aö rekja þá margbrotnu sögu. Kynntumst henni ekki fyrr en I siöasta kafla. En allir sem hann lásu eru reynslunni rikari. Þótt ekki kynnu þeir pólsku, rússnesku, þýsku eða frönsku. Stundum skiptir nefnilega mestu hvað lesa má á milli h'nanna. Og þaö geta böm ekki siður en fullorönir. Um sjötugt flutti Soffia til Is- lands. Barnabörnin voru fleiri hjá dótturinni en syninum. Nóg aö starfa á heimilinu. Heimilisvin- unum fjölgaöi fljótlega — ólikt fólk úr öllum áttum hænir þessi gamla kona að sér. 1 meira en 50 ár haföi hún geymt, og litt eöa ekki notaö, skólalærdóm i þýskri og franskri tungu. Finan lærdóm fyrir ungar stúlkur i rússneska keisaradæminu. Og nú streyma þessimálafvörum hennar — kór- rétt og blæbrigðarik. Haltrandi menntaskólaþýská frá íslandi veröur hálf vandræðaleg i samanburöi en það gleymist oft vegna einlægni og ákafa viömæl- andans. Maður leiðist jafnvel úti að tala um tilfinningar sem sjaldan veröa umræöuefni á móöurmálinu. Þannig var andlegt atgervi þessarar konu. En þótt hún væri Ævinlega undraöist maöur hæfileika Soffiu Túvinu til þess aö beita þvi sem hún haföi eitt sinn numiö. Vegná fákunnáttu okkar i þýsku (eftir margra ára nám!) varö franska samskiptamiöill milli hennar og okkar. Það vildi svo vei til að Soffia haföi lært frönsku hálfri öld fyrr en aldrei haftástæöu til aö bera það tungu- mál fyrir sig siðan — þangaö til þaö vitnaöist að hún gæti notaö þaö i oröræðum viö okkur. Og ekki bar á þvi að henni væri farin að förlast frönskukunnáttan þar sem hún lá á sjúkrahúsi siöustu vikurnar. En Soffia hafði ekki einungis hæfileika til að nota gamlan lær- dóm, hún varö sér einnig úti um nýjan, hingað komin á háum aldri. Öliklegt er að margir geti státaö af þvi að hefja prjónaskap af mikilli list hátt á áttræðisaldri, en þaö geröi Soffia. Sú iöja bæöi stytti henni stundir og yljaði mörgum vini hennar á likama og sál, bæöi hér og i So.vétinu. Þaö var ekki aöeins Sakarof sem varð Góður Soffia Túvina fluttist hingaö út til Islands frá Rússlandi á efri ár- um sinum, geröist islenzkur rikis- borgari og varö góöur þegn þessa lands. Stundum, einkum á vorin og um hásumariö, kvaöst hún þó sakna hins fjölskrúbuga gróöurs sinna gömlu heimkynna i Miö-Rúss- landi, sakna vina sinna og ætt- ingja þar I landi. Hún minntist indælla gönguferöa um skógana á yngri árum sinum meö góöum, glaöværum vinum, minntist gróskunnar, hlýrra , sólrikra sumra, fuglasöngsins og þytsins i skóginum. En á tslandi átti hún samt eftir aö festa rætur, hún tók aö unna þessu landi af heilum hug og var þakklát fyrir æviárin hér. Hún naut mikils ástrikis og virö- ingar á heimili dóttur sinnar og tengdasonar i Reykjavik, eignaö- ist hér marga vini og fylgdist oröiö vel meö framvindu mála á vel f stakk búin til aö ræöa speki- mál átti daglegt lif og liöan fjöl- skyldunnar og kunningjanna stærst rúm I hugskoti hennar — ekki sist blessuö börnin — og unglingamir með öll sin uppá- tæki. Sistarfandi var hún. Féll aldrei verkúrhendi eins og við segjum. Og virtist þvi aöeins njóta verka sinna að þau væru öörum ætluö — og gallalaus frá hennarhendi. Mestu skipti aö vanda orö og æöi. Matargerö hennar var list og saga. Handavinnan alltaf i gangi ognýjar leiöir reyndar. Einlægur fögnuöur yfir aö læra aö lykkja saman prjónles — þá kunnáttu notar maður til aö koma i veg fyrir aö misfellur sjáist á sam- skeytum. I ýmsum fræöum velta menn mikiö vöngum yfir tengslum teoriu og praksis — samþættingu hins fræöilega og hagnýta, hug- myndar og framkvæmdar. Eftir á aö hyggja er eins og maöur hafi kynnst manneskju sem var eins og einhvers