Þjóðviljinn - 18.09.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 18.09.1980, Blaðsíða 16
DWÐVHMN Fimmtudagur 18. september 1980. Aöalsir.i Þjóftviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til föstudaga. L’tan þess tima er hœgt aö ná f blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins f þessum slmum : Kitstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Afgreiðsla 81285, ljósmvndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná I afgreiöslu blaösins isima 81663. 'Blaöaprent hefur sfma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 '81663 Grjótaþorpið skipulagt: í gær kynntu borgar- yfirvöld nýja skipulags- tillögu að Grjótaþorp- inu. Hún markar tíma- mót i þeirri viðleitni að varðveita húsin i þorpinu og byggja áfram á þeim verð- mætum sem fyrir eru. Aödragandinn er sú samþykkt skipulagsnefndar borgarir.nar i april 1979, að gerð skyldi skipu- lagstillaga um verndun og endur- nýjun Grjótaþorps i núverandi mynd. Meginhugmyndin að baki til- lögunni er sU, að skipulags- ákvæöum verði beitt til að stuðla aö þvi, að sem flest hUsin standi áfram og þeim verði komið i sómasamlegt horf. A auðum lóðum verði byggð ný hUs sem taki mið af þeim sem umhverfis eru aö formi til og efni. Lóðaskipting verður óbreytt frá þvi sem nU er að mestu leyti nema i norðvesturhorni þorpsins, en þar þarf að breyta mörkum lóða til að hægt sé að hrinda skipulagshugmyndum i fram- kvæmd. Gert er ráð fyrir sömu götustæðum og nú eru nema hvaö Mjóstræti lengist i boga til norðurs Ut á Vesturgötu. 1 tillögunni er hvatt til þess að borgaryfirvöld geri verulegt átak til þess að ganga endanlega frá öllum opinberum svæðum i þorpinu t.d. götum^angstigum og almenningsgarði. Jafnframt veröi hafist handa um endur- bætur á hUsum i eigu borgar- innar, eða, ef þau verða seld, þá verði þaö með kvöðum sem tryggja varðveislu þeirra og viöhald um ókomin ár. Þau umhverfislegu markmið, Framhald á bls. 13 Hiðnýja skipulag Grjótaþorpsins. Verður Morgunblaöshöllin rifin? Ljósm. — gel. Arkitektarnir Guðrún Jónsdóttir, Sigurður Harðarson og Hjörleifur Stefánsson. Ljósm.: —gel. Byggung á Eidigranda: VILJA REISA 9 HÆÐA BLOKKIR Aörir lóöahafar mótmæla að skipulagi sé breytt Eins og skýrt var frá I Þjóö- viijanum i sumar hefur Byggung óskað eftir þvi viö borgaryfirvöld aö breytt verði skipulagi á þvi svæði á Eiösgranda sem félagiö fékk úthlutað i vor. I staö þriggja hæöa húsa vill féiagiö byggja allt aö nfu hæöa blokkir og myndu þær aö sjálfsögöu skeröa útsýni fyrir aöra lóöarhafa á svæöinu og valda skuggum og vind- strengjum. Ósk Byggung er til umfjöllunar I borgarkerfinu en aörir lóöarhafar á Eiösgranda- svæöinu hafa nú tekiö sig saman og mótniælt þvf harölega aö skipulaginu veröi breytt. 1 undirskriftarskjali, sem m.a. liggur frammi á bensinstöðvum, segir: „Við undirritaðir úthlut- unarhafar á lóðum við Eiðs- grandasvæðið II. áfanga) og ibúar í nágrenni við Eiðsgranda skorum á borgaryfirvöld að framfylgja samþykktu skipualgi á Eiðsgrandasvæði og mótmæl- um harðlega að samþykkt verði fram komin ósk um að reisa 9 hæða ibúðarhús meðfram Eiðs- granda i stað þriggja hæða eins og hið samþykkta skipulag gerir ráð fyrir.” Þegar hafa margir tugir manna ritað nöfn sin undir þessi mót- mæli og sagði einn lóöarhafa i samtali við Þjóðviljann i gær að ef borgaryfirvöld ætluðu einu sinni enn að láta Byggung ráðsk- ast með og breyta skipulagi öðrum lóðarhöfum f óhag, þá myndu allir lóðarhafar i nýja hverfinu skila lóöunum sinum aftur. Astæðurnar sem Byggung teflir fram með óskinni um breytt skipulag erui að vegna mjög mikillar jarðvegsdýptar Mikil rimma innan norska Verkamannaflokksins: Stjórn Nordlis í sjálfheldu Deilan um bandariskra xopna-og birgðastöðvar harðnar Frá Ingólfi Margeirssyni I Osló: Afstaöa Verkamannaflokks- ins til bandariskra vopna- og birgöastööva veröur æ óljósari. Rikisstjórnin þarf á samstööu flokksins aö halda til þess aö koma málinu i gegn á Stórþing- inu, en slik samheldni viröist eiga langt I land. Þaö er einkum vinstri armur Verkamannaflokksins sem er andvigur slikum stöövum á norskri grund. Áætlanir rikis- stjórnarinnar um staösetningu birgöastööva I Þrændalögum hafa oröiö til þess aö ýmsar kenningar eru á sveimi