Þjóðviljinn - 18.09.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.09.1980, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 18. september 1980. Rauðsokkar Ársf jórðungsfundur Rauðsokka- hreyfingarinnar verður haldinn fimmtu- daginn 25. september kl. 20.00 i Sokkholti, Skólavörðustig 12. Til umræðu: Vetrarstarfið, kvennahátið o.fl.. Allir velkomnir. Rauðsokkahreyfingin Frá Félagsvísindadeild Háskóla Islands Stúdentar á fyrsta námsári eru beðnir um að koma til viðtals mánudaginn 22. sept. kl. 10 i stofu 201, Árnagarði. Annars- og þriðjaárs nemendur komi til viðtals við kennara sama dag kl. 14. AFRÍKUHJÁLPIN1980 Framlög þegar farin að berast Þegar eru farin aö berast fram- lög i Afrikusöfnun Rauöa kross tslands, en eins og skýrt hefur veriö frá i Þjóöviljanum er „Afrikuhjálpin 1980” sameigin- legt verkefni Rauöa kross félaganna á öllum Noröurlöndun- um, og sagöi Jón Ásgeirsson framkvæmdastjóri söfnunarinn- ar aö þetta væri i fyrsta sinn sem Noröurlandadeildir Rauöa kross- ins einbeittu sér aö sameiginlegu verkefni. Afrikuhjálpin 1980 er til komin vegna mikilla hörmunga og hungursneyöar sem hrjáir 8—10 miljónir manna i NA-Afriku. Astæöur hörmunganna eru miklir þurrkar og uppskerubrestur en auk þess fara menn mjög með ófriöi á þessum slóðum. Giró- númer söfnunarinnar er 120200, og hvetur RKI menn til aö láta sitt af hendi rakna. Jón Ásgeirsson er sem fyrr seg- ir framkvæmdastjóri söfnunar- innar hér á landi en i framkvæmdanefnd eru auk hans Ólafur Mixa, formaöur RKt, Björn Friðfinnsson gjaldkeri RKl, Ásgeir Guðmundsson, Bryndis Schram, Friða Proppé Jón Óttar Ragnarsson, Matthias Johannessen og Ólafur B Thors. Jón Asgeirsson sagði aö tryggt væri að peningarnir sem safnast kæmusttil þeirra sem til er ætlast og eru eftirlitsmenn og fulltrúar Rauöa kross deildanna á Noröur- löndum á þeim stööum sem mat- arsendingarnar veröa sendar til. —AI Borgarbókasafn I' Reykjavíkur n Starfsmaður óskast til skrifstofustarfa. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Launakjör fara eftir samningum við Starfsmannafélag Reykjavikurborgar. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist safninu fyrir 1. október 1980. Borgarbókavörður. Finnski píanóleikarinn PEKKA VAPAAVUORI heldur tónleika i Norræna húsinu fimmtu- daginn 18. september 1980 kl. 20:30 og leikur verk eftir Bach, Beethoven, Debussy, Kullervo Karjalainen og Einojuhani Rauta- vaara. Aðgöngumiðar i Kaffistofu hússins og við innganginn. — Verð kr. 2.000. Verið velkomin NORRÆNA HLISIO Atvinna Blönduóshreppur auglýsir laust til umsóknar starf skrifstofustjóra, frá næstu áramótum. Umsækjendur skulu hafa viðskiptamennt- un. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar til sveitarstjóra fyrir 1. október 1980. Nánari upplýsingar veitir undirritaður i sima 95-4181 á venjulegum skrifstofutima. Sveitarstjóri Blönduóshrepps. Síminn er 81333 DJOOVIUINN Siðumúla 6 S. 81333.,,* Minning Ingvar Olsen frá Staðarhrauni, Reyðarfirði Fæddur 1. okt. 1901 — Dáinn 19. ág. 1980 I fundaamstri og erli barst mér hin kalda helfregn. Ingvar Olsen var horfinn okkur sjónum og þrátt fyrir allháan aldur og ýms- an sjúkleika kom þessi fregn á óvart. Siöast er ég hitti Ingvar var hann sem fyrr beinn i baki meö bros á vör og hugöi á sumarferö ■ til sonar og dóttur suður á Horna- firöi. Þetta var á einum sólrikasta degi, er i sumar kom eystra,og sem oftast áöur var heiðrikjan i svip hans og hann ræddi um dag- inn og veginn i bjartsýni og trú á tilveruna, öfugt við ýmsa þá yngri, er ævinlega festa augun á þvi neikvæða. Iharöri og óvæginni lifsbaráttu haföi Ingvari lærzt að æörast ekki en taka þvi sem að höndum bar með jafnaöargeöi og þrauka áfram, þó erfiöleikar, ómegö og fátæki væru förunautar um skeið. Hann bjó á Stuðlum, þegar ég man fyrst eftir.og mér er enn i minni,þegar Ingvarkom heim og rætt var um menn og málefni, aö engum lagöi hann illt til, allt var það á hinn veginn og þá ekki sið- ur, hversu rólega hann ræddi um eigin hag, eins og þar léki allt i lyndi og vissi ég þó þá og enn bet- ur síðar, hversu erfið og óvægin kjör hann bjó þá viö. Meö sam- taka dugnaði og óbilandi kjarki