konar persónu- gervingur sliks samruna. Baba Sonja gat beitt kimni sinni og andlegum krafti til hins síöasta I þungbærri baráttu við ósigrandi sjúkdóm. Viö vorum aö ræöa þessa blessaða haustbliöu alla daga, rigningin léti ekki á sér kræla nema kannski rétt á nótt- inni. Og allt I einu er hún farin aö leika guö: „Já, ég er nefnilega búin að láta þaö boö út ganga aö sólin skfni á daginn og regniö falli aöeins aö næturlagi”. Sem betur fer slokknar seint á þeirri sól sem Soffia Túvina kveiktiyfirf jölskyldu sinni og öll- um sem henni kynntust. Sólin er hnigin en bjarmi hennar og hlýja munu lýsa og verma I hugskoti þeirra. DóraogHöröur aönjótandi handarverka ömmu Babúsku eins og fréttamyndir báru vitni um hér um áriö! Þótt Soffia væri sjálf fáorö um lifshlaup sitt i okkareyru fór ekki á milli mála aö i reynslu hennar fléttuðust margir örlagarikustu þættir i sögu okkar tima. I návist Soffíu komst maður i snertingu viö mikla lifsreynslu, siðfágun og einstaka hjartahlýju. Jafn næma tilfinningu og Soffia haföi fyrir sorgum og gleði náungans híaut hún aö veröa miðdepillinn i sinu samfélagi. Heimiliö i Alfheimum 48 var hið eina i stórum hópi kunningja og vinafólks i borginni þar sem saman bjuggu þrjár kynslóðir. Skyldi þetta vera tilviljun eða endurspeglar þaö fjölskyldu- hefðir sem við Islendingarerum á góöri leiö meö aö glata? Heimili þeirra Babúsku, Lenu, Arna, Snorra og Olgu var heilli kynslóö rikara en önnur sem viö þekkjum. Það er þakkarvert aö hafa eign- ast hlutdeild í þvi rikidæmi. Hanna Kristin og Loftur. vinur Islandi. Veg þessa lands og vel- gengni vildi hún sem mesta. „Allt á aö vera fagurt viö manninn, — bæöi andlit, klæön- aður, sál og hugsun”. Þannig komst rússneska skáldiö Anton Tsjékhov aö orði. Þessi orö má sem hægast hafa um Soffiu Túvínu. Hún var sannarlega frið kona og höföingleg i fasi, falleg augun lýstu af mildi og djúpri, dýrkeyptri vizku þeirrar konu, sem hefur margt séö og margt reynt á löngum æviferli. I öllu hennar fari komu skýrlega i ljós sterkir þættir gamallrar evrópskrar og rótgróinnar gyö- inglegrar menningar. Hún var stolt af uppruna sinum, fylgdist af áhuga meö þróun mála i tsrael og baö landi forfeöra sinna og for- mæöra friöar og blessunar. Þaö var Soffiu Túvinu aldrei aö skapi aö sitja auöum höndum á Framhald á bls. 13 Hallveig Thorlacius. A jiddisje mame Þér var ekki boðið að hvíiast á grænum grundum oft lá þín leið um dimman dal og yfir: forðabúr haglsins. Þú varst a jiddisje mame næm og hlý og kröfuhörð börn þín voru tvö barnabörnin aðeins þrjú en f jölskyldan varð stærri og stærri atvikin fengu henni bústaði á ótal lengdarbaugum og þú sveipaðir hana kærleika, áhuga og íslenskum lopa: Andrei og Zhores Jóhann, Rut og Nínu nafnkennt fólk og óþekkt sem veit að heimurinn er nú snauðari en hann var. Þú sýndir lítilli stúlku reynslustafi langrar æfi og hún sagði: amma ég held ég sé gyðingur í sálinni. Helsjúk sagðir þú: ég vildi ekki festast í þessu neti það veit guð, ég vildi það ekki en nú er ég alveg sátt við dauðann ég er kapore einhver annar fær ekki það mein sem ég geng með. Þú sagðir líka: ef ég ætti eftir að fæðast aftur þá vildi ég vera sú sem ég var ég vil heldur lifa meðal ofsóttra en þegja með ofsækjendum Sólin skein inn um gluggann lék við hvítt hár þitt og sigursælt bros: . Ég ætla að biðja Drottin að bera Island á gulldiski ekki einhverjum postulínsdiski sem gæti brotnað Það er mikill himinn yfir fslandi... Silfurþráðurinn hefur slitnað Verði rpoldin þér létt sem fiður. Arni Bergmann Kveðjuorð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.