um tii- gang stöövanna. Meöal annars hefur vcriö nefnt aö nota eigi Noreg sem flugmóöurskip Bandarikjanna i væntanlegri árás á sovéska Murmanskflot- ann. Fulltrúaráðsfundi Verka- mannaflokksins i Osló lauk að- fararnótt miðvikudags án þess að nein ákveðin afstaða væri tekin til bandariskra vopna- og birgðastöðva i Noregi. Eftir miklar umræður var hætt viö atkvæðagreiöslu um málið og henni skotiö á frest til fram- haldsfundar sem haldinn verður 11. nóvember. Rikisstjórnin hefur lýst yfir stuöningi sinum við byggingu vopna- og birgðastöðva i Þrændalögum, sem teknar yrðu i notkun af bandariskum land- gönguliöum ef til átaka kæmi á norðausturvæng NATÓ. And- staöan i Verkamannaflokknum er hinsvegar það sterk, að enn hefur flokksforystan ekki árætt að ganga til atkvæöagreiðslu um málið. Niðurstaðan gæti orðiö nei- kvæö og túlkuð sem vantraust á rikisstjórnina. Landsfundur Verkamannaflokksins sem haldinn var fyrir rúmri viku og átti að taka afstöðu til birgöa- stöðvanna skaut einnig málinu á frest. Samtimis eykst þrýstingur borgaraflokkanna á Verka- mannaflokkinn og stjórnin hef- ur verið gagnrýnd fyrir hald- leysi i varnarmálum Noregs. Það er þvi ljóst aö stjórn Nordlis er komin i mikla sjálfheldu, og allt bendir til þess að i uppsigl- ingu sé haröasta rimma innan Verkamannaflokksins i árarað- ir. Fréttin um fyrirætlanir rikis- stjórnarinnar um byggingu birgðastöðva i Þrændalögum hefur einnig skapað ótta meöal almennings þar um slóðir. Sl. mánudag var stofnuð þar sam- fylking gegn bandarískum vopna- og birgðastöövum og mun hún ráða til sin fastlaun- aða ritara og setja upp skrif- stofu i Þrándheimi. Vikuritið Ny Tid birti i gær úr- drátt úr magisterritgerð sem bráðlega, verður lögð fram i stjórnvísindadeild Oslóar- háskóla. 1 ritgerðinni sem skrif- uð er af Bjarna Eikefjord er sett fram sú kenning að stöðvar bandarfsku landgönguliða i Noregi séu ekki reistar með þaö fyriraugum að verja Norömenn fyrir hugsanlegri innrás, heldur séu þær hugsaðar sem árásar- stöðvar á Murmansk-flota Sovétmanna. Eikefjord sem stuð.st hefur viö norsk- og bandarisk hernaðarskjöl heldur þvi fram að útþensla sovéska flotans við Murmansk og lang- drægar kjarnorkueldflaugar hafi gert flugstöðvar Banda- rikjamanna á Bretlandi og á Islandi úreltar sem slikar, og þvf vilji Bandarikin leggja hernaðarlega áherslu á Miö- Noreg. I þessu sambandi bendir Eikefjord á að af 500 herflugvél- um sem Bandarikin eru reiöu- búin að senda til Evrópu komi til átaka er um helmingur ætl- aöur Noregi. —IM/ekh (allt að 6 m undir sjávarmáli) verði grunnar svo dýrir að þriggja hæða hús beri ekki kostn- aðinn við þá. Hafa þeir mótmælt kostnaðarútreikningum borgar- verkfræðings í þessu efni og sagði Þórður Þorbjarnarson i gær að mikið bæri á milli sinnar niður- stöðu og þeirra. Atti hann hins vegar eftir að fara yfir nýjustu athuga- semdir félagsins, sem lagðar voru fram i borgarráði á þriðju- dag. Sigurður Harðarson, formaður skipulagsnefndar.sagði.að skipu- lagsnefnd hefði skoöað hina nýju skipulagstillögu Byggung en ekki tekið neina afstöðu til hennar ennþá. Hins vegar sagðist Sigurður sjálfur vera mótfallinn þvi að hróflað yrði við áður gerðu skipulagi á þessu svæði, enda snerti það hagsmuni fleiri aðila en Byggung . Bjóst hann við að skipulagsnefnd myndi fjalla endanlega um þetta mál þegar öll gögn varðandi kostnað lægju fyrir væntanlega ekki siðar en i byrjun næsta mánaðar. —AI Ekki er ráð tiema... 17. júní nefnd! Það ætti að gefast nægur timi til undirbúnings 17. júni hátiðahald- anna i Reykjavik á næsta ári, þvi á þriðjudag skipaði borgarráð svonefnda þjóðhátiðanefnd, sem sér um þau. I nefndina völdust sömu menn og sáu um 17. júni á þessu ári: Þorsteinn Eggertsson, Hilmar Svavarsson, Þórunn Sigurðar- dóttir, Ömar Einarsson og Þór- unn Gestsdóttir. 17. júni nefnd hefur venjulega veriö kosin siöla veturs eða snemma á vorin og hafa nefndarmenn kvartað mjög undan þvi að vegna ónógs undir- búningstima og stutts fyrirvara sé erfitt aö fá skemmtikrafta og ná niður kostnaði við hátiða- höldin. Eru þessar kvartanir ástæðan fyrir þvi að nefndin fyrir næsta ár hefur þegar verið skipuð. — AI Stoppaö r • • j • i gotin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.