allrar fjölskyldunnar var sigur unninn á öllu og basliö yfirstigiö. Þar var hlutur Stefaniu konu hans meö miklum afbrigöum, þvi dug- meiri konu veit ég vart. Saga þeirrahjóna varekkert einsdæmi á þeim tima, en hetjusaga er hún engu að siður, sem svo margra annarra, er hófu sig upp yfir alla örðugleika og urðu vel bjargálna meö dugnaði, hagsýni og vilja- þreki. Þessa er okkur i dag hollt að minnast i kapphlaupi okkar um raunverulega, en þó meir imyndaða velferö. Mannvænlegir og duglegir syn- ir áttu sinn hlut svo vissulega og það hefur sýnt sig, aö áfall sem Steindór sonur þeirra varö fyrir hefur I engu megnaö aö svipta hann lifstrú og viljastyrk. Þar hefur ekki si'zt komið til hiö góða veganesti foreldrahúsanna, þar sem i engu var æörast. Ekki ætla ég mér að rekja ævi- sögu Ingvars, en á þaö helzta skal minnzt. Fæddur var hann að Teiga- geröisklöpp á Reyöarfiröi hinn 1. okt. 1901. Foreldrar hans voru hjónin Anna Stefánsdóttir og Jens Olsen sjómaður. A Klöpp ólst hann upp og fðr ungur aö sækja sjóinn meö föður sinum. Siðan lá leiðin upp á Hérað, þar sem hann var með bát ásamt öðr- um á Lagarfljóti og flutti vörur og fólk frá Egilsstööum og inn um allan Fljótsdal. Þetta stundaöi hann i4 ár,og tókst giftusamlega. Hér var um aðræöa merkan þátt I samgöngusögu Héraösins, sem gera þyrfti rækileg skil. 1932 gengur hann aö eiga eftirlif- andi konu sina: Stefaniu Stefáns- dóttur. Þau bjuggu tvö ár á Ketilsstöðum, eitt ár i Arnkels- gerði, en aö Stuðlum í Reyöarfirði fluttu þau 1936 og bjuggu þar í 13 ár. 1949 fluttu þau að Staðar- hrauni i Reyðarfiröi og bjuggu þar allt til ársins 1972, aö þau fluttu inn i kauptúniö á Reyöar- firði, keyptu þar húsiö Merki og bjuggu þar siðan. Börn þeirra, sem öll eru á lífi, eru: Jens bóndi á Dynjanda i Nesjahreppi, Unnar verkamaður á Akranesi, Asdis húsmóðir á Höfn (hún ólst upp i Neskaupstaö), Guömundur rennismiöur á Akureyri, Stein- dór, sjómaður i Hafnarfirði, Rún- ar verkstjóri á Reyöarfirði og Lars verkamaður, Reyöarfirði. Þau eru hiö dugmesta fólk, og i hvivetna efnismanneskjur. Ingvar Olsen var greindur og athugull maöur. Hann var mjög affarasæll i aöalstarfi sinu, bú- skapnum, arögæfni hans þar vel i meöallagi jafnan og fór vaxandi allt til siöustu búskaparára. Traustleiki og góö yfirvegun ein- kenndu skaphöfn hans alla, hann rasaði i engu um ráö fram, en far- sæld fylgdi jafnan i öllum störf- um. Viðmótið var hlýlegt, góölát- leg kimni einkenndi oröræöur hans, hann var fastur fyrir og lét i engu sinn hlut, en var þó manna óliklegastur til að afla sér óvild- ar, enda öll ágengni viös fjarri öllu skaplyndi hans. Mér þótti gott að ræða við Ingvar, hann var öfgalaus maður, sem lifiö haföi kennt marga lærdóma,en við allt var hann sáttur, er hann leit yfir liðna tið.og vil var ekki til i hans munni, þvi siður beizkja yfir neinu. Raunsæi og glöggskyggni alþýðumannsins voru honum eðlislægir kostir, sem mótuðu manninn. Ingvar annaðist konu sina frá- bærlega vel i erfiðleikum hennar siðustu árin og gerði allt, sem hann gat.til að létta henni þá, enda var Stefania sannarlega vel að þeirri umhyggju komin. Að leiðarlokum þakka ég Invari hin góðu kynni og tryggð alla jafnt við mig persónulega sem þann málstað sem ég fýlgi. Slika liðsmenn er ljúft aö eiga, þeirra er lika saknað að verðleikum. Stefaniu og öllum ástvinum sendi ég hjartanlegustu samúðarkveðj- ur minar sem minna. Það er bjart yfir minningu Ingvars. Hans er gott að minnast, þvi fordæmi hans i lifinu var hvivetna hið bezta. Helgi Seljan. Verklegt nám fóstrunema á dagvistarstofnunum: Fóstrur áttu eftir aö fjalla um málið Missagt var i Þjóðviljanum i gær að fóstrunemar væru komnir aftur i verklegt nám á dagvistarstofnunum á höfuð- borgarsvæðinu eftir að sam- komulag hafði náðst milli fóstra og fjármálaráðuneytis á mánudag. Hið rétta er að samkomulagið átti eftir að bera undir fund i fóstrufélag- inu, sem boöaöur var i gær- kvöld og fara nemarnir ekki inn á stofnanir nema fundur- inn samþykki samkomulagið. Fundinum var hins vegar ekki lokið i gærkvöldi þegar þjóð- viljinn fór í prentun. —AI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.